Alþýðublaðið - 19.01.1975, Side 6
(barnanna hvers um sig) i við-
eigandi linu og reit og tilgreina
upphæð eignar með vöxtum i
dálknum „Eignir kr.” og vaxta-
tekjur eða aðrar tekjur (t.d. arð
eða leigutekjur) af eigninni i
dálknum „Tekjur kr ”. Nafn-
greina ber vinnuveitanda
bamsins (barnanna hvers um
sig) i viðeigandi linu og reit og
tilgreina upphæð greiddra launa
I peningum og hlunnindum (sbr.
6. og 7. tölulið III. kafla leiðbein-
inganna) I dálknum „Tekjur
kr.”. Siðan ber að færa niður
samtölu allra eigna og tekna
barnsins (barnanna), draga þar
frá i þar til gerðri linu og reitum
skattfrjálsar innstæður og yerð-
bréf og vexti af þeim, en þar er
um að ræða sams konar eignir
og vexti og rætt var um i A-lið
leiðbeininganna, færa siðan
skattskyldar eignir og tekjur
bamsins (barnanna) i viðeig-
andi linu og reiti. Heildarupp-
hæð skattskyldra eigna ber sið-
an að færa i tölulið 10,1, (Eignir
barna) i framtali. öski fram-
teljandi þess að eignir barna,
eins eða fleiri, séu ekki taldar
með sinum eignum skal sleppt
aö færa þann hluta eignanna i
greindan tölulið en geta þess
sérstaklega i G-lið framtals, bls.
4, að það sé ósk framteljanda,
að barnið verði sjálfstæður
eignarskattsgreiðandi. Heildar-
upphæð skattskyldra tekna ber
að færa i tölulið 11, III, (Tekjur
barna) i framtali.
F-liður, bls. 4.
Stundi barn, sem hefur skatt-
skyldar tekjur skv. E-lið fram-
tals, nám sem veitir rétt til
námsfrádráttar skv. mati rikis-
skattstjóra, ber að tilgreina
nafn barnsins, skóla og bekk
með deild i F-lið. I dálkinn
„Námsfrádráttur eða hámarks-
frádráttur kr.” ber að færa upp-
hæð námsfrádráttar skv. mati
rlkisskattstjóra eða upphæð
skattskyldra tekna barnsins,
hvora sem lægri er. Sé upphæð
skattskyldra tekna barnsins
(hvers barns um sig) hærri en
upphæð námsfrádráttar og mis-
munurinn hærri en 37.750 kr.
getur framteljandi óskað sér-
sköttunar á tekjum barnsins.
Skal hann þá færa i dálkinn
„Viðbótarfrádráttur vegna ósk-
ar um sérsköttun barns kr.” þá
upphæð mismunarins sem er
umfram 37.750 kr. Siðan ber að
færa niður frádrátt samtals skv.
báðum dálkum F-liðar, leggja
upphæðir beggja dálkanna sam-
an og færa heildarupphæð i tölu-
lið 2, IV, i framtali.
Nemi upphæð skattskyldra
tekna barnsins (hvers barns um
sig) að frádregnum námsfrá-
drætti 37.750 kr. eða lægri upp-
hæð á framteljandi rétt á frá-
drætti er nemur 50% af mis-
munarupphæðinni. Þá upphæð
skal hann færa i tölulið 12, V. i
framtali.
G-liður, bls. 4.
Þessi stafliður framtalsins er
sérstaklega ætlaður fyrir at-
hugasemdir framteljanda. Þar
skal m.a. geta þess ef með
framtali fylgir umsókn um
lækkun tekjuskatts (Ivilnun) á
þar til gerðum eyðublöðum eða
framsett skriflega á annan full-
nægjandi hátt. Ivilnun getur
komið til greina vegna ellihrör-
leika, veikinda, slysa, manns-
láts eða skuldatapa sem hafa
skert gjaldþol framteljanda
verulega, vegna verulegs
eignatjóns, vegna framfærslu
barna sem haldin eru langvinn-
um sjúkdómum eða eru fötluð
eða vangefin, vegna framfærslu
foreldra eða annarra vanda-
manna eða vegna þess að skatt-
þegn hefur látið af störfum
vegna aldurs og gjaldþol hans
skerst verulega af þeim sökum.
