Alþýðublaðið - 11.03.1975, Page 4

Alþýðublaðið - 11.03.1975, Page 4
Landsfeður og landsmæður Þrátt fyrir allar dýrtiöar- og launaskerðingahrellingar er þó einn ljós blettur á dimmum framtiðarhimni okkar. „Guði sé lof fyrir að við eigum flotann”, var haft eftir Bretum, þegar fastast kreppti að þeim i heims- styrjöldunum og innrásir i iand- ið veruleg áhyggjuefni. bessi ljósi blettur er vissulega furðu skær, þótt ekki sé hann að sama skapi stór i umfangi. Við eigum nefnilega 60 landsfeður og mæður, sem hafa það veg- lega hlutverk að skammta öll- um landslýð af „þjóðarkök- unni” nafntoguðu, og þá siðast en ekki sizt sér sjálfum. Löngum var sá háttur á is- lenzkum heimilum, að húsmóð- irin skammtaði hjúum, hverj- um á sinn disk. Oft mun það hafa verið svo, þegar öllum öðr- um hafði verið deildur verður, var tekið að grynnast á forðan- um og þá komið minna en skyldi i hlut matmóður. Þetta var nú þá. Timarnir breytast, og auð- vitað er hver og einn barn sinn- ar aldar. En ennþá örlar á að gamla máltækið „Hver er sjálf- um sér næstur”, sé ekki dottið út úr hugmyndaheimi allra. Dimmar blikur i launamálum hrönnuðust upp á þjóðarhimin- inn á liðnu hausti. Þetta sáu landsfeður og mæður auðvitað ekki seinna en aðrir, vitanlega, og hver skyldi svo sem hneyksl- ast á þvi þótt til gagnráðstafana væri gripið! Var máske nokkuð athugavert við það, þótt þeir, sem verðinum deildu, settu fyrst á diskinn sinn? Lægra settir verða nú að kunna sér hóf! Út yfir tekur þó, þegar óbil- gjarnir, og sjálfsagt öfundsjúk- ir, fréttamenn taka að grauta i þessum starfsháttum þeirra sem eiga að ráða. Við skulum nú bara setjast niður og hugleiða, hvaö þessir blessaðir „glókollar” leggja á sig fyrir land og lýð og er ekki verkamaðurinn verður laun- anna? Þrátt fyrir það, að það var sammæli allra, sem töluðu við fréttamenn um daginn, að kjör alþingismanna hefðu verið næsta bágborin til ársins 1971, hefur enn ekki verið áberandi hörgull á fórnfúsum, sem hafa viljað leggja á sig þær þreng- ingar og harðlifi og fengið færri en vildu. Skitt með það. Er það svo einhver goðgá, þó menn fái 117421 krónu fast á mánuði fyrir allt amstrið? Nú hver skyldi geta hneykslast á þvi, þótt utan- borgarmenn þurfi húsaleigu- styrk svona 180—200 þúsund? Allir þurfa þak yfir höfuðið, auglýsir sjónvarpið daglega! Skyldi það svo vera furða þótt menn þurfi að borða? Ö ekki. Og hvernig eiga menn, sem þurfa að halda uppi 2 heimilum, að vera ofhaldnir af 250—260 þús- undum? Það væri nú meiri meinbægn- in, að vera að reka hornin i ferðakostnað fram og til baka i þingleyfum og vist er nóg fyrir- höfnin að tjasla saman þeim reikningum! Skyldi svo þurfa að telja eftir þessar 24 áætluðu ferðir i kjör- dæmin árlega, til þess að hitta háttvirta kjósendur? Það er nú annað en „Ferðin, sem aldrei var farin”. Nú og þó mönnum séu greiddar 200 þús. á ári, til að hnykkja betur á viðtalinu við kjósendurna, þá segir það nú lit- ið i allri mjólkinni. Hversvegna skyldi þurfa að leggja fram nótubleðla? Allir vita að þetta eru ekki ferðir farnar i eigin þágu! Hvern fjandann kemur skatt- yfirvöldum við að vera að hnýs- ast i slikt? Þetta er gömul hefð og hananú. Nú fer auðvitað ekki milli mála, að þingstörfin eru anzi ó- trygg atvinna. Hver skyldi svo þurfa að furða sig á þó opinber embættismaður fái 30% af laun- um miðað við sinn launaflokk, fyrir að sinna ótryggri þing- mennsku? Eða þó slikir ber- serkir til vinnu, sem geta rekið embættisstörfin