Alþýðublaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 1
Lúðvík fylgjandi söluskattshækkun Þeir atburöir urðu á Alþingi i gær, að Lúðvik Jósepsson, formaður þingflokks Alþýðubanda- lagsins, lýsti stuðningi við áform rikisstjórnarinnar um að hækka söluskatt úr 19% i 20%. Lét Lúðvik þess að visu getið, að hann myndi láta reyna á hvort samstaða kynni að nást um einhverjar aðrar tekjuöflunarleiðir i nefnd þeirri, sem fær sölu- skattshækkunina til meðferðar. Ekki minntist Lúðvik þó á, hvaða aðrar leiðir hann ætti þar við. En þingmaðurinn tók sérstaklega fram — og itrekaði það raunar i siðari ræðu — að næðist ekki slikt samkomulag, þá myndi hann styðja til- lögur rikisstjórnarinnar um söluskattshækkun. Menn veittu þvi athygli, að margir þingmenn Alþýðubandalagsins — þ. á.m. Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar — sátu ekki þingfundinn þegar Lúðvik gaf yfirlýsingu sina um stuðning við söluskatts- hækkunina. Lausleg áætlun Viðlagasjóðs um útgjöld vegna Norðfjarðar. Björgun og hreinsun ....................................... 50 millj. kr. Tjónabætur: Fasteignir .......................... 135 millj. kr. Vélar, tæki og lausafé.................. 225 — — -------------------- 360 — — Aðrar bætur .............................................. 40 — —- Viðbótarlán .................................................. 0 — — Kostnaður Viðlagasjóðs .................................... 10 — — Ýmislegt ófyrirséð .......................................... 40 — — Samtals 500 millj. kr. Þessi áætlun miðast við að síldarverksmiðja sé ekki endurreist á sama stað, og að fallist verði á, að bæta yfirgefin verðmæti. Með fyrirvara um mikla óvissu um ástand véla i rústum síldarverksmiðju. alþýðul SÖLUSKATTUR HÆKKAR í 20% MIDVIKUDAGUR 26. febrúar 1975 — 48. tbl 56. árg. 'BJÖRN JÓNSSON: ' Fátt er jákvætt flest neikvætt „Ekkert tilboð hefur komið fram frá at- vinnurekendum, og það jákvæða, sem rikis- stjórnin hefur sagt i sambandi við skatta- málin er svo litið, borið saman við það nei- kvæða, sem hún er að gera, að upp úr viðræð- um okkar við atvinnu- rekendur hefur nú slitn- að”, sagði Björn Jóns- son, forseti ASl i viðtali við Alþýðublaðið. „Við höfum þvi tilkynnt sáttasemjara rikisins, að við teljum frekari viðræður tilgangslaus- ar, eins og málin standa”, sagði Björn. Björn sagði ennfrem- ur: „Við höfðum vænst þess, að rikisstjórnin myndi leggja sitt til lausnar með þvi að draga úr rikisútgjöldum og lækka skatta. Nú hef- ur hún þvert á móti lagt fram frumvarp um hækkaðan söluskatt. Aðgerðir rfkisstjórnar- innar hafa haft mikil á- hrif á viðræðurnar, og nú á þann hátt, að upp úr þeim hefur slitnað”. Verkalýðsfélögin, sem standa að baki samninganefndar ASl hafa boðað til ráðstefnu hinn 3. mars næstkom- andi, og taldi Björn Jónsson, að ekki yrðu nein skref stigin i samn- ingamálum fyrr en að þeirri ráðstefnu lokinni. 1 gær lagði rikisstjórnin fram á Alþingi tvö frumvörp, sem stefna að þvi, að söluskattur verði hækkaður úr 19% i 20%. Annað frumvarpið er um ráðstafanir vegna snjó- flóða I Norðfirði og fjár- öflun til Viðlagasjóðs vegna greiðslu eftir- stöðva á bótum vegna jarðeldanna á Heimaey. Hitt frumvarpið er um ráðstafanir til þess að draga úr áhrifum oliu- verðhækkana. • m 1 fyrra frumvarpinu er gert ráð fyrir þvi, að framlengja til ársloka 1975 það eina söluskatts- stig, sem Viðlagasjóður hefur haft tekjur af og átti að falla niður 1. mars n.k. Þá er I þessu sama frumvarpi gert ráð fyrir þvi, að