Alþýðublaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 7
við líkamlega ti I-
hneigingu til að fá sjúk
dóma séu þrenns konar
manngerðir, sem sjáist á
því, hvernig fólk bregst
við vissum aðstæðum.
Hann skiptir sjúklingun-
um í mikil viðbrögð",
„lítil viðbrögð" og „inni-
lokaðir". Sjúklingurinn
er t.d. spurður:
— Ef þú sætir á bekk í
almenningsgarði og það
kæmi maður, sem þú ekki
þekktir, jafngamall þér,
jaf nþungur og jaf nstór og
sparkaði í sköflunginn á
þér — hvað myndirðu
gera?
Þeir, sem höfðu „mikil
viðbrögð" sögðust lú-
berja hann. Það voru
þeir, sem þjáðust af liða-
gigt, æxli í meltingafær-
um og æðahnútum. And-
stæðan við þessa mann-
gerð voru þeir sjúklingar,
sem sögðust alls ekki
gera neitt. Það eru þeir,
sem dr. Ring kallar „lítil
viðbrögð". Þeir höfðu til-
hneigingu til að bæla
niðri tilfinningar eins
og ótta og reiði, og þegja
yfir hugsunum sínum. í
þessum hópi voru menn
með gigt og ristilbólgu.
Loks er það „inni-
iokaði" hópurinn, sem
veit, að hann finnur til
ótta og reiði, en lætur það
sjaldnast í Ijósi. Þessir
sjúklingar svöruðu:
— Það gæti verið að ég
lemdi hann, eða „Ég yrði
víst reiður". í þessum
hópi voru flestir þeir,
sem þjáðust af astma,
mígrenu og sykursýki.
rvö kerfi
Vísindamenn og lækn-
ar, sem vinna að rann-
sóknum innan psyko-
somatíkur standa and-
spænis miklum og erfið-
um vandamálum. Það
veit enginn, hvað fram-
undan er, ea vísinda-
mönnum hefúrHékist að
sanna, að tvö kerfi í
mannslíkamanum geti
gefið flest svörin:
„kirtlakerfið" og
limbíska-kerfið".
Kitlakerfið nær yfir
kirtla líkamans, sem
spýta efni beint í blóðið.
Efnið, sem þeir gefa frá
sér eru hvatar, sem virka
beint á líffærin og önnur
líffæri, annað hvort með
því að örva þau eða draga
úr starfsemi þeirra.
Hvatar eru mjög sterk
efni og það er því, sem
læknar hafa í mörg ár
gert tilraunir með hvata á
mörgum sviðum — allt
frá tilraunum til að laga
kynferðislegar truflanir
til þess að reyna að gera
gamlar Hollywoodstjörn-
ur unglegri.
Það er með þessum
hvötum og kirtlastarf-
seminni, sem því er
stjórnað, hvort við getum
brugðist við þeim kröf-
um, sem breytingar á
umhverfi gera til okkar
eða ekki.
Þegar við erum t.d.
hrædd eða reið sendir
adrenalínkirtillinn (sem
er einn mikilvægasti
lokuðu kirtlanna)
andrenalín í blóðið og nær
því á stundinni slær
hjartað hraðar, vöðvarnir
spennast og aðrar inn-
vortis breytingar eiga sér
stað, sem gera likaman-
um unnt annað hvort að
berjast við orsökina fyrir
reiði eða ótta nú eða
flýja.
Þegar við erum undir
streitu i einhverri mynd
heldur adrenalínkirtillinn
áfram að spýta hvötum
sinum inn í blóðið og
likaminn bregst við þeim,
án þess að leysa orku úr
læðingi, en það myndi
gerast, ef líkaminn gerði
annað hvort árás eða
legði á flótta.
Truflanir
á hvatastarfseminm
Adrenalín eins og
noradrenalin, ACTH og
aðrir hvatar líkamans er
ótrúlega sterkt efni. Að-
eins fáeinir krystallar af
því, sem leystir eru upp á
móti 100 þúsund eining af
vatni og sprautað í kött
gera hann að villidýri
með kryppu og spenntar
klær á minna en mínútu.
