Alþýðublaðið - 29.04.1975, Blaðsíða 4
I hreinskilni
sagt
eftir Odd A. Sigurjónsson
Á krossgötum
Eftir hartnær 30 ára þjark
standa nú islenzkir skólar á
svipuðum krossgötum og við
setningu fræðslulaganna 1946.
Að visu eru margir skólamenn
reynslunni rikari, en þvi miður
virðist ekki vera hægt að segja
hið sama um fræðsluyfirvöld.
Aftur er nú komið á sama stað á
hringnum, að telja verknám og
verknámskennslu allra meina
bót. Það er auðvitað fjarri mér
að telja þessa stefnu alranga.
En það er nú hvorttveggja og
bæði, að fráleitt er að skólamál
megi vera ýmist i ökkla eða
eyra og i annan stað verður að
segja, að til þess að gera „nýju
hugmyndirnar” að einhverju
öðru en fánýtu pappirsgagni,
þarf meira til en að setja lög.
Að minu mati, þarf að búa
þannig að verknámi fyrst og
fremst, að nemendur fái að þvi
loknu, með viðhlitandi árangri,
skýlaus réttindi á einn eða ann-
an veg. Það er gersamlega til-
gangslaust að reyna að laða
ungt fólk að tilteknu námi, ef
það sér ekki nokkurn veginn
aukna möguleika á þvi að geta
hagnýtt sér námið með réttind-
um, sem það gæfi. Menn hafa
fest augu á iðnnámi, sem einna
liklegustu leið i þessum efnum.
Til þess að svo megi verða, ligg-
ur ljóst fyrir, að breyta þyrfti
lögum þar um og leggja niður að
einhverju eða öllu leyti hið forna
meistarakerfi. En það er þó
ekki nema önnurhlið málsins og
raunar sú einfaldari. Hin hliðin
er aðbúnaður nemenda i skólun-
um, til þess að læra iðjuna. Ef
svo ætti að verða, reka menn sig
auðvitað fyrst og fremst á þann
beizka sannleika, að þetta kost-
ar ófa fé. Þar þarf til að koma
ekki einungis viðamikil breyt-
ing á húsnæði og þá helzt til við-
bótar þvf sem nú er, heldur og
tæki og tól, sem sannarlega
verða naumast hrist fram úr
ermum rikis og bæja með neinni
óskhyggju. Sannarlega skulum
við vona, að dökkir skuggar
efnahagslifsins, sem nú grúfa
yfir,greiðist áður en langt liður.
En, hvernig sem þau mál ann-
ars ráðast, stendur það eftir. að
fjármagn til að gera þessar
nauðsynlegu breytingar, mun
varla liggja á laflausu. Þetta er
vandinn, sem við stöndum nú
frammi'fyrir. Afl þeirra hluta,
sem gera skal skortir að mestu
og viðasthvar, þótt vilji megi
sumsstaðar vera fyrir hendi,
sem þó verður að draga i' nokk-
urn efa, þegar til kastanna kem-
ur.
Jón „flotgoggur”.
Æðstu yfirvöld fræðslumála
hér virðast nú hafa sezt i sæti
Jóns gamla „flotgoggs” á
krossgötum menntamálanna.
Þau virðast nú blina I axaregg
lagastafsins og vænta þess eins
og hann, þó i öðrum skilningi
væri, að þeim muni hlotnast
„álfagullið” með þvi einu að
setja lög og tilskipanir. Fram að
þessu hefur samt skort bæði þol
og þreyju til þess að öðlast neitt
nema „flotið”, sem auðvitað er
ekki ástæða til að neita, fremur
en Jóni gamla þótti hlýða!
„Álfagullið”, gull reynslu og yf-
irsýnar, er hinsvegar ekki geng-
ið þeimi greipar, svo séð verði.
Starblint er nú á erlendar fyr-
irmyndir, sem vitanlega er ekki
ástæða til að leiða algerlega hjá
sér, án þess að hafa þar hliðsjón
af. Gagnsemin kemur þá fyrst
ef mið er jafnframt tekið af okk-
ar þjóðfélagsháttum. Island er
ekki neitt háþróað iðnriki. Og
þótt við stefnum að þvi i vax-
andi mæli að iðnaður verði hér
atvinnugrein, sem aukinn fjöldi
landsmanna þarf að hafa sitt
lifsframfæri af, erum við ekki
enn á þvi stigi, að geta vænzt
nema litils brots af margslung-
inni iðju annarra þjóða. Litið
hefur auk þess farið fyrir heild-
aráætlunum I þessum efnum.
Þar rekum við okkur enn á að
stefnu skortir, sem gæti leið-
beint uppvaxandi fólki, að
hverju nám skyldi beinast, hafi
það hug á iðnverki.
Lýsandi dæmi um reiðileysið i
menntunaruppeldi má vera að
nú er að vakna hreyfing um að
koma 5 ára börnum i skóla!
