Alþýðublaðið - 10.12.1974, Side 5

Alþýðublaðið - 10.12.1974, Side 5
alþýöu| Útgefandi: Blað hf. | ffl ^TTi Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm.) 11] nUJ111 Sighvatur Björgvinsson Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Aðsetur ritstjórnar: Skipholti 19, simi 28R00 Augiýsingar: Hverfisgötu 8—10, sími 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, sími 14900 Prentun: Blaðaprent NÆSTU VERKEFNIN Það, sem af er þessu þingi, hafa þingmenn Alþýðuflokksins lagt fram bæði mörg mál og stór. Þau mál eru ýmist athyglisverð fram- kvæmdanýmæli eða stórpólitisk stefnu- markandi mál — sum hvoru tveggja. Þannig má nefna tillöguna um eignarráð þjóðarinnar á landinu, gögnum þess og gæðum, sem efalaust er stórmál vorra tíma. Það má nefna tillöguna um að miða réttindi og skyldur ungs fólks, svo sem kosningarétt þess, við 18 ára aldur i stað 20. Það má nefna tillöguna um rannsókn á kostnaði á veitt kiló af bolfiski hjá fiskiskipaflotanum þar sem i raun er verið að fara fram á rannsókn á arðsemi fjárfestingarinnar i fiskiskipa- flotanum. Það má nefna tillöguna um varnir gegn slysahættu á fiskiskipum, en sú tillaga er flutt vegna hinna hörmulegu og sorglegu slysa, sem orðið hafa á fiskiskipaflotanum og þá sér- staklega hinum nýju skuttogurum undanfarið. Það má nefna tillöguna um, að undanþiggja tekjuskatti laun verkafólks i fiskiðnaði fyrir nætur- og helgidagavinnu. Allt eru þetta þing- mál Alþýðuflokksins. Allt eru þetta stórmál og sum þeirra stórpólitisk og stefnumarkandi. Það er stundum sagt, að islensk pólitik sé ekki orðin nema svipur hjá sjón, skilin milli stjórn- málaflokka séu óglögg og allir vilji þeir i rauninni það sama. Það er út af fyrir sig rétt, að deilurnar snúast ekki um sömu mál nú og þær gerðu fyrir 30-40 árum. Það er ekki lengur deilt um, hvort almannatryggingar eigi rétt á sér eða hvort viðurkenna beri frjálsan samningsrétt verkalýðsfélaga, svo nefnd séu nokkur þeirra mála, sem áður og fyrr skildu á milli flokka. En getur verið rétt að fólk óski þess, að flokka- skiptingin i landinu markist enn af þessum gömlu baráttumálum? Auðvitað ekki. Einfald- lega vegna þess, að ef þau væru ennþá deiluefni — ef enn væri deilt um hvort almannatrygg- ingar ættu rétt á sér eða ekki — þá stæðum við enn i sömu sporum og fyrir 40 árum. Slikt gerum við ekki. Sjónarmið Alþýðuflokksins i trygg- ingamálum og öðrum málum, sem flokkurinn barðist fyrir á fyrstu árum sinum, hafa sigrað og okkur ber að fagna þvi að svo hefur farið, en ekki harma það að baráttan skuli enn ekki vera háð með sama sniði þvi þá væri sigurinn enn óunninn. Og markmiðið með stjórnmálabaráttu er að vinna skoðunum sinum almennt fylgi. Menn mega ekki misskilja þessa þróun, þessa sigurvinninga þannig, að nú séu allir orðnir sammála um það, sem mestu máli skiptir — nú séu allir orðnir hálfgildings jafnaðarmenn. Skilin milli afturhaldsaflanna annars vegar og framsækinna jafnaðarmanna hins vegar eru enn glögg — þau koma aðeins fram i öðrum málum. Hvað t.d. um hið nýja baráttumál jafnaðarmanna um jafnan rétt allra borgara til sins eigin lands? Afhjúpa ihaldsöflin sig ekki þar með ákafri og harðri andstöðu við eitt stór- pólitiskasta deilumál vorra tima. Og hvað um tillöguna um að undanþiggja láglaunafólkið i fiskiðnaðinum tekjuskatti fyrir nætur- og helgi- dagavinnu? Skyldi það eiga greiða leið i gegnum Alþingi? Ágreiningurinn er enn hinn sami og áður var, en ágreiningsefnin önnur. Striðið er ekki unnið þótt nokkrum