Alþýðublaðið - 25.11.1974, Qupperneq 7
Minning
Valdimar Sigurjónsson
Krókatúni lóAkranesi
Ég frétti s.t mánudags-
morgun, að Valdimar vinur
minn Sigurjónsson hefði látist
að heimili slnu sunnudaginn 17.
nóvember 1974. Mig setti hljóð-
an, ekki hafði mér komið neitt
slikt til hugar, er við hittumst á
spilafundi hjá Bridgeklúbbi
Akranesss.l. fimmtudagskvöld,
hann hress og glaður eins og
ævinlega.
En á þessu megum við alltaf
eiga von, enginn veit hvenær
kallið kemur. Valdimar Sigur-
jónsson var fæddur 25. ágúst
1918, að Miðbýli, Innri-Akranes-
hreppi.
Foreldrar hans voru Sigurjón
Illugason fæddur að Stóra
Lambhaga i Skilamannahreppi
og Magnúsína Magnúsdóttir frá
'Miðvogi.
Þau eignuðust fimm börn, þá
Valdimar og Guðjón, en þeir
voru tviburar, Valgerði, Hall-
gerði og Sigriði.
Hallgerður lést i barnæsku, en
Guðjón fórst með vitaskipinu
Hermóði og nú er Valdimar all-
ur og þær systur tvær eftirlif-
andi af systkinahópnum,
Valgerður og Sigriður.
Frá æskuárum hans get ég
litið sagt i þessum fáu kveðju-
orðum, en hann ólst upp i
foreldrahúsum og flyst til
Akraness á unga aldri.
Hann byrjar sjómennsku að-
eins 18 ára að aldri, fyrst með
Lofti Halldórssyni á m/b Rán
ásamt æskuvini sinum Sigriki
Sigrikssyni, en þeirra vinátta
hefur haldist alla tið frá þvi að
þeir bjuggu i nágrenni i Innri-
hreppnum, allt til dauðadags
hans og enginn blettur á hana
fallið og minnist ég á þessari
stundu æfmælisvisu er hann
sendi Sigriki á sjötugsafmæli
hans. Lýsir hún vel hvernig
hann hugsaði til hans, enda
tregar hann nú vin sinn, eins og
margir fleiri, þvi marga vini
átti Valdimar. Hann ræðst næst
i skiprúm hjá Njáli Þórðarsyni,
þar næst hjá Þorvaldi Ellert
Asmundssyni og hjá Hannesi
Ólafssyni. Með þessum skip-
stjórum var hann mest eða
lengst af þann tima er hann
stundaði sjómennsku, ef frá er
talið að hann var skipstjóri á
m/b Hrefnu frá Akranesi 1948-
1949, en siðast var hann með
Hannesi Ólafssyni.
Hann tók svo nefnt minna
fiskimannapróf á Siglufirði
1943, þar kynntist hann eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Salóme
Guðjónsdóttur af vestfirskum
ættum.
Eftir það er hann mest af
sinni sjómennsku stýrimaður á
bátum hér. Með konu sinni
eignaðist hann átta eftirlifandi
börn, en þau eru Eirikur
Valdimarsson f. 24/12 1943,
Arnfriöur Helga Valdimars-
dóttir f. 10/9 1945, Magnúsina
Guðrún Valdimarsdóttir f. 10/8.
1948, Sigurjóna Valdimarsdóttir
f. 14/9 1949, Arnór Valdi
Valdimarsson f. 28/9 1951, Páll
Guðjón Valdimarsson f. 10/10
54,Sigurborg Valdimarsdóttir f.
12/5 1957 og Guðjón
Valdimarsson f. 12/4 1960.
Barnabörnin eru núna ellefu,
svo segja má, að hann hafi verið
kynsæll og átt miklu barnaláni
aö fagna og ættin mjög samrýnd
svo að til mikillar fyrirmyndar
er.
Eins og áður sagði var
Valdimar á sjónum meðan
heilsan leyfði, en siðast var
hann i skiprúmi hjá Hannesi
Ólafssyni eða til ársins 1951, að
hann veiktist svo að hann mátti
ekki eftir það stunda sjó eða
neina erfiðisvinnu, en litið var
um slik störf að ræða er honum
hentuöu.
Árið 1952 ræðst hann svo
simavörður hjá Pósti og sima á
Akranesi, og við það starf vann
hann til dauöadags, þrátt fyrir
að timabundin veikindi hans og
oft langar legur á sjúkrahúsi
væri oft hlutskipti hans.
