Alþýðublaðið - 18.10.1974, Blaðsíða 9
„Laugardalshöllin er ekki
lengur opin handknattleiknum
við fáum ekki inni með mótin okkar þar í vetur — Það er ekki forsvaranlegt að fá hingað dýran
þjálfara, ef ekkert húsnæði er til að æfa í” sagði Sigurður Jónsson formaður HSÍ
Okkar stærsta vandamál
er húsnæðisskorturinn við
eigum í miklum erfiðleik-
um með að koma öllum
leikjunum i islandsmótinu
fyrir. Laugardalshöllin er
ekki lengur opin fyrir okk-
ur, við erum að vinna að
því að fá hingað 1. flokks
erlendan þjálfara en það
virðist varla vera forsvar-
anlegt ef ekkert húsnæði er
hértilaðæfa í", sagði Sig-
urður Jónsson formaður
HSI á blaðamannafundi
sem stjórnin hélt á mið-
vikudaginn. En þar kom
fram mikill hugur hennar
til að efla allt handknatt-
leiksstarfið og greinilegt
að stjórnin hefur ekki setið
auðum höndum að undan-
förnu.
Þjálfaramálin
A fundinum kom fram að Birgir
Björnsson hefði tekið að sér að
þjálfa landsliðið fram að áramót-
um eftir að hart hafði verið að
honum gengið. Hver tekur svo við
landsliðinu eftir áramót er ekki
ljóst ennþá, en á þingi sem haldið
var i Sviss i haust höfðu þeir Birg-
ir Björnsson og Jón Erlendsson
samband við einn aðalmanninn i
Alþjóðasamtökunum, Kunst að
nafni en hann er Rúmeni og fyrr-
um landsliðsþjálfari og einskonar
„Guðfaðir handknattleiksins”
eins og einn Tækninefndarmaður
HSÍ komst að orði.
„Hann ráðlagði okkur að leita
til Tékkóslóvakiu sem við gerð-
um”, sagði Sigurður. „En núna
-standa yfir bréfaskriftir þangað i
gegnum sendiráð Tékka hér.
Um árangurinn er ekki gott að
segja að svo stöddu, en mikil á-
sókn hefur verið i að fá þjálfara
og leikmenn frá Austantjalds-
þjóðunum til hinna Evrópuland-
anna og þá sérstaklega V-Þýska-
lands. Þetta hefur leitt til þess að
þeir eru nú mjög varir um sig og
eru þeir nú farnir að kalla heim
þessa þjálfara og leikmenn. Þá
með Ölympiuleikana i huga.
Fáum við ekki erlendan þjálf-
ara hingað um áramótin, mun
Kunst koma hingað til að kynna
sér aðstæður og leggja linurnar
með þjálfara okkar. En hann ráð-
lagði okkur að leita til Tékkó-
slóvakiu i leit að þjálfara, en þar
eru handknattleiksþjálfarar mjög
vel menntaðir og færir.
1 vor munum við svo senda tvo
menn til Rúmeniu þar sem þeir
munu sitja þjálfaranámskeið.”
Fjármálin
Þá kom fram hjá stjórninni að
hún vinnur nú mikið starf við að
rétta fjárhaginn við. En skuldir
sambandsins námu um G til 7
miljónum þegar núverandi stjórn
tók við. Þessi upphæð hefur
hækkað verulega siðan, aðallega
vegna verðbólgunnar.
Hefur stjórnin nú ákveðið að
hleypa af stað happdrætti þar
sem ibúð verður vinningurinn. En
mjög fljótlega verður hægt að
kynna þetta happdrætti nánar.
Ætlunin er að verð hvers miða
verði 200 kr. og öll iþróttafélög fái
miða til sölu og i sinn hlut fengju
þau svo 50 kr. af hverjum seldum
miða.
„Takist þetta hjá okkur,” sagði
Islandsmótið í handknattleik
1. deild hefst
6. nóvember
Þá leika Valur-Víkingur og Fram-Ármann
Á blaðamannafundi skýrði
mótanefnd frá þvi að búið væri að
ganga frá leikdögum allra leikj-
anna i 1. deild, en ekki væri búið
að ganga endanlega frá leikjum
annarra flokka. Væri ástæðan sú,
hversu gifurleg húsnæðisvanda-
mál væri við að etja þar sem enn
vantaði tima fyrir 20 leikkvöld.