þrátt fyrir allt, fái 60% af embættislaunum? Það er furðulegt, að kotbænd- ur skuli vera kveinandi yfir sin- um langa vinnudegi, 60—70 stundir á viku, þegar þinghöfð- ingjarnir skirrast ekki við að vinna allt að 104 til 105 stundir á sama tima, ef svo ber undir, eft- ir þvi sem einhver kerling stað- festi i Visi um daginn! Nei, ef einhver skyldi svo fara að þvarga um launakjör al- þingismanna héreftir, þá hann um það. Maklegir launanna Hagfræðingar — Viðskiptafræðingur Seðlabankinn óskar eftir að ráða á næst- unni hagfræðing eða viðskiptafræðing til þess að vinna að athugunum á fjármálum fyrirtækja, einkum í sjávarútvegi og iðnaði, svo og að almennum athugunum á fjármálum þessara atvinnugreina. Starfs- reynsla á þessu sviði er æskileg. Hafið samband við starfsmannastjóra bankans i Landsbankahúsinu, Austur- stræti 11, III. hæð. Skriflegar umsóknir stilist til bankastjórnarinnar. Seðlabanki íslands Framtíðarstarf Vel menntuð skrifstofustúlka óskast strax. Góð mála- og vélritunarkunnátta nauðsynleg. Umsóknir um starfið sendisti pósthólf 350, fyrir 24. mars, merkt „Framtiðarstarf”. Starf vélrita við embætti rikissaksóknara er laust til umsóknar. Umsóknum sé skilað á skrifstofu rikissak- sóknara, Hverfisgötu 6, fýrir 18. þ.m. Læknaritari í afleysingar 1. ritara vantar til afleysinga á Skurðlækningadeild Borgarspitalans. Ráðningartimi nú þegar til a.m.k. 30. september n.k. Starfsreynsla nauðsynleg. Upplýsingar veitir skrif- stofustjóri i slma 81200. Reykjavík, 10. marz 1975. Borgarspitalinn VIPPU - BlLSKURSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270 sm Aðrar stærðir. smfflaðar eftir. beiðni. GLUGGASMIÐJAN Síðumúla 12 - Sími 38220 Frá Verslunarskóla íslands Auglýsing um inntökuskilyrði Inntökuskilyrðum sem gilt hafa inn í 1. bekk Verzlunarskóla íslands, hefur verið breytt. Inntökupróf viðskólann hafa verið felld niður. Inntökuskilyrði f ramvegis verða sem hér seg- ir: 1. Landspróf með lágmarkseinkunn 6,0. 2. Sarhræmt gagnf ræðapróf með lágmarks- einkunn 6,0 að meðaltali úr samræmdu greinunum. 3. Próf úr 5 bekk framhaldsdeildar gagn- f ræðaskólanna, viðskiptakjörsviði, með lágmarkseinkunn 6,0. Áríðandi er, að væntanlegir nemendur sæki um skólavist jafnskjótt og úrslit prófa eru kunn á vorin. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Verzlunarskóla íslands, Grundarstíg 24. Ljós- rit af prófskírteini fylgi umsókn. Allar nánari upplýsingar um skólann eru veittar á skrifstofu skólans, sími 13550 eða 24197. Skólastjóri. SKIPAU fíitRB RlhlSINS M/s Hekla fer frá Reykjavik laug- ardaginn 15. þ.m. austur um land i hringferð. Vörumóttaka: þriðju- dag, miðvikudag og fimmtudag til Aust- fjarðahafna, Þórshafn- ar, Raufarhafnar, Húsa- vikur og Akureyrar. Grunnskóli Í.S.Í. Þjálfaranámskeið A-stigs verður haldið i Reykjavik i mars og april. Hefst það fimmtudag- inn 13. mars og stendur yfir i 15 kvöld. Bókleg og verkleg kennsla fyrir leiðbeinendur i iþróttum. Þátttakendur öðlast rétt til þátttöku siðar i B-stigs námsskeiðum sérsambandanna. Upplýsingar veittar á skrifstofum í.S.l. og Í.B.H. Skólastjóri verður Jóhannes Sæmundsson, iþróttakennari. Stjórn. í.B.R. Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 13. mars 1975 kl. 20.30 i Félagsheimili rafvirkja og múrara að Freyjugötu 27. Fundarefni: Kjaramálin. Heimild til verkfallsboðunar. Stjórn Félags islenskra rafvirkja. 0 Þriðjudagur 11. marz. 1975

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.