Alltaf kom hann til sins fyrra
starfs hress og glaður eins og
ekkert hefði iskorist og vissu
ekki aðrir en hans nánustu vinir
og ættingjar hvað heilsufar hans
var oft slæmt, en karlmennska
hans og hin létta lund villtu þar
mörgum sýn.
Kynni okkar Valdimars urðu
fyrst, er við á minum unglings-
árum spiluðum hjá Bridge-
félagi Akraness, ýmist kepptum
við hvor með sinni sveit eða
saman sem spilafélagar og á ég
þar um margar góðar endur-
minningar fyrr og siðar. Mér er
nú efst i huga sá mikli áhugi
hans fyrir allri keppni og félags-
starfsemi og minnist nú hve
innilega hann gladdist yfir vel-
gengni okkar knattspyrnu-
manna s.l. sumar.
Hann hefur frá upphafi eða
allan tima þann er ég hef verið
með i Bridegfélaginu sýnt þeim
félagsskap mikinn áhuga og
m.a. verið formaður þess um
tlma, minnist ég margra
keppnisferða er við höfum
saman farið og haft bæði
ánægju og góð kynni við aðra á
öðrum stöðum, er við heimsótt-
um. Þær voru ófáar stundirnar
er ég hef átt á heimili hans bæði
við spilamennsku og sem gestur
þeirra hjóna.
Alltaf var sama gestrisnin og
maður hafði á tilfinningunni að
þau bæði vildu sýna og láta
mann finna að hjá þeim væri
maður velkominn og hjá vinum.
Það er svo margs að minnast
sem ekki er hægt að koma að i
stuttri kveðjugrein um jafn
góðan dreng og við nú kveðjum
hinstu kveðju.
Hjá Verkalýðsfélagi AKraness
höfum við tekið upp hjá okkur
að fara I nokkur skipti i leikhús
saman og hópferð og orlofsferðii
höfum við einnig farið og
skÍDulagt hér innanlands fjögur
s.l. ár og á liðnu sumri hring-
ferð kringum ísland eftir að nýi
hringvegurinn var opnaður.
1 þessar ferðir margar fór
Valdimar og var þar hrókur alls
fagnaðar si og æ kastandi fram
vlsum og i hringferðinni orti
hann hvað mest. Allan túrinn
eða i tiu daga sem hann tók lét
hann einhverja visu fara ef til-
efni gafst, sem var æði oft.
Við héldum fyrir skömmu
mynda- og skemmtikvöld og
höfðum prentað þær flestar upp
og lásum þar ásamt öðru er þar
fór fram.
Þar ræddum við um væntan-
lega ferð á Vestfirði næsta sum-
ar sem þú hlakkaðir mikið til að
fara. Ég man hvað þú sagðir við
mundum sjá og skoða allt er
sagt var um þá væntanlegu ferð.
Þrátt fyrir það að þú ert nú
allur vinur minn veit ég að svo
framt þessi ferð verði farin, þá
dvelur hugur okkar er með þér
höfum verið og komum til með
að fara hana hjá þér og við
munum áreiðanlega minnast
þin þar með söknuði i huga allra
er þig þekktu og kynntust og i
þeirri ferð verða. Þegar ég nú
með þessum fáu kveðjuorðum
minnist þin þá vil ég þakka þér
allar ánægjustundirnar er ég og
aðrir vinir þinir hafa með þér
átt, söknuður okkar og missir
verður seint bættur, en við
kveðjum þig með harmi i
hjörtum okkar allra og vitum
með vissu að sú fallega setning
kemur upp i hugann og stað-
festir okkur um, að þeir sem
guðirnir elska deyja ungir. Það
er hið óumflýjanlega lögmál
lifsins, sem við fáum ekki breytt
eða neinu um þokað.
Sem betur fer bar ég gæfu til
að geyma margt á segulbandi er
við höfum saman sagt og er mér
nú nokkur huggun i söknuði
minum.
Eiginkona hans Salóme
Guðjónsdóttir hefur reynst hon-
um styrk stoð i lífi hans og var
það honum mikil gæfa að kynn-
ast henni og vil ég hér og nú
þakka henni alveg sérstaklega
alla vináttu mér auðsýnda fyrr
og nú, um leiö og ég, eiginkona
min og aðrir vinir vottum henni,
börnum(barnabörnum og öðrum
aöstandendum innilegar sam-
úðarkveðjur. Megi minningin
um góðan dreng geymast og
veita huggun i sárum söknuði
þeirra um jafnmikinn heiðurs-
mann og dreng er Valdimar
Sigurjónsson var alla sina lifs-
tið.
