Alþýðublaðið - 09.08.1974, Page 7

Alþýðublaðið - 09.08.1974, Page 7
TIL AD KOMAST TIL Við sólrikan San Francisco-flóann er fallegt, hús, sem minnir á höll, sem hefði haft áhrif á H.C. Andersen. En að baki múranna búa hinir útskúfuðu. Fangarnir ráða hraðanum og Verðirnir eru þrælar þeirra. Hér er nýr maður boðinn velkominn til San Quentin. Fangelsisvörðurinn er að aðgæta, hvort hann hafi smyglað inn eiturlyfjum. DEYJA VlTIS dæmt i fyrir slik afbrot, en há- markstiminn lengri. Tilgangurinn með þessari lagabreytingu: Unnt var að frelsa fangana, þegar sýnt var, að dómurinn hafi haft tilhlýðileg áhrif eða endurhæfingin virkað, svo að fangin gæti snúið aftur út i þjóðfélagið án þess að brjóta af sér lengur. Þáverandi dómsmálaráö- herra, Ramsey Clark, telur, að refsing um óákveðinn tima hafi haft sorglegar afleiðingar. Fangarnir voru miskunnarlaust á valdi varðanna. Andsvar þeirra við móðgun gat kostað þá hegðunarrefsingu og allt að árs lengra fangelsi. Þetta er sálar- leg kvöl, sem er ekki hentug fyr- ir samvinnu við aðra, heldur mótstöðu. — Þú kemst aldrei héðan ef veröinum list ekki á nefið á þér, sagði Edward Dean Brown. Hann var dæmdur i frá fimm ára til Iifstiðarfangelsis fyrir innbrot. — Lengi gerirðu þitt besta. Þú leggur þig allan fram, en littu kringum þig I San Quentin. Hér breytast menn sjálfkrafa i rándýr. t þrjár nætur var skorið I fæt- urna á Brown. Hann stendur að baki rimlanna og vill rétta okk- ur hendurnar. Umbúðirnar um fætur hans eru blóðidrifnar. Hann langar til að biðja afsök- unar á útlitinu! — Ég vaknaði og fann til i fót- unum. — Brown var saklaus, segir vörður okkar. — Óvissan um ör- Iög hans komu ekki fram sem ofbeldishneygð á meðföngum og Ávisanafalsarinn Michael Ray Lucas (27 ára) hefur nektarmyndir og hakakrossa á klefaveggnum. Hann stýrir „nasistaflokknum” f San Quentin, en þar fá aðeins hvitir menn aðgang. Flokkur hans er einn af þrem undirflokkum „Bræðralag Arianna”, sem háir blóðugar orustur við Skæruliðafjölskyldu svertingjanna og Mafiu mexikananna. Lucas er i lokuðu deildinni, þvi að hann stakk negra með hnif. Hann er stoltur af þvi. Rlsastórt er fangelsið San Quentln þar, sem það ris við undurfagran Það er of stórt og ómannúðlegt, en rikisstjórinn er mjög Ihaldssamur Bandarikjanna og vili gjarnan vera talinn ógnvaidur afbrotamanna. San Francisco-flóann. Eiginiega átti að rifa þetta 152 ára fangelsi 1974. og hann vili fresta niðurrifinu. Hann vonast tii að verða næsti forseti Verðirnir gera vopnaieit á föngunum I San Quentin áður en þeir fá að fara út I fangelsis- garðinn. Vopnaleitin er mjög itarieg, en þó eru hnifaárásir vikulegt brauö. eftirlit með honum sýndi, að innilokun hans gerði honum kleift að skilja sjálfan sig. Það eru margir, sem skera af sér fingur, brenna sig eða varpa sér I dauðann af efstu hæð. Svo það er ekkert vandamál fyrir okkur, segir vörðurinn kaldhæð- inn. Það kemur þó ekki til greina, að menn vilji fastákveðinn hegningartima. Rikisstjórinn vill reyna þetta betur. Það er einnig rikisstjórinn, sem velur fólk I fanganefndina, en hún á að hafa eftirlit með kjörum þeirra. Þessir menn eru dómarar og lögregluembættismenn undir stjórn Ronalds Reagans rikis- stjóra, sem áður var skamm- byssuhetja I