Enn fremur getur komið til
greina ivilnun vegna verulegra
útgjalda af menntun barns
(barnaí framteljanda sem
eldra er (eru) en 16 ára. Eyðu-
blöö með nánari skýringum til
noktunar I þessu sambandi fást
hjá skattyfirvöldum. Þar er
annars vegar um að ræða um-
sóknareyðublað vegna mennt-
unarkostnaðar barna og hins
vegar vegna annarra framan-
greindra ástæðna.
Ennfremur skal tilgreina
fengin og greidd meðlög með
börnum á sautjánda ári i þess-
um staflið, sbr. 2. og 3. tölulið i
upphafi leiðbeininganna.
Að lokum skal framteljandi
dagsetja framtalið og undirrita.
Ef um sameiginlegt framtal
hjóna er að ræða skulu þau bæði
undirrita það.
ATHYGLIskal vakin á þvi að
sérhverjum framtalsskyldum
aðila ber að gæta þess að fyrir
hendi séu upplýsingar og gögn
er leggja megi til grundvallar
framtali hans og sannprófunar
þess ef skattyfirvöld krefjast.
öll slik gögn, sem framtalið
varða, skal geyma a.m.k. i 6 ár
miðað við framlagningu skatt-
skrár.
Lagatilvitnanir i leiðbeining-
um þessum eru i lög nr. 68/1971
um tekjuskatt og eignarskatt
með áorðnum breytingum skv.
lögum nr. 7/1972 og lögum nr.
60/1973 svo og lögum nr. 10/1974
um skattkerfisbreytingu.
Varðandi skattframtal ársins
1976skal athygli vakin á þvi að
skv. ákvæðum reglugerðar nr.
257 • 1974 ganga ákvæði 25. gr.
reglugerðar nr. 245/1963 að þvi
er varðar viðhaldskostnað Ibúð-
arhúsnæðis að nýju i gildi frá og
með 1. jan. 1975. Ber þvi i skatt-
framtali ársins 1976 að telja
fram raunverulegan viðhalds-
kostnað ibúðarhúsnæðis á árinu
1975 og geta fært sönnur á hann
með reikningum ef krafist verð-
ur.
Reykjavik, 15. janúar 1975
Rlkisskattstjóri.
Hlunnindamat
1. Fæði:
Fullt fæði sem vinnuveitandi
lætur launþega (og fjölskyldu
hansi endurgjaldslaust i té er
metið sem hér segir:
Fæði fullorðins 375kr.ádag.
Fæði barns,
yngraenlöára 300kr.ádag.
Samsvarandi hæfilegur fæðis-
styrkur (fæðispeningar) er met-
inn sem hér segir:
1 stað fulls fæðis 500kr.ádag.
1 stað hluta fæðis 200'kr.ádag.
2. íbúðarhúsnæði:
Endurgjaldslaus afnot laun-
þega (og fjölskyldu hans) af
Ibúðarhúsnæði, sem vinnuveit-
andi hans lætur i té, skulu metin
til tekna 4% af gildandi fast-
eignamati hlutaðeigandi ibúð-
arhúsnæðis og lóðar.
Láti vinnuveitandi launþega
(og fjölskyldu hans) i té Ibúðar-
húsnæði til afnota gegn endur-
gjaldi, sem lægra er en 4% af
gildandi fasteignamati hlutað-
eigandi ibúðarhúsnæðis og lóð-
ar, skal mismunur teljast laun-
þega til tekna.
3. Fatnaður:
Einkennisföt karla 9.000 kr.
Einkennisfötkvenna 6.200 kr.
Einkennisfrakki karla 7.000 kr.
Einkenniskápa kvenna 4.600kr.