Eins og ástandið er nú væri ekki
enn séð fyrir endann á hluta af
Dómararnir
Búið er að skipa millirlkja-
dómarana I handknattleik, en
það eru dómarapörin Karl
Jóhannsson og Hannes Þ. Sig-
urðsson, Björn Kristjánsson
og óli ölsen, Magnús V. Pét-
ursson og Valur Benediktsson.
I vetur munu fimm dómara-
pör dæma i 1. deild, það eru
millirikjadómararni, en þeir
Sigurður Hannesson og Gunn-
ar Gunnarsson, Jón Frið-
steinsson og Kristján örn
Ingibergsson munu auk þess
dæma i 1. deild.
t hinum deildunum verða 15
dómarapör starfandi og verð-
ur reynt að skapa starfandi
dómurum næg verkefni i vetur
þannig að áhugi þeirra á dóm-
aramálum haldist.
þeim 500 leikjum sem mótanefnd-
in þyrfti að koma fyrir.
Sú nýbreytni hefur verið tekin
upp að fjórum sinnum i vetur
verður leikin heil umferð yfir
helgi i 1. deildinni. Verður þá bæði
leikið á laugardögum og sunnu-
dögum. Ekki verður að efa að
keppnin i ár ætti að geta orðið
spennandi, þvi mikil breidd virð-
ist vera i handknattleiknum um
þessar mundir.
2. deildin
I 2. deild verður fyrsti leik-
urinn á Akureyri, en þá leikur
Þór við Fylki úr Arbæjar-
hverfi 9. nóvember. A undan-
förnum árum hefur sá siður
verið hafður á að tvö lið fara
norður i einu og leiki þá tvo
leiki á tveim dögum. Þessu
hafa Norðanmenn viljað fá
breytt og hefur það orðið
ofaná að aðeins eitt karlalið
sækir þá heim i einu i vetur.
Hinsvegar verður þá leikið i 1.
deild kvenna á undan leikjun-
um i 2. deild karla.
Keppnin i 2. deild ætti að
geta orðið mjög spennandi I ár
og ætti slagurinn að standa á
milli félaganna að norðan,
Þórs og KA og Þróttar og KR
að sunnan.
Golf
Golfklúbbur Hornafjarðar
heldur opið golfmót fyrir kon-
ur og karla laugardaginn 19.
okt. sunnudaginn 20 okt. n.k.,
og verða leiknar 36 holur með
forgjöf. Völlur þeirra Horn-
firðinga er i mjög góðu á-
standi, þar sem þurrkatið hef-
ur verið þar undanfarið.
Flogið veröur austur laug-
ardag kl. 10.30, og til baka að
austan kl. 18.30 á sunnudag.
Norður-
landa-
þing
Um helgina verður hér hald-
iö Noröurlandaþing frjáls-
iþróttaleiðtoga, en þetta er i
31. sinn sem slikt þing er hald-
ið. Jafnframt er þetta i þriðja
skipti sem slikt þing er haldiö
hér. Hingað eru væntanlegir 9
erlendirgestir sem sitja munu
þingið. Eru það 3 Sviar, 3
Norðmenn, 2 Danir og einn
Finni.
Mörg mál verða tekin fyrir á
þinginu og munum við segja
nánar frá þvi helsta sem þar
verður á dagskrá.
Þingið hefst á Loftleiöa-
hótelinu á laugardagsmorgun-
inn kl. 9:30.
Sigurður ætti fjárhagurinn að
gjörbreytast til hins betra”.
Tækninefndin
Tækninefndina skipa þeir Berg-
ur Guðnason form. Hilmar
Björnsson og Þórarinn Eyþórs-
son. Um störf Tækninefndar gat
Bergur Guðnason þess, að Hilmar
Björnsson hefði nú verið ráðinn i
hálft starf og hefur hann aðsetur i
skrifstofu HSl. Starf Hilmars
verður „úttekt” á þjálfaramál-
um, námskeiðshaldi, útbreiðslu-
starfsemi og undirbúningi fram-
haldsnáms fyrir handknattleiks-
þjálfara að loknum grunnskóla
ISI.
Hilmar hóf störf 1. október s.l.
og er nú að afla upplýsinga, frá
aðildarfélögum HSl. Akveðið er
að efna til námskeiða og eða
fyrirlestra úti á landi, en fyrst um
sinn beinist starf Hilmars að
Faxaflóasvæðinu.