Blessuð sé minning hans.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég þig kæri vinur hinstu
kveðju.
Skúli Þórðarson, Akranesi.
Hver á að vera afstaða
móður sykursjúks barns?
Ef læknar og hjúkrunarkonur
gætu lýst þvi, hvernig móður
sykursjúks barns er innan-
brjósts, gætu þau að likindum
létt af henni miklu fargi. Þvi að
það er byrði og ábyrgð að vera
móðir barns, sem mun eiga við
sjúkdóm að stríða ævilangt,
hversu mjög sem læknavisindin
geta gert hann léttbærari en
ekki læknað.
Hver móðir elur barn sitt i
þennan heim full af vonum og
ótta um framtið þess. Margar
þessara vona ætla barninu of
mikinn hlut, en óttinn er lika oft
ástæðulaus. Hvort tveggja á að
vissu leyti rætur sinar i farnaði
móðurinnar eða vonbrigðum á
lifsleiðinni. Hún leggur fram
mikið af tilfinningaeign sinni, ef
svo má að orði komast, við
fæðingu hvers barns, og vöxtur
þess og þroski eru hyrningar-
steinar ævi hennar um margra
ára skeið. Skyndileg og alvarleg
veikindi, eins og sykursýki, geta
þvi verið þungt áfall fyrir vonir
móðurinnar, að þvi er barnið
snertir, og ýtt unair ýmsan ótta
hennar.
— O —
Alla mæður eru kviðnar,
þegar svona stendur á, hvort
sem þær kannast við það eða
ekki og jafnvel einungis fyrir
sjálfum sér. Þær tjá kviða sinn
á ýmsa vegu, og veltur það á
skapgerð þeirra. Kviði leiðir til
sektarkenndar og ótta, og hann
er næstum smitandi, þvi að
Þorsteinn Guðjónsson:
Samstæður - Tveir draumar
i.
1 „Nitjánda öldin”, sem var ein
af bókum próf. Ágústs H. Bjarna-
sonar um sögu mannsandans, en
þvi miður hefir ekki verið endur-
prentuð, er siðast talað um Frie-
drich Nietzsche og boðskap hans.
Minnir mig, að prófessorinn kom-
ist þar að orði eitthvað á þá leið,
að ef til vill beri að lita á þennan
mikla andagiftamann sem fyrir-
rennara þess, sem koma á, nokk-
urskonar Jóhannes skirara, en að
hinsvegar hafi hann þó áreiðan-
lega ekki verið hinn smurði. En
þó að sá ágæti mennta- og lær-
dómsmaður, próf. A.H.B., bæri
ekki gæfu til að meta einmitt
þann, sem fremur en nokkur ann-
ar á þessari öld hefir svarað til
þess, sem prófessorinn hefir vist
átt við með þvi að tala um hinn
smurða, þá kynni þetta mat hans
á Nietzsche að vera ekki fjarri
réttu. Ofurmennið var það, sem
Nietzche boðaði, mann fram-
tiðarinnar, „óháðan hamingju
þrælsins, leystan undan guðum og
tilbeiðslum, óttalausan og ótta-
legan(stóran og einmana,,’ og hef
ir honum þar missýnst um eitt, en
það er mikilleiki þess að vera
óttalegur. Hjá hinum óttalegu er
einmitt ekki um það að ræða að
vera sannir og óttalausir, þvi að
slikir fela óttann undir brynjunni.
En þaö var fram og I ætt við hinn
sanna fyrirfara, hve Nitzsche tal
aði mál gefandans, hinnar ofur-
máttugu sólar, sem þráir það eitt
að sóa af gnægð elds sins og ást-
úðar og að gera það án allrar
eftirtölu. Og þótt dr. Helgi.Pjet-
urss tali ekki um Nietzsche á
þann hátt, sem hann gerði um
Schopenhauer varðandi uppgötv-
un sina á sambandseðli draum-
anna, þá er þó einnig hjá honum
nokkurn stuðning að finna i þvi
efni. Er það i bókinni „Also
sprach Zarathustra”, i kaflanum
„Das Kind mit dem Spiegel”,
(Barnið með spegilinn), og er á
þessa leið:
„Hvað hræddist ég svo i draumi
minum, að ég vaknaði? Kom ekki
til min barn með spegil?
Ó, Zarathustra, sagði barnið.
Sjáðu þig i speglinum.
