Alþýðublaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 2
STJÓRNMÁL Rétt segir Jón Jón Helgason, ritstjóri Timans, skrifar nú um helg- ina mjög skýra og skilmerki- lega grein um landhelgis- deilu okkar viö Vestur-Þjóö- verja og siöustu atburöi i þeirri deilu. Jón bendir rétti- lega á i grein sinni, hversu mikiö djúp er staðfest milli þjóöanna tveggja, þar sem fiskveiðar standa aðeins undir 0,01% af framleiðslu- tekjum Vestur-Þjóöverja á sama tima sem þessi at- vinnuvegur er buröarás is- lensks efnahagslifs — raunar islensks sjálfstæöis. Þessi mikli aðstöðumunur gerir þaö aö verkum, að Þjóðverj- ar geta alls ekki skiliö hve mikiö sé i húfi fyrir okkur og veröi uppvisir aö svo barna- legri fáfræöi um það mál og okkar stööu sem þjóöar, að þvi sé vart með oröum lýs- andi. Jón Helgason segir m.a.: „Fast aö þvi kátbrosleg hlið á alvarlegu máli er svo það, hversu Vestur-Þjóð- verjar viröast sjálfir hafa oröið fórnarlömb moldviör- isins. Afleiðing þess er sú, að jafnvel þeir, sem hyggjast ganga fram fyrir skjöldu, láta aö sér kveöa i skiptum við hina örmu Islendinga og verja þýska aska, eru svo fá- visir um islensk viöhorf is- lenska nauösyn, og islenska eindrægni i landhelgismál- inu að samtök vestur-þýskra flutningaverkamanna láta sér detta i hug að heita á Sjó- mannasamband Islands aö taka upp hanskann fyrir þá, sem brjóta islensk lög á is- lenskum fiskislóöum. Svo sýnist sem þessi sam- tök, er töldu sig knúin til þess að skerast i leikinn, heföu átt aö kynna sér mála vexti of- boðlitiö, áöur en þeir stigu þaö spor aö biöjast ásjár hjá islenskum sjómönnum.Ger- völl islenska þjóöin á allt sitt undir fiskimiöunum og fisk- stofnunum, sem þar ala ald- ur sinn, og þaö jafngilti þvi að tjá tvö hundruð þúsund Is- lendingum, aö sögu þeirra skuli senn lokið, ef fyrirætl- anir okkar um fiskveiðilög- söguna viö landiö væru brotnar á bak aftur. öll skilj- um viö þetta, hvort sem viö búum langt inni i dölum eöa störfum i hitaveituskrifstof- um einhvers kaupstaöarins, en af auöskiljanlegum orsök- um er þessi tilfinning næm- ust i brjósti sjómannanna, sem reynt hafa sjálfir og séö með eigin augum, hverju fariö hefur fram á fiskimiö- unum. Málaleitun samtaka hinna vestur-þýsku flutn- ingaverkamanna er þvi fyrst og fremst fáviska, er stappar eigi aö siöur nærri móðgun”. Þessar ábendingar Jóns Helgasonar eru vafalaust réttar og sannar og þær leiöa m.a. i ljós, aö eitt stærsta atriöi okkar málstaöar er að upplýsa hina fáfróöu — kynna fyrir erlendum þjóö- um, hve mikið er I húfi fyrir þjóðina hvaö varöar land- helgismáliö. Slikt kynning- arstarf veröur aldrei ofmetið og sérhver króna, sem til þess er notuð, henni er vel variö. SB BÆKUR TIL BLADSINS Ævisaga sr. Roberts Jacks Bókaútgáfan Hilmir h/f Æfisaga sr Róberts Jack. Þessi bók er sjálfsæfisaga i strang- asta skilningi þess orðs, segir höfundur i örstuttum formála. Hún er samin upp úr dagbókum, sem