Alþýðublaðið - 18.10.1974, Blaðsíða 2
m
STIÚRNMAL
m
•*&tí '• r* Vv>! -• Í*C í;*
Hún þjónar skuldugum
stóreignamönnum
„bær efnahagsráðstafanir,
sem nú hafa verið
gerðar, draga ekki úr verð-
bólguvandanum, heldur auka
hann fyrir allan almenning.
Þeir, sem græða á ráðstöfun-
um rikisstjórnarinnar á kostn-
að launþega, eru fyrst og
fremst skuldugir stóreigna-
menn”.
Þannig er komist að orði i
ályktun, sem samþykkt var á
formannaráðstefnu Banda-
lags starfsmanna rikis og
bæja, sem haldin var fyrir
nokkrum dögum.
1 ályktuninni kemur fram,
að kjaraskerðing opinberra
starfsmanna á gildistima
bráðabirgðalaganna, sem
væntanlega verða staðfest
strax og Alþingi kemur saman
á ný, nemur 26,6 til 39,2%.
Þessar tölur verða ekki vé-
fengdar, enda byggjast þær á
upplýsingum um raunveru-
lega hækkun visitölu, sem
þegar er orðin, og áætlun
sérfræðinga rikisstjórnarinn-
ar sjálfrar um verðlagsþróun-
ina áÉ næstu mánuðum.
Nú hafa flest — ef ekki öll —
launþegasamtök, sem búa við
frjálsan samningsrétt, sagt
kjarasamningum sinum laus-
um. Þetta er svar launþega-
samtakanna við hnitmiðaðri
kjaraskerðingarstefnu núver-
andi rikisstjórnar.
Þá hefur þorri stærri laun-
þegasamtaka i landinu sent
frá sér ályktanir á siðastliðn-
um vikum og mótmælt þeirri
gegndarlausu kjaraskerðingu,
sem rikisstjórn Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknar-
flokksins hefur þegar valdið
launþegum og auðsætt er, að
framhaldið verður.
Það er ekki að ófyrirsynju,
að rikisstjórn Geirs Hall-
grimssonar og ólafs Jó-
hannessonar hefur hlotið við-
aukanafnið: „rikisstjórn for-
stjóranna”.
I stað þess að hamla gegn
áframhaldandi veröbólguþró-
un, hellir rikisstjórnin bensini
á eldinn og magnar drauginn
allt hvað hún má. Sjálfsagt er
hér ekkert vanhugsað gert.
Þetta er i samræmi við megin-
hugsjón hægri aflanna: að
þjóna fyrst og siðast fjármála-
spekúlöntunum I þjóðfélaginu,
styðja dyggilega við bakið á
skuldugum stóreignamönn-
um, þó að það kosti meiri
niðurskurð á lifskjörum al-
mennings en dæmi eru um
fyrr eða siðar.
Einu sinni fyrir allmörgum
árum sagði einn af forystu-
mönnum Sjálfstæðisflokksins
á fundi i Reykjavik, að fólk
ætti að geta lifað á eignum sin-
um i ellinni. Maðurinn vildi
ekki viðurkenna mikilvægi al-
mannatrygginga. Slik sjón-
armið láta sjálfstæðismenn
og aðrir afturhaldsmenn ekki i
ljós fyrir kosningar, en hins
vegar lifa þeir eftir þeim eftir
kosningar, hafi þeir aöstæður
til að koma hugsjónum sinum i
framkvæmd.
H.E.H.
Nálægt fimm þusund manns hafa
viðurværi sitt af iðnaðinum
40 ára
Iðja félag verk-
smiðjufólks, varð 40
ára þann 17. okt. sl. en i
tilefni afmælisins kom
m.a. út myndarlegt af-
mælisblað.
í ávarpi Runólfs
Péturssonar, formanns
stjórnar Iðju segir m.a.
að félagið hefi eflst
jafnt og þétt þessi ár og
sé all vel statt fjár-
hagslega, þannig að fé-
lagsmenn geti sótt tölu-
verðan styrk til félags-
ins i sambandi við
veikindi og marghátt-
aða aðra aðstoð.