En þegar ég leit i spegilinn, þá
æpti ég upp og hjarta mitt tók viö-
bragð, þvi að sjálfan sá ég mig
ekki þarna, heldur einhverja
djöfullega ófreskju, afskræmda
hæðnishlátri”.
Mér þykir sem varla geti verið
vafi á, að Nietzsche hafi raunver-
lega dreymt þetta, sem frá var
sagt þarna, og má þvi segja, að
hann hafi með þvi að veita
draumnum eftirtekt og segja frá
honum, stigiö fyrsta sporiö i þá
átt að uppgötva vitundaskipti
hins sofandi manns. Nietzsche er
i þessum draumi sinum annar
maður en hann er i vöku og það
svo greinilega, að hann hrekkur
upp viðaðsjá það. Og þó aðhann i
stað þess að halda áfram af þessu
fyrsta spori til raunverulegrar
uppgötvunar fári að tala um
merkingu þess, sem fyrir hann
bar, þá virðist hann þó einnig þar
nálgast draumorsökina. Hann fer
að tala um mátt eöa vald óvina
sinna, sem spilla vilji boðskap
sinum. „Illgresi vill hveiti heita”,
segir hann I þvi sambandi. En or-
sök draumsins má nú einmitt
ætla, að verið hafi hugir óvina
hans, stilliáhrif þau, sem braut-
ryðjendur I hugsun verða ekki sist
fyrir, og kynni þar að vera undir-
rót þess, hvernig fór fyrir Niet-
zsche, siðar.
II.
Það var held ég morguninri eft-
ir að ég hafði samið þetta hér að
framan, að dótturdóttir min ell-
efu ára gömul kom inn til min,
þar sem ég var að klæða mig, en
sjálf var hún að fara I skóla, og
sagöist vilja segja mér draum
sinn. En draumurinn var þannig,
að hún þóttist fara uppeftir þang-
að sem gamli bærinn var og nú
hefir nýlega verið rifinn með þaö
fyrir augum að veröa endur-
byggður i byggðasafni i Bn. Þótt-
ist hún þar mæta manni, ef mann
skyldi kalla, þvi að hann hefði
verið furöu ljótur. Hann var mjög
dökkur i andliti, sagði hún, og
með svart hár, sitt og niðurslap-
andi. Sagöi hún, að hann hefði
verið þarna aö drepa skepnur,
sem henni þóttu vera kýr, en taka
á rás burt, þegar hún kom þar að,
og hverfa til enn annarra félaga
sinna, sem mjög hefðu verið likir
honum að útliti. Sagðist hún nú
hafa snúið heimleiðis haldandi á
einni kúnni. Þóttist hún þá mæta
mér, þar sem ég hefði komið neð-
anað akandi á einhverskonar
traktor, og hefði ég verið mjög
reiðilegur. Og enn var útlitið
nokkuð ámóta og á þeim fyrrséðu
mönnum. Maðurinn, sem henni
þótti vera ég, þ.e. afi sinn, var
einnig mjög dökkur I andliti, en
þó frábrugðinn að þvi leyti, að hár
hans var svartur þyrill, og þyrfti
vist naumast aö spyrja að, hvern-
ig útlit sjálfrar hennar hefði
reynst, ef hún heði séð sig I spegli.
Það hefði naumast getað farið hjá
þvi, að vera stórum dekkra og ó-
friðara en hún raunverulega er.
Og það er einmitt hið merkilega
við þennan draum, hve fjarri
hann er þvi að geta verið tilorðinn
fyrir endurminningu og sjálf-
sköpun. Og enn er þess að geta,
hve fjarri þvi fer, að draumsam-
böndin séu jafnan eins og þau
ættu að vera og verða munu, þeg-
ar enginn hugsar öðruvlsi en vel
til annarra.
Þorsteinn Jónsson
á Úlfsstöðum
Skýringar á
fyrirbærum.
i.
í greininni „Tveir draumar”
vekur Þ.J. réttilega athygli á þvi,
að varla geti verið vafi á þvi, að
Nietzsche hafi raunverulega
dreymt drauminn um „Barnið
með spegilinn”, sem hann segir
frá i hinu frægasta riti sinu.
Draumurinn er ekki „fagurfræði-
legur”, heldur sannur. Það mætti
endurtaka það og margendur-
taka, að snilldarverk eru hvorki
sprottin af óraunveruleika né af
afbökuðum samsetningi eigin
reynslu heldur er einmitt á hinn
veginn, að þvi nær sem verið er
barnslegri einlægni og sannsögli,
þvi fremur er um ritlist að ræða.
