Alþýðublaðið - 25.11.1974, Qupperneq 3
EGGERT FORMAÐUR
FRAMKVÆMDASTJÓRNAR
Fyrsti fundur nýkjörinnar framkvæmdastjórnar Alþýöuflokksins
var haldinn i gær. Fráfarandi formaöur hennar, Baldvin Jónsson,
baöst undan endurkjöri. Formaöur framkvæmdastjórnarinnar var
kjörinn Eggert G. Þorsteinsson, varaformaöur Orlygur Geirsson og
ritari Siguröur E. Guðmundsson. Voru þeir allir einróma kjörnir.
Framkvæmdastjórnina, sem kjörin var á fyrsta fundi nýkjörinn-
ar flokksstjórnar Alþýöuflokksins i fyrri viku, skipa þessir:
Formaöur: Eggert G. Þorsteinsson, varáformaöur: örlygur
Geirsson, ritari: Siguröur E. Guömundsson, aörir stjórnarmenn:
Arni Gunnarsson, Baldvin Jónsson, Benedikt Gröndal, Garðar
Sveinn Arnason, Gylfi Þ. Glslason og Kristin Guðmundsdóttir,
Varamenn eru Jón Armann Héöinsson og Arnbjörn Kristinsson.
Lést eftir átök
Klukkan 3.50 aöfaranótt sunnudags kom maö-
ur á lögreglustöðina i Vestmannaeyjum og til-
kynnti, aö hann hefði lent i átökum viö annan og
lægisá eftir á Vestmannabrautnr. 24. Lögreglan
fór þegar á vettvang og fann manninn þar sem
til var visað. Var maðurinn, sem hét Þorvaldur
Guöjónsson, skipstjóri á v/b Sjöfn i Vestmanna-
eyjum þar meðvitundarlaus. Lögreglan flutti
hann þegar á sjúkrahús, en fékk þá vitneskju
þaöan skömmu siðar, aö maöurinn væri látinn.
Likiö veröur sent til Reykjavikur til krufningar.
Máliö er aö öðru leyti I rannsókn. Þorvaldur
heitinn var 48 ára að aldri, kvæntur
Leiðrétting
Arni Gunnlaugsson, hrl., hefur sent blaöinu
eftirfarandi leiöréttingu á fréttatilkynningu
Rauðsokka, sem Alþýöublaöiö birti á föstudag:
„1 Alþýðublaöinu i dag, 22. nóv., er birt póli-
tiskt áróöursplagg frá Rauösokkahreyfingunni,
en I þvi er undirritaður borinn fyrir ummælum,
sem ég hefi aldrei viðhaft, en teljast ærumeið-
andi, svohljóðandi:
„Þaö þjónar engum tilgangi aö konur séu aö
vinna utan heimilis nema þá þei’n einum aö
safna sér peningum fyrir lúx s svo sem
Mallorkaferðum”.”
HORNIÐ
Að borga undir afturendann á fólki
og leiki þess, sukklíf og skemmtanir
Alþýöublaöinu hefur borist
bréf frá áhöfn Skirni AK 16, sem
er á sildveiðum i Norðursjó, og
er þaö svohljóðandi:
„Við, ásamt fleirum bátum,
eru búnir að vera hér I 4—6
mánuöi og veröum hér fram aö
jólum. Aö visu má draga hálfan
mánuö frá, en þann tima vorum
viö heima hjá fjölskyldum okk-
ar nú i haust. Ástand hér i
Norðursjónum er vægast sagt
viöbjóöslegt, hérna erum við aö
afla verömæta fyrir þjóöarbúiö,
á meöan háskólalýður og annar
„æöriskólalýöur”, spókar sig og
leikur sér með gjaldeyrinn er-
lendis, gjaldeyrinn sem sjó-
mannastéttin aflar þjóöarbúinu
með haröri baráttu og þraut-
seigju. Viö, til að mynda, getum
ekki fengið helming á viö þann
gjaldeyri sem þetta fólk fær. Viö
fáum, ef við tökum danskar
krónur, 750 danskar krónur á
mánuöi i gjaldeyri. En ef maöur
fer erlendis til að leika sér, færö
þú peninga sem samsvarar frá
27.500—50.000 islenskum krón-
um i ferðamannagjaldeyri og
spreöar þvi eins og ekkert sé.
Viö höfum komist að raun um aö
sennilega er gjaldeyririnn sem
viö öflum ekki eins dýrmætur og
af er látiö, fyrst Pétur og Páll
geta fengiö hann til að leika sér
með. Hvers vegna er ekki haml-
að á móti þessari eyöslu? Er
ekki nóg aö viö vinnandi menn i
þjóöfélaginu borgum undir
afturendann á þessu fólki, þó viö
þurfum ekki aö borga lika undir
leiki þess, sukklif og skemmtan-
ir, þvi tilfelliö er að margt af
þessu fólki hefur ekki unniö
handtak i þjóölifinu i mörg ár.
