Alþýðublaðið - 30.10.1974, Qupperneq 4
Svefn og draumar
Flcstir eyða þriðja hluta æv-
innar i rúminu. t okkar landi lif-
ir hver maður að meðaltali 70
ár. Það þýðir, að rúmlega 23 ár
fara I svefn.
Er þetta tlmi, sem eytt er til
einskis, eða höfum viö gagn af
honum? Hvert er hlutverk
svefnsins? Er ekki hægt að
breyta vökutimanum? Hvernig
vcrða draumar til og hvers
vegna koma sumir draumar
fram?
Þessar spurningar og margar
fleiri hafa um langan aldur ver-
ið ofarlega i hugum fólks. A vor-
um dögum rannsaka lifeðlis-
fræðingar, sálfræðingar og
læknar fyrirbærið vaka — svefn.
Samt sem áður verða til hinar
og þessar fjarstæðukenndar
hugmyndir, fréttir berast af
fólki, sem sefur ekki, um undra-
lyf, sem lækna svefnleysi þegar
i stað. Gömul og ný hjátrú og
þokukenndar skýringar á þeim
fyrirbærum, sem koma fyrir i
svefni gera hann torskilinn og
leyndardómsfullan. Við munum
reyna að varpa Ijósi á einhverj-
ar af þessum spurningum i
eftirfarandi viðtali við A.M.
Vein, prófessor við Setsenov-
læknaháskólann f Moskvu.
„Fólk hefur alltaf haft áhuga
á hlutverki svefnsins. Og sú
spurning, hvað svefninn sé
manninum, er sennilega ekkert
frumleg”.
Svefninn er ein af frumþörf-
um mannsins, sem hann getur
ekki lifað án. Þarfir mannsins
ákvarða hegðun hans að mörgu
leyti. Þörfin hefur vissar að-
gerðir i för með sér. T.d. er
fæðutaka virk starfsemi og
rannsóknir siðustu ára hafa leitt
I ljós, aðsvefninn er starfsemi”.
„Ef svefninn er starfsemi, er
hann þá ekki ætlaður til hvildar,
eins og álitið hefur verið um
aldir?”
„Sú hugmynd, að svefninn sé
til að endurnæra krafta þá, sem
maðurinn hefur eytt yfir daginn
er enn mjög útbreidd. En
maðurinn gerir fleira i svefni en
að hvila sig. Hjarta og vöðvar
geta hvilst á vökutima. Það var
þess vegna eðlilegt, að farið
væri að draga hlutverk svefns-
ins sem hvildar eingöngu i efa.
Siðar kom i ljós, að hluti
heilasellanna starfar i svefni,
ekki siður en i vöku og stundum
enn virkar. A nóttunni endur-
skipuleggja þær starf sitt og
mynda ný sambönd innbyrðis.
Visindamenn komust að
þeirri niðurstöðu, að i svefni
færi fram úrvinnsla úr þeim
upplýsingum, sem koma til heil-
ans yfir daginn. Hluta þeirra er
fleygt, en aðrar geymdar til
mismunandi langs tima. Þess
vegna dregur svefninn úr þeim
áhyggjum, sem koma upp i
vöku. t svefni eiga sér stað
breytingar, sem stuðla að
endurnýjun þeirra krafta, sem
eytt hefur verið. Sem sagt
svefninn er ekki aðeins venja.
Hann er þáttur i lífi hvers ein-
asta manns”.
„En nú hef ég oftar en einu
sinni heyrt, að til væri fólk, sem
nyti yfirleitt aldrei svefns’.
„Hvorki ég né starfsbræður
minir höfum nokkurn tima rek-
ist á slikt fólk, þó að við höfum
rannsakaö svefn i fjölda ára.
Meöal sjúklinga okkar hafa ver-
iömenn, sem halda þvi fram, að
þeir geti ekki sofið. En svefn-
linurit leiddu i ljós, að þeir sváfu
ekki undir 3-4 klst. á sólar-
hring”.
„Þeir sofa 3—4 stundir. Vitað
er, að Napóleon og Edison sváfu
2—3 stundir á sólarhring. En nú
er til fólk, sem veröur að sofa 10
stundir til að hafa gagn af
svefninum. Er þetta bil ekki of
breitt?”
