Alþýðublaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 9
Hartford
til City
Manchester City hefur fest
kaup á skoska leikmanninum
Asa Hartford sem leikið hefur
með WBA. Kaupverðið er 250
þúsund pund.
Þessi sala kemur nokkuð á
óvænt, þar sem Hartford hefur
sýnt slaka leiki með liði sinu i
Texaco bikarnum Ejns og
margir muna þá ætlaði Leeds
að kaupa Hartford fyrir tveim
árum, en rifti kaupunum þeg-
ar i ljós kom að hann hafði
hjartagaila. Hann virðist hafa
náð sér að fullu því við læknis-
skoðun kom ekkert óvenjulegt
i ljós. ___
Þróttarar í
æfingabúðir
i Eins og kunnugt er, fór stór
1 hópur af islensku handknatt-
J leiksfólki til Sviþjóðar fyrir
t stuttu og tók þar þátt i mijdu
handknattleiksmóti og stóðu
sig þar með stakri prýði.
Meðal keppenda var 2. t
flokkur karla úr Þrótti. Eftir
mótið héldu nokkrir Þróttarar
til Danmerkur og munu þeir
nú stunda æfingar hjá félagi
Bjarna Jónssonar Arhus
KFUM.
Siðan er meiningin að
Meistaraflokkur fari utan til
keppni i Danmörku og dvelji
, svo i æfingabúðum ytra undir
leiðsögn Bjarna.
Þróttarar ættu þvi að verða
með m jög sterkt lið i 2. deild i
vetur og verður keppnin i
deiidinni án efa mjög spenn-
andi og tvisýn þvi að mikið er
lagt uppúr hjá félögunum að
komast i I. deild og ekkert til
sparað i þvi sambandi.
Puttemans
og Bedford
Belgiumaðurinn Puttemans
varð að láta sér nægja annað
sæti i 2 milna hlaupi á eftir
Rod Dixon frá Nýja Sjálandi á
miklu frjálsiþróttamóti sem
fram fór i Stokkhólmi nýlega.
Timi Dixons i hlaupinu varð
8.14,4 en Puttemans fékk tim-
ann 8.16,6.
A sama móti keppti Bretinn
Dave Bedford I 5.000 m hlaupi
og varð aðeins i 7. sæti, timi
hans i hlaupinu var 14.02,6.
Eftir hlaupið sagði Bedford að
það hefði aðeins verið upphit- i
un fyrir EM-mótið. L
Jafn-
tefli
A mánudagskvöldið léku 1
skosku meistararnir Celtic
vináttuleik gegn ensku bikar-
meisturunum Liverpool i
Glasgow. Þetta var siðasti
leikurinn sem Bill Shanley
stjórnaði liðinu en hér eftir
verður Bob Paislei sem áður
var aðstoðarmaður Shanleys
stjórnandi liðsins.
Leiknum lauk með jafntefli
i-1-1:___- - - - <
Bikarkeppnin
ÓVÆNT
ÚRSLIT
Völsungur sigraði
Eyjamenn
Óvæntustu úrslitin urðu i Eyj-
um, þegar Völsungur frá Húsa-
vik sigraði Eyjamenn 2-0. Mörk
Völsunga komu bæði i fyrri hálf-
leik, það fyrra gerði Hermann
Jónsson eftir glæsilega send-
ingu frá Hreini Elliðasyni, en
það siðara var sjálfsmark Eyja-
manna.
1 seinni hálfleik var stóöug
pressa að marki Húsvikinga, en
markmaður þeirra átti stórleik
og varði allt sem á markið kom
og sætti oft furðu hvernig Hús-
víkingum tókst að verjast.
Skagamenn sigruðu
Skagamenn sigruðu Fram i
Bikarkeppninni i gærkvöldi 2-0.
í hálfleik var staðan 1-0.
Mörk Skagamanna skoraði
Teitur Þórðarson sitt i hvorum
hálfleik.
Víkingur sigraði KR
Víkingur sigraði KR eftir
framlengdan leik 3 — 2. Eftir að
staðan hafði verið 1 — 1, eftir
venjulegan leiktima.
Það voru Víkingar sem urðu
fyrri til að skora, á 38. min.
skaliaði Páll Björgvinsson i
markið eftir aukaspyrnu.
A 59. min. jafna KR-ingar
með marki Ottos
Guðmundssonar. Áður hafði
Ólafur Lárusson skallað I
þverslá og boltinn hrokkið
þaðan til Ottós.
Eftir að venjulegum leiktima
var lokið og staðan jöfn, varð að
framlengja i 2 x 15 min.
í fyrri hálfleik framleng-
ingarinnar skoruðu Vikingar
tvivegis. Fyrst Páll Björg-
vinsson og svo Kári Kaaber.
í seinni hálfleik minnkaði
Ólafur Lárusson muninn niður i
eitt mark.
Valur sigraði
í Keflavík
Valsmenn komu á óvart og
slógu Keflvikinga út úr Bikar-
keppninni i gærkvöldi. Eftir
framlengdan leik með 3 mörk-
um gegn 1.
Fyrsta mark leiksins skoraði
Steinar Jóhannsson fyrir Kefl-
víkinga úr vitaspyrnu.
Alexander jafnar og eftir
venjulegan leiktima var staðan
1-1. Það varð þvi að framlengja
og i framlengingunni skoruðu
Valsmenn tvivegis.
Landsmótið í golfi
Stendur nú sem hæst, á þriöju-
daginn var keppt i flokkakeppni
og var þar hörð og tvisýn barátta
sem lauk með sigri Golfklúbbsins
Keilis, En hér er röðin. Högg
1. Golfklubburinn Keiiir 485
2. Golfklúbbur Reykjav. 487
3. Golfklúbbur Vestm.eyja 497
Golfklúbbur Akureyrar 497
5. Golfklúbbur Ness 516
6. Golfklúbbur Suðurnesja 521
í hverri sveit keppa átta menn,
en árangur 6 bestu er talinn. Það
kom nokkuð á óvart að Golfklúbb-
ur Suðurnesja skyldi lenda i sið-
asta sæti.
