Alþýðublaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 8
Vikingar stöðvuðu sigurgöngu Hauka Markahæsti maöurinn i 1. deild, Höröur Sigmarsson, skoraöi 500. markiö i X. deild, og var þaö jafn- framt fyrsta markiö i leik Vikings og Hauka scm leikinn var á sunnudagskvöldiö. Tap i þessum leik hjá Viking gerði vonir um að sigra i mótinu að nær engu, og var þvi greinilegt að þeir lögðu mikla áherslu á að sigra. Haukarnir komust i 4-2, en þá náðu Vikingar góðum kafla og náðu að jafna 4-4 og ekki nóg með það, heldur héldu þeir áfram að skora án þess að Haukunum tæk- ist að svara fyrir sig og þegar flautað var til hálfleiks var stað- an orðin 8-4 fyrir Viking. f seinni hálfleik eyðilögðu dóm- ararnir leikinn gjörsamlega með furðulegum dómum sinum og oft á tiðum vissu leikmennirnir ekki á hvað þeir dæmdu. Kom það nokkrum sinnum fyrir í leiknum að annar dæmdi Víkingum bolt- ann, en hinn Haukum og annar dæmdi mark en hinn dæmdi aukakast. En það er fremur sjaldgæft að sjá dómara vera á öndverðum meið svo oft hvor við annan eins og þarna áttisér stað. 1 seinni hálfleik varð Páll Björgvinsson fyrir þvi óhappi að nefbrotna illa og varð hann af þeim orsökum að yfirgefa völlinn, en þá var staðan 12-8 fyrir Viking. Héldu nú margir að Haukum tæk- ist að vinna upp muninn þvi Páll átti mjög góðan leik, fram að þessu. Það gerðu þeir lika og þeg- ar að munurinn var aðeins 2 mörk 14-12 mistókst Herði Sigmarssyni vitakast, nokkuð sem ekki skeður oft. Hefði honum tekist að minnka muninn þarna niður i eitt mark hefði allt getað gerst i leiknum, en nú voru það Vikingarnir sem tvi- efldust og náðu afgerandi stöðu, 18-14, og gerðu með þvi út um leikinn. Lokatölurnar urðu 18-16, og þar með töpuðu Haukar sinum fyrsta leik og er nú FH eina liðið, sem ekki hefur tapað leik i 1. deild. Lið Vikings var seint i gang að venju og skoraði ekki mark fyrr en á 12 minútu. Bestan leik átti markvörðurinn Sigurgeir, en auk hans komust þeir Viggó, Páll og Stefán vel frá sinu. Mörkin: Stefán Halldórsson 6 (3), Einar Magnússon 3(1), Páll Björgvins- son 3, Viggó Sigurðsson 3, Skarp- héðinn Óskarsson 2 og Elias Jóns- son 1 mark. Lið Hauka var óvenju dauft i þessum leik, það var aðeins einn maður sem lék af fullum styrk- leika, en það var markvörðurinn Gunnar Einarsson og sýndi oft frábæra markvörslu i leiknum og hætt, er við að hann hafi bjarg- að liði sinu frá stórtapi i þessum leik. Mörkin, Hörður Sigmarsson 8 (4), Elias Jónsson 3 og þeir Logi Sæmundsson, Stefán Jónsson, Hilmar Larsen, ólafur ólafsson og Guðmundur Haraldsson 1 mark hver. Mark Guðmundar var úr viti. Leikinn dæmdu þeir Magnús V. Pétursson og Valur Benediktsson og var dómgæslan likust sirkus, eins og einum áhorfendanna varð að orði. 0 Stefán Halldórsson átti skinandi leik gegn Haukum, og er hann nú orðinn markahæsti maöurinn i Vikingsliðinu. HAFA ÆFT HlA LIVER- POOL OG CELTIC 1 dag eru væntanlegir til lands- ins tveir piltar úr knattspyrnu- deild Vikings sem hafa að undan- förnu dvalið i Bretlandi og stund- að æfingar hjá frægum félögum þar i landi. En það eru þeir Óskar Tómasson og Gunnlaugur Krist- finnsson. „Þeir óskar og Gunnlaugur hafa dvalið i Bretlandi frá þvi byrjun nóvember”, sagði Jón Aðalsteinn Jónsson formaður Vikings i viðtali