„Það er komið undir eigin-
leikum taugakerfis hvers og
eins, skapferli, barnsvana og
erfðafræði. Það leikur enginn
vafi á þvi, að 5—6 stunda eðli-
legur svefn nægir til að tryggja
liffærunum eðlilega starfsemi.
Samt sem áður eru margir, sem
sofa meira. Þar er um að ræða
fullnægingu svefnþarfarinnar,
sem að mörgu leyti er komin
undir hugarástandi mannsins
auk venju og erfðafræðilegra
eiginleika”.
„Mörgum gengurillaað sofna
kvöldið fyrir einhvern stórvið-
burð eða er þeir kviða einhverju
verki. Getur þetta ekki haft
slæmar afleiðingar i starfi? Það
hefur einnig slæmar afleiðing-
ar, ef fólk á mjög erfitt með
svefn. Er hægt að hjálpa þeim,
sem þjást af svefnleysi?”
„Ég er á móti orðinu „svefn-
leysi”. Allir sofa eitthvað, svo
að þetta orð er ónákvæmt. Einn-
ig hefur það slæm áhrif á hug-
myndir manna um vandamál
þeirra.
Svefn og vaka eru nátengd.
Verði rask á öðru, kemst einnig
rask á hitt. Með öðrum orðum,
vansvefn á rætur sinar að rekja
til vökunnar.
Fulltrúar ýmissa starfsgreina
þurfa á allri vöku sinni að halda
istarfi, s.s. flugmenn, bilstjórar
og fl. Streita, mikil andleg
reynsla og litil likamleg hreyf-
ing leiðir til vanliðunar og siðan
til vansvefns.
Margir reyna að bæta svefn-
inn með hjálp ýmissa svefn-
lyfja. Lyf breyta eðli svefnsins,
en hafa engin áhrif á sjálfa or-
sökina.
Verkefnið er fólgið i þvi að
koma réttu lagi á svefn og vöku.
Tilfinningaástand okkar, skap
og viðkvæmni hefur mikil áhrif
á svefninn. Þess vegna er bæði
lyfjameðferð og sálræn meðferð
nauðsynleg til að koma reglu á
sálarástand okkar.
Þetta á við um fólk, sem stöð-
ugt þjáist af vansvefni. Sá, sem
sefur yfirleitt eðlilega, en getur
ekki sofnað fyrir próf t.d. vinnur
það svefntap upp á næstu dög-
um”.
„I upphafi samræðna okkar
minntust þér á, að virk sálræn
starfsemi færi fram i svefni.
Draumar hafa alla tið verið
mikið áhugaefni manna. A und-
ánförnum tuttugu árum hafa
orðið til visindalega grundvall-
aðar hugmyndir um drauma,
eftir að svokallaður „hraður
svefn” uppgötvaðist. Gætuð þér
ekki sagt okkur nánar frá þessu
svefnstigi?”
„Áður var talið, að svefninn
yrði þvi dýpri sem lengra liði á
nóttina og yrði siðan léttari, en
nú hefur verið sannað, á á eftir
„hægum svefni” kemur „hrað-
ur svefn” og eru slik umskipti
4—6 sinnum á nóttu.
Sannað hefur verið, að yfir-
gnæfandi meirihluti fólks
dreymir i hröðum svefni.
Draumar eru 4—6 sinnum á
nóttu, þ.e.a.s. jafnoft og um-
skiptin milli hægs og hraðs
svefns.
Alla dreymir, en fólk, sem
vinnur erfiðisvinnu dreymir
ekki eins skýra og innihaldsrika
drauma. Það má ekki gleyma
þvi, að þær upplýsingar, sem
koma til heilans, eru eins konar
eldsneyti fyrir draumana.
Ekki taka allir eftir draumum
sinum. Vakni maður upp af
„hröðum svefni”, man hann
draum sinn án erfiðleika, en
vakni hann af „hægum svefni”,
eru litlar likur á, að hann muni
drauminn”.
„Nú er til fólk, sem trúir á
drauma og margir draumar
koma fram. Sl. ár sá Karpov,
stórmeistari leik i draumi, sem
bjargaði honum frá tapi i bið-
skák. Hvernig má skýra
þetta?”
