Alþýðublaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 1
Óveðrið olli skemmdum í Hveragerði Mikiö fárviðri geisaði um allt land i gær, en einna verst mun þó ástandið hafa verið i Hveragerði. Aö sögn Isaks Jónssonar i Hveragerði, þá urðu þar tals- verðar skemmdir, þakplötur fuku af nokkrum hús- um, rafmagnsstaurar féllu og fárviðri slikt, að fólk hætti sér ekki út á götur bæjarins. Þá brotnuðu marg- ar rúður i nokkrum gróðurhúsum, og sagðist ísak hafa talið um fimmtiu brotnar rúður i einni álmunni. Rúðurnar munu hafa brotnað af vöidum grjótflugs. Þá henti það einn bilstjóra, þá er hann var að aka yfir eina götuna, þar sein rafmagnsstaurar höfðu fallið niður, að hann ók yfir nokkrar raflinur. Það vildi honum þó til lifs, að búið var að taka af þeim all- an straum, en heldur brá honum þegar Hnurnar lyft- ust i einni hviðunni og billinn með. Hann komst þó ferða sinna að lokum. SJOMENN I VERK- FALL 10. FEBRÚAR SEMJIST EKKIFYRIR ÞANN TIMA 22. janúar 1975 — 17. tbl. 56. árg. Rösklega 30 krónur af hverjum bensínlítra renna í ríkissjóð. DYPSTA LÆGÐ Á ÞESSUM VETRI! „Veðurofsinn i dag stafar af þvi að nú geng- ur yfir okkur ein dýpsta lægð vetrarins og hefur þrýstingur i lægðar- miðju komist niður i 940 millibör”, sagði Páll Bergþórsson, veður- fræðingur, i viðtali við Alþýðublaðið i gær, en mikið hvassviðri var þá á öllu landinu. Páll sagði ennfrem- ur: „Það hefur verið austanátt um allt land og vindur komist i 12 stig á Hornafirði, Fag- urhólsmýri, i Æðey og að sjálfsögðu á Stór- höfða. Heldur virðist veðrið vera að ganga niður með kvöldinu, en þó getur það stafað af þvi að vindáttin er að breyta sér, i norð-aust- an, og veður gæti þvi enn versnað sumsstað- ar. 1 fyrramálið ætti þó að draga úr þvi viðast hvar og eftir hádegið verður liklega orðið sæmilegt að aftur. RIKIÐ GRÆÐIR 2.600 MILUÚNIR A HÆKK- IINUM A OLiU 0G BENSlNI Hinar gifurlegu hækkanir á oliuverði, sem dunið hafa á íslendingum eins og öðrum þjóðum allt siðan haustið 1973, hafa gefið rikissjóði drjúgan aukaskilding i sinn hlut. Þannig munu tekjur rikisins af bensini og gasoliu hafa aukist um 2.600 milljónir á ári og er þá miðað við þær oliu- verðshækkanirnar, sem orðið hafa frá hausti 1973 og fram til siðustu ára- móta. Auk þess hafa tolltekjur rikissjóðs aukist mjög verulega á umræddu timabili af hvers konar innfluttum vörum, sem i verðlagningu eru að meira eða minna leyti háðar oliuverði. Alþýðublaðið leitaði til Onundar Asgeirssonar, forstjóra Oliuverslunar Islands, h.f., og spurði hann, hve tekjur rikis- sjóðs hafi aukist mikið beinlinis vegna hækkananna á oliu- verðinu. önundur reikn- aði út fyrir blaðið, hver þessu tekjuaukning er, og niðurstaðan er sú, að vegna hækkana á bensini (bilabensini) frá hausti 1973 og fram til siðustu áramóta, hafa tekjur rikissjóðs i hvers konar opinberum gjöldum á bensini aukist um 1.700 milljónir króna á árs- grundvelli, en um 800 milljónir af gasoliunni. Eins, og kunnugt er kostar nú hver bensinlítri kr 51.00. Samkvæmt upp- lýsingum, sem Alþýðu- blaðið aflaði sér hjá Val- geiri Arsælssyni i