Alþýðublaðið - 10.12.1974, Page 3

Alþýðublaðið - 10.12.1974, Page 3
Vill menntamálaráðuneytið styrkja frekari rannsóknir dr. Arnórs Hannibalssonar? „A þeim stutta tima, sem mer var ætlaður til þess að athuga aðstæður á sérkennslumálum og þörf á sérkennurum, á sið- astliðnum vetri og vori, var auðvitaö naumast unnt að gera meira en athuga yfirborðið,” sagði dr. Arnór Hannibalsson i viðtali við blaðið. „Við það bætist svo, að til þess að ná til skólanna, áður en þeir lykju störfum varð að hafa hlið- sjón af þvi, að sumir þeirra hætta um og uppúr aprillokum, sem þrengdi enn möguleikana. Ég varð þvi að byggja, að veru- legu leyti á áliti skólastjóranna á hverjum stað um sérkennslu- þörfina. Upplýsingar, sem þeir fúslega veittu og án efa voru réttar, snertu að mestu tölu þeirra nemenda, sem væru hjálparþurfi. Hitt féll meira i skuggann, að gaumgæfa i hverju hjálpin yrði að vera fólg- in, þar eð margt gat til greina komið og kom, sem ýtarlegri rannsóknar þurfti við. Samkvæmt beiðni námsstjór- ans á Austurlandi, Kristjáns Ingólfssonar notaði ég þó tals- vert af tima minum til sálfræði- legra athugana á svæði hans. Þar var ég i marsmánuði og framkvæmdi nokkuð af greind- arprófun, eftir ábendingu hlut- aðeigandi skólamanna. Aætlun- in, sem ég upphaflega gerði, að kynna mér sérkennsluþörfina i þessari fyrstu lotu, fór þvi nokk- uð úr skorðum og varð lauslegri en ég hefði viljað og vert væri. Nánari rannsóknir á, i hverju vandkvæði nemenda eru fólgin, krefjast mikils tima. Auk við- tala við skólann, sem hlut á að máli og nemendurna, þarf og ekki sist viðræðu við foreldra og upplýsinga um aðstæður barn- anna. Að öðrum kosti er litt hugsanlegt, að gera sér raun- hæfa grein fyrir vanda hvers og eins. Lausn á vanda skólanna vegna nemenda, sem falla ekki inn i kerfið, byggist á þvi, að unnt sé að kafa til botns i við- fangsefnið. Greindar- eða þroskapróf geta gefið dýrmætar endingar, en eru siður en svo einhlit.” „Eftir þessu að dæma telur þú þá, að knýjandi nauðsyn sé, að fylgja þessum rannsóknum eft- ir, til þess að af þeim megi verða veruleg not fyrir skólana, eða er ekki svo?” „Jú, þetta er aðeins frumstig, sem bendir á, hver er tala þeirra sem aðstoðar þarfnast i einhverri mynd. Við gætum sagt að það, sem ég gat áorkað væri að telja toppana á isjökunum, en litiö skoðað nema það, sem uppúr stendur, og það er smá- vægilegt borið saman við það, sem undir yfirborðinu leynis.” „Og hvað viltu svo telja aðal- vandann, sem skólarnir eiga i, eftir þessa athugun þina?” „Tvimælalaust er það skortur á sérkennurum og þvi næst er fjárskortur til þess að hagnýta kunnáttuþeirra, þar sem þeir eru þó fyrir hendi. Annars er málið þannig vaxið, að minum dómi, að sérkennsla er engan veginn eitt og hið sama. Þar koma ýmis atriði til, s.s. mál- „Stjórnunarlegt aðhald menntamálaráöuneytisins er yfirboröslegt og fálmandi........” Eitt þeirra atriða, sem Vil- menntamálaráðherra, og Birgir hjálmur Hjálmarsson Thorlacius, ráðuneytisstjóri, HORNID tilgreina sem forsendu ákvörð- unar þeirra að vikja dr. Braga Jósepssyni úr starfi deildar- stjóra i menntamánaráðuneyt- inu, er grein, sem hann skrifaði i timaritið „Heimili og skóli” fyrr á þessu ári. I inngangi að grein dr. Braga i umræddu timariti segir: „Um leið og blaðið óskar Braga allra heilla i starfi, þakkar það hon- um fyrir timabæra og einarð- lega skrifaða grein um málefni, sem alltof sjaldan hefur verið rætt hér á landi." í niðurlagi umræddrar grein- ar dr. Braga Jósepssonar segir m.a.: „Það er eitthvað meira en litið bogið við þá skólastefnu, Fyrir alla muni haldið þið rannsókninni áfram „Hallur” skrifar: „Heiðraða Horn! Ég hef fylgst með leitinni að Geirfinni, og mér fellur vel það sjónarmið lögregluyfirvalda, að nú sé kominn timi til að láta ekki fólk hverfa öðru visi en itarleg rannsókn fylgi á eftir. Mannahvörf eru ætið grunsam- leg, nema fyrir liggi óyggjandi sannanir um, að engir útanað- komandi aðilar hafi átt þar hlut að máli. Það er óþolandi að lögreglan skuli alltaf ganga