vinsæium Holly- Fanginn Jim Timinelli (til vinstri) fær heimsókn vinkonu sinnar Diönu. Hann var svo óheppinn að bjóða óeinkennisklæddum lögregluþjóni heróin. En Timin- elli heldur þvi fram að eiturlyfjaverslunin blómstri I San Quentin. Spilltir veröir smygla þeim inn. Þau eru llmd undir frimerki á bréfum til fanganna. Og þau eru flutt frá munni til munns, þegar fangarnir kyssa konur sinar eöa vinkonur I kveöjuskyni eftir hcimsóknartima. wood-myndum. Einn þeirra er svertingi, en orð hans hafa jafn- mikið gildi og hinna, og hann er mjög ihaldssamur. Eiginlega átti að rifa San Quentin i ár. Sú ákvörðun var tekin fyrir mörgum árum. Embættismönnum Reagans þotti það of stórt, of gamalt og ómannúðlegt. Fangarnir áttu i þess stað að fara i nýrri og ný- tiskulegri fangelsi, sem auð- veldara væri að reka. Þá hafði fangatalan i San Quentin fallið úr 5000 i 1400. Reagan hefur hugsað sér að gefa kost á sér til forsetakjörs 1976 og þvi vill hann að kjósend- ur telji sig ógnvald afbrota- mannanna og hann frestaði nið- urrifsstarfinu. Undir hans stjórn á San Quentin að halda áfram að vera rikisfangelsi. Það verður að viðurkennast, að yfirleitt eru þar forhertir glæpamenn með margfaldar hegningar á baki, sem þangað eru settir. Þaö erufangar, sem menn þora ekki að setja i hér- aösfangelsin, en það eru sam- timis þeir menn, sem i glæpa- heimi Kaliforniu eru notaðir sem pólitisk vopn og verða oft byltingamenn. Þaö er sérstakiega fylgst með svertingjunum. Eldridge Clea- ver, fyrrverandi fangi og for- maður „Svarta pardusins” skrifar þannig: — Þetta er aðeins önnur mynd á þeirri kúgun, sem við svertingjar höfum ætíð verið beittir. Hugmyndafræðin er augljós: Hvitu mennirnir vilja vernda og eiga gæði þessa lifs og þvi neyða þeir svertingjana til glæpa- verka og það er kannski ómeð- vituð leið til að kúga þá. Satt skal þó ætið heldur hafa og fangelsisstjórnin hefur varla pólitisk stefnumál, en árafjöld- inn verður hærri eftir þvi af hvaða litarhætti afbrotamaður- inn er. Samkvæmt tölfræði- skýrslum sitja svertingjar yfir- leitt inni i 54,4 mánuði i San Quentin, en hvitir menn aðeins 47mánuði. Svertingi tekinn með hass fær 37 mánaða fangelsun, en hvitur maður aðeins 30 mán- uði fyrir sama brot. Hér er greinilega um kyn- þáttamismun að ræða! 1 öðrum fangelsum i Banda- rikjunum sátu hvitir menn i 43.4 mánuði 1973, en svertingjar 58.7. I San Francisco Chronicle and Examiner stóð: — Alltof oft fær hvitur maður úr borgarastétt og með mennta- iskólamenntun aðeins ársfang- |elsi fyrir sama brot og svartur atvinnuleysingi i fátækrahverfi fimmtán ár. t febrúar kom þingnefnd til að kynna sér ástandið i San Quent- in og lýsti þvi yfir, að þar væri óhreint, krökkt af rottum og óheilsusamlegt að vera. — Fangelsunin eyðileggur einfaldlega allt það, sem eftir er af mannlegum tilfinningum hjá föngunum, sagði Frank L. Rundle, sem er fyrrverandi yf- irgeðlæknir við nágrannafang- elsi San Quentins, Soledad. — Fangarnir breytast i sprengju, sem hlaðin er hatri, reiði og andúð. Rundle segir einnig frá þvi, hvernig fangarnir i svokölluðu „rólegum” klefum kveiktu i ör- væntingu yfir einangrun i dýn- unum til að neyða verðina til að losa þá úr „gryfjunum” þó að aöeins væri um stundarsakir. Það