Oft hefur þaö komið fram opin-
berlega i fjölmiðlum, að margt
af þessu fólki er i skóla til aö
finna „sjálftsig”. Viö erum nú á
þeirri skoöun aö fólk finni sig og
slna út i hinu vinnandi þjóölifi.
Hitt er lika grátlegt, aö svo eftir
fjölda ára þegar hinir vinnandi
menn, sem eru búnir aö marg-
borga skólagöngu þessa fólks,
sjá ekki árangurinn af þessari
skólagöngu. Margt af þessu
fólki fer erlendis og sest þar aö.
Og þjóðlifiö fær ekki krónu til
baka úr þessu fólki' Það er stór
spurning hvort ekki sé hægt aö
gera einhverjar hliðarráðstaf-
anir, en þar er æöri stjórnvalda
að sjá við þessu stóra gati á
þjóölifskerfinu. Það er ekki i
valdi, eöa umsjón hinna vinn-
andi stétta, þær fá vist engu
ráðiö I þessum efnum. Það virö-
ist rikjandi stefna i menntamál-
um þjóðarinnar aö framleiða
embættismenn. En hvaö eiga
þessir embættismenn að gera?
A meöan rikir algert öngþveiti i
menntamálum og sér i lagi
skólamálum atvinnuveganna.
Kemur ekki aö þvi aö atvinnu-
vegirnir verða lagöir niöur og
annar hver maöur hafi doktors-
nafnbót eða einhverja gráðu úr
háskóla. Þessir menn geta ekki
farið út i atvinnulifið. Þessir
menn geta ekki fariö I fiskvinnu,
eða járniðnaöarvinnu, eöa ein-
hverja erfiöa og óþrifalega
vinnu.
Nei. Þjóðfélagið er rotnað nið-
ur, orðið staðnað i hringavit-
leysu menntamálanna. Það fer
að koma og er komið aö vissu
leyti, að örðugt er að manna
skip og báta i aörar atvinnu-
stéttir, er snúa að atvinnuveg-
unum. En tugir manna meö
embættispróf eru á lausum kili,
á styrkjum frá hinum örfáu
vinnandi mönnum. Oft hefur
verið þörf, en nú er nauösyn að
stööva þetta allt, stokka upp,
hreinsa til og reyna aö lagfæra
þetta áöur en I meira óefni er
komiö. Það er skritiö aö þegar
efnahagsörðugleik a hnútar
koma, skuli alltaf höggviö á
hnútinn hjá hinum efnalitlu si-
stritandi láglaunamönnum. Og
verster þaö aö verkalýösfélögin
kingja þessum bita án þess aö
blikna. Þetta eru ekki verka-
lýösfélög! Nei! Þeir, sem þar
eru og stjórna eru gamlir og
uppþornaöir karlfauskar, sem
búnir eru aö gleyma hvaö
verkalýðsbarátta er.
Við fengum út úr hverri seldri
milljón, áður en hliöarráöstaf-
anir blessaörar rikisstjórnar-
innar komu til — þar er átt við
bráöabirgðalög rikisstjórnar-
innar, til bjargar sjávarútveg-
inum. — Til höfuös sjómönnum
segjum viö. Þaö eru leikirnir
þeirra, þessara valdhafa:
Háseti fékk 20.000 krónur af
hverri milljón, 2. vélstjóri, 2.
stýrimaður og kokkur fengu
25.000 krónur af hverri
milljón.
1. vélstjóri og 1. stýrimaður
fengu 30.000 krónur og skipstjóri
fékk 55.500 krónur af hverri
milljón. Núna i dag fær hásetinn
tæpar 18.000 krónur af hverri
milljón.
2. vélstjóri, 2. stýrimaöur og
kokkur 21—22.000 krónur, 1. vél-
stjóri og 1. stýrimaður fá
26—27.000 krónur og skipstjóri
fær 51.131 krónur af hverri
milljón.
En þetta eru mál verkalýðsfé-
laganna. Þessar tölur eru tekn-
ar meö fyrirvara, þvi ekki hafa
félögin sent trúnaðármönnum
sinum neinar fréttir af þessum
málum, en það er vlst þeirra
mál.
Þaö er nauösynlegt aö okkar
áliti, aö impra á þessum málum
nú, á meöan skólalýður og ann-
aö fólk heldur að þetta sjó-
mannslif sé einhver lúxus. Þeir
hinir sömu ættu að ráöa sig til
sjós og sjá hvað sjómennska
hefur upp á aö bjóða. Við hugs-
um að þaö mundi þá fara af þvi
mesti glansinn.