út frá þvi sem visu, að finnist einhver hengdur, þá hafi hann hlotið að hengja sig sjálfur. Ekkert er auðveldara fyrir tvo eða þrjá menn en hengja mann, velta siðan um stól og láta lita svo út að um sjálfsmorð sé að ræða. Ýmis fleiri dæmi mætti nefna, þar sem grunleysi veldur þvi að mál eru ekki skoðuð niður i kjölinn. Hefði Geirfinnur hitt stefnu- mótsmanninn hið fyrra sinnið, og engar orðræður átt sér stað milli Geirfinns og skurðgröfufé- lagans, eins og þó varð, er Geir- finnur geröi aðra tilraun til að hitta manninn, þá hafði hvarf hans veriö talið „eðlilegt”, og engin sérstök rannsókn farið fram umfram það sem venju- legt er, þegar maður hverfur. Strax og myndin var birt af stefnumótsmanninum i sjón- varpinu, komu boð frá Akureyri um, að þar hefði maður á rauð- um Fiat með G-númeri verið á ferð. Blllinn og eigandi hans virðist ekki fundinn enn. Leik- manni finnst ekkert auðveldara en fletta upp i spjaldskrá yfir G- númer, og finna bilinn þannig, þvi það eru engar sjálfsagðar leikreglur i svona máli að menn verði að gefa sig fram. Nú er til lýsing af stefnumóts- manninum, og til er sjónarvott- ur. Hvar er þá auðveldara en fletta i gegnum myndir, sem menn verða að skilja eftir, þeg- ar þeir fá ökuskirteini, vegna þess að miklar likur eru á að maðurinn hafi fengið ökuskir- teini. Þetta er að visu mikil fyrirhöfn fyrir sjónarvottinn, en hún er þó ekkert á móti þeirri fyrirhöfn sem fylgir þvi að fá menn til að gefa sig fram i svona máli. Og að siðustu þetta. öliklegt er að nokkuð sé athugavert við manninn sem fór til útlanda á fölsku nafni. Fólk er nú farið að fara i skemmtireisur oft á ári, og gjaldeyrisyfirvöld draga við sig yfirfærslu á sömu persónu þvi oftar sem hún fer. Þeir sem eru ferðasjúkir á annað borð og þurfa mikið „vino rosso”, eiga þvi ekkert ráð betra en gefa upp rangt nafn, ætli þeir að halda fullri gjaldeyrisyfirfærslu við endurteknar utanfarir á sama árinu. Það verða að líkindum ekkert nema jónar jónssynir sem fara utan á næstunni i fylgd með jónum jónsdætrum. En hvað sem þessu liöur: Fyrir alla muni haldið þið rann- sókninni áfram, og hættið i eitt skipti fyrir öll að setja sjálfs- morðsstimpilinn á öll mál, þar sem morðinginn stendur ekki yfir likinu þegar aö er komið”. SJKIPAUÍGCRÐ rikisins M/s Hekla fer frá Reykjavik laugardaginn 14. þ.m. austur um land til Akur- eyrar og snýr við austur um til Reykjavíkur. Vörumóttaka: þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. helti, lesblinda, greindarskortur á ýmsum stigum o.m.fl., sem hvert fyrir sig krefst kunnáttu- manna i þeim atriðum, sem við er að glima. Þetta er eins og með likamlegu meinin. Læknar sérhæfa sig, til þess að geta með árangri fengist við tiltekinn sjúkleika, en spanna ekki allt svið mannlegra meina. Aðalat- riðið er, að þessir menn séu fyrir hendi og að unnt sé að beita kunnáttu þeirra og tækni á réttum stöðum og við sóma- samlegar aðstæöur.” „En svo fórst þú aðra ferð og þá um minna svæði.” „Já, bæði námsstjóri og skólastjórar á Eyjafjarðar- svæðinu óskuðu eftir þvi, að ég kæmi aftur til nánari rann- sókna. Ég var þar I október- mánuði og beitti mér eingöngu að rannsóknarstörfum. Þetta var þeirra einkaframtak, en þó mun vera munnlegt loforð menntamálaráðherra um helm- ingsgreiðslu til skólahéraðsins við uppgjör i vor. Ég beitti mér, eftir samkomulagi, aðallega að greindar- og þroskaprófum eftir þvi, sem við varð komið, gerði skýrslur þar um og vann nokkuð að athugun einstaklinga. Hér er um að ræða undirstöðurann- sóknir, sem eru nauðsynlegar, til þess að geta reist á þeim ein- staklingsrannsóknir, svo að komist verði sem næst þörfum hvers og eins.” „Þessu er þá ekki lokið að þinum dómi?” „Ég held að það sé að engra dómi. Hér er aðeins um upphaf að ræða, en ég vona, að það sé þess eðlis, að á þvi megi byggja, svo langt sem það nær.” sem gerir nemendur fráhverfa heilbrigðu námi og tvistigandi og áttavillta, þegar kemur að þvi að fara að velja sér atvinnu og lifsstarf. Þannig áhrif hefur rikjandi hugsunarháttur