eru einnig aðrar leiðir til að auka eftirlit með föngunum. Óvenju forhertir fangar fá sprautu með anecitine, sem lamar limina. Sumir krefjast einnig heilaskurðaðgerðar til að ákveða orsakir fyrir „ofbeldis- óeirðum”, en tilraunin var ekki framkvæmd eftir mótmæli „Hjálparstofnun fanganna”. — Fangar, sem látnir hafa verið lausir fremja tvo þriðju hluta allra stórafbrota i Banda- rikjunum, segir þingnefnd, sem vann i þrjú ár að könnun á bandariskum hegningarlögum og kerfi og klikkir út með: — Núverandi kerfi hentar engan veginn til þess að endur- hæfa fangana. Það leiðir aðeins af sér fleiri glæpaverk, hefnd fyrrverandi fanga. San Quentin með tigrisdýra- búr sin er einhver myrkasti kafli i þessu kerfi. Verðirnir lifa I sifelldum ótta um gislingu eða morðtilraun og fangarnir myrða og kúga samfanga sina. — Þar rikir hvorki lög né réttur, segir hinn opinberi ákærandi, Fay Stender. — Þar getur eng- inn verið öruggur um lif sitt. — Við sitjum á púðurtunnu, segir Nelson fangelisstjóri. — Sú tunna getur sprungið hvenær Fangarnir hafa samið reglu- gerð um styttri hegningartima og ákveðinn fangelisdóm og færri takmarkanir á frelsi innan veggja fangeliins. — Það nægir ekki, segir Bill Nyberg, blaðafulltrúi San Quentin fangelsins. — A ég aö segja ykkur, hvernig unnt er aö leysa vandann á einu bretti? Varpið sprengju á fangelsið, en fjarlægið fangana fyrst. Ætti Nyberg að ræða málið viö Reagan rikisstjóra? Nær þvi öll fórnarlömb I giæpastriöunum í San Quentin eru stungin I bákiö eöa hnakkann — með skrúfjárnum, hnifum. sprautum eöa heimatilbúnum stungvopnum. Þessi hviti fangi fékk skrúfjárn i bakiö. A fangelsisspitalanum neyddust læknarnir tii aö skera jakka. skyrtu og nærföt i smástykki áöur en hægt var aö ná stungvopninu. Fanginu lifði og ódáðamaöurinn fannst aldrei — eins og alltaf i San Quentin, en þar þorir enginn aö kjafta frá. Þessi likamsárás á hvit- an mann leiddi til refsiaögerða. Húöflúraðtir svertingi fannst skönimu siðar tnyrtur nteð hnifsstungu i bak og háls. Roosevelt gætti sin ekki eina ómerkilega sekúndu. Hann lá og blundaði i fangelsisgarðinum. Skyndilega réðst maður á hann aftan frá, lyfti handleggnum og stakk. Smith sá glampa á málmkenndan hlut. ósjálfrátt bar hann höndina fyrir, en það var of seint. Hann féll til jarðar með 15 sm langan, blæðandi hálsskurð. Það skorti aðeins fá- eina millimetra á, að slagæðin skærist sundur. Seinna neituðu allir, að hafa séð árásamann- inn. Smith lifði árásina af og tók sjálfur á sig sökina. — Hann sagði, aö hann hefði gleymt mikilvægustu lifsreglu i San Quentin: SNCÐU ALDREI BAKI VIÐ NEINUM! San Quentin er eiginlega fallegt fangelsi umkringt pálmatrjám og runnum og út- sýniö yfir San Francisco-flóann og fióðið gengur alveg upp að gulum fangelsismúrunum. Johnny Cash, dægurlaga- söngvarinn, hefur sungið fyrir fangana og i dauðaklefanum bjó Caryl Chessmann, sem fékk dauðadómnum frestað i tólf ár með lögfræðilegum brögðum. Þetta er alræmt fangelsi og alræmdir afbrotamenn: Charles Manson, leiðtogi hippaf jölskyldunnar, sem myrti Sharon Tate og vini hennar. Shirhan Shirhan, sem myrti Robert Kennedy. George Jackson, byltinga- sinnaði negrinn — eins og hann var kallaður i opinberri skýrslu — var skotinn á flótta. 