Alþýðublaðið - 18.10.1974, Síða 3

Alþýðublaðið - 18.10.1974, Síða 3
i HÚSGAGNA- HÖLLIN AÐ FLÝJA AF LAUGAVEGI? „Mér finnst þetta fráleitt og geri ráð fyrir, að ég verði fyrir tilfinnanlegu fjárhagstjóni”, sagði Jón Hjartarson forstjóri HUsgagnahallarinnar, þegar Alþýðublaðið spurði hann i gær hvort væri álit hans á hinu nýtilkomna bifreiðastöðu- banni við Laugaveginn,>„og ég reikna með að verða að flytja verslunina héðan vegna þessa”, sagði hann. „Ég hef ekki rætt þetta mál sérstaklega við aðra kaup- menn hér við Laugaveginn ný- lega, en ég álit að þeir séu yfirleitt á móti þessu, og þeir hafa mótmælt, en það er greinilega ekki hlustað á okk- ur”, sagði Jón. Jón sagðist einu sinni hafa verið kallaður á fund hjá umferðarnefnd vegna þessa máls, og þá hafi hann skýrt sitt sjónarmið og bent á, að frekar ætti að stefna aðþvi að breyta götunni i verslunargötu og byrja þá á þvi að koma upp bilastæðum. Sagðist hann vera hlynntur þvi, að athugað sé hvort breyta eigi Lauga- veginum i göngugötu, en ekki kvaðst hann vera viss um að það sé heppileg breyting. „í sambandi við Laugaveg- inn stangast algjörlega á tvenn sjónarmið”, sagði Jón, „sjónarmið forráðamanna strætisvagnanna er það, að umferðin þar sé sem greiðust, en kaupmenn vilja hafa um- ferðina sem hægasta. Þvi hægari sem hún er þeim mun meira er verslað, — þetta er einföld rekstrarhagfræði”. Að sögn Jóns benti hann á það á fundinum, sem hann sat með umferðarnefnd vegna stöðubannsins við Laugaveg, að hentugra væri að leysa vandamálið með strætis- vagnaferðirnar með þvi að láta einn vagn ganga upp Hverfisgötu og niður Lauga- veg, milli Lækjartorgs og Hlemms, og hafa ferðir hans stöðugar, en láta alla aðra strætisvagna ganga um Skúla- götu og Snorrabraut. HORNIÐ NEYTENDASAMTÖKIN VARA VID FÖLSKUM AUGLYSINGUM KÆRA VIKUNA FVRIR RITSTULD KÆRUNNI BEINT TIL BANDARÍSKU NEYTENDASAMTAKANNA — Jú, við getum nefnt dæmi, sagði Björn Matthiasson, gjald- keri Neytendasámtakanna, er fréttamaður blaðsins hafði sam- band við hann i gær vegna frétta- tilkynningar frá samtökunum, þar sem neytendur eru varaðir við auglýsingum á vörum, sem bandarisku neytendasamtökin eru sögð hafa mælt með sem „bestum” eða „best buy”. — Þau dæmi eru hátalaraauglýsingar frá Faco og Radióbúðinni, bætti SENN ER NU HVER SÍÐASTUR Senn er nú hver siðastur að láta athuga ljósabúnað bif- reiða sinna fyrir veturinn. Ljósastillingum umferðarráðs 19741ýkur nú um mánaðamót- in og sjálfsagt verður mikið að gera siðustu dagana. Þess vegna er best að fresta þvi ekki mikið lengur að láta stilla hjá sér ljósin — þvi vel getur verið, að ýmislegt annað þurfi við þau að gera fyrir veturinn. Björn við. — öllum seljendum vöru og þjónustu er stranglega bannað að nota meðmæli hvers konar, inn- lendra og erlendra neytendasam- taka til framdráttar sölu á vörum sinum eða þjónustu, hélt Björn áfram. - Hér er um mjög villandi auglýsingar að ræða, þar eð slik meðmæli frá erlendum neytenda- samtökum miðast ávallt við, að einhver vara sé meðmælanleg miðað við verð og gæði, sem fáan- leg eru á markaðinum þar i landi. Þar með er alls ekki sagt, að slikt þurfi að gilda hér á landi, þar sem verðlag og vöruval er allt annað. Björn sagði Neytendasamtökin islensku vilja vara mjög ákveðið við þvi, að kaupendur taki slikar fullyrðingar bókstaflega. — Þá er annað mál komið upp, sagði Björn enn fremur. — Vikan birti i dag grein, sem tekin er beint upp úr bandariska neyt- endablaðinu Consumer's Report, þar sem birtar eru tölur um við- gerðartiðni bila. Þessi grein er birt i leyfisleysi, þvi Neytenda- samtökin hér hafa