einmitt haft á börn og unglinga þessa lands. Það er oft talað um lengingu skólatimans og er það mál út af fyrir sig mjög athyglisvert. Ef gengið er út frá þvi, að skóla- lærdómur sé góður og gagnleg- ur hverjum þjóðfélagsþegn, er aukið skólanám vissulega æski- legt. En málið er ekki svo ein- falt. Astandið I kennslumálum þjóðarinnar er fjarri þvi að gera gott og á framhaldsskólastiginu er það i algerum molum. Stjórnarlegt aðhald mennta- málaráðuneytisins er yfirborðs- legtog fálmandi og framkvæmd og stefnumótum á málefnum þessara skóla ber það meö sér, ! að þeir, sem við stjórnvölinn sitja, hafa ekki nægilega innsýn i hvað gera skal. Þetta er sorg- arsaga islenskra skólamála enn i dag. Það er ekki fráleitt að fullyrða, að ráöamenn þessa stóra málaflokks standi hrein- lega gegn þvi, að hér verði úr bætt. Hve lengi getur þetta gengið? Hve lengi ætla islenskir skólamenn að horfa á aðgeröar- lausir? Er furða þótt menn séu farnir að horfa vonaraugum til unga fólksins, sem hlýtur að skilja þetta eymdarástand? Embættismannakerfið okkar hefur vissulega þanist úr og það út af fyrir sig er ekki óeðlilegt. En þegar þetta stjórnunarkerfi okkar verður jafn sjúkt, ráð- þrota og steinrunnið eins og raun ber vitni, þá liggur ljóst fyrir, að báknið verður aðeins sterkara tii niðurrifs og þjóðfé- lagslegrar óþurftar.” Þeir róa „Rækjuverksmiðjan Særún hf. á Blönduósi getur bætt við sig einum rækjubát strax. Hráefni greitt samkvæmt Vestfjarðasamningum”. Þannig hljóðaði auglýsing, sem lesin var upp i hádegisút- varpinu i gær. Og viðbrögðin við auglýsingunni létu ekki á sér standa. Á sjöunda timan- um I gær höföu eigendur þriggja rækjubáta við Húna- flóa gefið sig fram og látið i ljós áhuga á að færa viðskipti sin yfir til verksmiðjunnar á Blönduósi vegna óánægju meö viðskipti sin hingað til við aðr- ar verksmiðjur á Húnaflóa- svæðinu. Sjávarútvegsráðuneyt- hafði i gærkvöldi til ihugunar, hvort það hefði fyrir sitt leyti eitthvað við það að athuga, að rækjuafli veiddúr á Húnaflóa- svæðinu væri seldur hæstbjóð- anda. Eins og fram kemur i aug- lýsingu Særúnar hf. vill verk- smiðjan á Blönduósi greiða fyrir rækjuna sama verð og verksmiðjur við Arnarfjörð og ísafjarðardjúp greiða fyrir hana, en það verð er allmiklu hærra en verðið, sem verk- smiðjurnar á Húnaflóasvæð- inu greiða, og þar af leiðandi allmiklu hagstæðara bæði fyrir sjómenn og útgerðar- menn. Vegna veðurs reru rækju- bátar á Húnaflóasvæðinu ekki i gær og fyrradag, en gert er ráð fyrir, að þeir fari á sjó i dag, þar á meða! mb. Nökkvi HU 15 og mb. Aðalbjörg HU 25, sem sjávarútvegsráðu- neytið hefur svipt leyfi til rækjuveiða fyrir brot á leyfis- skilmálum, sem eigendur þeirra telja, að hvergi sé þó að finna i leyfisbréfunum sjálf- um. og verða kærðir „Komi annar hvor eða báðir Blönduóssbátarnir, sem sviptir hafa verið sérstöku leyfi til rækjuveiða, með rækjuafla að landi, munu þeir verða kærðir fyrir ólöglegar togveiðar i land- helgi og kæran send sýslu- manni”, sagði Þórður Ásgeirs- son, skrifstofustjóri i sjávarút- vegsráðuneytinu, i samtali við Alþýðublaðið i gær, þegar hann var spurður, hver yrðu viðbrögð ráðuneytisins, ef umræddir tveir bátar héldu áfram veiðum, þrátt fyrir leyfissviptinguna. „Við verðum ekki með neinar drastiskar ráðstafanir i höfn og munum ekki og þurfum ekki að leita aðstoðar landhelgisgæsl- i unnar, þó að bátarnir tveir reyni að halda áfram veiðum”, sagði Þórður ennfremur, og nætti við: „Ég býst ekki við, að þeir haldi lengi áfram, ef þeim verður gert að greiða land- helgissekt fyrir hvern róður. Og þess er einnig að geta, að skip- stjórinn á öðrum bátanna, sem er aðeins 17 ára gamall, og var með undanþágu til skipstjórn- arréttinda, hefur nú verið svipt- ur réttindum, þ.e. undanþágan hefur verið afturkölluð af sam- ;önguráðuneytinu”. — LONDON dömudeild Morgunsloppar stór og lítil númer. Náttkjólar, náttföt. Töskur, hanskar og peysur, mikið úrval. LONDON D Þriöjudagur 10. desember 1974.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.