Alþýðublaðið - 30.10.1974, Qupperneq 5
BÚtgefandi: Blað hf.
Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm.)
Sighvatur Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir
Aðsetur ritstjórnar: Skipholti 19, simi 28R00
Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, simi 28660 og 14906
Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, sími 14900
Prentun: Blaðaprent
ALÞINGI KOMIÐ SAMAN
Alþingi var kvatt saman til fundar i gær eftir
nokkurt hlé. Þessa dagana er verið að koma þvi
á laggirnar, en raunveruleg þingstörf munu
hefjast i næstu viku. Þá mun forsætisráðherra,
Geir Hallgrimsson, væntanlega flytja stefnu-
ræðu fyrir stjórn sina og er þess að vænta, að sú
ræða verði nokkru fyllri og itarlegri stefnuyfir-
lýsing, en málefnasamningurinn, sem birtur
var i sumar. Hann vakti fleiri spurningar en
hann gaf svör við og verður gengið eftir þvi i
umræðunum um stefnuræðu forsætisráðherra
að hann gefi svör við þeim, þannig að þjóðin viti
við hverju má búast af rikisstjórninni.
Þing það, sem nú hefur hafið störf, mun fá
mörg mál til umfjöllunar. Það þarf m.a. að
staðfesta bráðabirgðalög þau, sem rikisstjórnin
hefur verið að gefa út á milli þinga. Bráða-
birgðalög þessi hafa flestöll verið með þvi marki
brennd að skerða verulega umsamin kjör launa-
stéttanna i landinu — svo verulega, að ávextir
þriggja ára kjarabaráttu launþegasamtakanna
eru nú að engu orðnir. Samt sem áður mun
rikisstjórnin að öllum likindum fá þessi bráða-
birgðalög samþykkt á Álþingi þvi meirihluti
hennar þar er svo sterkur. Þó verður lærdóms-
rikt að sjá hvort ekki muni einhverjir þing-
manna stjórnarliða — t.d. þeir þeirra, sem
kjörnir hafa verið i ábyrgðarstöður af verka-
lýðshreyfingunni — meta meira sannfæringu
sina og skyldur við umbjóðendur sina i röðum
láglaunafólksins en flokkshollustu.
Auk þessara mála mun utanrikismálin svo
bera á góma á Alþingi i vetur. Sjálfsagt mun
margt sérkennilegt gerast i þeim umræðum —
ekki hvað sist þegar Einar Ágústsson, utanrikis-
ráðherra, þarf að fara að berjast við sinn eigin
draug frá árum rikisstjórnar ólafs Jóhannes-
sonar.
Mikilvægustu viðfangsefni þingsins verða
hins vegar án efa vandamál efnahagslifsins.
Fjárlagagerð verður sennilega erfiðari nú en
oftast áður. Alþýðuflokkurinn gerir sér fulla
grein fyrir þvi, a ð enginn er öfundsverður af þvi
að taka við þrotabúi rikisstjórnar Ólafs
Jóhannessonr og að það er erfitt verk að rétta
þjóðarskútuna við eftir þriggja ára vanhirðu og
óstjórn. Það er enn erfiðara vegna þess, að það
er alls ekki sama hvernig það er gert.
Einfaldasta leiðin og sú leið, sem án efa mun
freista ihaldsstjórnarinnar, er sú að láta
almenning i landinu borga brúsann án þess að
taka nema mjög takmarkað tillit til misjafnrar
getu fólks til þess að axla þær byrðar. Leiðarar
Morgunblaðsins, sem fimbulfamba um vanda
atvinnurekenda en sneiða hjá vandkvæðum
heimilanna, eru e.t.v. forsmekkur að þvi sem
koma skal. En Alþ.fl. mun berjast gegn
þvi, að láglaunafólkið i landinu verði látið taka
að sér þyngstu afborganirnar af vixilskuldum
rikisstjórnar Ólafs Jóhannessonar. Hann mun
beita sér fyrir þvi að byrðunum verði deilt á
þegna þjóðfélagsins eftir efnum þeirra og
ástæðum. Hann mun veita rikisstjórninni
andstöðu og aðhald, en þó sýna fulla ábyrgð.