Sjómenn, sem koma ekki
heim til sin nema stutta stund i
einu, eru kannski heima hjá sér
1—2 mánuöi allt áriö. A bara
þessu skipi eiga 19 börn pabba
sinn úti á sjó, og vlöa eru fleiri
börn á skip. Viö förum nú að slá
botninn i þetta bréf, en hætta er
á þvi, aö fleiri verði þau frá okk-
ur hér á Skirni, þvi nóg er til aö
skrifa um. Og þaö er mikil ólgan
i sjómannsblóðinu.
Með þökk fyrir birtinguna.
Nokkrar nýjar
bækur
frá Leiftri:
Ævisaga Hafsteins Sigurbjarnarsonar
frá Reykholti í Höfðakaupstað, skráð af honum sjálfum. —
Bókin er merk aldarfarslýsing og ljós vottur þess, hvern þátt
íslenzk alþýða á í menningarsögu þjóðarinnar.
Bjart er um Breiðafjörð
Minningar Sigurðar Sveinbjörnssonar frá Bjarneyjum á Breiða-
firði. Sigurður er enginn viðvaningur á ritvellinum. Hann á
margar greinar í Dýraverndaranum og heimildarmaður er
hann að npkkrum sögnum i bókinni „Breiðfirzkir sjómenn".
Sigurður er átthagafróður og náttúruskoðari af lifi og sál.
Otskæfur
eftir Bergsvein Skúlason. Frásagnir í þessari bók eru mis-
gamlar, segir Bergsveinn. Nokkrar hafa orðið útundan i fyrri
bókum um Breiðafjörð og Breiðíirðinga, aðrar orðið til eftir
að bækurnar .voru prentaðar.
Kvöldrúnir,
þriðja og síðasta bindi Minningaþátta Matthiasar bónda á
Kaldrananesi. „Hér er ekki á ferð stórbrotin afrekssaga, að-
eins lífsmynd manns, sem vann þjóð sinni vel og fórnaði helft
ævi sinnar i þágu útskagasamfélags,“ segir á bókarkápu.
ÍSLENDA,
bók um forníslenzk fræði, eftir Benedikt Gíslason frá Hofteigi.
Þetta er önnur útgáfa bókarinnar. Fyrri útgáfan kom út 1963,
og seldist þá upp á örskömmum tíma. Þjóðkunnur fræðimað-
ur, John Langelyth, fyrrum embættismaður í danska mennta-
málaráðuneytinu, sem undanfarin ár hefur unnið að athug-
unum á kirkjusögu, hefur nýlega samið merkt ritverk um
aðdraganda kristnitökunnar á Islandi. — I formála nefnir hann
þrjá Islendinga, sem ritað hafa um kristnitökuna á íslandi:
Björn M. Ólsen, Barða Guðmundsson og Benedikt Gíslason
frá Hofteigi. Hann talar um Benedikt sem einn hinna mörgu
viðlesnu lærðu manna i bændastétt á íslandi og segir íslendu
hafa orðið til þess að vekja áhuga sinn á að kanna sögu-
heimildir um kristnitökuna á Islandi. Niðurstaða hans á þess-
um rannsóknum er mjög merkileg. En það geta menn gengið
úr skugga um með því að lesa bókina.
Glætur
eftir Sigurrós Júlíusdóttur. — 1 bókinni eru fjórar ástarsögur,
sem gerast hér á landi.
Af barna- og unglingabókum hafa komið út i haust:
PÉTUR MOST, 5. (siðasta hefti). — STEINI OG DANNI í stór-
ræðum. — GÖMUL ÆVINTÝRI. — BOB MORAN (Hermenn
Gula skuggans). — FRANK OG JÓI (tvær bækur): Dularfulla
merkið og Maður i felum. — NANCY (tvær bækur): Eld-
drekinn og Skíðastökkið.
Bækur sendar um allt land gegn kröfu.
Bókaútgáfan LEIFTUR hf.
Auglýsið í Alþýðublaðinu:
Sími 28660 og 14906 \
Sinfóníuhljómsveit ísiands
Tónleikar I Háskólablói fimmtudag 28. nóvember kl. 20.30.
Stjórnandi Vladimir Ashkenazy og einsöngvari Sheila
Armstrong sópransöngkona. Fluttar veröa
arlur eftir Mozart og Tsjaikowský, Sinfónia nr. 40 I
G moll eftir Mozart og Sinfónla nr. 4 eftir Sibelius.
Aögöngumiöar seódir I bókabúö Lárusar Blöndal, Skóia-
vörðustig 2 og I bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar
Austurstræti 18.
I-m
Tökum að okkur gerð
FRYSTI- OG KÆLIKLEFA
í sambýlishúsum og verzlunum •
Gerum fullnaðartilboð í efni
(einangrun, allar vélar, hurðir o.
og vinnu
fl.)
Ármúla 38 ■ Sími 8-54-66
Þriðjudagur 26. nóvember T974.
o