Alþýðublaðið - 09.08.1974, Qupperneq 8
Myndin er tekin I fyrri leik iiðanna, sem fram fór i Eyjum og lauk með jafntefli. Nýja felliö er i baksýn,
og eins og sjá má, rýkur enn úr öskunni. Ljósmynd: Guðni Sigfússon.
KR gegn ÍBV í kvöld
Leikurinn átti að fara fram á morgun en
var flýtt vegna þjóðhátíðar Eyjaskeggja
I kvöld leika KR og ÍBV á
Laugardalsvellinum, en leiknum
var flýtt að ósk Eyjamanna, sem
halda þjóðhátið sina nú um helg-
ina. Upphaflega átti leikurinn að
fara fram á morgun kl. 14:00, en
verður eins og áður sagði i kvöld
og hefst kl. 20.00.
Þeir leikir, sem eftir eru, verða
allir miklir baráttuleikir. Tvö lið-
anna eru að berjast um toppinn,
en hin liðin heyja öli mikla fall-
baráttu, og er staðan sú, að öllgeta
þau fallið enn nema tvö efstu lið-
in, sem eru búin að tryggja sig
fyrir falli.
Þannig er staðan nú i I. deild-
inni, en athuga ber að leikur Vik-
ings og IBK er ekki i töflunni:
Eim er mót
j H til |
Drengja- stúlkna- sveina- og
meyjameistaramót lslands i
frjáisum iþróttum fer fram á
Laugardalsveilinum dagana
10. og 11 ágúst nk. og hefst kl. 2
báöa dagana. Mót þetta átti
upphaflega aö halda á Akra-
nesi og var þaö ákveöiö á siö-
asta hausti, en þar sem
iþróttavöllurinn I bænum er
ónothæfur varö aö flytja mótiö
til Reykjavikur. Stjórn FRÍ er
þakkiát vallarstjóra og öörum
sem geröu þaö kleift aö mótiö
fer fram á Laugardaisvelli aö
þessu sinni.
(Frá FRl.)
Enn er
máli Elmars
Þaö aö Elmar Geirsson lék meö sinum gömlu félögum i Fram nokkra
leiki viröist ætla aö draga nokkurn dilk á eftir sér. Hér er hann aö sækja
aö marki Eyjamanna á Laugardalsvellinum.
Bifreiðastjórar
Okkur vantar bifreiðastjóra. Þurfa að
hafa réttindi til aksturs strætisvagna.
Uppl. i simum 20720 og 13792.
Landleiðir h.f.
frestað
„Við biðum eftir gögnum frá
FIFA um málið,” sagöi Bergur
Guðnason sem mun vera einn af
þeim sem mun dæma I máli Elm-
ars Geirssonar. „Ég á von á að
niðurstaða liggi fyrir einhvern
næstu daga, og ekki siðar en eftir
viku verður að vera búiö að dæma
i málinu.”
Telja má fullvist að FIFA eða
Alþjóðaknattspyrnusambandiö
muni telja þátttöku Elmars með
tveimur liðum ólöglega og um
leið gera afstöðu dómstólsins
bindandi.
Björgvin Þorsteinsson
aðeins sem varamaður
í landsllðinu í golfi sem
nú hefur verið valið
Landsliðsnefndin i golfi hefur
nú valið golflandslið og styðst
landsliðsnefndin eingöngu við
stigatöflu GSI, en þar er Björgvin
neðarlega á blaði vegna þess að
hann hefur tekið þátt I fáum stór-
mótum i sumar.
Val þetta kemur á óvart, þar
sem Björgvin hefur sennilega
aldrei verið betri en einmitt um
þessar mundir. Er þá skemmst
að minnast árangurs hans hér
heima og erlendis, þá i Norður-
landamóti unglinga, en þar stóðu
allir islensku keppendurnir sig
með mikilli prýði.
Þannig valdi nefndin liðið,
Jóhann Benediktsson GS
Ragnar ólafsson GR
Þorbjörn Kjærbó GS
Loftur ólafsson NK
Hans ísebarn GR
Siguröur Thorarensen GK
Varamenn eru Björgvin
Þorsteinsson GA og Júiius R.
Júliusson GK.
ÍBK og Víkingur skildu jöfn
Keflvlkingar og Vikingar
skildu jafnir eftir mikinn
baráttuleik á Laugardalsvellin-
um i gærkvöldi, og skoraði hvort
liðið tvö mörk. Staðan i hálfleik
var einnig jöfn, 1:1. Vikingur
kom nokkuð á óvart með getu
sinni I þessum leik miðað við
það sem liðið hefur sýnt að
undanförnu, en Keflvikingar
söknuðu greinilega fyrirliða
sins, Guðna Kjartanssonar,
Kefivikingar skoruöu fyrsta
mark leiksins á 23. minutu, og
var Jón ólafurþar að verki eftir
að hafa fengið sendingu frá
Grétari Magnússyni. A fertug-
ustu minútu jafnaði Gunnar Orn
Kristjánsson svo fyrir Viking,
og var staðan þannig i hálfleik.
A annarri minútu seinni hálf-
leiks skoraði Steinar Jóhanns-
son annað mark Keflvikinga, og
átti liðið siðan nokkur mark-
tækifæri án þess tækist að nýta
þau. Þegar halla tók á hálfleik-
inn fóru Vikingarnir að sækja i
sig veðrið, og þegar tiu minútur
voru eftir af leiktimanum jafn-
aði Kári Kaaber metin eftir
fyrirgjöf frá Jóhannesi Bárðar-
syni.
0
Föstudagur 9. ágúst 1974.