ég hefi haldið nokkuð trú- lega árum saman. Enginn vafi er á, aö hér ber margt á góma, þvi að sr. Róbert hefur ekki setið auöum höndum. Hann er Skoti aö ætt og uppruna, ræðst sem knattspyrnuþjálfari til Vals, veröur innlyksa vegna styrjald- arinnar og lærir til prests og tekur brauð hér eftir vigslu. Hann sækist ekki eftir feitum brauöum, en kann þvi allt eins vel, aö predika orðið á útkjálk- um, þótt hann sé fæddur i borg. Jafnframt er hann sami áhuga- maöurinn um knattspyrnu og i æsku og sjást þess hvarvetna merki þar sem hann staðfestist. Sr. Róbert mun verða staddur á Hótel Borg á þriöjudaginn 11. des.kl.1-5 og miövikudaginn 12. kl. 1-3 og árita þar bækur sinar fyrir þá, sem þess óska. Bær á strönd Bærinn á ströndinni, eftir Gunnar M. Magnúss, er komin út hjá Setbergi. Þetta er önnur útgáfa af sögunni úr lifi Jóns Guggusonar, myndskreytt af Tryggva Magnússyni. Jón Gugguson og stallsystir hans, Guörún Lukka, sem bæði eru tólf ára viö söguupphaf og hefur veriö komiö fyrir á bænum á ströndinni, þar sem þeirra biöa ýmsir öröugleikar við aö láta sina stóru drauma rætast. Loks taka þau til bragðs að strjúka og þar endar sagan, þegar af- leiöingar þeirrar ráöabreytni koma i ljós. Ásmundur Scuiptor Asmundur Sveinsson- An Edda in shapes and symbols, nefnist bók, sem Iceland Review hafa gefið út. Texti bók- arinnar er skrifaður af Matt- hiasi Jóhannessen i samtals- formi. Matthlas ræðir þar við Ásmund um starf hans, list- sköpun, þjóötrú og hinn forna menningar arf, sem lista- manninum er svo hugstæður. Lifiö og tilveran blandast hér inn I. Nær 40 myndir af mörgum þekktustu verkum Ásmundar birtast hér. Texta þýddu May og Hallberg Hallmundsson. ÞRJÚ LEIKRÍT UM ASTIR OG HJÓNABAND Menningarsjóður hefur gefið út þrjú leikrit hins fræga griska skálds, Evripidesar (480?—406 f.kr.): Alkestis, Medea, Hippoý- tos, I þýöindu dr. Jóns Gislason- ar skólastjóra, en hann ritar einnig inngang og rekur gerð leikritanna og sögu textans. Áöur hefur aðeins eitt leikrit eftir Evripldes birst I heilu lagi I islenskri þýöingu: Bakkynjurn- ar, sem Sigfús Blöndal bóka- vörður og oröabókarhöfundur sneri á Islensku i bundið mál og prentuð var 1923. Þrjú leikrit um ástir og hjóna- band eru i bókaflokki Menning- arsjóös er flytur heimsfræg skáldrit i islenskri þýðingu. Að- ur hafa komiö út i þeim flokki eftirtalin rit: Kviöur Hómers I—II, 1948—1949, ný útgáfa off- setprentuð 1973. Sveinbjörn Egilsson þýddi. Kristinn Ár- mannsson og Jón Gislason bjuggu til prentunar. Goethe: Fást, 1972. Yngvi Jó- hannesson Islenskaði. Félagsverð: 1.590.00 Útsöluverð: 1.987.00 ENDIMÖRK VAXTARINS: Hiö Islenska þjóövinafélag sendir aö þessu sinni frá sér á vegum útgáfunnar ritið Endi- GENGISSKRÁNING Nr. 224 - 9. desember 1974. Skráö frá Eininfc, Kl. 13, 00 Kaup Sala 2/12 1974 1 Bandaríkjadollar 117,30 117,70 9/12 - i Sterlinp.spund 273,40 274, 60 * - - i Kanadadollar 118, 85 119. 