Ekki mun það vera beinlinis til
þess að á þau verði lagt neitt
nám, að marki. Hitt mun vera
hugdettan að við það verði börn-
in „skólavanari” en ella og
„teymist” þvi auðveldlegar
með, þegar skólaskyldan kall-
ar! Hér er þess auðvitað ekki
gætt, að leikur og föndur, sem
þar á að iðka, er auðvitað allt
annars eðlis en alvarlegt nám.
Þessvegna er vafasamt að hve
miklu gagni slikur leikaraskap-
ur kæmi væntanlegum skóla-
nemendum, þegar leikjum og
föndri, að geðþótta, hlyti að
ljúka.
í hringekjunni VII.
UTBOÐ
Óskað er tilboða i smiði og fullnaðarfrá-
gang póst- og simahúsa á
Breiðdalsvik
Djúpavogi
Stöðvarfirði
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
Tæknideildar Pósts og sima, Landssima-
húsinu i Reykjavik, svo og hjá viðkomandi
stöðvarstjórum, gegn 15.00.- kr. skila-
tryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Tækni-
deildar Pósts og sima mánudaginn 19. mai
1975 kl. 11 f.h.
Póst- og símamálastjórnin
LAUSAR STÖÐUR
Við Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla tslands eru
tvær stöður æfingakennara lausar til umsóknar, önnur á
raungreinasviði, sem tekur til eöiisfræði, liffræði og fleiri
greina, en hin i dönsku, og er hún einkum miöuö við
kennslu á siðasta stigi grunnskóla. Umsækjendur þurfa að
kunna góð skil á kennslufræöi viökomandi greina.
Við skólann eru einnig lausar til umsóknar 2-3 stöður
almennra kennara. Hluti úr fullri stöðu kemur einnig til
greina. Að ööru jöfnu mundu þeir umsækjendur ganga
fyrir, sem verið gætu jöfnum höndum bekkjarkennarar
eldri deilda á barnastigi og kennt einhverjar greinar I
efstu bekkjum grunnskóla, t.d. ensku og samfélagsfræði.
Umsóknir um framangreindar stöður með upplýsingum
um námsferil og störf skulu hafa borist menntamála-
ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavfk, fyrir 31. mai nk.
Umsóknareyöublöö fást I ráðuneytinu og hjá skólastjóra.
Menntamálaráðuneytið
23. april 1975
TRULOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiðsla.
Sendum gegn póstkröfu
GUÐM. ÞORSTEINSSON
gullsmiður, Bankastr. 12
IIK Otj SKAHIuRtPIR
KCRNELÍUS
jÖNSSON
SKÓLAVÖRBUSTIG 8
BANKASIRÆTI6
^»1H588-1860'Q
%
íM
'
r
VINNINQUR:
íbúð að vorðmæti '
-^UL U. 3.500.000:«,™ 5 -U ■
JpPfejáj. VlD KRUWMAItóLA 6 I HQfKJAVht 1
r | j Ibuðirt V«ifeur Úbúin undir triverk mo6 bilskýli,
MUNIÐ
Ibúðarhappdrætti H.S.I.
2ja herb. íbúðað
’ verðmæti kr. 3.500.00.
Verð miða kr. 250.
AÐALFUNDUR
ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAGS REYKJAVÍKUR
verður haldinn i H)NÓ, niðri i kvöld kl. 20.30
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Frumvarp til nýrra félagslaga.
Stjórnin.
.ju Viðskiptafræðingur,
hagfræðingur
Bandalag háskólamanna óskar að ráða
viðskiptafræðing eða hagfræðing hálfan
eða allan daginn.
Umsóknir sendist á skrifstofu BHM i Fé-
lagsheimili stúdenta fyrir 10. mai n.k.
Bandaiag háskólamanna.
F.U.J.
félagar
Baldvin Jónsson situr fyrir svörum á fundi
að Hótel Esju, i kvöld kl. 20.30.
Stjórnin.
Útgerðarfélag Skagfirðinga h.f.
Sauðárkróki
AÐALFUNDUR
Útgerðarfélags Skagfirðinga h.f. fyrir ár-
ið 1975 verður haldinn á Sauðárkróki,
föstudaginn 2. mai 1975 og hefst kl. 20.30.
Fundarstaður: Félagsheimilið Bifröst.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf, samkvæmt samþykkt-
um félagsins.
2. önnur mál.
Stjórn Útgerðarfélags Skagfirðinga h.f.
LÆKHARITARI
óskast á Heilsugæslustöðina á Húsavik.
Góð vélritunarkunnátta skilyrði. Nánari
uppl. veita læknar stöðvarinnar simi
4-13-85. Skriflegar umsóknir sendist
Heilsugæslustöðinni á Húsavik, fyrir 15.
mai n.k.
Heilsugæslustöðin á Húsavik.
o
Þriöjudagur 29. apríl 1975.