Alþýðublaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 11
LEIKHÚSIN HORNIÐ 'i'ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ HVAÐ VARSTU AÐ GERA t NÓTT? i kvöld kl. 20. HVERNIG ER HEILSAN? 6. sýning fimmtudag kl. 20. COPPELIA ballett i 3 þáttum. Frumsýning föstudag kl. 20. 2. sýning sunnudag kl. 20. KARDEMOMMUBÆRINN laugardag kl. 15. KAUPMAÐUR 1 FENEYJUM laugardag kl. 20. Leikhúskjallarinn KVÖLDSTUND MEÐ EBBE RODE fimmtudag kl. 20.30. HERBERGI 213 sunnudag kl. 20.30. Miðasala 13,15—20. Simi 1-1200. DAUÐADANS i kvöld kl. 20,30. laugardag kl. 20,30 SELURINN HEFUR MANNSAUGU fimmtudag kl. 20,30. sunnudag kl. 20,30 FLÓ A SKINNI föstudag. — Uppselt. þriðjudag kl. 20.30. — 243. sýning. Fárar sýningar eftir. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 1-66-20. IIÁÐSTEFNUR OG FUNDIR Fundartími ÆA.-deilda í Reykjavik. Tjarnargata 3c. Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 9. e.h. öll kvöldin. Safnaðarheimili Langholtskirkju Föstudaga kl. 9 e.h. og laugardaga kl. 2 e.h. Fellahellir: Breiðholti Fimmtudaga kl. 9 e.h. Simi A.A. samtakanna er 16373, sim- svari allan sólarhringinn. Viðtalstimi að Tjarnargötu 3c alla virka daga nema laugardaga, kl. 8-9 e.h. A sama tima svara félagar i sima samtakanna, einnig á fundartimum. Kvenfélag Alþýðuflokksins i Kópavogi og Garðahreppi heldur spilakvöld i Félags- heimili Kópavogs (neðri sal) þriðjudag- inn 25. febrúar kl. 8.30. Verðlaun. Kaffi. Alþýðuflokksfólk fjölmennið. Stjórnin. Hinn þekkti danski leikari Ebbe Rode les upp i samkomusal Norræna hússins mið- vikudagskvöldið 26. febrúar kl. 20:30 á vegum Norræna hússins og Dansk- islenska félagsins, en auk þess kemur hann fram i Þjóðleikhúsinu, litla sviðinu, og ennfremur á árshátið Det Danske Selskab. Opinberir háskólafyrirlestrar. Hjónin Eva og Odd Nordland, dósentar við Oslóarháskóla flytja opinbera fyrir- lestra i boði Heimspekideildar Háskóla tslands. Fyrirlestur dr. phil. Evu Nordland verður þriðjudaginn 25. febrúar og nefnist: AktivitetsnivS og kromosomforskning. Ett bidrag til psyko-genetikken. Fyrirlestur dr. phil. Odd Nordland verður miðvikudaginn 26. feb. og nefnist: Is- landsk syn pa norsk rikshistorie för Snorre. Báðir fyrirlestrarnir verða i stofu 201, Arnagarði og hefjast kl. 17.15 stundvis- lega. Það þarf herferð gegn flugvarginum Arni G. Pétursson, ráðunautur i sauðfjár- og æðarrækt, skrifar: „Vegna frétta i fjölmiðlum út af skýrslu Árna Heimis Jónssonar til Menntamálaráðuneytisins ,,um tjón af völdum hrafna og svartbaka hjá bændum” þykir mér rétt að vekja at- hygli á eftirfarandi: Könnun Árna Heimis leiðir ótvirætt i ljós, að flugvargi fer mjög fjölgandi um land allt og veldur siauknum bú- sifjv .. Má þar til nefna, að 46,8% bænda, sem könnun náði til og létu ær bera úti, urðu fyrir fjártjóni af völdum flugvargs um vorið. Fyrir 10-20 árum fór sauðburður fram utanhúss að mestu um land allt, og var þá sjaldgæft að heyra, að flug- vargur væri vágestur i lambfénaði. Tveimur hryssum varð að lóga á siðasta vori vegna áverka sem þær urðu fyrir af völdum flugvargs við köstun, og hafði gagnasafnari ekki heyrt þess dæmi áður. Eins og fram kemur i skýrslu Arna Heimis náði hans könnun til 