1 þessu húsi voru 215 menn hengdir og auk henginganna hafa 194 menn beðið bana i gas- klefanum þau 152 ár, sem fang- elsið hefur starfað. Gaskelfinn er ekki notaður lengur. Dauðadómur hefur ver- ið numinn úr gildi i Kaliforniu. Nú látast menn aðailega i San Quentin án dóms og laga! Fang- ar dæma aöra fanga til dauða og þeir eru teknir af lifi með hnif, skrúfjárni eða öðrum oddbeitt- um hlutum. 7 dóu i fyrra og 58 morðtilraunir voru gerðar, sem misheppnuðust eins og tilraunin á Smith. — San Quentin, skrifaði bandariski blaðamaðurinn Tim Finley, — er vafalaust hættuleg- asta fangelsi i heimi. Kynþátta- barátta, glæpamannastrið, hór- eri, sadismi, kúgun — er á evrópskan mælikvarða fuilkom- lega óskiljanleg keðja ofbeldis- hneygðar, sem finnst innan þessara múra, þar sem fangar eiga að sér til „betrumbæting- ar” eða „endurhæfingar” eins og það er kallað á réttarmáli. 3500 menn eru i sex fjölbýlis- húsum. Klefarnir eru svo litlir, að maður með útbreiddan faðminn getur auðveldlega snert veggina, 1.20 m breiðir, 2.70 m langir og 2.10 m háir og fjórar hæðir. Óhugnanleg bandarisk gerð af hinum frægu tigrisdýrabúrum i Suður Viet- nam. Flestir klefarnir eru fyrir tvo fanga. — Ef menn eru læstir inni eins og dýr i búri, segir geð- læknirinn við San Quentin, Sus- an Benford, — er ekki undarlegt þó að þeir hagi sér eins og dýr. Komi blaðamenn i heimsókn, segir fanglesisstjórinn, Nelson: — Komið endilega ekki of ná- lægt klefunum. Það var eins og ganga fram hjá villidýrabúrum i dýragarði, en staöreyndirnar eru þær, að fangarnir hafa stungið fanga- verði til bana gegn um rimlana. Þeir hafa reki flein inn i bark- ann eða skorið á slagæðarnar. I fyrra voru 71 slik morðtilraun gerð. Rikið rekur San Quentin, en þvi er stjórnað af bófum, hegn- ingarföngum! Eftir þvi, sem Nelson segir eru þar félög, sem reka kynþáttastrið. Brúnir fangar (af latinubandarisku kyni) hafa „mexikönsku mafi- una” og „Nuestra fjölskyld- una”. Svertingjarnir „Guerilla fjölskylduna” og hinir hvitu „Ariska bræðralagið”, en það heita undirflokkarnir: „Hvita borgarnefndin”, „Nasistaflokk- urinn” og „Bandariskir synir Hitlers”. « Menn eru hrifnir af haka- 'krossinum i San Quentin. Hann er húðflúraður á bringuna eða málaður á klefaveggina ásamt slagorðinu: „Hvitt veldi um- fram allt”. Það er litið á mann, sem sker negra á háls sem hetju, sem á skilið virðingu allra. Það er vist öryggi að þvi að vera i flokkunum — allir hefna fyrir einn, ef brúnu mafiumenn- irnir eða svörtu skæruliðarnir ráðast á mann. Og það auðveld- ar aðgang að eiturlyfjum og kynlifi, sem eru „aðalverslun- arvörurnar” i San Quentin. — Það er auðveldara að ná i dóp hérna en fyrir utan,” segir Jim Timinelli, sem situr inni fyrir herólnsölu. Rotnir verðir smygla eiturlyfjunum inn, þau eru fest undir frimerkin á fangapóstinum eða fara munn frá munni, þegar fangarnir kyssa eiginkonur eða vinkonur eftir heimsókn. Borgað er með sigarettum, gjaldmiðli fanganna. Fyrireitt sigarettukarton selja flokkarnir kynvillingana, sem eru meðlim- ir. Sumir þeirra hafa valið sér þann kost, að selja sig, en flestir eru neyddir til þess. Fred Vocannon hefur verið vörður i fangelsinu i 12 ár, seg- ir: — Það geta allir ungir, hvitir menn átt von á nauðgun