Tækninefnd efndi til fundar
með þjálfurum félaganna i sept-
ember s.l. Einvaldur landsliðsins
og þjálfari Birgir Björnsson
ræddi þar samskipti landsliðsins
og félaganna næstu mánuði. Kom
þar fram mikil og ánægjuleg
samstaða um þjálfun landsliðs-
manna, en hún mun aðallega fara
fram hjá félögunum fram að ára-
mótum.
Þá hefur Tækninefnd verið falið
að leggja fram hugmyndir um
undirbúning landsliðsins fyrir
undankeppni ólympiuleikanna.
Þar eru mörg ljón á veginum
m.a. óvissa um landsliðsþjálfara
og verkefni frá jan. 75—nóv. 75.
Nefndin er þó einhuga um að
hefja strax markvissan undir-
búning frá næstu áramótum. Að
lokum gat Bergur þess að á næst-
unni muni Hilmar kynna hand-
knattieikinn i skólunum.
Landsleikir
Mikið verður um að vera hjá
landsliðinu i vetur og mörg
verkefni biða þess. Landsliðið
mun halda utan 23. þessa mánað-
ar til Sviss þar sem það tekur þátt
i f jögurra landa keppni. En i leið-
inni leikur liðið landsleik við
Luxembourg.
1 nóvember verða leiknir tveir
leikir hér heima við Færeyinga,
en þeir voru teknir inn sem full-
gildir meðlimir i Alþjóða hand-
knattleikssambandið núna i
haust.
Þá koma A-Þjóðverjar hingað
og leika tvo leiki og i desember er
fyrirhugað að Kanadamenn komi
hingað og leiki hér á leið sinni til
Evrópu.
Eftir áramótin verður mikið
um að vera en við munum segja
nánar frá þeim siðar.
Af þessu má sjá að þeir HSl
menn hafa ekki setið auðum
höndum að undanförnu og ef að
likum lætur ætti öll starfsemi
handknattleiksins að verða mjög
blómleg i vetur.
York City fær ekki
áhorfendur heima
frekar en hér
Eins og eflaust flestir muna lék
enska knattspyrnuliðið York City
hér nokkra leiki i vor i boði Vals
og Þróttar. Vegna þess hve að-
sóknin að leikjum liðsins her var
dræm munaði minnstu að liðið
hætti við að leika alla leiki sina og
færi heim. Úr þessu rættist þó og
félagið lék umsamda leiki og
þótti þeim áhugi okkar á knatt-
spyrnu ekki upp á marga fiska.
York City vanu sig upp úr 3.
deild I fyrra og hefur staðið sig
mjög vel i 2. deild það sem af er
og hefur félagið unnið marga
góöa sigra.
Ekki hefur farið mikið fyrir á-
horfendunum hjá York i gegnum
árin en félagið hefur lengst leikið
i 3. og 4. deild. En þar sem liðið
vann sig upp i 2. deild á siðasta
keppnistimabili bjuggust flestir
við að nú yrði breyting á og for-
ráðamenn félagsins voru yfir sig
hrifnir að fá Aston Villa eitt
frægásta félagið i Englandi i
heimsókn i fyrsta leik liðsins á
heimavelli og bjuggust við met
aðsókn.
Þeir urðu þó fyri miklum von-
brigðum, þvi það mættu aðeins
um 8 þúsund manns og ekki einu
sinni óskabyrjun þeirra York
manna sem skoruðu fljótlega i
leiknum fékk áhorfendur til að
fagna. Þeir horfðu svo i þögn á
leikmenn Aston Villa ná sann-
gjörnu jafntefli i leiknum, 1-1.
I næsta heimaleik York sem
var gegn Cardiff komu aðeins 5
þúsund áhorfendur og kipptu þeir
sér litið upp viö sigur sinna
manna 1-0 i leiknum.
„Við fáum litlu meir aðsókn
núna, en þegar við vorum að berj-
ast um fall i 3. deildinni”. sagði
einn af forráöamönnum félags-
ins. „Við gerðum okkur vonir um
að fá 20 þúsund áhorfendur gengi
okkur vel, en úr þessu á ég ekki
von á slikum fjölda nema þá á
leik okkar við Manchester United
en á það lið vilja allir horfa.”
Föstudagur. 18. október. 1974
o