Hlunnindamat þetta miðast
við það að starfsmaður noti ein-
kennisfatnaðinn við fullt árs-
starf.
Ef árlegur meðaltalsvinnu-
timi starfsstéttar reynist sann-
anlega verulega styttri en al-
mennt gerist og einkennisfatn-
aðurinn er eingöngu notaður við
starfið, má vikja frá framan-
greindu hlunnindamati til lækk-
unar, eftir nánari ákvörðun
rikisskattstjóra hverju sinni,
enda hafi komið fram rökstudd
beiðni þar að lútandi frá hlutað-
eigandi aðila.
Með hliðsjón af næstu máls-
grein hér á undan ákveðst
hlunnindamat vegna einkennis-
fatnaðar flugáhafna:
Einkennisföt karla 4.500 kr.
Einkennisföt kvenna 3.100 kr.
Einkennisfrakki karla 3.500 kr.
Einkenniskápa kvenna 2.300 kr.
Fatnaður sem ekki telst ein-
kennisfatnaður skal talinn til
tekna á kostnaðarverði.
Sé greidd ákveðin fjárhæð I
stað fatnaðar, ber að telja hana
til tekna.
4. Afnot bifreiða:
Fyrir afnot launþega af bif-
reiðum, látin honum I té endur-
gjaldslaust af vinnuveitanda:
Fyrirfyrstu 10.000 km afnot
Fyrir næstu 10.000 km afnot
Yfir 20.000 km afnot
Láti vinnuveitandi launþega i
té afnot bifreiðar gegn endur-
gjaldi, sem lægra er en framan-
greint mat, skal mismunur telj-
ast launþega til tekna.
C. íbúðarhúsnæði sem
eigandi notar sjálfur eða
lætur öðrum i té án eðli
Iegs endurgjalds.
Af ibúðarhúsnæði sem eigandi
notar sjálfur eða lætur öðrum i
té án eðlilegs endurgjalds skal
húsaleiga metin til tekna 4% af
gildandi fasteignamati húss
(þ.m.t. bilskúr) og lóðar, eins þó
að um leigulóð sé að ræða. A bú-
jörð skal þó aðeins miða við
fasteignamat ibúðarhúsnæðis-
ins.
1 ófullgerðum og ómetnum i-
búðum sem teknar hafa verið i
notkun, skal eigin leiga reiknuð
1% á ári af kostnaðarverði i árs-
lok eða hlutfallslega lægri eftir
þvi, hvenær húsið var tekið i
notkun og að hve miklu leyti.
Nokkur frádráttur fæst
vegna skólanáms, en h?nn
er mismikill eftir þvi,
hvaða nám er stundað.
Gjaldamat
A. Fæði:
Fæði fullorðins ... 250 kr. á dag.
Fæði barns, yngra en 16
ára ............200 kr. á dag.
Fæði sjómanna á Islenskum
fiskiskipum sem sjálfir greiða
fæðiskostnað:
a. Fyrir hvern dag sem Afla-
tryggingasjóður greiddi
framlag til fæðiskostnaðar
framteljanda ... 64 kr. á dag.
b. Fyrir hvern róðrardag á þil-
farsbátum undir 12 rúmlest-
um og opnum bátum, svo og
öðrum bátum á hrefnu- og
hrognkelsaveiðum, hafi Afla-
tryggingasjóður ekki greitt
framlag til fæðiskostnaðar
framteljanda .. 250 kr. á dag.
B. Námsfrádráttur:
Frádrátt frá tekjum náms-
manna skal leyfa skv. eftirfar-
andi flokkun, fyrir heilt skólaár,
enda fylgi framtölum náms-
manna vottorð skóla um náms-
tima, sbr. þó nánari skýringar
og sérákvæði I 10. tölulið:
1. 81.000 kr:
Bændaskólinn á Hvanneyri,
framhaldsdeild
Fiskvinnsluskólinn
Gagnfræðaskólar, 4. bekkur og
framhaldsdeildir
Háskóli Islands
Húsmæðrakennaraskóli Is-
lands.