Vandamál
iðnverka-
fólks er
tvíþætt
1 afmælisávarpi Björns Jóns-
sonar, forseta ASl, sem birtist i
afmælisriti Iðju, segir hann
m.a.:
A fertugsafmæli Iðju sýnast
mér vandamál iðnaðarins og
iðnverkafólksins, i grófum
dráttum, tviþætt. Annars vegar
þau, sem risa vegna brottfalls
flestra eða allra verndartolla á
innfluttum iðnvarningi og hins
vegar þau að enn skortir veru-
lega á að launajafnræði riki
milli iðnverkafólks og annarra
mikilvægra starfsstétta.
Islenskur iðnaður mun á
næstu árum þurfa að þreyta þá
prófraun að standast litt hefta
eða óhefta samkeppni við erlent
vöruframboð og í þeim efnum
mun vissulega reyna á það
mannval, sem i starfsgreininni
vinnur. En i hlutarins eðli liggur
að i þvi striði vinnst ekki sigur
með þeirri neikvæðu lausn að
kreppt sé að kjörum iðnverka-
fólks
Björn Bjarnason, formaður Landssambands iðnverkafólks:
,Augað
„Nú eru um 4000 manns
i félögum innan sambandsins,”
sagði Björn Bjarnason
formaður Landssambands Iðn-
verkafólks okkur hér á dögun-
um, og bætti siðan við — ,,en
auk þess er þó nokkur hópur
fólks úti á landi, sem ætti raun-
verulega að tilheyra Lands-
sambandinu en er i öðrum
félögum og vinnur raunar eftir
kjarasamningum þess”.
Við ræddum við Björn i sam-
bandi við verðlaunasamkeppni
þá um gæðamerki fyrir
islenskan iðnað, sem stendur
yfir nú um þessar mundir, og
öllum, lærðum sem ólærðum,
gefst kostur á að taka þátt í. í
spjallinu við Björn kom enn-
fremur fram að langt i 5 þúsund
manns hefur viðurværi sitt beint
af verksmiðjuiðnaðinum i
landinu eins og nú standa sakir.
Eins og nærri má geta er Iðja
félag iðnverkafólks i Reykjavik
vill alltaf hafa sitt’
langstærsta félagið i sam-
bandinu og jafnfram hið elsta —
var raunar að halda upp á 40 ára
afmæli sitt 16. þ.m. I þvi félagi
eru 3300 manns.
Við báðum Björn Bjarnason
að segja álit sitt á hugmyndinni
um gæðamerki islensks iðnaðar
og á samkeppninni, sem nú
stendur yfir:
„Mér list mjög vel á þessa
hugmynd. Við vitum það náttúr-
lega, að augað vill alltaf hafa
sitt og það er afar þýingarmikið
að vara, sem á að seljast i sam-
keppni við þróaðar iðnaðarvör-
ur, sé I smekklegum umbúðum.
Náttúrlega eru umbúðirnar ekki
allt. Þvi smekklegri og
skemmtilegri, sem þær verða,
þeim mun meiri kröfur verðum
við lika að gera til innihaldsins
og þar kemur einmitt fram hinn
mikilvægi þáttur iönverkafólks-
ins að það beri virðingu fyrir
sinu starfi, leggi sig fram um aö
vanda yfirleitt starfið sem þaö
vinnur að og þar á ég ekki sist
við, að verkamaður, sem leggur
sig fram og vandar sitt starf —
hann heldur alltaf reisn sinni þó
hann sé ekki lærður. Verka-
maöur, sem skilar góðu verki,
heldur alltaf reisn sinni innan
þjóðfélagsins.
Ekki kvaðst Björn þó ætla að
senda sjálfur inn sina hugmynd
um gæðamerki — sagðist vera
hinn frámunalegasti klaufi að
fara með blýant —, en hinsveg-
ar list mér mjög vel á þetta og
allt, sem má verða iðnaðinum
til framdráttar,”
„Ég vil eindregið mælast til
þess að iðnverkafólk sendi inn
sinar eigin hugmyndir, vegna
þess að ég álit það mikilvægt ei
þaö væri hægt að skapa áhuga
fyrir starfinu — það mundi
verða öllum til góðs — bæði
iönaðinum sem slikum og ekki
siður þeim, sem vinna við hann.
Vinna, sem vekur áhuga fólks
verður alltaf auðveldari heldui
en vinna, sem er unnin bara til
að vinna.
Hafnartjaröar Apótek
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Helgidaga kl. 2 til 4.
BLÓMABÚÐIN
BLÓMASKREYTINErflR
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA i KRON
1 í i DÚÍIfl GlflEflDflE rími 84200
0
Föstudagur. 18. október. 1974