Alþýðublaðið - 06.10.1974, Page 3

Alþýðublaðið - 06.10.1974, Page 3
Tíundi hver maður hefur of háan blóðþrýsting Þriðjungur þeirra hefur ekki hugmynd um það og það er hættuspilið við útbreiddan sjúkdóm; sem óhjákvæmilega leiðir til dauða. Tlunda hver manneskja þjáist af of háum blóðþrýstingi — sem læknar kalla hypertoni. Þessi sjúkdómur verður siút- breiddari eins og sjá má m.a. á tölum frá háskólasjúkrahúsinu i Freiberg, Vestur-Þýskalandi. Árið 1948 voru 7% sjúklinganna með of háan blóðþrýsting, 1960 17%, og i dag er það fjórði hver sjúklingur, sem þjáist af þessu. Bandariskir svertingjar hafa hæsta blóðþrýsting i heimi — Kinverjar lægsta. Hér er ekki um kynþáttamisun. að ræða — heldur umhverfisáhrif. Blóð- þrýstingur hvitra manna, sem koma til Kina lækkar og verður eins og -innfæddra manna eftir nokkurn tima. Blóðþrýstingur er gefinn upp með tveim tölum. önnur talan er það sem kallað er systólisk og sýnir þrýstinginn,. sem er á hringrás blóðsins við inn- streymi. Hin talan er sú, sem nefnd diastolisk sýnir þrýsting- inn, þegar hjartað fyllist blóði áður en það dælir þvi aftur frá sér. Siðari talan er alltaf lægri en sú fyrri. Sé blóðþrýstingurinn undir 140/90 er maðurinn heilbrigð ur. Alheimsheilbrigðismála- stofnunin hefur ákveðið þetta með samanburði á blóð- þrýstingsmælingum. Blóðþrýst- ingur telst of hár, ef hann er 160/95. Gamla reglan um að blóðþrýstingurinn eigi að vera 100 plús árafjöldann, sem þú hefur lifað er þvi ekki rétt. Blóðþrýstingurinn hækkar eftir fimmtugt. Þetta gildir jafnt um karla sem konur. Konur, sem ekki eru komnar á breytingaaldurinn, fá yfirleitt ekki of háan blóðþrýsting. Hvat- inn östrogen, sem stjórnar mán- aðarlegum tiðum kemur nefni- lega i veg fyrir þrengsli i æðun- um. Of hár blóðþrýstingur stafar af þvi að æðar likamans geta ekki flutt blóðstreymið frá hjartanu. Þær þrengjast, en hjartað heldur áfram að dæla sama blóðmagni. Þetta er likt og i vatnsleiðslu. Vatnsþrýst- ingurinn er þvi meiri, sem leiðslan er mjórri. Aðeins 20% sjúklinganna hafa of háan blóðþrýsting vegna sjúkdóma, s.s. nýrnaveiki. Þá er einnig um aðra tegund af of háum blóðþrýstingi að ræða og unnt að lækna hann með réttum lyfjum. 80% sjúklinganna sem þjást af of háum blóðþrýstingi gera það ekki vegna sjúkdóms. Þetta er það sem almennt er kallað of hár blóðþrýstingur. Enginn veit, hverjar orsakirnar eru, en þó er vitað að eitthvert samband er milli hans og of mikillar saltneyslu. Þvi meira salt, sem neytt er, þvi meiri vökvi i likamanum og þeim mun hærri blóðþrýstingur. Þetta er þó ekki eina orsökin. Það liggja margar orsakir að of háum blóðþrýstingi. Ef til vill er raunverulega ástæðan ofvirkni i vissum heilastöðvum. Látið mæla blóðþrýstinginn, ef einhver i fjölskyldunni hefur of háan blóðþrýsting, ef þér þjá- ist af offitu eða streitu og óánægju. Þá er hættan á of há- um bióðþrýstingi. Of hár blóðþrýstingur er arf- gengur. Það er arfgengt að hafa litla eða veika hæfileika til að stjórna blóðstreymi likamans. Þá þrengjast æðarnar og blóð- þrýstingurinn hækkar. Yfirleitt þjást þeir, sem feitir eru, af of háum blóðþrýstingi. Alheimsrannsóknir hafa sýnt, að hvert kiló fitu getur hækkað blóðþrýstinginn um 10 gráður. Sálarlifið hefur mikil áhrif á