Þannig getur Alþýðuflokkurinn mest og best
unnið fyrir launþega og neytendur við þær
aðstæður, sem nú eru i islenskri pólitik.
Getur Watergate bjargað
„gleymda manninum”?
Undanfarin 20 ár hefur
Alger Hiss lifað við
skömm eftir fimm ára
fangelsisdóm fyrir
meinsæri. Þessi dómur
gerði ungan lögfræðing
frá Kaliforniu —
Richard Nixon —
frægan.
Það furðulega er, að
nú bendir allt til þess, að
erfiðleikar Nixons i dag
geti aðstoðað Hiss við að
sanna sakleysi sitt... og
allt er það að þakka
fjórum orðum á Water-
gate-segulböndunum.
Fréttirnar um segulbandsupp-
tökur Nixons forseta hafa veitt
eldri manni, sem lifir óþekktur i
New York nýja von eftir 20 ára
skömm.
Alger Hiss var i ábyrgðarstöðu
i Washington, en honum var
varpað i fangelsi og nafn hans at-
að sauri i einhverju mesta
hneykslismáli, sem komið hefur
fyrir hjá öryggisþjónustu Banda-
rikjanna. Hann hefur alltaf haldið
fram sakleysi sinu.
Hiss vonar að fjögur orð á
segulbandsupptökunni i Water-
gatemálinu geti sannað þetta.
bað var framlag Nixons i Hiss-
málinu, sem gerði það að verkum
að hann fékk vissa þýðingu hjá
þjóðinni og tryggði honum vara-
forsetaembættið hjá Eisenhower.
Hiss var dæmdur i fimm ára
fangelsi fyrir meinsæri i njósna-
máli. Hann heldur, að sönnunin á
sakleysi hans sé á segulbands-
spólunum, sem eru um Watergate
frá 28. febrúar 1973. Þá segir Nix-
on John Dean að kynna sér Hiss-
málið sem dæmi um það, hvernig
eigi að reka slik mál.
AFORNSÖLU
— Við fundum ritvélina og
Pumpkin-skjölin, á Nixon að hafa
sagt samkvæmt afritunum.
Ritvélin var sú sama og Hiss
átti að hafa notað til að taka afrit
af rikisleyndarmálum, sem hann
var sakaður um að afhenda
kommúnista njósnurum.
Hiss var sannfærður um að
fyndist gamla ritvélin hans félli
þetta mál um sjálft sig og ritvél-
in, sem menn héldu að væri
gamla ritvélin hans fannst á forn-
sölu i Washington og honum til
mikillar undrunar var letrið á rit-
vélinni og skjölunum eins. Hann
var dæmdur fyrir meinsæri fyrir
dómi. Hann hélt þvi fram að skipt
hefði verið um ritvél og hann væri
fórnarlamb samsæris.
FYRIRMYNDAR FORTIÐ
Hiss telur, að orð Nixons ,,við
fundum ritvélina” sanni ásakanir
hans.
Eitt er vist, að hefði Richard
Nixon ekki rekið málið og komið
fram eins og fyrirmyndar leyni-
lögreglumaður i reifara hefði Al-
ger Hiss aldrei verið dæmdur.
Fortið Hiss var til fyrirmyndar.
Hann tók próf frá lögfræðideild-
inni i Harward og var einn af að-
stoðarmönnum Roosevelts. Hann
vann lika að stofnun Sameinuðu
þjóðanna og kom sjálfur með
einkaskjölin til Trumans forseta.
1948erHiss skyndilega ásakað-
ur um að hafa verið félagi i
kommúnistaflokknum öll þessi ár
og séð um að vinna að einkamál-
um þeirra innan bandarisku
rikisstjórnarinnar.