innan- sólarhrings frá þvi að þeir koma. Það sleppur enginn enginn við það, hvað mikið, sem hann berst. KynviIIingurinn Joseph Prim er einn þeirra, sem leika listir sin- ar i San Quentin. Hann var tek- inn úti I fangeisisgaröinum önn- um kafinn viö aö fullnægja fimm föngum. Siöar var hann settur I einangrunarklefa i gjör- gæsludeild fangelisins. Við erum i húsi B á fyrstu hæð og út milli rimlanna sjást hend- ur með spegla. Fangarnir vilja fá að vita, hvað er á seiði. — Halló, pussan þin, segir einn. — Eruð þið frá FBI (bandariska öryggislögreglan) eða fangastjórninni? Það gengur erfiðlega að sann- færa fangana um, að hér séu að ferðinni evrópskir blaðamenn, þvi að blaðamenn hafa aldrei fengið að stiga fæti sfnum inn I hættulegustu deildina i San Quentin fyrr. — O, þú ert skita- lögga. Það finnst langa leið á fýlunni. Stundum blátt áfram neyðast veröirnir til að gripa til of- beldisverka. — Þeir stofna til ofbeldis- verka og styðja glæpaforingj- ana meðal fanganna, segir Tim Finley. — Þeir láta meðlimi andstæðra flokka fara út i fang- elsisgarðinn samtimis. Það leiöir til hnifaslags. Þeir koma á stað orðrómi um morðtilraunir eins flokks við annan og það leiðir strax til hefndarráðstaf- ana eða varnarráðstafana rikis- valdsins. Þeir setja fangana i „varnar- klefa” eins og t.d. Joseph Siko. Hann er 19 ára og tilheyrir „Ariska bróðurfélaginu” og er geymdur i afskekktum klefa. Hann situr af sér refsingu fyrir grófar likamsmeiðingar. — Trúið ekki orði af þvi, sem þessir mömmunauðgarar segja ykkur, segir hann og þrýstir bringunni að rimlunum. Á hana er húöflúraður nasitiskur örn. Fangarnir meta einn hæfi- leika Sikos mikið. Hann er sér- fræöingur i að búa til hárbeitt verkfæri. En hann vill aðeins vinna fyrir „Ariana” og þvl vill mexikanska mafian taka hann af lifi. Þess vegna er hann I „verndarklefa”. 1 nóvember i fyrra virtist öll stjórn á föngunum hafa farið út um þúfur. — Það var svo langt gengið, aö fangarnir hótuðu að taka alla stjórn fangelsins i eigin hendur, segir yfirmaður fangelsismála Kaliforniufy lkis, Raymon Procunier. — Skæruhernaður- inn I San Quentin er miskunnar- iaus og mun verri en i" öðrum fangelsum. Aðeins siðastliðin 4 ár hafa 494 hnifsstungumál komið fyrir. 80 látnir fangar og 11 myrtir verðir. Þess vegna kom Procunier á eins konar umsátursástandi i aðalfangelsinu. Hann lét hafa fangana lokaða inni allan sólar- hringinn. öll vinna var lögö niö- ur á fangaverkstæðunum og kvikmyndir voru ekki sýndar. Enginn fékk heimsókn eða leyfi. Sömu lög giltu um alla. Siðan voru fangarnir greindir i fjóra flokka frá 1 (hættulausir aö 4 (lifshættulegir) Þeir siðast- nefndu fá ekki að fara úr klefun- um og þeir eru margir. Einu sinni þótti hegningarlög- gjöfin I Kaliforniu svo frjáls- lynd, að önnur fylki tóku hana upp. Þetta var um 1940, þegar ákveðnir voru dómar meö óákveðinni timalengd. Þá þurftu dómararnir ekki að ákveða timatakmörkin ná- kvæmlega heldur voru menn dæmdir i tímabundið fangelsi frá 1/2 að 14 árum fyrir svik eða árs- til lifsfangelsis fyrir inn- brot. Lágmarkstiminn var langt undir þvi, sem áður hafði veriö Þll ÞARFT EKKI AD Föstudagur 9. ágúst 1974. Föstudagur 9. ágúst 1974.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.