Alþýðublaðið - 24.04.1975, Qupperneq 14
Sir Wiiliam Stephenson, einhver stórbrotnasti afreksmaður
af íslenskum ættum, sem uppi hefur verið
H. Montgmnsry Hyda I þýðingu Herstains Pálssonar
DULARFULLI33
! KANADAMAÐURINN
með því að greiða Louis Arpels, skartgripasala í New York, dollara fyrir
liönd ofurstans, en fyrirtæki Arpels greiddi síðan jafnvirði þeirra í frönk-
um inn á reikning Bertrand-Vignes í Frakklandi. Hann hélt líka uppi
reglulegum viðskiptum með því að senda peninga til portúgalsks meðal-
göngumanns í Lissabon til kaupa á matarbögglum, er senda átti til her-
námssvæðis Þjóðverja í Frakklandi. Eitthvað fékkst hann við vegabréfa-
brask og sumar áritanirnar, sem hann útvegaði, voru fyrir þekkta flugu-
menn Þjóðverja. Hann seldi einnig brottfararleyfi úr hinum óhernumda
hluta Frakklands fyrir allmikla f járhæð, og einu sinni var hann með ráða-
brugg um, að frönsk skip flyttu spænska flóttamenn til Mexíkó og héldu
aftur til Marseilles með fullfermi, en sjálfur ætlaði hann að græða 150
þúsund dollara á hverri ferð. (Óþarft er að taka fram, að ekkert varð
úr þessu ráðabruggi). Hann safnaði upplýsingum hjá frönskum stúlkum,
fyrrverandi starfsmönnum frönsku innkaupanefndarinnar, sem hann hafði
komið í starf hjá ýmsum frönskum og bandarískum verzlunarfyrirtækj-
um. Og honum tókst að fá franskt dagblað í Montreal til að ráða ekki
Pierre Lazareff, franska blaðamanninn og ritstjórann, sem liann grunaði
um stuðning við de Gaulle.
Steplienson kom því svo fyrir, að ýtarleg skýrsla var samin um
starfsemi Vichy-Frakka í Bandaríkjunum, og þar voru birt afrit af
símasamtölum Musa og ljósmyndir af bréfum hans og öðrum skjölum.
Skýrslan var afhent Roosevelt forseta, sem las hana sem „háttatímasögu“,
og kallaði „skemmtilegasta lesefni, sem ég hef lesið lengi,“ og „bezta og
víðtækasta upplýsingastarfsemi, sem ég lief komizt í kynni við síðan í
fyrri lieimsstyrjöld.“ Stephenson bað síðan um lieimild forsetans til að
hirta hæfilegan útdrátt í bandarískum hlöðum. Forsetinn féllst á það, ef
utanríkisráðuneytið væri því ekki mótfallið. Ráðuneytið samþykkti það,
en lagði á það álierzlu, að ekki mætti ganga svo hart fram við að koma
óorði á stefnu Vichystjórnarinnar í Bandaríkjunum, að stjómmálasam-
bandi yrði slitið milli ríkisstjórnanna. Einhverjar vomur voru á Sumner
Wclles varautanríkisráðherra, en Cordell Hull utanríkisráðherra, sem
taldi Henry-Haye hinn fyrirlitlegasta sendiherra, komst svo að orði, að
hann vonaðist til, að Stephenson léti til skarar skriða og „sprengdi Vichy
í loft upp.“
3.
Þann 31. ágúst 1941, sem var sunnudagur, birti New York Herald-
Tribune eftirfarandi fyrirsögn með stóru letri þvert yfir þrjá dálka á
forsíðu:
SANNAÐ, AÐ VICHY-SENDIRÁÐIÐ
í BANDARÍKJUNUM STJÓRNAR KLlKU
FLUGUMANNA, SEM AÐSTOÐA NAZISTA
Fyrir neðan voru minni fyrirsagnir, svo sem „Jean Musa, uppgjafa-
þjónn, sagður aðalaðstoðarmaður í New York við „upplýsinga“-störf“ og
„Henry-Haye hefur að sögn stjóm á hendi“. Fréttin, sem á eftir fylgdi,
hafði verið send frá Washington og var höfundur einn fréttaritara
Tribuncs, Ansel E. Talbert, sem fengið hafði vandlega valda útdrætti i'ir
safni Stephensons um athæfi Vichymanna. Blaðið ásakaði Vicliysendi-
ráðið hiklaust um að starfrækja leyniþjónustu innan Bandaríkjanna
með fjármunum, sem Bandaríkjastjórn legði hömlur á, í þeim tilgangi
að hjálpa nazistum að gera Frakkland að leppríki Þýzkalands. Menn þeir,
sem stjórnuðu þessu leynistarfi undir yfirumsjón sendiherrans, voru sagð-
ir Bertrand-Vigne ofursti, hermálafulltrúinn, Charles Brousse höfuðs-
maður, fyrrum blaðafulltrúi, og Jean Musa. Með fylgdi mynd af sendi-
herranum á gangi í garði sendiráðsins ásamt Musa og Bertrand-Vigne.
