Alþýðublaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 5
Otgefandi: BlaB hf. Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson Fréttastjóri: Helgi E. Helgason Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Afgreiöslustjóri: örn Halldórsson Ritstjórn: Siöumúla 11, simi 81866 Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, simar 28660 og 14906 Afgreiösla: Hverfisgötu 8-10, slmi 14900 Prentun: Blaöaprent hf. Verö i lausasölu kr. 40. I K I I SUMARKOMA Saga islensku þjóðarinnar er saga um glimu mannsins við óblið náttúruöfl. Landið sjálft telst vera á mörkum hins byggilega heims og til þess að geta búið i sliku landi hefur þjóðin orðið að berjast harðri lifsbaráttu og þurft að læra að laga sig að erfiðum aðstæðum af náttúrunnar hálfu. Menn geta að visu klætt af sér kuldann, skýlt sér fyrir stormum, hopað undan vatna- vöxtum og forðað sér frá eldgosum og ösku- regni, en þeir fá ekki hamið þessi náttúruöfl. Þeir geta ekki breytt þeim aðstæðum, sem skapast af legu landsins við heimskautsbaug. Þeir geta aðeins lært, hvernig best megi lifa við þá kosti, sem i boði eru — og á stundum hvernig snúa megi náttúruöflum, sem áður virtust and- snúin og fjandsamleg, á sveif með tilraunum mannsins til þess að búa sér betri kosti. Þetta hafa íslendingar t.d. gert með þvi að hagnýta sér orku vatnsfalla og elds i iðrum jarðar. Þann- ig hafa landsmenn getað fengið þau reginöfl i lið með sér, sem áður voru talin torvelda lifsbar- áttuna — jafnvel vera fjandsamleg búsetu þjóð- arinnar i landinu. En þrátt fyrir það, að þjóðinni hafi smátt og smátt lærst að búa i landi sinu og snúa náttúru- fari þess sér i haginn má ekki mikið út af bregða til þess að Island verði börnum sinum kaldlynd móðir. Aðeins litilsháttar breyting á hitafari i landinu til kólnunar myndi t.d. gera landið þvi nær óhæft til jarðyrkju — og gegn slikum duttl- ungum náttúrunnar stæði þjóðin varnarlaus uppi þrátt fyrir alla tækniþekkingu nútimans. Tiltölulega litilvægar breytingar á hafstraum- um gætu tæmt að mestu þá miklu gullkistu, sem fiskimiðin umhverfis Island hafa verið þjóðinni — og gegn sliku stæði þjóðin einnig máttvana. Það er þvi ekki miklu sem muna má urn hinar ytri aðstæður til þess að ísland verði óbyggilegt land, eða þvi sem næst. Þetta er öllum landsmönnum ljóst og vegna þess svo og vegna langs nábýlis þjóðarinnar við náttúru landsins eru íslendingar flestum öðrum þjóðum sér meira meðvitandi um sambýli manns og lands, um hið viðkvæma jafnvægi náttúrunnar. Þess vegna er öllum Islendingum það enn sameiginlegt — þrátt fyrir gerbyltingu þá, sem orðið hefur á lifsvenjum og háttum þjóðarinnar — að við kviðum fyrir vetri og gleðjumst með sumri. Sumarkoman eykur okk- ur þrótt og trú á okkur sjálf og á framtið þjóðar vorrar vegna þess að við tengjum sjálfrátt eða ósjálfrátt saman i hugum okkar vitneskjuna um endurkomu gróandans og vonina um gróandi þjóðlif í landi okkar. Einmitt þess vegna fagna Islendingar sumri meira og um margt talsvert öðru visi, en aðrar þjóðir. Sumarkoman er fyrir íslending ekki aðeins tiðindi i riki náttúrunnar —hún er jafnvel enn frekar merkisatburður i lifi hvers einstaklings og þjóðarinnar allrar: endur- vakin von um bjartari og ylrikari veröld, stað- festing þeirrar vitneskju, að við lifum og mun- um halda áfram að lifa sem sjálfstæð þjóð i eig- in landi. Margar góðar vonir eru bundnar við sumarið, sem nú er framundan. Með þeirri ósk, að flestar þær góðu vonir fái að rætast hjá sem flestum árnar Alþýðublaðið landsmönnum öllum gleði- legs sumars, farsældar og ánægju. frá SUJ Sambandi ungra jafnaðarmanna Umsjón: Lárus Guðjónsson TOMSTUNDIR Sú tíð er liðin, þegar tóm- stundir íslendinga fólust í rimnakveðskap á vetrar- kvöldum og glímum og dansleik á réttardaginn. i því bændaþjóðfélagi, sem hér var átti fólk fullt í fangi með að Ijúka þeim verkum, sem gera þurfti yfir sumartímann. Því var sumarið sá timi, sem síst var til þess fallinn að sinna hugðarefnum. Hverja einustu stund varð að nýta til öflunar heyja fyrir kýr og kindur, því á af rakstri sumarsins valt hvort hungurvofan berði að dyrum á kom- andi vetri. Þær fristundir, sem við getum veitt okkur í dag, virðast af einhverjum á- stæðum vera einstaka mönnum þyrnir í augum. Ég heyrði t.d. atvinnu- rekenda í minu byggðar- lagi