blóðþrýstinginn. Það er t.d. tal- að um „háþrýsti-fólk”. Þannig manneskja er róleg að sjá, i jafnvægi andlega og skyldu- rækin heima og að heiman, en bak við það gervi er óvissan, spennan og niðurbæld reiði. Streitan hefur áhrif á likamann og orsökin er of hár blóðþrýst- ingur. Þessi skapgerð finnst aðeins hjá karlmönnum. Kynhvatinn östrogen ver konur gegn þessu og skapbrigðabreytinga verður vart með of hröðum æðaslætti og hröðum andadrætti. Hjá körlum hækkar blóðþrýstingur- inn. Blóðþrýstingur kvenna hækkar ekki fyrr en eftir breyt- ingaskeiðið, þegar hvatinn östrogen er ekki lengur fyrir hendi. Hraustar og heilbrigðar konur hafa ekkert illt af að taka pill- una. Það er afar sjaldgæft að verða var við of háan blóðþrýst- ing, sem á rætur sinar að rekja til neyslu hennar, þó er konum, sem taka pilluna, ráðlagt að láta mæla blóðþrýstinginn hálfsárslega. Ef um of háan blóöþrýsting er að ræða, á kon- an að hætta að taka pilluna og þá lækkar hann aftur. Þriðji hver maður með of há- an blóðþrýsting veit ekkert um það. Furðulegt, þvi að ekkert er auöveldara en að mæla blóð- þrýsting. 10 — 12 sm breitt band er sett um handlegg sjúklingsins. Bandið er fyllt lofti til að vöðvarnir og háræðarnar herp- ist saman. Siðan er loftinu hleypt úr til að æðarnar þenjist út af blóði, en þá heyrist suð- hljóð i tækinu, sem sett hefur verið i olnbogabótina og kvika- silfursúla sýnir blóðþrýstinginn. Það er hinn svokallaði systoliski blóðþrýstingur, sem kemur fram — og sýnir, hvernig hjart- að dælir blóðinu inn i blóðrás- ina. Sé meira lofti hleypt af svo aö háræðarnar þrýstast ekki leng- ur saman er hægt að lesa diastoliska þrýstinginn. Tölurnar tvær eru skrifaðar niður og rétt skal vera rétt, á eftir þeim eiga að standa staf- irnir RR. Það eru upphafsstafir Riva-Rocci — italska barna- læknisins, sem fann upp blóð- þrýstingsmælinn 1896. Læknir þorir þó ekki að segja, að sjúklingurinn hafi of háan blóðþrýsting eftir slika könnun eina. Hann verður einnig gaum- gæfilega að athuga hjarta, blóð og þvag. Einnig er rétt að skoða augun, þvi að háræðarnar i aug- anu eru yfirleitt sá staður sem fyrst er hægt að sjá of háan blóðþrýsting á. Margir reyna sjálfir að fylgjast með blóðþrýstingnum. Þeir halda að allt sé i lagi með hann, ef þeir eru ekki „rauðir i framan”. Það er þvi miður ekki rétt. Það er mjög sjaldan sem of hár blóðþrýstingur lýsir sér i miklum roða i andliti. Þvi miður eru engin ákveðin einkenni á of háum blóðþrýst- ingi. Þó er rétt að fara i skoðun, ef menn þjást af svima, tauga- óstyrk, hjartslætti og mæði. Orsökin getur verið of hár blóð- þrýstingur. Annað merki um sjúkdóminn eru höfuðverkjaköst. Þau byrja á morgnana, þegar risið er úr rekkju, en hverfa um daginn. Of hár blóðþrýstingur er i 110-140 70-90 Fari blóðþrýstingurinn yfir 160/95 er hætta á ferðum — fyrri talan sýnir þrýstinginn, þegar hjartað dælir blóðinu inn í blóðrásina. Aldur 10 140 120 100 80 60 200 Blóðþrýstingur 180 160 Blóðþrýstingurinn eykst með aldrinum. Eftir hækkar systolíski þrýstingurinn (efri kúrva) hjá konum jafntsem körlum — þó meira hjá kon- um. Neðra kúrvustrikið — diastoliska strikið— lækkar hins vegar. o Sunnudagur 6. október 1974.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.