Alþýðublaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 4
þó mönnum mátt þykja allgrun- samlegt, að einn, sem að þessu stóð, Halldór Halldórsson prófessor, gaf um leið og álits- gerðin kom fyrir almannasjón- ir, þá yfirlýsingu, að hann mundi eftir sem áður nota fyrri stafsetninguna. Afstöðu Halldórs Halldórs- sonar i þessu stafsetningarmáli z væri svo erfið i kennslu! Þetta er einn angi af þvi furðulega viðhorfi, sem skein i gegnum skólahugsjón Magnúsar Torfa og verður naumast lýst á annan hátt en þennan: Skólanemendur mega ekki falla á prófum, og sé hætta á þvi, er aðeins að lækka kröfurnar, svo að enginn falli! Ritmál og talmál eru viðkvæm eins og strengjahljóð færi. Á þau verður ekki leikið með árangri, sé strengur falsk- ur, og þvi fleiri falskir strengir, þvi aumkunarverðari verða tilburðirnir. Nú hafa loksins risið upp 100 málsmetandi menn og skorað á menntamalaráðherra að af- Þótt fyrr hefði verið Fyrrverandi menntamála- ráðherra, Magnús Torfi Ólafs- son verður vist aldrei kenndur við skörungsskap i embætti, verði hans minnzt i sögunni. Það er auðvitað sitthvað, að safna að sér umtalsverðum forða af gagnslitlum fróðleik og að hafa yfirsýn yfir jafn flókin ogviðkvæm mál og menntamál- in eru. Þvi furðulegra er kuklið við islenzkt mál, sem unnið var á hans dögum og undir hans stjórn. Hér er átt við hina ótimabæru og ég vil segja óvirðulegu atlögu að islenzkri stafsetningu. Eitt af þvi, sem hefur vakið mér hina mestu furðu, er, hversu lengi hefur dregizt að menn áttuðu sig á þvi skemmdarverki, að minum dómi, sem þar var unnið. Vel veit ég, að hér var nefnd „sér- fræðinga” borin sem skjöldur fyrir óhappaverkinu. Vissulega höfum við tekið upp á þá tizku, að bera sérfræðinga fyrir einu og öllu og þykjumst á þann hátt geta afsakað hverskyns mistök. En i fyrsta lagi eru nú sér- fræðingarnir aðeins menn, sem eru ekki vaxnir uppúr þvi að geta skjátlast, og svo er hins að geta, að það er engu likara oft og einatt, en mönnum finnist að gera þurfi breytingar vegna breytinganna einna. Vel hefði t-g, aiuici oniiiu, iju tii barst til eyrna eftir sæmilega skilrikum heimildum, að niður- felling z-unnar og fleiri greinar afkáraháttar hefðu verið sam- þykktar af honum gegn þvi að ekki væri hróflað við y. Hvort þetta er hið raunsanna skal ég ekki fullyrða en það gæti vissu- lega verið. Og þá er upp komið sjónarmið, sem margur verður að hafa, að þola fremur illt, en þurfa að standa frammi fyrir þvi, sem verra er. Rökin, ef rök skyldi kalla, fyrir málskemmdunum, voru þau, að fullyrðingu, eru næg dæmi sem sanna hana, þótt rúmsins vegna verði þau ekki tilfærð hér. Eigi það að verða hlutverk islenzkra skóla, að dekra á þennan hátt við aðburðaleysið, mega menn vita að örskammt er til ófarnaðar. Þegar tekið er til að snæða af tindiskum i efn- um, sem eru jafn nátengd hverjum einstakling og skóla- lærdómur er, verður þess skammt að biða, að tindiskaborðhaldið yfirfærist á önnur efni. nema dellubreytingu Magnusar og Co á stafsetningunni. Um það má segja, að betra er seint en aldrei. Hitt hefði þó verið stórum skörulegra, að mlnum dómi, að skera upp herör fyrr, til verndar tungunni. Sannarlega á ekki að þurfa heilt ár, til þess að átta sig á jafn augljósu máli og hér um ræðir, og telja verður að hver og einn hundraðshöfðingjanna væri vel fær um að túlka rökin, sem nú liggja fyrir undirskrift þeirra. Samt ber að fagna einlæglega framkominni áskorun, þótt sið- borin sé. Hitt er svo annað mál, að það er meira en vafa- samt, að láta vald til skemmda á tungunni i hendur misviturra ráðherra. Og þegar vegið er að menningarverðmætum, ber beinlinis að snúast hart við. Betra seint en aldrei MINNING Páll Þorb örnsson Eftirfarandi minningarorð voru fluttaf forseta sameinaos þingsá Alþingi, þegar hann minntist hins fyrrverandi þingmanns. Páll Þorbjörnsson skipstjóri og fyrrverandi alþingismaður varð bráðkvaddur i heimabæ sinum, Vestmannaeyjum, sið- astliðinn fimmtudag, 20. febrú- ar, 68 ára aldri.. Páll Þorbjörnsson var fæddur 7. október 1906 i Vatnsfirði i Norður-lsafjarðarsýslu. For- eldrar hans voru Þorbjörn hér- aðslæknirá Bildudal Þórðarson bónda á Neðra-Hálsi i Kjós Guðmundssonar og kona hans, Guðrún Pálsdóttir prófasts og alþingismanns i Vatnsfirði Olafssonar. Hann hóf