orrustum sé lokið með sigri jafnaðarstef nunnar. FRÁ ALÞINGI Tiliagq Jóns Ármanns Héðinssonar Nýtt farþegaskip með austfirska heimahöfn I annað sinn flytur nú Jón Ár- mann Héðinsson tillögu sina um kaup á farþegaskipi, er sigli milli íslands og annara Norðurlanda, en Jón flutti tillögu þessa fyrst á þinginu i fyrra, en hún varð þá ekki útrædd. Tillagan hljóðar svo: Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að undirbúa nú þegar kaup á sérsmíðuðu farþegaskipi, er hafi reglubundnar ferðir milli Reyðarfjarðar (Búðareyrar), Þórshafnar i Færeyjum, Noregs, Sviþjóðar og Danmerkur. Stefnt skal að þvi, að skipið geti hafið ferðir milli landanna að vorlagi 1976. Það siðasta horfið. Jón Ármann segir m.a. svo i greinargerð með tillögu sinni: Þegar M/S GuLLFOSS var seldur úr landí, hvarf sfðasta sér- smiðaða farþegaskipið úr eigu ís- lendinga. Almennt má segja, að eftirsjá sé að sliku skipi sem Gull- foss var. Hins vegar er það vart sæmandi eyþjóð, er vill telja sig sjálfstæða og þess umkomna að hafa eðlilega samskipti við nágrannaþjóðir sinar, að eiga ekki gott farþegaskip, er tryggi reglubundnar samgöngur á milli þessara landa. Einnig má benda á það mikla öryggi, sem fólgið er i þvi að hafa slikan farkost, ef safna þarf saman fólki i skynd- ingu eða tryggja flutning þess milli svæða með skjótum og öruggum hætti. Flutningsmaður telur ekki sæmandi einmitt nú, á afmæli 1100 ára byggðar á ís- landi, að þá skuli ekkert farþega- skip vera til I eigu okkar. Þótt það sé staðreynd, að yfirgnæfandi fjöldi velur að ferðast með flug- vélum, má ekki gefast upp við að reka gott farþegaskip, sem tryggi samgöngur á sjó milli frændþjóð- anna og bindi með þvi eyrikin tvö öruggum böndum. Þess vegna er þessi tillaga flutt. Austfirsk heimahöfn A undanförnum Norðurlanda- ráðsþingum voru samgöngumál- in mjög á dagskrá, og kom fram i máli manna, að þau snertu mest löndin þrjú: Danmörk, Sviþjóð og Noreg. En ber ekki að hafa ey- rikin með og ráða fram úr þeim vanda, sem lega þeirra skapar i samgöngum? Það er skoðun flutningsmanns, að vel megi skipuleggja fastar siglingar milli áðurnefndra þjóða með góðum árangri, sé þess gætt að taka á þessu máli með nýju viðhorfi og skipuleggja það samkvæmt þvi. Hugmynd flutningsmanns er sú, að sérfróðum og duglegum mönnum verði falið að rannsaka hentugan skipakost til þessara ferða. Staðsetning heimahafnar skipsins verði Reyðarfjörður og þar verði sköpuð fullkomin að- staða fyrir skipið og farþega, ásamt útlendingaeftirliti og toll- skoðun. Skipið hefji siglingar þaðan og sigli siðan til Þórshafn- ar, Bergen eða Kristiansands, eftir þvi hvað fróðir menn telja heppilegra, og siðan til Gauta- borgar og loks til Kaupmanna- hafnar, er verði endahöfn. Vegalengdir. Vegalendir milli staða eru sem hér segir: sjóm. t. sigling Reyðarfjörður — Þórshöfn 280 18 Þórshöfn — Bergen 390 25 Þórshöfn —Kristiansand 520 33 Bergen — Gautaborg 335 21 Kristiansand — Gautaborg 135 8-9 Gautaborg — Kaupmannahöfn 145 9 Kristiansand — Kaupmannahöfn 240 15 Þórshöfn — Kaupmannahöfn 760 47 Þetta yfirlit sýnir, að með ganggóðu skipi, sem siglir með jafnaðarferð 16 milna hraða á klukkustund, má ljúka ferð á 5 dögum, og vænta má 2 daga tima i lestun og losun. Skipið mun þvi sigla f jórum sinnum frá Islandi til hinna landanna á mánuði, og ætti öllum að vera það ljóst, hversu mikil samgöngubót slikar sigling- ar yrðu. Ætla má, að skip sem þetta þurfi að geta tekið 350-400 farþega og um 90 fólksbfla. Með þessu fyrirkomulagi