Alþýðublaðið - 19.01.1975, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.01.1975, Blaðsíða 7
Siðastliðið fimmtudagskvöld var nokkurs konar „Jamsessi- on” haldið i Sigtúni á vegum Klúbb 32. Komu þar fram hljóð- færaleikararnir: Jakob Magnússon, sem jafnframt var nokkurs konar stjórnandi eða hljómsveitarstjóri, Hrólfur Gunnarsson, trommuleikari hjá Júdas, Rúnar Georgsson á saxófón, Tómas Tómasson sem teygði bassann, Björgvin Gisla- son pelican á gitar, Askell Más- son á trumbur og flautu, og svo söngtrió nokkurt sem eftirtaldir skipuðu: Helga Steinsson, Drifa Kristjánsdóttir og Janis Carol. Þarna var komið saman ein- valalið tónlistarmanna og var ætlunin að „gera góða hluti”, þ.e.a.s. spila nokkur vei valin lög. Það verður þó þvi miður að segja, að þarna fór gott tækifæri fyrir litið, þar sem búið var að smala saman þessum mann- skap. Allt það sem kallast getur „Sound” fór fyrir ofan garð og neðan og öll hljóðfæri illa stillt innbyrðis. Þetta mun mest hafa verið þvi að kenna, að eitthvað bilaði i söngkerfi þvi sem búið var að smala saman þannig að ekkert kom út úr þvi af viti. r i i X OG ANKAB JUDAS: Rótarinn fær sömu laun og hljóöfæraleikararnir... Þeir félagar i Júdas gerast nú stórtækir, og hafa fært út kviarnar upp á siðkastið.Hafa þeir nú bætt við tveimur mönn- um i hljómsveitina en það er hljóðblöndunarmaður og svo rótarinn. Sá sem sér um hljóð- blöndun er Hjörtur Blöndal, hingað til þekktastur fyrir upp- tökur i H.B. stúdió sem hann á og rekur. Þá hefur verið tekin upp sú nýjung innan hljóm- sveitarinnar, að rótarinn fær sömu laun fyrir kvöldið.og aðrir ■ i hljómsveitinni. Þetta mun vera einsdæmi hér á landi. Þetta er snjöll ráðstöfun, þvi að nú geta þeir tryggt sér bestu rótarana, auk þess sem þeir hljóta að leggja sig alla fram um að allt gangi snurðulaust fyrir sig þar sem það er jafnt þeirra hagur sem hinna. Þá er það einnig þjóðræði að hafa sér- stakan mann i hljóðblöndun, þar sem þá nást möguleikar á miklu betra „soundi” og hægt að nýta „mixerinn” miklu betur en áður. Menn skyldu þvi ekki reka upp stór eyru þó að Júdas komi til með að hljóma betur en aðrar hljðmsveitir hér á landi á næst- unni. Það má nærri geta, að þegar sjö menn þiggja sömu laun, þá verður að taka riflega fyrir þjónustuna, enda munu Júdas tæplega falir um þessar mundir fyrir minna en svona 80.000 krónur eða svo. Þá fara þeir nú aö sið erlendra hljómsveita, og hafa sett inn i samninga ákvæði um snittur og mat þar sem þeir spila, og skal fæðið vera til reiðu áður en þeir byrja. Júdas spila sem sagtekkiá fastandi maga á næstunni, og er það vel. r N DANCING MACHINE/JACKSON FIVE TAMLA MOTOWN Jackson Five hafa verið meðal vinsælustu skemmti- krafta i Bandaríkjunum um árabil, og mörgum sinnum verið með lög sin á vinsældar- listum. Tónlist sú sem þeir flytja er soul-tónlist, og hafa þeir byggt á sömu vinsældar- formúlunni undanfarin ár. Þeir hafa þvi ekki verið að stefna ferli sinum i hættu með neinum nýjungum hingað til, og svo er einnig með „Dancing Machine”, hún er dæmigerð „Jackson Five” plata, þar sem syngja það sama og undanfarin ár, og hvergi vottar fyrir stefnu- breytingu. Ekki verður þó sagt að hún sé léleg, þótt kominn sé timi til að þeir fari að breyta til. Platan er pottþétt, nóg af lögum á henni sem vænleg eru til vin- sælda, eins og til dæmis „Dancing Machine’, The Life og the party” og „she’ s a rythm child”. Það er kominn timi til, að tónlist þeirra eldist til jafns við þá, en þangað til verða þeir þó alltaf „barnastjörnur”. YOU/GONG VIRGIN Enn ein úrvals-platan frá hinu nýstofnaða plötu-fyrirtæki, Virgin Records. Virgin records eiga eitt skemmtilegasta stúdió i Bretlandi, og ef dæma má