við- skiptaráðuneytinu, renna rúmlega 30.00 krónur af þessari 51.00 krónu til rikisins, eða 59% útsöiu- verðsins. Tekjur rikisins af hverjum bensinlitra eruþessar: 50% innflutn- ingstollur, vegagjald krónur 16.00 og siðan 19% söluskattur. Jón Sigurðsson, for- maður Sjómannasam- bands Islands skýrði Alþýðublaðinu frá þvi i ■ gærkvöldi, að samninganefnd sjó- manna vegna báta- kjarasamninga hafi á fundi sinum i gær sam- þykkt einróma ályktun um að beina þeim til- mælum til aðildarfélaga Sjómannasambands Islands, sem sagt hafa upp kjarasamingum umbjóðenda sinna á bátaflotanum, að þau boði til vinnustöðvunar, er taki gildi eigi siðar en á miðnætti 10. febrúar næstkomandi, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tima. Jón sagði i samtali við Alþýðublaðið, að enn ekki verið tekin afstaða til hugsanlegrar verk- fallsboðunar vegna samninga sjómanna á togurunum. Eins og kunngt er hefur sjómannadeilunni verði visað til sátta- semjara. Hvorki hefur gengið né rekið i við- ræðum sjómanna og út- gerðarmanna til þessa og hafa nýir fundir ekki verið boðaðir. — Ráðuneytið að ganga frá kærunni „Ekki hefur verið formlega gengið frá kærunni fyrir heimild- arlausar rækjuveiðar i Húnaflóa”, sagði Þórö- ur Asgeirsson, ráðu- neytisstjóri i sjávarút- vegsráðuneytinu, „en þetta atferli verður kært, samkvæmt fyrri yfirlýsingum ráð- herra”. Kvað ráðuneytisstjór- inn vera um það að ræða, að bátur hefði verið sviftur veiðileyfi, en þrátt fyrir það hefði hann haldið veiðum áfram. Það væri þvi augljóst mál, að þettta yrði kært, eins og áður greinir. Þar sem ekki hefur enn verið gengið formlega frá kærunni, er ekki kunnugt um, hvernig málatilbúnaði verður hagað. EIGN SALTFISKDEILDAR VERÐJÖFNUNARSJÖÐSINS JÚKST ÚR 300 í 1000 MILLJÚNIR Á S.L. ARI ,,Þegar litið er á útf lutnings- afurðir f iskiðnaðarins, er Ijóst, að saltfisksalan á árinu 1974, hefur gengið vonum framar, og staðan i saltfisk- deild Verðjöfnunarsjósð sýnir um 1 milljarð króna eign mið- að við sl. áramót", sagði isólf- ur Sigurðsson, fulltrúi, i viðtali við Alþýðublaðið. Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins skiptist i þrjár deildir: 1) Freðfisk- deild, 2) Mjöl- og lýsisdeild, 3) Salt- fiskdeild Undir freðfiskdeildina heyra humar og rækja, auk þess, sem almennt er nefnt freðfiskur. Mjöl og lýsi eru mest- megnis afurðir sildar og loðnu. Skreið er enn ekki komin inn i verðjöfnunar- sjóðinn. Eign saltfiskdeildar um áramót ’73- ’74 var tæpar 300 milljónir króna, og hafa þvi greiðslur af sölu saltfisks árið 1974, numið um 700 milljónum króna. Staðan hjá freðfiskdeild verðjöfnun- arsjóðs er um 1,5 milljarður króna eign miðað við siðustu áramót, sem er sama staða og um áramótin 1972-73. Til þess að mæta verðsveiflum i mjöl- og lýsisútflutningi voru um ára- mótin um 200 milljónir tii skiptanna. Þrátt fyrir verðfall á mjöli, sem mætt hefur verið með 240-50 milljónum króna á sl. ári, hefur lýsisverðið vegið nokkuð á móti. Veröjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins er i vörslu Seðlabanka Islands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.