Alþýðublaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 2
Bifvélavirkjar Vélvirkjar eða menn vanir viðgerðum á þungavinnu- vélum óskast strax. Fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar i sima 11790 Reykjavik og 92-1575 Keflavik- urflugvelli. íslenskir aðalverktakar s.f. FISKVINNSLUSKÓLINN Innritun nýrra nemenda stendur yfir. Umsóknir um skólavist ásamt afriti af gagnfræðaprófs- eða landsprófsskirteini sendist skólanum fyrir 15. júli n.k. Fiskvinnsluskólinn, Trönuhrauni 8, Hafnarfirði. þarf aöeins að renna saman tveimur Gefjunar svefnpokum gera úr þeim einn tvíbreiðan poka. fisléttur og hlýr, fóðraður með dralon eða ull. Ytra byrði úr vatnsvörðu nyloni, innra byrði úr bómull N'ú þarfekki lengur að taka hjónarúmið með íútileguna! GEFJUN AKUREYRI Kuldaboli Kjartansson Magnús Kjartansson, iðnaö- ar- og orkumálaráðherra, er maður mjög ritfær og mál- hress i besta lagi. Hins vegar er honum ekki jafn sýnt um að framkvæma og aö tala. Þann- ig hefur t.d. ekkert sést enn af „iðnbyltingu” þeirri, sem hann boðaði með miklum bægslagangi fyrir um hálfu öðru ári — nema það sé iðn- bylting að setja flestöll meiri- háttar iðnfyrirtæki landsins á hausinn eins og horfurnar eru nú. Og þannig hefur honum lit- ið orðið úr verki i raforkumál- unum, eins og fólk viða út um landsbyggðina hefur gróflega fengið að kenna á eins og dæmin frá s.l. vetri sanna, þar sem fólk varð að flýja hibýli sin vegna rafmagnsleysis og kulda. Þegar Magnús Kjartansson hóf störf i rikisstjórn Ólafs Jó- hannessonar talaði hann mikið um þær stórfram- kvæmdir, sem hann ætlaði að beita sér fyrir i raforkumálun- um. Gárungar gáfu honum ná nafnið Rafmagnús. En litil orka hefur fengið frá þeim rafmagnúsinum — enda illt að virkja orðaflauminn einan. Aður en næsti vetur gengur i garð og áður en að þvi kemur, að fólk þarf að flýja köld hús sin vegna raforku- skorts vill Alþýðublaðið þvi gjarna koma á framfæri nýju og betra viðurnefni á hæstvirt- um orkumálaráðherra, sem er frekar i samræmi við efndir hans en orð. Tillagan er sem sé sú, að Magnús Kjartansson fái þá sem viðurnefni það gamla og góða islenska orð — KULDABOLI. Væri þá ekki ráö að rýja! Af og til birtast i blöðum stórfréttir af útflutningi is- lenskra landbúnaðarafurða. Oft eru það þó meira en litið vafasamt, hvort þær fréttir séu góðar fréttir eða ekki. Eins og t.d. þegar fyrir all- löngu var frá þvi skýrt, að tek- ist hefði að selja mikið magn af isl. lambakjöti út fyrir land- steinana. Þá gleymdist nefni- lega að geta þess, að verðið fyrirþetta prýðisgóða kjöt var aðeins brot af þvi, sem fyrir það þurfti að fást — og jafn- framt láðist að benda á það, að þessi ágætu útflutningsvið- skipti áttu hlut að þvi siðar-1 meir er leið á sumarið , aö kjötbirgðirnar i landinu þrutu og grípa varð til sumar- slátrunar i fyrra lagi með þeim afleiðingum, að kjötpris- arnir stigu hálfa leið til himna. Ein slik frétt birtist i blöðun- um nú fyrir skemmstu. Þar var frá þvi sagt, að nú sé geysimikill markaöur fyrir isl. ull i Bandarikjunum. Þvi ber að sjálfsögöu að fagna. En hafa ferðalangar um sveitir landsins ekki veitt þvi athygli, aö fé gengur nú viöast órúið um og er þó komiö fram á mitt sumar? Astæðan mun Framhald á bls. 4. Hafnarfjarðar Apótek Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Helgidaga kl. 2 til 4. BLOMAHUSIÐ simi 83070 Skipholti 37 Opið tii kl. 21.30. Einnig laugardaga og sunnudaga. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLAIKRON Nuddarar stofna félag Nýlega var stofnað Félag is- lenskra nuddara, F.Í.N. og er tilgangur félagsins, að vinna að hagsmunum og menntun starfs- fólks á nudd- og gufubaðsstof- um. Stjórn félagsins skipa: Ólafur Þór Jónsson, formaður, Anna Hjaltadóttir, ritari, og ölöf S. Guðmundsdóttir, gjald- keri. Samfara vaxandi áhuga almennings fyrir gildi nudds og gufubaöa til hressingar og heilsubótar, hefur oröið æ ljós- ari þörfin fyrir kennslu i þessari starfsgrein, en hérlendis hefur ekki til þessa verið starfræktur skóli i nuddi. Með stofnun stétt- arfélags i greininni hefur veriö stigið mikilvægt skref til úrbóta á þessu sviði. Stjórn félagsins lýsir von sinni til þess, að þeir, sem áhuga hafa á þessum málum, hafi samband við stjórn félagsins, sem gefur allar upplýsingar um starfsemi félagsins. Sveins- stykki til sýnis Sveinspróf i húsgagnasmiði hafa staðiö yfir sfðustú 3 vikur, 12 nemar gengust undir próf að þessu sinni og er það svipaður fjöldi nema og siðustu ár. Flestir hafa nemarnir hannað sveinsstykki sin sjálfir og eru þau smiðuð úr hnotu, palesand- er, teak og furu, og eru þar 11 skápar og eitt skrifborð. Sveinsstykkin eru til sýnis I Iðnskóianum I Reykjavik 1. hæð stofu 202, sýningin verður opin fimmtudaginn 11. júli kl. 13 til 22 aðeins þennan eina dag, að sýn- ingunni er ókeypis aðgangur. DÚflft í GlflEÍIDflE /ími 84200 ShSi © Fimmtudagur 11. júlí 1974

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.