Iþróttakennaraskóli Islands
Kennaraháskóli tslands
Kennaraskólinn
Menntaskólar
Myndlista- og Handiðaskóli Is-
lands, dagdeildir
Teiknaraskóli á vegum Iðnskól-
ans I Reykjavik, dagdeild
Tónlistarskólinn i Reykjavik,
píanó- og söngkennaradeild
13 kr. pr. km.
15 kr. pr. km.
11 kr. pr. km.
Tækniskóla Islands (Meina'-
tæknideild þó aðeins fyrir fyrsta
námsár)
Vélskóli íslands, 1. og 2. bekkur
Verknámsskóli iðnaðarins
Verslunarskóli Islands, 5. og 6.
bekkur
2. 67.000 kr:
Fóstruskóli Sumargjafar
Gagnfræðaskólar, 3. bekkur
Héraðsskólar, 3. bekkur
Húsnæðraskólar
Loftskeytaskólinn
Lýðháskólinn i Skálholti
Miðskólar, 3. bekkur
Samvinnuskólinn
Stýrimannaskólinn, 2. og 3.
bekkur, farmannadeild
Stýrimannaskólinn, 2. bekkur,
fiskimannadeild
Vélskóli tslands, 3. bekkur
Verslunarskóli Islands, 1.—4.
bekkur
3. 50.000 kr:
Gagnfræðaskólar, 1. og 2. bekk-
ur
Héraðsskólar, 1. og 2. bekkur
Miðskólar, 1. og 2. bekkur
Stýrimannaskólinn, 1. bekkur
farmanna- og fiskimannadeilda
Unglingaskólar
4. Samfelldir skólar:
a. 50.000 kr. fyrir heilt ár:
Bændaskólar
Garðyrkjuskólinn á Reykjum
b. 36.000 kr. fyrir heilt ár:
Hjúkrunarskóli Islands
Hjúkrunarskóli i tengslum
við Borgarspitalann i
Reykjavik
Leiklistarskóli samtaka á-
hugamanna um leiklist
Ljósmæðraskóli íslands
Námsfíokkar Reykjavikur,
til gagnfræðaprófs
c. 30.000 kr. fyrir heilt ár:
Meistaraskóli Iðnskólans I
Reykjavik
d. 25.000 kr. fyrir heilt ár:
Námsflokkar Reykjavikur,
til miðskólaprófs og verslun-
ar- og skrifstofustarfa
Póst- og simaskólinn, sim-
virkjadeild á fyrsta ári
Röntgentæknaskóli
Sjúkraliðaskóli
Þroskaþjálfaskóli
5. 4 mánaða skólar og
styttri:
Hámarksfrádráttur
30.000 kr. fyrir 4 mán.
Að öðru leyti eftir mán-
aðafjölda.
Til þessara skóla teljast:
Hótel- og veitingaskóli tslands,
sbr. 1 og 2. tl. 3. gr. laga nr.
6/1971
Iðnskólar
Stýrimannaskólinn, undirbún-
ingsdeild
Stýrimannaskólinn, varðskipa-
deild
Teiknaraskóli á vegum Iðnskól-
ans i Reykjavik, siðdegisdeild
Vogaskóli, miðskólanámskeið
6. Námskeið og annað
nám utan hins almenna
skólakerfis:
a. Maður sem stundar nám ut-
an hins almenna skólakerfis
og lýkur prófum við skóla þá
er greinir I liðum 1 og 2, á rétt
á námsfrádrætti skv. þeim
liðum i hlutfalli við námsár-
angur á skattárinu. Þó skal
sá frádráttur aldrei hærri en
sem heilsársfrádrætti nem-
ur, enda þótt námsárangur (i
stigum) sé hærri en sá náms-
árangur sem talinn er vera
tilsvarandi við heilsársnám.
