Alþýðublaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 12
alþýðu hlKmni Plastos lil* plastpokavebksmioja Símar 82639-82655 Valnogörbum 6 Bo* 4064 — Reykjavlk KÓPAVOGS APÓTEK Opiö öll kvöld til kl. 7 ^Laugardaga til kl. 12 . SENDIBILASTÖDIN Hf Hverjir eru listamenn og hverjir ekki? Mikil deila virðist nú vera komin upp á millí sýningarráðs Kjarvalsstaðaog Bandalags íslenskra listamanna annars vegar, og borgarráðs hins vegar. Sýningarráð hefur hafnað umsókn Jakobs Hafstein um að fá afnot af vestursal hússins til sýningarhalds. Borgarráö er hins vegar ekki sammála sýningarráði í þessum efnum, og hefur ákveðið að sýning á verkum Kjarvals sem nú stendur yfir í Kjarvalssal skuli vikja um sinn fyrir sýningu Jakobs. Vegna þessarar ráðstöfunar borgarráðs, hefur Bandalag fslenskra listamanna sent frá sér samþykkt þá sem birtist hér fyrir neðan. Alþýðublaðið leitaði til þeirra manna sem mest hafa með þetta þeirra hér á eftir. Albert Guðmundsson, varaformaður borgar- ráðs. „Kjarvalssalur er ekkert sér- staklega fyrir Kjarval, húsið var nefnt eftir honum til þess að heiðra minningu hans. Enda segir i reglugerð fyrir húsið annarri grein, þar sem fjallað er um reglur og gjaldskrá vegna leigu á að aðstöðu til sýninga- halds og fleira, orðrétt eftirfar- andi: „Vestursalur hússins er fyrst og fremst ætlaður til út- leigu, svo og aðstaða á svæði framan við sýningarsali, þó þannig að ekki fari i bága við samninga um veitingarekstur. Þá er og heimilt að leigja út fundarsal i austurhluta hússins. Ef rik ástæða þykir til, er hús- stjórn og heimilað að leigja mál að gera, og fara svör Kjarvalssal, enda skal þá leiga að þvi leyti miðuð við, að leigutaki beri allan kostnað af þvi að verk þau sem i salnum eru, verði tekin niður og sett upp aftur. Hússtjórn úrskurðar, hve háa fjárhæð greiða skuli, nema samkomulag verði um annað.” Kjarvalsstaði r eru borgar- bygging, þar sem allir viðurkenndir listamenn eiga að geta fengið inni. ,,Ég tel það ekki nokkra hætu, að ágætur listamaður eins og Jakob Hafstein skuli ekki fá þarna inni, einungis vegna þess, að þröngur hópur listamanna sem hafa sérstaka skoðun á þvi, hvað sé list, og taka ekki tillit til þess sem fólkið vill, skuli geta meinað listamönnum afnota af húsnæðinu. Það hefur komið fyrir áður að viðurkenndir listamenn sem þarna hafa veriö flæmdir i burtu hafa fengið inni annars staðar og hlotið lof fyrir vel heppnaðar sýningar. Ég held að það sé að minnsta kosti þrisvar sinnum sem að ágætir listamenn hafa ekki fengið afnot af Kjarvalsstöðum. Borgaryfirvöldum berskylda til að tryggja viðurkenndum listmönnum afnot af þessari sameign borgarinnar, hvaða skoðanir sem sýningarráð annars hefur á listsköpun þeirra. Sér i lagi, þegar þetta mikla mannvirki stendur autt og ónotað á þeim tima sem að iistamaðurinn vill halda sýna sýningu.” Á fundi stjórnar Bandalags isl. listamanna i gær var gerð svofelld samþykkt: „Stjórn Bandalags ísl. listamanna fordæmir harð- lega þá smekkleysu borgarráðs að ætla sér að taka ofan nýbyrjaða sýningu á verkum Kjarvals í sal þeim, sem kenndur er við hann og bjóða í hans stað Jakobi Hafstein að sýna myndir sínar þar, byggja þannig Kjarval sjálfum út af Kjarvalsstöðum, og telur það þjóðarhneisu." Alfreð Guðmundsson, for- stöðumaður Kjarvalsstaða: ,,Ég vil ekkert um málið segja, enda get ég það ekki, þar sem- mér hefur ekki verið tilkynnt um þ.?ssa breytingu formlega”. „Ölafur B. Thors formaður hússtjórnar Kjarvalsstaða: Ég vil ekkert tjá mig um þetta mál aö svo stöddu. En það get ég sagt þér, að sýningarráð hefur engan ákvörðunarrétt með Kjarvalssal, hann heyrir beint undir borgarráð. Sýningarráð er skipað fjórum listamönnum sem kosnir eru af B.Í.L. og svo hússtjórn. Vestursalurinn lýtur stjórn sýningarráðs, og ræður það hverjir þar fá inni og hverjir ekki. Hins vegar vil ég Itreka það, að gert er ráð fyrir að Kjarvalssýningin verði sett upp aftur, að sýningu Jakobs Hafsteins lokinni, annað vil ég ekki. um málið segja”. „Hafsteinn Daviðsson hjá Bandalagi islenskra listamanna sagði eftirfarandi :,,Ég vil ekkert meira um þetta mál segja, en það sem kemur fram i sam- þykkt okkar. Ég vil þó taka fram, að hér er ekki um neina úlfúð af okkar hálfu i garð persónunnar Jakobs Hafstein, siður en svo”. Hér sést inn í vestursal Kjarvalsstaða, sem stendur auður, og bíður þess, að einhver verðugur listamaður sem er salnum samboðinn, hengi upp verk sin. FIMM á förnum vegi Ferðu á málverkasýningar? "I Gunnar Valdimarsson, borgar- starfsmaöur: „Ég vinn nú við þær dálitið, ég er starfsmaður á Kjarvalsstöð- um, svo að ég sé allar sýningar sem þar eru settar upp. Það er margt ákaflega áhugavert sem þar er sýnt, Kjarvalssýningin sem nú er i gangi er mjög góð”. Marfnó Ólafsson, verslunar- maður: „Nei, á þær fer ég ekki. Það eru mörg ár siðan ég fór siðast á málverkasýningu. Ég kann ekki við þessa nýmóðins list sem kallað er, hún er ekki nögu frumleg, hafi maður seð eina, þá hefur maður séð allar”. Sóiveig Jónsdóttir, húsmóöir: „Já, það hefur komið fyrir, þó sjaldan á seinni árum. Ég er afarspennt fyrir málverkum, þau eru bara orðin svo dýr að ég hef ekki ráð á þeim”. Katrin Eiriksdóttir, húsmóöir: „Já það geri ég stundum. Ég hef farið á Kjarvalssýninguna, mér finnst hún alveg dásamleg. Annars er ég litið fyrir abstrakt, ég skil þau bara ekki. Það þarf að læra að skilja abstrakt- málverk”. Hildur Tómasdóttir, nemi: „Nei, ég geri litið af þvi, mér finnst aftur á móti gaman að glugga i málverkabækur. Ég hef bara ekki tima til þess að fara á sýningar”.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.