Auk Gestapostarfa þeirra, sem þegar hefur verið lýst, var í fréttinni
sagt frá eftirtektarverðum dæmum um upplýsingasöfnun á víðari liern-
aðargrundvelli. Var sagt frá því, hvernig Vichy-yfirvöld liefðu getað gert
að engu fyrirætlanir de Gaulles um að taka Dakar árið áður. Að því er
virtist liafði áætlun um þenna ógiftusamlega leiðangur frjálsra Frakka
til vesturstrandar Afríku verið smyglað til Bandaríkjanna — til fram-
haldssendingar til Vichy — í benzíngeymi bifreiðar, sem flutt var frá
London til Hoboken á gríska gufuskipinu Nea Hellas, I benzíngeymin-
um voru einnig skrár yfir franska her- og flotaforingja og flugforingja,
sem gengið höfðu í hreyfingu frjálsra Frakka.
1 sömu viku birti Tribune þrjár greinar til viðbótar með svipuðum
fyrirsögnum eins og VICHYFLUGUMENN REYNDU AÐ NÁ TEIKN-
INGUM AF BRENBYSSUM ásamt undirfyrirsögn: „Reyndu að ná teikn-
ingum af vopni, sem ver Bretland fyrir innrás.“ Allar greinarnar voru
endurprentaðar í meira en 100 blöðum í Bandaríkjunum og Kanada, þar
á meðal Washington Post, Baltimore Sun og New York Daily Mirror.
Henry Morgenthau f jármálaráðherra lét í ljós almennan fögnuð yfir þeim,
þegar hann óskaði að hitta blaðamann Herald-Tribunes, sem skrifað hefði
svo ágætan greinaflokk. Hann sagðist langa til að óska honum persónu-
lega til hamingju með svo frábært blaðamennskuafrek.
Þetta voru vitanlega stórkostlegar uppsláttarfréttir fyrir Herald-
Tribune, þar sem greinarnar voru á allra vörum um landið gervallt og
lögðu til efnið í mikinn fjölda forystugreina blaða. Henry-Haye brást
þannig við, að hann efndi til blaðamannafundar og sagði, að hann mundi
bera fram mótmæli við Hull utanríkisráðherra. „Sannleikurinn er sá, að
ég er mjög hnugginn,“ sagði hann við blaðamennina. „Á morgun verður
rétt ár frá því að ég fór frá Frakklandi og hélt til lands ykkar til að
verða fulltrúi sigraðrar þjóðar — en samt mjög stoltrar þjóðar. Við höfum
fært meiri fómir en allir aðrir. Og samt er ég hér neyddur til að gefa
ykkur skýringu á árásum, sem eru á engan hátt réttlættar. Hver er til-
gangurinn með slíkum árásum? Tilgangurinn er að reyna að hrinda í
framkvæmd löngun vissra Bandaríkjamanna og Frakka til að rjúfa eða
torvelda stjórnmálasambandið milli frönsku stjómarinnar og Bandaríkj-
anna. Ég segi frönsku stjómarinnar, því að engin önnur frönsk stjórn
er til en sú, sem ég er fulltrúi fyrir.“ Sendiherrann sýndi tveggja daga
gamalt eintak af Herald-Tribune, og bætti við um leið: „Ég sá sönnun-
ina í ritstjómargrein blaðsins, sem ver svo miklu rúmi til að birta furðu-
fréttir þeirra.“
Stephenson kom því svo fyrir, að meðal viðstaddra var blaðamaður,
sem hlynntur var Bretiun, og lét honum í té óþægilegar spumingar til
að leggja fyrir sendiherrann. Þetta leiddi til frekari skrifa, sem vom
óæskileg fyrir fulltrúa Vichys og starfsmenn hans, þar eð vesaldarleg