Ef þessum hvötum er
spýtt stöðugt inn í
líkamann vegna við-
bragða manns við hættu-
ástandi eða erfiðleikum í
lengri tíma, getur það
valdið breytingum á líf-
færum likamans. Af-
leiðingarnar geta orðið
þær að fólk vinni of mikið
eða ekki nóg og það leiðir
aftur til þess, að líffærin
starfa ekki eins og þeim
ber. Þetta hárfína jafn-
vægi, sem er nauðsynlegt
til að öll líffæri starf i rétt
getur truflast og eins
jafnvægið milli tveggja
líffæra. Sé litið á [aetta
frá öðru sjónarmiði, þá
álíta sumir læknar og þar
á meðal Wilhelm Reich
heitinn og bandaríski
geðlæknirinn Alexander
Lowen, að þessir hvatar
geti hlaðist upp í frumun-
um og orsakað dauða
bletti i vöðvunum, sem
gætu leitt til bólgu og
margra annarra sjúk-
dóma svo sem
geðtruf lana.
Hitt kerfið, sem er
einnig Fv rannsókn eða
„limbíska : js*erf ið" er
frumstæður hluti heilans.
Paul D. /\AacLean frá
Yale háskólánúm hefur
komið með kenningu,
sem er um, að„the limbic
system" vinni í sjálfu sér
einsog „varaheili". Hann
þýðir" reynslu beint í til-
finningar í stað með-
vitaðra hugsana og
ákvarðana (en um það
sér annar hluti heilans,
heilabörkurinn).
„Limbíska kerfið" verð-
ur fyrir miklum áhrifum
af ti If inningalegum
breytingum. Þetta hefur
aftur áhrif á ósjálfráða
taugakerfið, sem sér um
lífsnauðsynleg störf í
líkamanum, s.s. andar-
drátt, blóðrás og efna
skipti.
Rannsóknir á frumstigi
Vísindamenn telja, að
heilaskemmdir í
„limbíska" hluta heilans
geti orsakað afgerandi
breytingar í hegðun dýra.
öskrandi tigrisdýr, sem
skaddast í vissum hluta
þess, breytist í malandi
húsdýr. Það er hægt að
láta hrædda apaketti
gleyma óttanum og gera
mýs að óttalausum villi-
dýrum. Kenningin er
a.m.k. sú, að „limbíska
kerfið" hafi meiri stjórn
á sómatískri starfsemi
líkamans en nokkuð
annað.
En rannsóknir eru enn
á frumstigi og
psykosomatík er rétt að
slíta barnsskónum.
Vísindalegar rannsóknir
á psykosomatík hafa nú
gert okkur unnt að kenna
læknum að notfæra sér
hana. Hún er svo flókin
og það er svo erfitt að
kenna ungum og lítt
reyndum læknastúdent-
um að notfæra sér
hana og því hafa lækna
deildir látið hjá líða að
kenna psykosomatík.
Eftir því, sem þekktur
breskur læknir á þessu
sviði segir, tekur það
nokkurn tíma fyrir
læknavísindin að byrja að
skilja hið áður misskilda
samband sálar og líkama
sem annað og meira en
þokukenndar hugleiðing-
ar. Á meðan halda rann-
sóknir áfram um víða
veröld til þess að sanna,
hve áþreifanlegt sam-
bandið er.
Þangað til, segir hann,
verðum við aðeins að
vera okkur meðvitaðir
um eigin ábyrgð og byrja
að skilja, að sálarfriður,
hvað erf itt svo sem er að
öðlast hann, getur orðið
eini grundvöllur góðrar
heilsu. (þýtt úr þýsku)
★
STJÖRNUSPÁIN
★
★
☆
★
☆
★
VATHS-
BERINN
20. jan. - 18. feb.
GÓÐUR
Dagurinn er hagstæður
til skapandi starfa, sér-
staklega ef þau kalla bæði
á þekkingu og hugmynda-
flug. Heimsóknir til vina
þinna hafa liklega góð
áhrif og gætu orðið þér til
mikils ávinnings. Skrif-
aðu hjá þér allar nýjar
hugmyndir
FISKA-
MERKIÐ
19. feb. - 20. marz
GÓÐUR
Stuttar ferðir og ráð-
stefnur eru undir hag-
stæðum áhrifum i dag og
þU gætir hraðað þér ofur-
litið upp þjóðfélagsstig-
ann, ef þú hefur eyrun op-
in fyrir upplýsingum að
tjaldabaki. Börn valda
engum vandkvæðum i
dag
HRUTS-
MERKID
21. marz - 19. apr.