ungur sjó- mennsku úr heimabyggð sinni og vann sjómannastörf lengst- um á árunum 1920—1932. Gagn- fræðaprófi við Menntaskólann i Reykjavik lauk hann utanskóla vorið 1922, var við nám i Stýri- mannaskólanum i Reykjavik veturinn 1929—1930 og lauk það- an farmannsprófi vorið 1930. Eftir það var hann um skeið stýrimaður hjá Skipaútgerð rikisins. Arið 1932 fluttist hann til. Vestmannaeyja og gerðist þar kaupfélagsstjóri og siðar skipstjóri og útgerðarmaður. Siðustu árin stundaði hann um- fangsmikil kaupsýslustörf, rak heildsölu- og smásöluverslun með veiðarfæri og aðrar út- gerðarvörur. Páll Þorbjörnsson átti sæti i bæjarstjórn Vestmannaeyja á árunum 1934—1950 og gegndi öðrum trúnaðarstörfum fyrir bæjarfélagið. Landskörinn al- þingismaður var hann eitt kjör- timabil 1934—1937, sat á fjórum þingum. Hann var i stjórn Sildarverksmiðja rikisins 1935—1937 og yfirskoðunarmað- ur rikisreikninga 1936—1937. Vist má telja, að ungum hafi Páli Þorbjörnssyni staðið opnar ýmsar leiðir til frama. Hann vaidi sér sjómennsku að ævi- starfi og vann flest störf sin i tengslum við sjósókn og sigling- ar. A alþingi átti hann sæti i sjávarútvegsnefnd, og ræður hans á þingi f jölluðu flestar um þau málefni. A heims- styrjaldarárunum var hann löngum i siglingum, og auðnað- isthonum þá að bjarga mörgum mannslifum úr sjáfarháska. I Vestmannaeyjum átti hánn heimili i rúma fjóra áratugi við miklar athafnir og umsvif og þar féll hann frá skyndilega. Ég vil biðja háttvirta al- þingismenn að minnast Páls Þorbjörnssonar með þvi að risa úr sætum. Hús til Kauptilboð óskast i verkstæðishús úr timbri, ásamt spónageymslu, bárujárns- klætt, sem stendur austan við Landsspit- alann i Reykjavik, og er um 200 fermetrar að stærð. Ennfremur óskast tilboð i að brjóta niður og fjarlægja steinsteyptan grunn sem hús- ið stendur á. Húsið verður til sýnis fimmtudaginn 27. og föstudaginn 28. febrúar 1975 kl. 3—5 e.h. báða dagana og verða tilboðseyðublöð af- hent á staðnum. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri mið- vikudaginn 5. mars 1975, kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Frá Alþingi 5 trúnaðarmanna á vinnustað hefur skapað.” Öryggismál og hollustuhættir „Kröfum manna til vinnustað- arins hefur fleygt fram á siðustu árum, ekki hvað sist varðandi ör- yggi og hollustuhætti á vinnustað, og hafa þessar kröfur endurspegl ast i löggjöf um þessi efni. Opin- bert heilbrigðis- og öryggiseftirlit hrekkur þó skammt til að leysa þann vanda, sem við er að etja. Einungis árvekni verkafólksins sjálfs gefur viðhlitandi árangur. Eykur þetta enn á mikilvægi stöðu trúnaðarmanns á vinnustað og gerir það nauðsynlegt, að eigi sé aðeins heimilt, heidur og skylt að hafa trúnaðarmann á hverjum vinnustað, og verður þá að telja allt annað óeðlilegt en að verka- fólkið kjósi hann sjálft úr sinum hópi. 10. gr. núgildandi laga er allt of almenns eðlis og lauslega orðuð. Þótti þvi rétt að setja nánari regl- ur um meðferð kvörtunarefna og deilumála, svo að þau týnist ekki milli Heródesar og Pilatusar, þar sem einn visar af sér á annan. Hefur við samningu þeirrar greinar verið seilst til fanga til þeirra reglna, er norska Alþýðu- sambandið og Vinnuveitenda- sambandið hafa orðið ásátt um i samskiptareglum sinum. Við samninga 9. gr. hefur hins vegar verið höfð hliðsjón af niður- stöðum fræðsluhóps MFA, er ný- lega fjallaði um þessi mál (sbr. timaritið Vinnan 4. tbl. 1974). Má þvi fullyrða, að i frumvarpi þessu endurspeglist sú umræða, er nú fer fram innan verkalýðshreyf- ingarinnar um trúnaðarmanninn á vinnustað, stöðu hans og starf.” (Millifyrirsagnir eru Abl.) ARÐURÍ STAÐ 0 SAMVINNUBANKINN YÐSLU JARNSNIM Tökum aö okkur nýsmíði/ viðgeröir á vinnuvélum og alla almenna járn- smiði. Vélsmiðjan NÖRF! sí I * EÍLDSHÖFÐI 14 SÍM! 34333 Barnavagn (kerruvagn) Swallow, sem nýr til sölu. Upplýsingar i sima 74930. Kópavogur: Blaðburðarfófk óskast til að bera blaðið út í eftirtaldar götur Fifuhvammsvegur Auðbrekka Hliðarhvammur Bjarghólastigur Hlíðarvegur Digranesvegur Hafið sambantf við afgreiðslu blaðsins. Sími 14900 Félagsvist Félagsvist Félagsvist í Iðnó jí laugardaginn 1. mars kl. 2 e.h. stundvislega. GÓÐ VERÐLAUN. SKEMMTINEFNDIN. 0 Miðvikudagur 26. febrúar 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.