einkarétt á birtingu greina úr öðrum neyt- endablöðum og þá eingöngu til birtingar i okkar eigin blaði. Við höfum látið bandarisku neyt- endasamtökin vita um þessa grein i Vikunni og ég reikna með, að þau muni bregðast hart við. Flugáhafnir stórtækar í innflutningi áfengis 241 MÍS FLÖSKUR AF BIÚR OG 20 MiS. PELAR Á 8 MÁNURUM! A fyrstu átta mánuðum þessa árs komu islenskar flugáhafnir með 240.000 flöskur af bjór og 20.000 fleyga af sterku áfengi inn i landið. Auk þess fluttu farþegar til landsins með sér 50.000 flöskur af sterku áfengi og 50.000 litra af léttum vinum á sama tima. Þetta áfengismagn er umfram það, sem selt er hérlendis af ÁTVR. Blaðið „Ný þjóðmál” skýrir frá þessum tölum á þriðjudaginn. Þessar 240.000 bjórflöskur eru 20.000 kassar af bjór. Þessar tölur koma flestum væntanlega á óvart, en staðreyndin er einfald- lega sú, að fyrir utan það áfengis- magn, sem ATVR selur i verslun- um sinum, er mikið magn af áfengi flutt inn i landið eftir lög- legum leiðum. Ahafnir skipa — og leyfi til að koma með ákveðið magn af áfengi i hverri ferð. Hér er þó aðeins um tölur frá Kefla- vikurflugvelli að ræða, að sögn blaðsins, og i rauninni fáar áhafn- ir. Auk þessa og þess áfengis, sem flutt er inn af rikinu, er vitað, að töluvert miklu áfengis- og tóbaks- magni er smyglað inn i landið, þótt af og til séu gerðar stórar „razziur”. Má i þvi sambandi nefna „Suðra”, sem tók um borð mikið áfengismagn erlendis fyrir tæpum tveimur árum, en það fannst ekki i skipinu þrátt fyrir mikla leit. Alþýðublaðið leitaði i gær til Ragnars Jónssonar, skrifstofu- stjóra . ATVR, og spurði, hann versu mikið magn af áfengi hefði verið flutt inn i landið á fyrstu átta mánuðum ársins. Ragnar sagðist ekki hafa þær tölur á tak- teinum, i janúar ár hvert lægju fyrir tölur um heildarinnflutning undangengins árs. Taflfélag Kópavogs er efst í 1. deild íslandsmótsins í skók Fyrstu deildar keppnin i skák hófst um sl. helgi. 1 deildinni eru sex félög, Taflfélag Reykjavikur, Taflfélag Hreyfils, Taflfélag Kópavogs, Skákfélag Akureyrar, Skákfélag Hafnarf jarðar og AF HVERJU VARÐ LANDSHORN AÐ KASTLJÓSI? Sveinn Eiðsson, skrúðsfirði, skrifar: Fá- ,,Á liðnu ári skrifaði ég útvarpsstjóra og forráða- mönnum sjónvarpsins bréf vegna þáttarins ,,Landshorn", sem þá hét, en ber nafnið ,,Kast- ijós" og á að vera með svipuðu sniði og var. Ég gerðist i þessu bréf i mínu svo djarf ir að gagn- rýna s jónvarpsmenn vegna þessa þáttar og annars fréttaf lutnings af innlendum vettvangi f yrst og f remst f yrir það, að hinar dreifðu byggðir landsins voru afskiptar í Landshorni, sem nú er og i Kastljósi. Nú spyr ég: Hvers •'egna var naf ninu á þess- c bætti breytt? Var það vegna þess, að hann reis ekki undir nafni? Við þessu vil ég fá svar, sem ég vona að Alþýðublaðið birti". Hornið er sjónvarps- mönnum að sjálfsögðu opið til svara, ef þeir vil ja. Óánægö með eitthvað? Hringdu þá i HORNIÐ Skáksamband Suðurlands. Tírslit i fyrstu umferð urðu þessi: Taflfélag Reykjavikur vann Skákfélag Akureyrar, 16:4, Taflfélag Kópavogs vann Taflfé- lag Hreyfils, 17 1/2:2 1/2 og Skák- samband Suðurlands vann Skák- félag Hafnarfjarðar, 13 1/2:6 1/2. Næsta umferð verður tefld á sunnudaginn 27. október. Þá keppa Skákfélag Akureyrar og Taflfélag Hreyfils á Akureyri, Taflfélag Reykjavikur og Skákfé- lag Hafnarf jarðar i Revkjavik og Suðurlands og Taflfélag Kópa- vogs i Hveragerði. Keppninni lýk- ur i lok nóvember. Keppni i annarri deild gat ekki farið fram vegna ónógrar þátttöku. Föstudagur. 18. október. 1974 I

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.