6,7% bænda. En gagnasöfnun er timafrek og sumarið entist ekki til þess að ná til allra héraða, og urðu m.a., þvi miður, útundan sum héruð, sem mest höfðu kvartað undan ágangi flugvargs. Má þar til nefna t.d. Strandasýslu, en þaðan kom erindi til Búnaðarþings 1974, sem leiddi til þess, að þessi könn- un fór af stað. Samkvæmt úrtaki Árna Heimis er meint tjón bænda af völdum flugvargs á sauðburði 6,5 millj. kr. En eins og skýrslan ber með sér og vitað er, að i fleiri samliggjandi sýslufélögum hafi ekki eitt einasta lamb misfarist af völdum flugvargs á sauðburði. Af hugsanlegu tjóni aðra árstima þá fyrst og fremst haust og fyrri part vetrar, er varlega áætlað, að eitt lambsverð lendi i varginn á hvern bónda yfir árið, sem er tjón upp á 25 millj. króna. 1 þessari könnun var ekki metið tjón af völdum flugvargs, sem varð hjá skreiðarframleiðendum, á fiskeldi i ám og vötnum, fiskimjöls- verksmiðjum og mengunarhættu á fiskverkunarstöðvum á aðalút- flutningsverðmætum þjóðarinnar, að ógleymdu þverrandi mófugla lifi. Könnun Árna Heimis Jónssonar leiddi i ljós, að svartbakur, hrafn og minkur eru helstu skaðvaldar i æðar- vörpum. En dúntekja yfir landið hefur minnkað um meira en helming frá þvi sem mest var. Hjá 67 bændum, sem könnun náði til, var samdráttur i varpi hjá 53,7% stóð i stað hjá 16,4% i vexti hjá 19,4% og 10,4% höfðu ný hætt að nytja varp, þar sem þeir töldu það ekki svara kostnaði. Hjá þeim, er stunduðu æðarrækt i vor, var varp i samdrætti hjá 60%. Könnun Arna Heimis og tilraunir með eyðingarlyf til fækkunar vargfuglum leiddi i ljós, að fenemal er hentugasta lyfið. Iblöndun i egg gefur lélegan árangur, miðað við að setja lyfið i hræ eða kjötsag. Einnig að stórlega má fækka vargfugli með eyðingarlyfjum. Á einum stað segir i skýrslunni, að á Vestfjörðum hafi menn náð mestum árangri við fækkun vargfugla, en siðar kemur fram, að um Dýrafjörð er aðeins að ræða. Margt athyglisvert leiddi könnunin annars i ljóá. Má þar nefna, að varg- urinn er ágengari við búfé bænda i næsta nágrenni sorphauga frá þéttbýli og úrgangshauga sláturhúsa og fisk- vinnslustöðva. Er þvi ljóst, að hlutaðeigendum ber skylda til, að vargurinn nái ekki til slikra hauga, og gera verður forráðamenn ábyrga um fækkun flugvargs á þeim stöðum. Af framanskráðu er ijóst, að hefja ber herferð um fækkun flugvargs á þeim stöðum, er vargur spillir náttúru og veldur tjóni. Lög frá 1966 um fugla- veiðar og fuglafriðun gera ekki ráð fyrir, að til róttækra aðgerða þurfi að taka, til þessaðhalda i skefjum óþurfa tegundum. Þvi er nauðsyn að fá þeim lögum breytt nú þegar, svo hefjast megi handa til úrbóta. Sumir telja, að eyðingarlyf geti orsakað i einstaka tilfellum kvalafullan dauða hjá fugl- unum. Ég vil láta lækna og dýralækna um að úrskurða um það, hvort krampi af völdum sterkra deyfilyfja orsaki eins mikinn sársauka og að étin séu augu, tunga og dregnar út garnir á ódeyfðum, lifandi dýrum.” RAGGI RÓLEGI JÚLÍA Þetta verður betra en að hanga svona yfir simanum ] ! Það er enginn^ Littu upp hæðina og biða eftirþvi að annaö hvort þeirra hringi! | hérna, Owen. — undir trénu. | W FJALLA-FUSI o Miðvikudagur 26. febrúar 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.