nýju stigi verði bætt við og eigi hluti af tekjum af þvi (500 m.kr.) að renna til greiðslu bóta i Neskaupstað, en hinn hluti þess að renna i Viðlagasjóð sem viðbótartekjur vegna Vestmannaeyja. • • 1 siðara frumvarpinu — um oliuverðhækkanir o.fl. — er lagt til, að fram- lengja til ársloka þvl söluska ttsstigi, sem ;n iður átti að falla 1. mars n.k. og tekjum hefur verið varið af til þess að greiða niður oliukostnað við hús- hitun. Sú breyting er þó gerð á fyrirkomulagi þessara mála frá þvi, sem verið hefur, aö i stað þessaðverja tekjunum af öllu þessu söluskattsstigi til þess að greiða niður húshitunaroliu, þá á oliu- niðurgreiðslan að haldast óbreytt i krónutölu en hluti teknanna vegna þessara viðbótarsölu- skattsstigs á að renna til greiðslu kostnaðar við jaröhitarannsóknir og hitaveituf ramkvæmdir. Alþýðuflokkurinn á mðti Gylfi Þ. Gislason, þjóðfélaginu. formaður þingflokks Alþýðuflokksins, lýsti þvi yfir á Alþingi i gær, að þingflokkur Alþýðu- flokksins teldi enga nauðsyn bera til þess að hækka söluskatt um enn eitt stig til þess að afla tekna til Viðlagasjóðs vegna eftirstöðva Vest- mannaeyjabóta og bóta- greiðslna til Norðfirðinga og myndu þingmenn Alþýðuflokksins þvl greiða atkvæði gegn sölu- skattshækkuninni. Færði Gylfi rök fyrir þvi, að mætavel væri unnt að bæta bæði Norðfirðingum tjón sitt og að ljúka Vest- mannaeyjamálinu án þess að leggja á nýja skatta og taldi það fráleitt og ábyrgðarlaust að grípa til skattahækk- ana að óþörfu eins og málum væri nú háttað i Gylfi vitnaði til bréfs stjórnar Viðlagasjóðs frá 11. desember s.l. þar sem þvi er lýst yfir, að Viðlagasjóður telji ekki nauðsynlegt að hækka söluskatt til þess að ljúka bótagreiðslum heldur aðeins að framlengja óbreytt hið eina sölu- skattsstig, sem rennur i sjóðinn, um eitt ár i viðbót. Sagði Gylfi, að þetta jafngilti yfirlýsingu stjórnar Viðlagasjóðs sjálfs um, að söluskatts- hækkun vegna Vest- mannaeyja væri þörf. Gylfi sagði, að þing- menn Alþýðuflokksins samþykktu fyllilega að þjóðin öll ætti að taka á sig greiðslur á þeim 500 m.kr., sem tjónið I Neskaupstað er áætlað. Hann sagði að f járöflun af þessari stærðargráðu gæti alls ekki réttlætt eins stigs hækkun á söluskatti, enda myndi sú hækkun skila rikissjóði nær tvö- faldri þeirri upphæð i tekjur, sem tjónið I Neskaupstað er áætlað. Gylfi benti á, að þessar 500 m.kr., sem rætt væri um, jafngiltu aðeins 1% af útgjöldum fjárlaga islenska rikisins og það þýddi ekkert að segja þjóðinni það, að þeirrar fjárhæðar væri ekki hægt að afla einfaldlega með sambærilegum sparnaði i rikisrekstrinum. Væri nærtækast að beita þeirri leið og væri Alþýðufiokk- urinn reiðubúinn til þess að taka þátt i slikri lausn, en hitt væri með öllu fráleitt að nota fjár- öflunarvanda, sem ekki væri meiri en þetta, sem röksemd fyrir nýjum skattahækkunum. NEYSLUVATN ER VÍÐAST ONOTHÆFT 1 llestum kaupstöðum og kauptúnum landsins, utan Reykjavikur, Kópa- vogs, Seltjarnarness, Hafnarfjarðar, Njarðvika og Keflavlkur, telst neysluvatn undir þeim gæðamörkum, sem viö- unandi teljast, sam- kvæmt þeim sýnum, sem tekin hafa verið i vatns- bólum og send Rann- sóknarstofnun fiskiðnað- arins til athugunar. Astandið er verst á svæðinu milli Borðeyrar og Patreksfjarðar, en þar teljast 85,2% sýna, sem tekin voru á árunum 1973 og 1974, ófullnægjandi vegna of mikils magns saurgerla. A svæðinu Djúpivogur—Raufarhöfn er ástandið lika slæmt, en þar voru 55,8% sýnanna athugaverð. Til viðmið- unar má geta þess, að 8,8% sýna