35 * - - 100 Danskar krónur 2018, 45 2027, 05 * - 100 Norskar krónur . 2184,45 2193, 75 * 6/12 - 100 Saenskar krónur 27 58, 30 2770, 10 9 12 - 100 Finnsk mörk 3202,70 3216, 30 * - - 100 Franskir frankar 2565, 30 2576, 30 * - - 100 Belg. frankar 315, 20 316, 50 * - - 100 övissn. frankar 4423,65 4442, 55 # - - 100 Gvllini 4583,70 4603, 20 * - - 100 V. -TÞyzk mörk 4758, 50 4778, 80 * 6/12 - 100 Lírur 17, 66 17,73 - - 100 Austurr. Sch. 665, 10 667, 90 - - 100 Escudos 473,65 475, 65 4/12 - 100 Pesetar 206, 30 207, 20 - - 100 Yen 39, 12 39,29 2/9 “ 100 Reikningskrónur- Vöruskiptalönd 99, 86 100, 14 2/12 * 1 Reikningsdollar- 117,30 Vöruskiptalönd Breyting frá siðustu skráningu. 117,70 mörk vaxtarins, en þaö kom fyrst út i Bandaríkjunum 1972 undir heitinu Limits to growth. Rit þetta hefur siöan verið þýtt á um 20 tungumálum og prent- um I nær tveimur milljónum eintaka, enda vakiö hvarvetna mikla athygli og umræður. Þorsteinn Vilhjálmsson og Finnbogi Guðmundsson þýddu ritiö en það er alls 240 blaðsiöur. Fjöldi skýringarmynda er I rit- inu. Félagsverð: 1.570.00 Útsöluverð: 1.964.00 KONA HERÓDESAR Menningarsjóður hefur gefiö út „Mariönnu” eftir Pár Lager- kvist. Gunnar Arnason islensk- aði. Marlanna fjallar um konu Heródesar gyöingakonungs en er sér I lagi skáldrit um örlaga- rikan mun góös og ills og varpar sérstæöri birtu á viðfangsefni sem Lagerkvist var mjög hug- leikiö. Skáldiö teflir fram ást Mariönnu gegn ofbeldi Heródes- ar. Marianna býður lægri hlut i þeirri viðureign. Sagan lýsir þvi vanmætti ástarinnar gegn heift- inni og grimmdinni, en boð- skapur skáldsins er samt annar eins og fram kemur I bókarlok. Marianna er hin þriðja I röö- inni af Nýju smábókunum, sem Menningarsjóður hóf útgáfu á i fyrra. Áður eru komnar út I þeim flokki: Jón Þorleifsson: Ljóö og sagnamál. Hannes Pétursson skáld bjó til prentunar. Cervantes: Króksi og Skeröir. Guðbergur Bergsson þýddi. Félagsverð: 720.00 Útsöluverð: 893.00 Arftaki Moby Dick ísafoldarprentsmiöja hefur gefið út „Ókindina” eftir Peter Benchley i þýðingu Hersteins Pálssonar. Ókindin varð mikil metsölu- bók I Bandarikjunum og hlaut þá þau ummæli, að hún væri „besta saga um baráttu manns og fisks, sem skrifuð hefur verið frá Moby Dick”. Ókindin er vigahákarl mikill, sem leggst á baðstrandarbæ I Bandarikjunum og lýsir sagan þeirri baráttu, sem háö er, til aö tryggja lif og gengi fólksins i baðstrandarbænum. í hreinskilni sagt eftir Odd A. Sigurjónsson Húsbændur og hjú Þaö fer naumast milli mála, aö hin almenna skil- greining á rlkisvaldinu er sú, aö þaö sé þriþætt. Löggjafar- vald, framkvæmdavald og dómsvald. Þar af veröur aö telja, aö löggjafarvaldið sé undirstaöa hinna tveggja i stjórnskipan eins og við höf- um og aöhyllumst. óþarft er aö rekja þetta i löngu máli og veröur ekki gert hér. Jafn eölilegt er að benda á, aö þótt löggjafinn fái ýmsum aöilum I hendur vald til fram- kvæmda, getur þaö naumast