við Alþýðublað ið i gær. „Fyrst fóru þeir til Celtic i Skotlandi og dvöldu þar um tima við æfingar. Það voru þeir séra Robert Jack og Albert Guð- mundsson sem aðstoðuðu þá við að komast þangað. Þaðan fóru drengirnir til Liver- pool og hafa æft m.a. með aðallið- inu þar að undanförnu með góð- um árangri. Ég reikna með að þeir hafi leikið eitthvað af æfinga- leikjum með félaginu, en alla- vega hafa þeir staðið sig mjög vel, fyrst þeir fá að æfa með aðal- liðinu þar. Það voru þeir Ron Reese og Antony Sanders sem aðstoðuðu þá við að komast til Liverpool. Núna standa yfir samningavið- ræður milli okkar og Sanders um að koma hingað aftur næsta sum- ar til að þjálfa Viking og eins og útlitið er dag, reikna ég fastlega með þvi að við náum samningum við hann”, sagði Jón Aðasteinn að lokum. Staðan í 1. og 2. deild Þannig deild. FH Haukar Fram Vik. Árm. Valur Grótta er nú staöan I 1. 4400 84:74 8 4 3 0 1 76:68 6 4220 64:57 6 4202 68:66 4 4202 66:69 4 4100 63:68 2 4013 73:81 1 4 0 1 3 69‘.80 1 menn eru: HörðurSigmarss. Haukum 38(15) Björn Pétursson Gróttu 23( 9) Viðar Simonarson FH 22( 6) Stefán Halldórss. Vik 19( 5) EinarMagnúss. Vik., 16( 6) PálmiPálmason Frpm 16( 9) AgústSvavarssonlR 15 Geir Hallsteinsson FH 15( 1) 1 2. deild er staöan nú þcssi: KA Þór Þróttur KR IBK UBK Stjarnarn Fylkir Eiga þeir heimaleikinn fyrst og á hann að fara fram milli 17. og 23. janúar Um helgin var dregið um það .hvaða lið leika saman i 8 liða úr- slitum Evrópukeppninni i hand- knattleik. Mótherjar FH verða A-Þýsku- meistararnir ASK Vorwaerts Frankfurt og eiga FH-ingar heimaleikinn fyrst. A sá leikur að fara fram á milli 17. og 23. janúar, en seinni leikurinn i A-Þýskalandi i byrjun febrúar. Þetta þýðir að sjálfsögðu að Ólafur Einarsson fær að leika með i 8 liða úrslitun- um. Hin liðin drógust þannig sam- an: Arhus KFUM-Borac Banja Luka Júgóslaviu Gummersbach-Spartacus Ungverjal. Steaua Rúmeniu-Skoda Plsen Tékkóslóvakiu. Einn efnilegasti knattspyrnu- maður okkar I dag, Vikingurinn Óskar Tómasson. -- Luton 2-0 |PíÖ&S ei Ewiion 0 2 yverpool—Berby 2-2 Manch. City Sheff. Utd. \yi Tottenham-Newcastle ' 3-0 West Ham—Leeds 2-1 21 10 7 4 36-25 27 .. .qn 20 7 12 1 29-19 26 ManCitý 21 11 4 6 29-27 2f t .......-—1 20 10 5 = nn ,c Leeds 21 8 4 9 27-23 20 Birmingh. 21 8 4 9 31-32 20 Wolves 20 6 8 6 24-25 20 ToUenham2l 7 5 9 26-26 19 Coventry 21 5 8 8 28-39 18 QPR 21 6 5 10 22-30 17 Arsenal 20 6 4 10 24-27 16 Chelsea 20 4 8 8 21-35 16 Leieester 19 5 5 9 20-27 15 Carlisle 21 6 3 12 19-25 15 Luton 20 1 7 12 17-33 9 2. deiíd Man.Utd. 21 14 4 3 38-17 32 Sunderl. 20 11 5 4 38-16 27 Norwieh 20 9 8 3 27-15 26 WBA 21 9 7 5 25-15 25 Aston Vil)a20 9 5 6 32-16 23 Hull City 21 8 7 6 26-35 23 BristolC 20 8 6 6 17-12 22 Brist.R 21 8 6 7 22-25 22 Oxford 21 9 4 8 21-33 22 Blackpool 21 7 7 7 21-17 21 NottFor. 21 8 5 8 24-28 21 NottS.Cö. 21 6 8 7 26-32 20 Bolton 20 ,7 5 821-21 19 YorkCity 21 7 5 926-28 19 Fulham 20 6 6 823-19 18 Orient 20 4 10 615-23 18 Southam. 19 6 5 8 26-29 17 Oldham 19 5 5 9 21-26 15 Cardiff 19 5 5 991-30 15 Sheff.Wed- 21 4 7 1024-33 15 Millvall 20 4 6 1020-29 14 Portsm. 21 3 8 1015-30 14 FH-ingar fengu a-þýsku meistarana Þriöjudagur 10. desember 1974

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.