BREYTILEGUR
Vinir og ættingjar
veröa hjálpfúsir i dag, en
starfsfélagar aftur ósam-
vinnuþýðir og gætu átt til
að hindra þig. Þú gætir
mætt einhverri mótstöðu
frá maka þinum, en dag-
urinn er hagstæður til að
sinna nánum ættingjum.
Láttu ástarmálin i friði.
NAUTIÐ
20. apr. - 20. maí
BREYTILEGUR
Baktjaldamakk getur
allt orðið þér til ágóða i
dag og þolinmæðisleg leit
að smávægilegum upp-
lýsingum, getur leitt til
athyglisverðrar niður-
stööu. Truflanir eru þó
mögulegar, sérstaklega i
vinnunni.
TVI-
BURARNIR
21. maí - 20. júní
GÓÐUR
Dagurinn er góður til að
sinna bréfaskiptum og
málefnum þeirra sem eru
fjarlægir. Hann er einnig
hagstæður til að sinna
lagalegum málefnum og
maki þinn eða ástvinur
reynist samstarfsfúsari
en þig grunaði. Það getur
orðið rólegt
KRABBA-
MERKIÐ
21. júní - 20. júlí
VIÐBURDALÍTILL
Þér ætti að takast að
hreinsa upp og festa alla
þessa lausu enda sem ein-
kenna lif þitt svo mjög.
Breytingarnar einar færa
þó liklega litla ánægju,
úthald verður einnig að
koma til. Haltu aftur af
hugmyndaflugi þinu i
fjármálum
LJONID
21. júlí - 22. ág.
GÓÐUR
Einhver náinn og kær
er liklegur til að gefa þér
þá hvatningu sem þú
þarfnast, til þess að halda
áfram skapandi störfum
þinum. Þér gæti gefist
tækifæri til að gera samn-
ing, sem gæti aftur hjálp-
að þér mikið i starfi.
MEYJAR-
MERKIÐ
23. ág. - 22. sep.
GÓÐUR
Ef þú reynir að beita
þér ofurlitið meir, gætir
þú komið persónulegum
áætlunum þinum á rek-
spöl i dag. Dugnaður ætti
að vera einkenni dagsins
hjá þér og ekkert sérstakt
að standa i vegi þinum.
★
★
VOGIN
23. sep. - 22. okt.
GÓÐUR
Leggðu það á þig sem
þörf reynist á, til þess að
komast yfir vitneskju þá
sem þér er nauðsynleg i
listrænum og skapandi
tómstundastörfum
þinum. Vertu ekki hrædd-
(ur) við að nota imyndun-
arafl þitt, jafnt og tækni-
lega hæfileika þina.
0S
DREKINN
23. okt - 21. nóv.
GÓÐUR
Fjölskyldumálefni og
sameiginleg átök þeirra
sem nánir eru, gætu or-
sakað upprisu daufs
fjárhags þins. Þú býrð
yfir hugmynd sem er vel
nothæf og gæti minnkað
húshaldsútgjöldin til
muna.
BOGMAÐ-
URINN
22. nóv. - 21. des.
GÓÐUR
Ef þér hættir til dag-
drauma, skalt þú athuga
hugmyndir þinar vand-
lega i dag, þvi þær eru
liklega betur nothæfar nú
en endranær og einhver
þeirra gæti jafnvel reynst
bráðsnjöll.
©
STEIN-
GEITIN
22. des. - 19. jan.
GÓÐUR
Sinntu hcilsu þinni og ef
þér finnst þú þarfnast
einhverrarmeðhöndlunar
eða aðgerðar hikaðu þá
ekki að leita til læknis eða
sjúkrahúsa, þar sem þér
verður tekið af samúð og
þér veitt bót meina þinna.
Sinntu persónulegum
áætlunum þinum.
Miövikudagur 26. febrúar 1975