telur flutningsmaður, að gerbreyta megi komu farþega til iandsins og jafna álagið, sem hér rikir I Reykjavik á aðalfarþegatima ársins. Með þvi að velja Reyð velja Reyðar- fjörð sem miðstöð hér á landi, telur flutningsmaður, að farþegar muni dreifast vel til suðurs og norðurs vegna hring- vegarins. örugglega má telja, að veruleg aukning verði á þvl, að farþegar taki með sér einkabil sinn til landsins, og þá er það frjálst val, hvaða leið þeir aka til Reykjavikur, ef þeir á annað borð ieggja það á sig. Vissulega mun Austurland og héruðin fyrir norðan og sunnan fá góðan skerf frá þessari breyttu skipan far- þegastraums til landsins og er það vel.Útlendingar munu með þessu fyrirkomulagi eiga þess kost að sjá meira af landi okkar og kynnast viðhorfi fleira fólks. Hugsanleg fjármögnun. Jón Armann segir einnig: Gott farþegaskip, er tryggi reglu- bundnar samgöngur á milli þessara landa. Einnig má benda á það mikla öryggi, sem fólgið er i þvi að hafa slikan farkost, ef safna þarf saman fólki i skynd- ingu eða tryggja flutning þess milli svæða með skjótum og öruggum hætti. Flutningsmaður telur ekki sæmandi einmitt nú, á afmæli 1100 ára byggðar á Islandi, að þá skuli ekkert far- þegaskip vera til i eigu okkar. Þótt það sé staðreynd, að yfir- gnæfandi fjöldi velur að ferðast meö flugvélum, má ekki gefast upp við að reka hér gott farþega- skip, sem tryggi samgöngur á sjó milli frændþjóðanna og bindi með þvi eyrikin tvö öruggum.böndum. Þess vegna er þessi tillaga flutt. A undanförnum Norðurlanda- ráðsþingum voru samgöngumál- in mjög á dagskrá, og kom fram i máli manna, að þau snertu mest löndin þrjú: Danmörk, Sviþjóð og Noreg. En ber ekki að hafa ey- rikin með og ráða fram úr þeim vanda, sem lega þeirra skapar i samgöngum? Bylting I samgöngum Upplýsingar um farþegafjölda með M/S Gullfoss sýna, að hlut- fallslega fáir koma með skipi til landsins. Hins vegar mun þetta breytta ferðafyrirkomulag skapa nýtt viðhorf i ferðum til landsins. Eins og sést af leiðartöflunni hér að framan, tekur ferðin aðeins um 18 tima milli Islands og Færeyja. Þetta er hrein bylting I samgöngum milli landanna. Sama má segja um ferðina til Kristiansands. Hún tekur alls um 50 tima. Siðan er þægilegt að fara hvert sem menn vilja um Suður- Noreg. Milli Kristiansands og Gautaborgar er aðeins 9 tima sigling og svo áfram til Kaup- mannahafnar 10 timar. Á þessu má sjá, að svona skip gerbreytir möguleikum til þess að fara milli landa og taka með sér þarfasta þjóninn, þ.e.a.s. bflinn. Þetta skip mun vissulega verða vinsælt fjölskylduskip, er timar liða, og einnig orlofsskip fyrir starfshópa fyrirtækja, er þá geta leigt áætlunarbila milli komutima skipsins á viðkomandi höfnum. Það er mál kunnugra manna, að vel skipulögð fjárfesting I far- þega- og skemmtiferðarekstri sé fljót að gefa af sér arð. Sú er skoöun flutningsmanns, ef myndarlega verður staðið að kaupum á þessu skipi, sem er þjóöarrauðsyn og ætti að vera stolt okkar að gera. FRÁ LAGANEFND AFR Laganefnd Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur auglýsir hér með eftir tillögum til breytinga á lögum félagsins. Tillögur skulu berast nefndinni á skrifstofu Alþýðuflokksins eigi síðar en 31. desember 1974. Skulu tillögurnar vera skrif legar og greinilega merktar tillöguhöfundi, sem sé löglegur félagi í Aiþýðuflokksfélagi Reykjavikur. Laganefnd Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. © Þriðjudagur 10. desember 1974.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.