En slika eiginleika mun Niet-
zschehafa haft til að bera i rikum
mæli. Ég trúði Nietzsche þegar ég
las draum hans um barnið með
spegilinn — ég var þess fullviss að
slikan draum hefði hann dreymt
— en mér varð einnig til þess
hugsað, að mjög mundi á það
vanta að margir gerðu sér þetta
ljóst, og eins gerði ég mér I hug-
arlund að margt illt mundi geta
hlotist af þvi, að menn skildu
þetta ekki.
Það sem Nietzsche sá I speglin-
um i draumi slnum, var ekki hann
sjálfur og ekki heldur hans „innri
maður” — heldur slikur draum-
gjafi sem sistskyldi og rangt hug-
arfar annarra hafði skapað hon-
um samband við (stilliáhrif).
Nietzsche var, gagnstætt þvi sem
flestir hafa siðar talið, ekki skap-
andi bölsins heldur þolandi þess,
og gæti það orðið til að hnekkja
þeirri rangtúlkun, ef menn skildu,
að þessi illsýn hans var ekki sköp-
uð af honum sjálfum. Þarna var
um samband að ræða, sem hann
hvorki skildi né réði við — enda
varð það honum að bana, eins og
Þ.J. bendir á. En hefði hann kom-
ist til skilnings á eðli sambands
yfirleitt, þá hefði hann bæði getað
og viljað losna við þessa tegund
þess. En þá hefði lika saga mann-
kynsins orðið öll önnur, með batn-
andi stilliáhrifum.
II.
Það erekki litið eftirtektarvert,
að það eitt, að Þ.J. var einhvern
daginn að hugleiða þessa illsýn
Nietzsches, og skrifa um hana,
skyldi verða til þess að skapa litlu
stelpunni það samband við illan
stað, sem draumur hennar nótt-
ina eftir bar vott um. Hún vissi
ekkert um það, hvað Þ.J. hafði
verið að hugleiða og rita um dag-
inn áður. Og ég verð lika að segja
frá þvi hér, að það fór algerlega
framhjá Þ.J. sjálfum, að hann
hefði þarna orðið valdur að
draumi á þennan óskemmtilega
hátt — þángað til ég benti honum
á það. Þá kannaðist hann undir-
eins við það, og bað mig að bæta
þessu við grein sina þar sem ég
hefði orðið á undan að taka eftir
þessu. Það voru stilliáhifin frá
Þorsteini Jónssyni, sem sköpuðu
þetta óskemmtilega samband! —
við hnött þar sem menningarstig-
ið er mun bágbornara en a.m.k.
hér á landi. Áhrifin af þvi að hug-
leiða illa sýn koma fram á þennan
hátt. En hvort þeir yrðu margir
sem yrðu jafn fúsir til að kannast
við slik áhrif út frá sjálfum sér
læt ég ósagt um, en minna verður
á hitt, að það er skilyrði þess að
unnt sé að koma I veg fyrir hin illu
sambönd og afleiðingar þeirra, að
menn viti upptök þeirra. Van-
þekkingin á hinum ýmsu sam-
böndum, góðum og illum veldur
þvi að mannkyniö kann þar ekki
að greina á milli, og flýtur stefnu-
laust áfram á þann hátt sem nú
er. Nietzsche á þvi þakkir skildar
fyrir dirfsku sina I þvi að segja
frá þvi, sem aðrir leyndu. Þvi að
sannsöglin leiðir til þekkingar, og
einungis á grunni þekkingar
verður unnt að stilla frá hinum
illu samböndum til hinna góðu,
hinnar sigursælu sóknar, áður en
mannkynið liði endanlega undir
lok.
Þorsteinn Guðjónsson
barnið getur lika fyllst honum,
án þess að hann hafi verið
nefndur einu orði-
Litið til dæmis á háttalag
hunds. Ef hann er eitthvað
áhyggjufullur við óvenjulegar
aðstæður, verður eigandi hans
þess samstundis var. Er kviði
skepnunnar fer i vöxt, breytist
hann i ótta, og óttinn getur
siðan snúist upp i bræði, svo að
hundurinn biti. Við hvert
skapbrigðastig verður hann
ónæmari fyrir skipunum. Um
þetta skuluð þér hugsa, og þá
mun yöur skiljast; hvernig bæði
yður og barni yðar getur að
nokkru orðið innanbrjósts eins
og sliku dýri, þegar þið standið
allt I einu frammi fyrir hinum
óvenjulegu aðstæðum og ótta,
sem sykursýki fylgir.