I lýöræöislandi oröiö, nema aö reistar séu skoröur viö aö handhafar framkvæmda- valds fari út fyrir eölilegan grundvöll. Þaöerlika á valdi löggjafans, að reisa þessar skorður, og þvi veröur aö telja hann húsbónda á þjóö- arheimilinu. Á sama hátt má telja handhafa fram- kvæmdavaldsins sem eins- konar hjú. Risi svo ágrein- ingur má lita á dómsvaldið sem úrskurðaraöila, ef lög- gjafinn tekur þá máliö ekki i sinar hendur og sviptir framkvæmdarvaldhafa um- boöinu., En þótt þessi skipt- ing sé einföld og ljós, og það ætti ekki að fara á milli mála, hverjum ber hvað, eru þess þó dæmi, aö hjúin leitist viö aö fara inn á sviö hús- bóndans, seilast lengra en góöu hófi gegnir. Hér veltur talsvert á næmleika löggjaf- ans, aö láta ekki draga eöli- legt vald og eftirlit úr hönd- um sér. Eitt gleggsta dæmiö, sem nú er i sviðsljósinu er tilraun til að fá lögfest sjálf- dæmi ráöherra um, hvaö þjóöin má fá aö vita og hvað eicki af þeirra geröum, eöa þvi, sem látiö er ógert. Þannig er fariö fram á, aö allskonar laumuspil og puk- ur veröi gert löglegt, ef æöstu handhöfum fram- kvæmdavaldsins býöur svo viö aö horfa. Hér er sannar- lega gengiö æöi purkunar- laust til verks. Þvi fer nú reyndar fjarri, aö öll þessi leyndarmál stjórnvalda séu neitt merkileg. Minna má á leyndina, sem látin var hvila I fimm til sex vikur yfir samningi utanrikisráðherra viö Bandarikjamenn. Ef bet- ur er aö gáö, veröur að telja þetta til þess sem á óþing- legu máli mætti kallast litill skitur á mjóu priki. En leyndin skyldi samt á þvl hvila og hananú. Hvað er þá, ef þessi hneykslislög yröu samþykkt, liklegt að gerðist, ef fram kæmi i einhverju ráöuneytinu eitthvert hneykslismál, sem einhverj- um ráöherra eða háttsettum ráðamanni væri óþægilegt? Þaö þarf engan speking til að sjá, aö ráöherranum væri i lófa lagið, aö breiöa yfir það dulu þagnarinnar. Og dóms- valdiö stæöi magnþrota, þótt vilji gagnaðila, að leita til þess, væri fyrir hendi. Bent hefur verið á, réttilega, aö Nixon væri enn i forsetastóli, ef hann hefði fengið vilja sin- um framgengt hjá þinginu, aö fá þetta þagnarvald i hendur. Og þó því sé ekki til ' aö dreifa, að menn eigi von á öörum eins ósköpum af hendi ráöherra hér, sýnist alger ó- þarfi að hætta á slikt. Óskor- aö vald, sem menn fá I hend- ur, er ekki ætiö heppilegur förunautur. Þeir eru til, sem láta sér vel lika að beita valdi vegna valdsins. Og hvaö sem öðru liður, veröur aö telja afar óliklegt, aö hús- bóndinn á heimilinu, löggjaf- inn, afsali sér sliku valdi I hendur hjúanna. Þaö yrði ekki til aö auka veg hans og álit, sem máske var þó ekki of mikið fyrir. Hafnarfjarðar Apótek Afgreiðslutími: Virka daga kl. 9-18.30 Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingasími 51600. BLÓMABÚÐIN BLBMASKREYTIN&flR ÞAÐ BORGAR SIG AÐVERZLA i KRON Dúnn í GlflEflBffi /ími 84900 © Þriðjudagur 10. desember 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.