Auk þessa fái nemandi frá-
drátt sem nemur greiddum
námskeiðsgjöldum.
b. Dagnámskeið sem stendur
yfir eigi skemur en 16 vikur,
enda sé ekki unnið með nám-
inu, frádráttur 1.800 kr. fyrir
hverja viku sem námskeiðið
stendur yfir.
c. Kvöldnámskeið, dagnám-
skeið og innlendir bréfaskól-
ar, þegar unnið er með nám-
inu, frádráttur nemi greidd-
um námskeiðsgjöldum.
d. Sumarnámskeið erlendis
leyfist ekki til frádráttar
nema um framhaldsmenntun
sé að ræða, en frádráttur
vegna hennar skal fara eftir
mati hverju sinni.
7. Háskólanám erlendis
Vestur-Evrópa 180.000 kr.
Austur-Evrópa. Athugist sér-
staklega hverju sinni vegna
námslaunafyrirkomulags.
Norður-Amerika 245.000 kr.
8. Annað nám erlendis:
Frádráttur eftir mati hverju
sinni með hliðsjón af skólum
hérlendis.
Atvinnuflugnám:
Frádráttur eftir mati hverju
sinni.
10. Nánari skýringar og
sérákvæði:
a. Námsfrádrátt skv. töluliðum
1 — 5 og 7 skal miða við þann
skóla (og bekk) sem nám er
hafið I að hausti og skiptir þvi
eigi máli, hvort um er að
ræða upphaf eða framhald
náms við hlutaðeigandi
skóla.
Þegar um er að ræða nám
sem stundað er samfellt i 2
vetur eða lengur við þá skóla,
sem taldir eru undir tölulið-
uml, 2, 3, 4og 7, er auk þess
heimilt að draga frá allt að
helmingi frádráttar fyrir við-
komandi skóla það ár sem
4 námi lauk, enda hafi náms-
timi á þvi ári verið lengri en 3
mánuðir. Ef námstimi var
skemmri má draga frá 1/8 af
heilsársfrádrætti fyrir hvern
mánuð eða brot úr mánuði,
sem nám stóð yfir á þvi ári
sem námi lauk.
Ef um er að ræða námskeið
sem standa yfir 6 mánuði eða
lengur, er heimilt að skipta
frádrætti þeirra vegna til
helminga á þau ár sem nám
stóð yfir, enda sé námstimi
siðara árið a.m.k. 3 mánuðir.
b. Skólagjald: Við námsfrá-
drátt skv. töluliðum 1—5 bæt-
ist skólagjald eftir þvi sem
við á.
c. Álag á námsfrádrátt: Búi
námsmaður utan heimilis-
sveitar sinnar meðan á námi
stendur, má hækka námsfrá-
drátt skv. töluliðum 1—5 og
6a.og b. (þó ekki skólagjald
eða námskeiðsgjald) um:
1.
20% hjá þeim nemendum
sem veittur er dvalarstyrkur
skv. lögum nr. 69/1972 um
ráðstafanir til jöfnunar á
námskostnaði eða hliðstæðar
greiðslur á vegum sveitarfé-
laga. Dvalar- og ferðastyrk-
ir, veittir skv. þessum á-
kvæðum, teljast ekki til
tekna né til skerðingar á
námsfrádrætti.
2.
50% hjá þeim nemendum
sem ekki nutu styrkja þeirra
sem um ræðir i 1. tl. þessa
stafliðar.
d. Skerðing námsfrádráttar:
Hafi nemandi fengið náms-
styrk úr rikissjóði eða öðrum
innlendum ellegar erlendum
opinberum sjóðum, skal
námsfrádráttur, þ.m.t.
skólagjald, lækkaður sem
styrknum nemur. Dvalar- og
ferðastyrkir skv. 1 tl. staflið-
ar c. teljast ekki námsstyrkir
i þessu sambandi.
Rvk., 8. janúar 1975
Sigurbjörn Þorbjörnsson,
ríkisskattstjóri
o
Sunnudagur 19. janúar 1975.