Það dregur skjótlega úr
fyrsta óttakastinu, þegar
undraverð áhrif insulinsins
koma I ljós, svo aö barnið
hressist fljótlega eftir að
meðhöndlun er hafin. Siðan
kemur að þvi, að þaö þurfi að
læra reglur á sviði mataræðis,
hvernig eigi að sprauta sig,
framkvæma athugun á þvagi,
ráða við of mikinn blóðsykur
o.s.frv. Þetta getur gert fólk
ruglað, og ef móðir er mjög
spennt á taugum, getur henni
virst erfiðara að læra þetta en ef
hún væri alveg róleg. Hver
reyndur læknir, hjúkrunarkona
og mataræöisfræðingur veit um
þessa erfiðleika, og það getur
jafnvel reynst nauðsynlegt að
gefa skýringar á réttu mataræði
og aðferðum við insulinsgjafir
nokkrum sinnum á næstu
vikum. Mæður eiga ekki heldur
að vera ragar við að spyrja
aftur, ef þær eru ekki alveg
vissar i sinni sök. Það er I senn
mikilvægt fyrir heilsufar barna
þeirra og hugarró þeirra
sjálfra. Sá læknir væri reynslu-
laus, sem setti upp undrunar-
svip og svaraði aðeins: „Við
sögðum yður þetta allt i siðustu
viku.”
— O —
Siðar bætist svo kannski við
annar seinvirkari, þrúgandi
kviði — nema þegar I hlut eiga
hinar heppnu, rólegu, áhyggju-
lausu mæður: „Hvernig mun
barninu minu vegna i lifinu?” —
,, Hvað verður um það, þegar
min nýtur ekki lengur við?” —
Ætli þvi gangi nú vel I skóla ? ” —
„Ætli.það verði veikt af fylgi-
kvillum sykursýki?”
Við þessu kann enginn örugg
svör og óyggjandi. Reynslan
hefur á hinn bóginn kennt okk-
ur, að ef mæður geta sigrast á
slikum ótta og sætt sig við
sykursýki sem meinlega
óheppni, sem læknavisindin
kunni góða meðhöndlun við,
dregur samstundis úr kviða
barnsins og þvi veitist auð-
veldara að sætta sig við hömlur
þær á daglegu lifi, sem sjúk-
dómurinn orsakar.
Að sætta sig við orðinn hlut án
þess að fyllast beiskju er meira
en hálfur áfangi að þvi marki,
að auðvelt sé að sinna með-
höndlun og gera barninu lifið
auðveldara — en þetta getur
tekið sinn tima.
Ef barn verður fyrir slysi,
svipast maður jafnan eftir ein-
hverjum, sem kenna má um það
— oft sjálfum sér. Þegar um
veikindi er að ræða, er það lika
mannlegt eðli að svipast um
eftir einhverjum blóraböggli —
en þegar um sykursýki er að
ræða, er engum um að kenna og
þess vegna enginn blóraböggull,
þótt margar mæður taki ósjálf-
rátt á sig imyndaða sök á sjúk-
dómnum. En slík sektarkennd
eykur aðeins áhyggjur og getur
breyst i gremju.
— 0 —
Svo vikið sé að likingunni,
sem nefnd var að framan:
Móðir, sem reiðist sykursýki
barns sins, af þvi að barnið full-
nægir ekki þeim vonum, sem
hún hefur gert sér um það, getur
ósjálfrátt smitað barn sitt
þviliku hugarþeli, svo að þvi
finnist, að það hafi verið
„bitið”. Heimur litils barns
Þessi grein
er tekin úr
síðasta hefti
„Jafnvægis”,
riti sykursjúkra,
sem Samtök
sykursjúkra
gefa út.
mótast svo af afstöðu
móðurinnar — sem er barninu
„alheimurinn”, bæði birta og
myrkur — að það gæti lika
„bitið” hana i ótta og myrkri
veikindanna. Sú móðir er
hyggin, sem getur stillt sig og
varist þvi að láta það bitna á
barni, sem hefur ekki enn
aðlagast hömlum sjúkdómsins,
ef þvi verður á að brjóta eitt-
hvað af sér.
