Alþýðublaðið - 25.11.1974, Síða 1

Alþýðublaðið - 25.11.1974, Síða 1
REIÐAR RADDIR SILDAR- SJÚMANNA í NORÐURSJÚ SEM VILJA EKKILENGUR BORGA UNDIR AFTUR- ENDANN Á FÚLKI OG LEIKI ÞESS, SUKKLÍF OG SKEMMTANIR ► 3 alþýðu ÞRIÐJUDAGUR 25. nóv. 1974 - 238. tbl. 55. árg. ,Kaninn' sést í Reykjavík ER SKERMIRINN EKKI TENGDUR? Keflavikursjónvarpið sést nú litið verr i Reykjavik en áður en samningarnir um tak- mörkun þess voru gerð- ir. Eftir þeim upplýs- ingum, sem Alþýðu- blaðinu hafa borist er engu llkara, en skerm- urinn sem átti að úti- loka Keflavikursjón- varpið frá Reykjavik og nágrenni, sé alls ekki tengdur inn á kerfið. Alþýðublaðið hafði samband við fólk viða I Reykjavik i gær og bar öllum saman um, að það hefði liðið nokkur tlmi, þannig að Kefla- vfkursjónvarpið hefði lltið sem ekkert sést, en nú væri orðin breyting á og sæist útsendingin sist verr en áður. V-ÞYSKUR TOGARI TEKINN! BENEDIKT GRONDAL: Ohjákvæmilegt framhald af aukinni sókn þýskra „Ég tel, að þessi at- burður sé óhjákvæmilegt framhald af aukinni sókn Þjóðverja inn i landhelg- ina”, sagði Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins I viðtali viö Albýðublaðið I gær. Þaö getur ekki farið fram hjá Þjóðverjum, að afstaða þeirra er I algerri mótsögn við þróun haf- réttarmála á alþjóðavett- vangi. t framhaldi af flokks- þingi Alþýðuflokksins, sem haldið var fyrir viku, sendi ég eftirfarandi skeyti til Helmut Schmidt, kanslara Vestur-Þýskalands, og Willy Brandts, formanns vestur-þýska jafnaðar- mannaflokksins, þar sem Islenskir jafnaðarmenn hvetja þá eindregið til að beita sér fyrir stefnu- breytingu i landhelgis- málinu: — 35. þing Alþýðu- flokksins hefur látið i ljós vaxandi áhyggjur Islend- inga yfir aukinni sókn þýskra togara inn I 50 milna fiskveiðilandhelgi tslendinga, en hinir þýsku togarar eru nú einu er- lendu fiskiskipin, sem ekki virða þessa fisk- veiðilandhelgi. tsland hefur þegar samið við Bretland, Belgiu og Fær- eyjar um þessi mál. Þar sem úthafsveiðar eruð aö eins smábrot af þýskum atvinnuvegum, en fisk- veiðar hins vegar undir- staöa efnahagstilveru ts- lendinga, þykir islensk- um sósialdemókrötum leitt, að Vestur-Þýska- land skuli beita áhrifum slnum i Efnahagsbanda- laginu til að halda uppi efnahagslegum aðgerð- um gegn tslendingum til að þvinga þá i þessu máli á sama tima sem ráð- stefna Sameinuðu þjóð- anna sýnir vlðtækan vilja fyrir 200 milna efnahags- lögsögu. | BAK Lokast Vigri og Bjarni Benediktsson inni í Hamborg vegna reiði þýsku fiskimannanna? „Þýskt fiskimanna- samband, sem er hluti af einu öflugasta verkalýðs- sambandi Þýskalands, hefur hótað að taka hafn- armynni og hafnarlokur i Cuxhaven og Bremerhav- en á sitt vald, ef nokkurt islenskt fiskiskip reynir að komast þar út eða inn”, sagði Ingimar Einarsson, fram- kvæmdastjóri Félags ís- lenskra botnvörpuskipa- eigenda, I viðtali við Alþýðublaðið i gær, en villandi fréttaflutningur þýskra fjölmiðla, um töku þýska togarans Arcturus, hafa meðal annars, vald- ið mikilli ólgu þar. „Það eru fiskimennirn- ir, en ekki útgerðarmenn eða fiskkaupendur, sem að þessum aðgerðum standa”, sagði Ingimar ennfremur, „enda kemur það fiskkaupmönnunum illa að fá ekki fisk frá Is- lenskum skipum, sér- staklega um þessar mundir, þvi fiskskortur er i Þýskalandi nú og verður fyrirsjáanlega næstu vikurnar. Togarinn ögri var á leið til Brem- enhaven, með um 260 lestir af fiski, en hefur nú verið snúið til Ostende I Belglu, og mun losa þar. Sem dæmi um fiskskort- inn má nefna það, að ögri hefði orðið einskipa I Bremerhaven á morgun, ekkert annað skip átti að losa þar þá”. Snæfugl losaði i Cux- haven i fyrradag og um tlma var óttast að erfið- lega gæti gengið að koma út úr fiskihöfninni þar. Það tókst þó i gær og þeg- ar félagar i fiskimanna- sambandinu reyndu að loka hafnarmynninu, skarst lögreglan I leikinn og fékk þá ofan af fyrir- ætlan sinni. Sigldi Snæ- fugl út á ytri höfnina og mun taka vistir i dag. Hætta getur verið á að önnur skip lokist inni I þýskum höfnum, þvi bæði Vigri og Bjarni Bene- diktsson eru i viðgerð i Hamborg, Vigri mun eiga að losna um mánaðamót- in, en ekki var vitað hve- nær Bjarni yrði ferðbú- inn. Hvarf Geirfinns verður æ dularfyllra „Þessi maður er lykill- inn að lausninni, hver svo sem hún er”, sagði Valtýr Sigurðsson, fulltrúi bæj- arfógetans i Keflavlk, i viðtali við Alþýðublaðið i gær, en maðurinn sem Geirfinnur Einarsson fór til fundar við hefur enn ekki gefið sig fram, þrátt fyrir itrekuð tilmæli lög- reglunnar þar um. Nú hefur verið gerð teikning af þessum manni eftir lýsingu sjónarvotta og hefur teikningunni verið dreift á lögreglu- stöðvar. Þá er verið að gera módel af manninum I leir og sagði Valtýr að- eins dagaspursmál, hve- nær lýst yrði eftir mann- inum I fjölmiðlum með þessum teikningum, ef hann ekki gæfi sig sjálfur fram. Valtýr sagði, að búið væri að rannsaka feril og hag Geirfinns án þess að þar hefði fundist nokkuð það, sem gæti varpað ljósi á hið dularfulla hvarf hans. 19,5 MILLJONIR í „GÚMMÍTÉKKUM" tékkaviðskiptum i viðkom- andi bönkum og mun vera rétt i meðallagi. Innláns- stofnanir i Reykjavik, Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavik og fleiri nærliggj- andi stöðum tóku þátt i könnuninni. Eitt þúsund og sex inni- stæðulausir tékkar, að upp- hæð 19.457.000.00 krónur, komu fram við skyndikönn- un -innistæðulausra tékka þann 22. þessa mánaðar. Var það 0,92% af heildar-

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.