„Ég held að allir draumar
eigi sér raunverulegan grund-
völl i lifinu. 1 draumana bland-
ast þrá okkar og gleði, þjáning-
ar og harmur. í svefninum er
maðurinn áfram sá hinn sami
persónuleiki, sami einstakling-
ur og i vökunni, en hugsanir
hans koma fram á opnari og
frjálsari hátt.
Fréttir um, að einhver
draumur hafi ræst berast mjög
fljótt út. öllum er sagt frá þvi.
En það er sjaldan sagt frá
draumum, sem ekki koma fram
og þeir gleymast fljótt, en flestir
draumar eru af þeirri tegund-
inni.
Listafólk heldur áfram starfi
sinu bæði i vöku og svefni.
Akvörðun eða uppgötvun kemur
skyndilega, en hún sprettur ekki
upp af engu.
Sá sem hefur mikinn áhuga á
starfi sinu og ræður yfir mikilli
þekkingu getur öðlast vitneskju
I svefni, en sá, sem litið veit,
gerir engar uppgötvanir.
Draumar geta þess vegna verið
mjög vel upplýstu fólki til hjálp-
ar”.
(APN)
Olíukyndingaviögerðir
Stilling og nýtismæling-
ar. Sóthreinsum einnig
miðstöðvarkatla. Helg-
ar-og kvöldþjónusta.
Oliubrennarinn s.f.
Simi 82981.
Ford Bronco — VW-sendibflar
Land Rover — VW fólksbllar
BÍLALEIGAN
iEKILL
BRAUTARHOLTI 4. SÍMAfl 28340-37199
Auglýsið í Alþýðublaðinu
NAUTASKROKKAR
Kr. kg 397.-
Innifalið i veröi:
Útbéining. Mérk'Tng.
Pökkun. Kæling.
KJÖTMIDSTÖDIN
Lakjarvarl, Laugalak 2. abni JS0 2O
Meö 32 myndum, svart-hvitum og i litum, eftir ýmsa Ijósmyndara.
- Skýringarkort í texta. Einstaklega skýr og greinileg lýsing á
fyrsta eldgosi sem oröiö hefur i þéttbýli á íslandi.
Fjórar útgáfur: íslenzk, norsk, ensk, þýzk. Verö kr. 800 - + sölusk.
HEIMSKRINGLA. '
t
Bálför
FINNS B. KRISTJÁNSSONAR
rafverktaka,
fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 31. október kl.
13.30.
Marta Finnsdóttir,
Kristján Finnsson,
Guðfinna Finnsdóttir,
Kristin Finnsdóttir,
Þorleifur Th. Finnsson,
Pétur Lárusson,
Hildur Axelsdóttir,
Gunnar S. Óskarsson,
Hilmar Einarsson,
Hrafnhildur Jósefsdóttir.
Hjartans þakkir til ykkar allra, fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andiát og útför eiginmanns mins, föður,
tengdaföður og afa,
HALLSTEINS HINRIKSSONAR, kennara
Sérstakar þakkir færum við stjórn og félögum öllum í
Fimieikafélagi Hafnarfjarðar fyrir ómetanlega hjálp og
vináttu fyrr og siðar,
Guð blessi ykkur öll.
Ingibjörn Arnadóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Stjórnmál
2
til við að ala upp nýja ung-
sveina og verður að sjálfsögöu
engu um það spáð, hvort þeir
eiga eftir að fara að dæmi
þeirra dr. Ólafs Ragnars & Co,
þegar þeir öðlast nægilega
þekkingu á hinu innsta eðli
Framsóknarflokksins. Ef til
vill lánast uppeldið betur nú
en siðast.
Tveir hinna nýju erfingja
framsóknaróðalsins eru þegar
komnir svo langt i framsókn-
arfræöunum, að þeir eru tekn-
ir til viö að skrifa sinn hvorn
langhundinn um framsóknar-
pólitik i Timann á sunnudög-
um.
Nú er bara að sjá, hvernig
hinir nýju lærisveinar bregð-
ast viö, þegar kemur að næstu
hamskiptum Framsóknar-
flokksins, þegar hann hallar
sér næst á „vinstri hliðina”.
H.E.H.
o
Miövikudagur. 30. október. 1974.