Hvernig getum við hjálpað
mæðrum að skilja, hvað barni
finnst um sykursýki? Litið barn
fær ekki skilið eða tjáð tilfinn-
ingar sinar með orðum, aðeins
með athöfnum. Viðmót þessi og
skapbrigði mótast jafnan af
móðurinni. Með þessu á ég við,
að ótti i fasi hennar eykur ótta
hjá barninu og ótti þess vekur
öryggisleysi. Insulinsprautur,
sem það verður að fá, virðast
refsing, sem skýring verður
engin gefin á, en koma ekki i
hlut bræðra þess eða systra, og
þótt erfitt sé við það að ráða,
verða mæður að varast að láta
óþekkt, sem gerir vart við sig
þegar liður að spraututima,
vekja ótta sinn eða setja sig úr
jafnvægi. Þegar barnið fer að
eldast og skilja, að heilsa þess
velti á sprautunum, sættir það
sig betur við þær. Þau börn, sem
eldri eru, láta sjaldnar i ljós
gremju vegna sprautunnar, en
það er samt nokkuð algengt, að
þeim sé i nöp við þau systkini
sin, sem heilbrigð eru.
Mataræði og fastar reglur eru
yfirleitt þau atriði, sem helst
vekja óvild barna og gera þau
erfið viðfangs. Óbeit á matar-
æðinu stafar af þvi, að barninu
er meinað að neyta þess, sem
það langar til að fá að gæða sér
á — sælgæti, kökum og þess
háttar. 1 öðru lagi langar sykur-
sjúkt barn að vera i félagsskap
annarra eins og ekkert ami að
þvi. Allt sem hefur i för með sér,
að það skeri sig úr, svo sem að
þurfa að neita sér um ýmislegt,
ef hópurinn fær sér eitthvert
góðgæti, hefur slæm áhrif á það.
Þar við bætist, að barninu getur
fundist, að móður þess þyki
ekkert vænt um það, þegar hún
veröur að neita þvi um ýmsan
mat, sem það þráir, þvi að barni
finnst, að það eigi eðlilegan rétt
á ótakmarkaðri móðurást og
þeim mat, sem það langar i.
Matur og ást eru nátengd i
hugarheimi litils barns, þvi að
hvort tveggja kemur frá
móðurinni — heimsmynd
barnsins. Ef um einhverja
streitu er að ræða, getur þetta
lika orsakað glundroða hjá
barninu.
— 0 —
Tið uppreisn unglinga gegn
sykursýki og hömlum af hennar
völdum á ekki aðeins rót sina að
rekja til strangra fyrirmæla
heldur og missis og vanrækslu,
sem það þykist verða vart við á
tilfinningasviðinu, þótt engu
sliku sé i rauninni til að dreifa.
Ekki má beita of hörðu þegar
um óaðgæslu á sviði mataræðis
eða matvælaþjófnað er að ræða,
ef slikt er ekki hættulegt fyrir
heilsuna. Barn, sem er með
sykursýki, verður að vera undir
nokkrum aga — eins og önnur
börn — en réttlæti verður að
vera blandið mannúð vegna
þess, hvernig lifnaðarháttum
slikra unglinga verður að vera
hagað.
Það er erfitt að finna hinn
gullna meðalveg, þegar um
barn með sykursýki er að ræða,
svo að þvi finnist ekki allt i einu,
að allra augu mæni á það, eða á
hinn bóginn, að það sé haft
útundan, sé einskonar olnboga-
barn. I fyrra tilfellinu reynir
barnið ef tii vill að nota sykur-
sýkina til þess að fá móður sina
til aö vera sér eftirláta, en þá er
llka hægt að eyðileggja barnið
með eftirlæti, sem er hvorki gott
fyrir það né systkini þess. Sé hið
siðara upp á teningnum, finnst
barninu ef til vill, að það hafi
brugðist vonum foreldra sinna,
þótt það eigi enga sök á þvi, og
þá getur það fyllst gremju i garð
veikinda sinna. Þegar svo
stendur á, verða bæði fjölskylda
og skóli að taka barninu, eins og
það sé alveg eölilegt og hvetja
það til að taka þátt I öllum
venjulegum athöfnum.