lýsa því yfir í ræðu, að tómstundir manna í dag væru þjóðarinnar mesta böl. Ég f reistast til að halda, að þessi skoðun njóti mest fyigis hjá þeim, sem aldrei hafa þurft að hafa neitt fyrir lif inu. Og meðal þeirra er ekki þekkja þann bitur- leik, sem fyigir þvi að verða að vinna öllum stundum og geta ekki veitt sér nokkra frístund til að sinna hugðarefnum. Þeir eru ekki margir ís- lensku verkamennirnir sem tekið geta út allt sitt sumarleyfi, þó svo sé kveðið á í lögum. Af koma þeirra leyfir ekki þá nauðsynlegu lífsfyllingu, sem felst í því, að menn slaki á og sinni hugðar- efnum sinum. Við lestur á kauptöxtum verkafólks sést, að litlum tíma er hægt að verja utan vinnu- staðar svo endar nái sam- an. Og engin lesning er betur til þess fallin að koma manni í vont skap yfir oréttlætinu. Það sem til boða stendur í þeim frítímum, sem gefast, er ótal margt. En aftur á móti er öll aðstaða, sem þarf til flestra tómstundastarfa, afar bágborin. Jafnvel þær greinar tómstunda, sem mestrar lýðhylli njóta, boltaleikirnir, búa við mjög ófullkomnar að- stæður á fiestum stöðum. Þegar minnst er á að- stöðu til tómstundastarfs er komið að mjög mikil- vægri en viðkvæmri spurningu. Eiga iþróttir einar tómstundastarf s að njóta opinberrar fyrir- reiðslu? Á ekki önnur frí- stundastarfsemi svo sem Ijósmyndun, frim.erkja- söfnun, bókalestur, flutn- ingur á hljómlist af hljómplötum, og fleiri og fleiri rétt á sömu fyrir- greiðslu? Kannski heggur einhver eftir því i þessari upptalningu, að bókasöfn séu aldeilis í náðinni, þar sem bókasöfn eru reist af hinu opinbera viðsvegar um land. Því er til að svara, að engin bókaorm- ur með snefil af sjálfs- virðingu lætur sér nægja að lesa bækur af bóka- söfnum. Hann vill eignast bækur. Og þar sem bóka- útgáfa byggist m.a. á — pappírinn —, er i mjög háum tollaflokki. Það sama er upp á teningnum hjá áhugaljósmyndaran- um og þeim, sem hafa gaman af hjómplötum. Á áhugamál þeirra eru lagðir þungir skattar, sem gera hugðarefni þeirra kostnaðarsamari en vera þyrfti, ' Frístundir ungs fólks hafa löngum verið taldar orsökin fyrir öllum þeim löstum sem ungu fólki nútímans eru ætlaðir. Eiturlyf janeysla orsak- ast af frístundum. Drykkjuskapur er afleið- ing fristunda. Og kannski má eiga von á því, að kynferðislif unglinga verði talið til vandamála, sem á rætur sínar að rekja til of mikilla frí- stunda. Og það er raunar sama um hvað er rætt varðandi unglinga. í einu og öllu voru þeir betri í ungdæmi þess er rætt er við. Þessi ósanngjarna gagn- rýni beinist í þveröfuga átt. Meiri ástæða er til að gagnrýna það aðstöðu- leysi, sem tómstundalíf unglinga býr við. Þeim er ákaf lega þröngur stakkur skorin í allri félagstarf- semi. Skólarnir gera vart meira en að sinna lögboð- inni kennsluskyldu sökum þrengsla, og hafa því takmarkaða möguleika á að veita aðstöðu til fé- lagsstarf semi. Sum sveitarfélög halda uppi félagsstarf semi fyrir unglinga, en af ákaflega veikum mætti. Það eru auglýst námskeið i hinum og þessum greinum að hausti til, og standa þau yfir um veturinn, á þeim tíma, sem nám unglinga tekur mest af þeirra tíma. Og f stað þess að tengja áhugamál þeirra náminu er það slitið í sundur þannig, að áhuga- málin sem venjulega hafa meira aðdráttarafl en þurrt skólanámið, geta glapið fyrir námsárangri Áhugamál unglinga eru margþætt og fjölbreytt. Enginn tími ævinnar gefur meiri tima til tóm- stundaiðkana. Það hlýtur þvíað teljast skylda þjóð- félagsins að búa þegnum sínum það vel í haginn, að þeir fái notið sem best siðustu áhyggjulausu ár- anna áður en sjálf lífs- baráttan hefst. Gatan er ekki heppilegur uppeldis- staður fyrir þennan við- kvæma aldursflokk. Það er þvi verið aö bjóða hættunni heim með því að sníða félagsstarfi ung- linga svo þröngan stakk. Ekki er hægt að ætlast til þess að allir hafi gaman af boltaleikjum og frjáls- um iþróttum. Aðstaða fyrir hin ýmsu áhugamál fólks verður að vera fyrir hendi, og í þeim efnum verða allir að sitja við sama borð. AÐALFUNDUR ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAGS REYKJAVÍKUR verður haldinn i IÐNÓ, niðri, þriðjudaginn 29. april kl. 20.30 Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Frumvarp til nýrra félagslaga. Stjórnin. o Fimmtudagur 24. apríf 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.