eftir þeim plötum sem þaðan hafa komið, þá virðist það býsna góð hugmynd að breyta gömlu óðalssetri i eitt allsherjar stúdió með fæði og húsnæði. Það voru einmitt Virgin sem gáfu út met- söluplöturnar með Mike Oldfield (Tubular bells, Hergest Ridge), Tangerine dream og Edgar Fröese. Tónlist Gong er mjög i ætt við fyrrgreindar plötur, og virðist það vera stefna Virgin að gefa út þróaða tónlist, sem litið er af i Bret- landi þessa dagana. Miklar impróviseringar og lagleysa einkenna tónlist Gong, og tón- listin er mjög þungmelt, þó að góð sé, hafi maður tima til að kafa i hana. Þetta er alls ekki tónlist sem fellur að smekk flestra er á popptónlist hlusta, og þvi er hún ólikleg til vin- sælda, en þeim sem vilja fá eitt- hvað til að melta, er eindregið bent á þessa plötu. THERE’ S THE RUB/WISHBONE ASH MCA Flestir aðdáendur Wishbone Ash héldu að dagar þeirra væru taldir, að minnsta kosti i þeirri mynd sem þeir voru og að þeir gætu ekki haldið uppi merkinu. Nýjasta plata þeirral. „There’ s The Rub” sýnir þó fram á að ekki var ástæða til slikrar svar- tsýni. Hinn bráðsnjalli gitar- leikur sem var annað aðals- merki þeirra ásamt söngnum, er enn til staðar, þó að greini- lega megi heyta að Andy err ekki til staðar. Virðast þeir hafa þjálfað sig upp i að fylla það skarð sem myndaðist er Andy hætti, i stað þess að bæta inn nýjum manni. Verður ekki annað sagt, en að þetta hafi tekist vonum framar. Lög þeirra eru ennþá þessar skemmtilegu melódiur sem fljóta áfram með ivafi gitaranna og góðum röddunum og söng. Platan er öll mjög jafn góð, og ekkert sérstakt lag tekur öðru fram við fyrstu heyrn. Gömlum aðdáendum Wishbone Ash er þvi óhætt að taka gleði sina aftur, að minnsta kosti i bili. MUDROCK/MUD RAK Drullurokk myndu vist ýmsir vilja islenska þessa tegund tón- listar og lái ég þeim það ekki. Hljómsveitin Mud hefur að undanförnu tröllriðið breska vinsældarlistanum með lögum eftir verksmiðjuna Chinn?- /Chapman. Sú lagaverksmiðja hefur nú undanfarin ár rutt út úr sér keimlikum lögum, fullum af mismunandi hljómsveitum, svo sem Suzy Qyatro, Sweet og svo Mud. Af þessum hljóm- sveitum hefur Suzy áreiðanlega verið best, en Mud lökust. Lögin hafa öll haft það sér til ágætis, að vera samin i þeim takti sem okkur finnst ósjálfrátt best að dansa eftir, og þannig hafa þessi lög komist til vinsælda i gegnum diskitekin erlendis. En það er litið annað hægt að segja um þessi lög annað en pottþéttar formúlur og góðar upptökur, og ekki skánar það þegar Mud taka fyrir lög eftir aðra en verk- smiðjuna, og leita i þvi skyni aftur i timann og misþyrma „Hippy hippy shake”, og öðrum gullaldarlögum. SHEER HE ART ATTACK/QUEEN EMI Queen hafa breyst töluvert frá siðustu plötu sinni að þvi leyti, að tónlist þeirra er nú mun meira við það niðuð við seljast meira og ná til fjöldans. Þannig eru iögin nú stutt og frekar endaslepp þar sem áður var um samstæöar hliðar að ræða. Þetta verður þó aðeins til þess að leggja meiri áherslu á getu Queen til þess að spila þungt rokk. Raddanir þeirra eru i ætt við Sparks, en tónlistin er þó frábrugðin. Af þessari plötu er lagið Killer Queen þegar búið að ná miklum vinsældum i Evrópu en mörg lög á plötunni eru þó ekkert siöri. Platan tilheyrir tvimælalaust hinu hreinræktaða breska rokki, og er með þvi betra sem komið hefur frá þeim vigstöðvum að undanförnu. Góð lög eru til dæmis, „Flic of the wrist, Bring bask that Leroy Brown” og „Brighton Rock”. Platan mun örugglega auka við vinsældir þeirra hérlendis, sem þó eru nú þegar töluverðar. Agæt rokk-plata. OFANGREINDAR PLÖTUR ERU FENGNAR AÐ LÁNI í FACO, LAUGAVEGI 89. Sunnudagur 19. janúar 1975. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.