úr Vatnsveitu Reykjavikur, tekin á sama timabili, reyndust athugaverð. Þetta kom fram i er- indi, sem dr. Sigurður Pétursson gerlafræðingur hélt i gær á ráðstefnu Sambands islenskra sveitarfélaga um vatn. 1 þessu sambandi sló Sigurður þó þann var- nagla, að mjög viða er alls ekki hugsað nægilega mikið um að taka reglu- lega sýni úr vatnsbólum og senda til athugunar, þannig að þessi saman- tekt gefur ekki allskostar rétta mynd af ástandinu. Þó hafa borist nægilega mörg sýni frá ýmsum stöðum til þess að mark- tækar niðurstöður fáist og nefndi Sigurður sérstak- lega staði á Austfjörðum og Vestfjörðum. A Seyðisfirði og Eskifirði sagði hann, að ástandið sé slæmt, og reyndar viðast á Vestfjörðum, nema á Bolungarvik þar sem hef- ur verið borað eftir vatni. Þá nefndi hann Stykkis- hólm, Búðardal og Akra- nes og sagði, að ástandið á þessum stöðum sé mjög slæmt, og ennfremur á Hvalfjarðarströnd. Benti Sigurður ráðstefnugest- um á, að þessi þjónusta rannsóknarstofunnar sé látin i té endurgjaldslaust og sagði að nokkurs mis- skilnings virðisthafa gætt I þvi sambandi. Um ástand vatnsmála á sveitabæjum sagði Sig- urður, að litið sé vitað, en þó hafi verið tekin sýni úr vatnsbólum allra bæja i einum hrepp landsins og send til rannsóknar, en það sé algjört einsdæmi. Þarna var um að ræða Skútustaðahrepp, og voru send þaðan 54 sýni. Af þeim reyndust 31 nothæft, sem verður að teljast gott. Reglur um töku sýna úr neysluvatni eru þær, að á stöðum með innan við 2000 ibúa á að taka sýni á þriggja mánaða fresti, þar sem ibúar eru 2000—20.000 á að taka eitt sýni á mánuði, þar sem I- búar eru 20.000—50.000 á að taka sýni vikulega, á fjögurra daga fresti þar sem ibúar eru 50.000—100.000 og daglega þar sem ibúar eru fleiri en 100.000. Samanlagður fjöldi sýna, sem Rann- sóknarstofu fiskiðnaðar- ins barst árin 1973 og ’74 er 1760, eða 919 fyrra árið og 861 það siðara. Könnun á sumarvinnu unglinga Könnun, sem gerð var við námsbraut Háskóla Islands I almennum þjóð- félagsfræðum, á launa- vinnu reykviskra ung- linga, hefur leitt i ljós að 22,8% pilta og 17.7% stúlkna, á aldrinum 15, 16,17 og 18 ára, stunda að einhverju leyti launuð störf jafnframt skóla- námi sinu. Hæst hlutfall er hjá 16 ára piltum, 29.6%, en lægst hjá 15 ára stúlkum, 14.0%. 1 heild reyndist vinnu þessara aldursflokka með skóla, þannig háttað: Piltar Stúlkur F. 1957 18.6% 23.0% F. 1958 27.5% 17.5% F. 1959 29.6% 16.0% F. 1960 15.9% 14.0% Allir ald- ursflokkar 22.8% 17.7% 11% piltanna og 9% stúlknanna reyndust hafa byrjað þátttöku sina i at- vinnulifinu tiu ára eða yngri. 52% pilta og 37% stúlkna hófu vinnu á aldr- inum 11—13 ára, en 30% piltanna og 45% stúlkn- anna byrjuðu 14 ára eða eldri. 7% piltanna og 9% stúlknanna létu spurning- unni ósvarað. • «• Við athugun þessa var einnig kannað hugsanlegt samband milli starfs- flokkastöðu föður og launaðrar vinnu ung- linga. Var feðrum skipt i þrjá starfsflokka, eftir eðli starfs, menntunar- kröfu þess og álits þess sem það nýtur i þjóðfé- laginu. Reyndist staða föður ekki hafa merkjan- leg áhrif á það hvort pilt- ar vinna með námi eða ekki. Hjá stúlkunum var aftur á móti allskýran mun að finna og reyndist algengast að dætur verkamanna ynnu með námi sinu. 20.7% þeirra stunda launuð störf með námi, 18.1% þeirra sem eiga föður við iðnaðar- og sérmenntuð þjónustu- störf, en 13.3% þeirra sem eiga föður i stjórnunar- störfum eöa störfum sem kefjast langmenntunar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.