Akærandinn var fyrrverandi
kommúnisti Whittaker Chamb-
ers. Um þetta leyti hófust ofsókn-
irnar á hendur rauðliða i Banda-
rikjunum. í þinginu sá nefnd um
leit að mönnum með nnd-banda-
risk sjónarmið. Nixon ungi var
einn i þessari nefnd.
HRÆÐILEG MISTÖK
Hiss krafðist þess að vera yfir-
heyrður af nefndinni, þegar
Chambers kom með ákæruna.
Hann var þá 44 ára. Hann var
skelfingu lostinn yfir ásökunum
og neitaði að hann hefði nokkru
sinni verið kommúnisti.
Flestir nefndarmenn vildu fús-
lega viðurkenna, að hér væri um
hræðileg mistök að ræða, sem
væru að gera út af við traustan
mann i opinberu embætti. Þeir
vildu hætta við málið.
Nixon var sá eini, sem krafðist
þess, að nefndin héldi rannsókn-
inni áfram. Hann hafði ekkert að
segja stjórnmálalega þá, en hann
bar enga virðingu fyrir Hiss.
Hann fékk nefndina til að leggja
blessun sina yfir frekari yfir-
heyrslur á Chambers.
Chambers lagði fram sannanir
um, að Hiss væri ekki aðeins fé-
lagi i kommúnistaflokknum held-
ur og rússneskur njósnari. Sönn-
unargagnið voru afrit af skjölum
frá utanrikisráðuneytinu.
Chambers hélt þvi fram, að Hiss
hefði tekið afrit af leyniskjölum
allt frá 1938. Chambers sá um
ljósmyndun á skjölunum ásamt
öðrum kommúnista að næturlagi
til að Hiss gæti skilað frumritun-
um i ráðuneytið næsta dag.
Seinna hélt Chambers þvi fram,
að Hiss hefði sjálfur. vélritað af-
ritin á eigin ritvél og þá voru
sönnunargögnin, sem Chambers
lagði fram tekin af dómsmála-
ráðuneytinu til öryggis. Þá fór
Nixon að óttast, að málið yrði
þaggað niður.
Hann tók ljósrit af sönnunar-
gögnunum, sem Chambers hafði
falið i graskeri og þess vegna
voru skjölin nefnd Pumkinskjölin
(pumpkin-grasker).
Hann notaði þessi skjöl til að
neyða dómsmálaráðuneytið til að
höfða mál gegn Hiss til að dæma
hann fyrir meinsæri.
RÍKISLEYNDARMAL
Það verður að koma njósna-
máli fyrir rétt innan þriggja ára.
Þvi var ekki hægt að daema Hiss
fyrir njósnir og Nixon frétti, að
dómurinn vildi heldur dæma
Chambers fyrir meinsæri. Þetta
myndi eyðileggja málið gegn
Hiss. Nixon ásakaði þvi dóms-
málaráðuneytið opinberlega fyrir
að reyna að hylma yfir kæruna
gegn Hissog sagði, að ráðuneytið
væri ekki fært um að varðveita
rikisleyndarmál.
Dagblöðin stóðu með Nixon.
FBI neyddist til að gripa til sinna
ráða og á elleftu stundu fannst
gamla ritvélin hans Hiss á forn-
sölu. Það gerði út um örlög hans.
Chambers dó 1961, en Hiss, sem
nú er 69 ára, reynir enn að þvo
smánarblettinn af heiðri sinum.
— Ég er ekki bitur, segir hann
— vinir minir hafa aldrei yfirgef-
ið mig. En ég kann ekki vel við
brennimerkið, sem ég fékk. Þaö
fer ekki aðeins i taugarnar á mér.
Ég vil losna við það.
r t
f*'
Gömul mynd, sem sýnir Alger Hiss til hægri.
Miðvikudagur. 30. október. 1974.
o