— O -
Sykursýki getur verið barni
ýmist hlif eða vopn. Við verðum
að hjálpa barninu, svo að sjúk-
dómurinn verði hvorugt. Reglur
og fyrirmæli eru nauðsynleg i
þágu góðrar stjórnar og heilsu
en þær verða að vera sniðnar
sérstaklega eftir þörfum hvers
einstaks barns, og ekki má
ætlast til of mikils af þeim eða
veita þeim heldur of mikið
frelsi. Barn, sem er með sykur-
sýki, þarfnast verndar, ekki
aðeins til þess að þvi lærist að
hegða sér i veikindum, i skóla
og loks i lifinu sjálfu, heldur og
til að verja það þess eigin vopni,
sem kemur i ljós, ef barnið er i
uppreisnarhug. Áhyggjur
móður geta eðlilega leitb til
ofverndar, en barni með sykur-
sýki getur þá fundist, að það sé
alveg að kafna vegna gæsku og
of mikillar aðgæslu. Það á að
leyfa hinum sykursjúku að
leggja sig i nokkra hættu, jafn-
framt þvi sem fyrirhyggju skal
gætt, til dæmis að stunda sund
og hjólreiðar og fara að heiman
I fri, svo að fáein dæmi séu
nefnd. Áhyggjufullar mæður
geta liðið miklar sálarkvalir,
þegar svona stendur á, en það
getur raskað andlegri heilbrigði
barnsins, ef þvi finnst, að við þvi
blasi hömiur i öllum áttum og
það megi ekki vera frjálslegt i
fasi eins og önnur börn. Hið hlé-
dræga barn dregur sig þá inn i
skel sina, verður oft van-
þroskað, finnur fyrir öryggis-
leysi og verður of háð foreldrum
sinum. Þróttmeira barn gerir
hins vegar upprisn og getur
reynst erfitt á uppvaxtar-
árunum.
O
Það er rétt að muna, að
sykursjúkt barn er heilbrigt
likamlega og andlega, þegar
sykursýkin er undanskilin. Slik
börn geta staðið sig vel i skóla,
og við sjáum fullorðið fólk
með sykursýki i öllum stéttum
þjóðfélagsins. Sykursjúkir geta
gert sér góðar vonir um langlifi
og upplýsingar trygginga-
fræðinga sýna, að ævilengd
þeirra er aðeins örlitið undir
eðlilegu marki. Þeir eiga ekki
viö nein sálfræðileg vandamái
að glima vegna veikinda sinna,
einungis þau sálfræðilegu
vandamál, sem eðli þeirra
fylgja. Þroski þeirra verður að
norkru leyti háður þeim lifs-
venjum, sem stafa af sérstöku
mataræði og insulin-notkun.
Það er algeng skoðun unglinga,
sem eru með sykursýki, að hún
verði þeim til trafala, þegar
fram i sækir — stúlkur óttast, að
piltar sækist siður eftir þeim,
vegna sjúkdómsins, en piltar
telja, að hann geti dregið úr
vonum um frama á vinnumark-
aðnum. Slikan ótta þarf að fá
upp á yfirborðið og ræða hann af
hreinskilni til að sannfæra ung-
lingana um, að hann sé rangur
og ástæðulaus Ef kviði um þessi
efni fær að búa um sig I hugskoti
unglinga, án þess að reynt sé að
koma við leiðréttingu, getur
hann vaxið og valdið enn alvar-
legri ótta.
— 0 —
Ef þér hafið orðið fyrir þvi, að
barn yðar hafi fengið sykursýki,
þá getur vel svo farið, að þær
framtiðarvonir, sem þér gerðttó
yður. þegar þér óluð það \
þennanheim, gæti aldrei rætst.
En þá skuluð þér lika hugleiða,
hve margir draumar af þvi tagi
ná yfirleitt að rætast, þótt um
alheilbrigð börn sé að ræða. Þaó
mun oft reyna á þolinmæði
yðar, skilning og staðfestu,
þegar þér fáist við uppeldi
barns, sem er ekki að öllu leyti
heilbrigt, en ánægjá*#áar mun
verða meiri en yðir grunar,
þegar barnið þroskast og lifir
eðlilegu, nytsömu og ánægju-
legu lifi, af þvi að það hefur sætt
sig við veikindin og lært að búa
við þau, án þess að bugast eða
finna til gremju i þeirra garð.
Sykursýki þarf ekki að vera
hindrun (nema i örfáum
undantekningartilfellum) fyrir
neinu starfi eða framavonum
manna i lifinu. Aðlögunar er
þörf og hún veltur á eðli hvers
einstaks, og þegar um barn er
að ræða, veltur skapferli þess að
verulegu leyti á fjölskyldu þess
og þó einkum sambandi þess við
móðurina. Ef allt er ekki sem
ákjósanlegast, er orsakarinnar
oftast að leita i fari hvers ein-
staklings.
0
Þriðjudagur 26. nóvember 1974.
Þriðjudagur 26. nóvember 1974.
o