Sunna hefur gert samninga við eftirtalin hótel og íbúðir:
LAS PALMAS:
HOTEL CRISTINA.
Lúxushótel staðsett rétt við Las Canteras ströndina í Las Palmas. Mjög glæsileg
salarkynni, veitingastaðir, barir og sundlaug. Hvert herbergi loftkælt og með baði,
síma, útvarpi og svölum.
APARTAMENTOS ROCHAS.
Góðar og vel staðsettar (búðir, með baði, svölum, setustofu og eldhúsi. Hver íbúð
með svölum og einnig sérstakar sólsvalir á efstu hæðinni. Stutt frá Las Canteras
ströndinni.
PLAYA DEL INGLES.
APARTHOTEL ESCORIAL.
Mjög skemmtilegt (búðarhótel, sem tekið var í notkun í desember 1973. Fallegir
salir, hárgreiðslustofa og verzlanir, skemmtileg setustofa með bar og billiard-borði.
Hvert herbergi er með slma og útvarpi.
Góð sólbaðsaðstaða, þrjár sundlaugar, þar af ein barnalaug og tveir tennis-vellir.
Þarna er um að ræða íbúðir fyrir fjóra, sem hafa 2 svefnherbergi, stofu, bað og
svalir.
Einnig íbúðir fyrir tvo, sem eru sameiginleg stofa og svefnherbergi, bað og svalir.
HOTEL WAIKIKI.
Sérkennilegt og fallegt hótel, sem samanstendur af 5 turnlaga byggingum. Einnig
þetta hótel var opnað ( desember 1973. Falleg húsgögn og herbergi öll með baði,
s(ma, útvarpi og svölum.
Mjög stór sundlaug, sérkennilegur útibar, tennisvöllur og keiluspil.
HOTEL PARQUE TROPICAL.
Stórglæsilegt hótel byggt í spönskum stll. öll herbergi með slma, útvarpi, baði og
svölum. Glæsilegir salir og danssalur þar sem dansað er á hverju kvöldi.
Stórkostlegur garður f sérflokki með gosbrunni og litlu stöðuvatni, börum,
sundlaug sem er með yfirbyggðan pall þar sem þjóðdansar eru sýndir vikulega. Lítil
sérströnd fyrir hótelið.
LOS SALMONES.
Góðar fbúðir með svefnherbergi, stofu, baði, eldhúsi og svölum. Falleg húsgögn og
innréttingar og útvarp I hverri fbúð. Góð sólbaðsaðstaða með stórri sundlaug og
bar.
KOKA
Mjög góðar íbúðir. þar sem möguleiki er fyrir tvo eða fjóra. Fjögurra manna íbúðir
eru með svefnherbergi. stofu með svefnaðstöðu, eldhúsi og baði, svölum, síma og
útvarpi.
Tveggja manna (búðir hafa sameiginlega stofu og svefnherbergi, bað, eldhús,
svalir. síma og útvarp.
Góður veitingasalur. hágreiðslustofa, keiluspil og diskótek.
Mjög góð sólbaðsaðstaða og stór ^undlaug.
SANTA FE. (Bungalows)
Mjög góð og falleg einbýlishús með svefnherbergi, stofu, eldhúsi, baði og síma.
Húsin standa á sérsvæði sem er vel ræktað og hafa sameiginlega sólbaðsaðstöðu
og sundlaugar, Þó fylgir sérgarður og sólstétt hverju húsi.
SUN CLUB (Bungalows)
Þetta glæsilega hverfi samanstendur af 319 lúxus einbýlishúsum á vesturhluta
Playa del Ingles.
Hvert hús hefur setustofu, svefmherbergi, bað og eldhús og eru öll búin mjög
vönduðum og faliegum húsgögnum og innréttingum frá Svfþjóð. Framan við hvert
hús er sólstétt með sólstólum og borði og er algengt að fólk grill-steiki mat þar.
Hverfið er mjög vel skipulagt og fallega ræktað, stórar og sérkennilegar sundlaug-
ar, tennisvöllur. keiluspil, köfunarskóli, leikfimissalur og gufubað.
Öll húsin eru með loftkælingu og upphitun.
18 holu golf-völlur skammt frá og býður SUN-CLUB uppá ókeypis ferðir þangað
með „Mini-Bus". SUNNA HEFUR SKRIFSTOFU Á PLAYA DEL INGLIS MEÐ
ÍSLENZKU STARFSFÓLKI.
ÖLL FLUG ERU DAGFLUG Á LAUGARDÖGUM
orotttor Komudagur
23. nóvember 3 vikur 14. desember
14. desember 2—4 vikur 28. des. eða 11. janúar
21. desember 2. vikur 4.janúar.
28. desember 2—4 vikur 11. jan. eða 25. janúar
ll .janúar 2—-4 vikur 1 5. jan. eða 8. febrúar
25. janúar 2—4 vikur 8. feb. eða 22. febrúar
8. febrúar 2—4 vikur 22. feb. eða 8. marz
22. febrúar 2—4 vikur 8. marz eða 22. marz
8. marz 2—4 vikur 22. marz eða 5 apríl
22. marz 2 vikur 5. aprfl.
FERflASKRIFSTOFAN SUNNA LÆKJARGOTU 2 SINIAR 16400 12070
Sanna
býður
allt það besta á
Kanaríeyjum
Fimmtudagur 15. ágúst 1974.
o