undanbragðasvör Henry-Hayes vom engan veginn sannfærandi. „Sendi-
herrann talar sem fulltrúi frönsku þjóðarinnar, vinsamlegrar þjóðar,“
skrifaði Herald-Tribune síðan í forystugrein, „en samt hefur ríkisstjórn-
in, sem hann er fulltrúi fyrir, hvað eftir annað gert hvaðeina, sem henni
var unnt, til að vinna að þýzkum sigri, sem Bandaríkin hafa lýst yfir,
að sé algerlega fjandsamlegur lífshagsmunum þeirra, og að torvelda
viðnám Breta, sem Bandaríkin hafa heitið að veita alla þá hjálp, sem
í þeirra valdi stendur.“
Árangur þessarar samræmdu blaðaherferðar var að gera fulltrúa
Vichystjórnarinnar í Bandaríkjunum að algerum ómerkingum. Frjálsir
Frakkar kunnu sér vitanlega ekki læti. Einhverjar ánægjulegustu afleið-
ingamar voru þær, að Gestapó Musa hætti að miklu leyti starfsemi sinni,
þótt sendiherrann héldi áfram að hafa Musa á lágum launum. Hvað
Henry-Haye snerti, gerði hann ekki framar opinberar tilraunir til að gefa
skýringar á árásum á sig og starfsmenn sína og neitaði að svara frekari
spurningum um þetta vandræðamál. En maður, sem Stephenson hafði
samband við í sendiráðinu, skýrði frá því, að þótt sendiherrann léti á
litlu bera, væri hann „harla gramur“. Einu sinni rauk hann óskaplega
upp á nef sér, og þá sagði hann, að þetta væri allt að kenna „de Gaulle-
istum, Gyðingum, Bretum og F.B.I.“ En hann gmnaði í rauninni Breta
aldrei. S.I.S.-höfuðstöðvarnar í London vissu heldur ekki, hvernig í þessu
lá. Nokkmm vikum eftir að greinamar birtust, fékk Stephenson orðsend-
Auglýsing
um ferðastyrk til rithöfunda
t lögum nr. 28/1967, um breytingu á og viðauka við lög um
almenningsbökasöfn nr. 22/1963 er svofellt bráðabirgða-
ákvæði:
,,t>ar til gagnkvæmar höfundagreiðslur vegna afnota I
bókasöfnum innan Norðurlanda verða lögteknar er heim-
ilt, ef sérstök fjárveiting er tii þess veitt I fjárlögum, að
veita rithöfundum styrki árlega til dvalar á Norðurlönd-
um.”
t fjárlögum fyrir áriö 1975 er 100 þús. kr. fjárveiting handa
rithöfundi til dvalar á Norðurlöndum.
Umsóknir um styrk þennan óskast sendar stjórn Rithöf-
undasjóös tsiands, Skiphoiti 19, fyrir 8. mal 1975. Umsókn-
um skulu fyigja greinargerðir um, hvernig umsækjendur
hyggjast verja styrknum.
Reykjavik, 11. april 1975.
Rithöfundasjóður íslands.
Styrkur
til náms við Stokkhólmsháskóla
Háskólaárið 1975-76 veitir Stokkhólmshá-
skóli islenskum námsmanni styrk að upp-
hæð 15 þúsund sænskar krónur. Styrkur-
inn verður veittur til námsdvalar við há-
skólann i Stokkhólmi, en er ekki bundinn
við sérstaka grein eða áfanga i námi. Við
Stokkhólmsháskóla eru þessar deildir:
Lagadeild, heimspekideild, félagsvisinda-
deild og stærðfræði- og náttúruvisinda-
deild.
Umsóknir, ásamt námsvottorðum, skal
senda Háskóla íslands fyrir 20. mai 1975.
L
MUNIÐ
íbúðarhappdrætti H.S.i.
2ja herb. íbúöað
verðmæti kr. 3.500.00.
Verð miða kr. 250.
©
Fimmtudagur 24. apríl 1975.