Alþýðublaðið - 29.04.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.04.1975, Blaðsíða 5
Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson Fréttastjóri: Helgi E. Helgason Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Afgreiðslustjóri: örn Halldórsson Ritstjórn: Siðumúla 11, simi 81866 Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, slmar 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10, simi 14900 Prentun: Blaðaprent hf. Verð i lausasölu kr. 40. Sigur fyrir lýöræöið Kosningarnar i Portúgal um s.l. helgi urðu stórsigur fyrir jafnaðarmenn — sem raunar eru ávallt kallaðir sósialistar i útvarpsfréttum. Þeir urðu langstærsti flokkur landsins, fengu um38% greiddra atkvæða. Helstu andstæðingar þeirra — kommúnistar — sem siðustu vikurnar hafa bóksaflega beitt jafnaðarmenn ofsóknum, biðu alvarlegt afhroð. Þeir fengu aðeins um 17% atkvæða og fengu t.d. mun minna fylgi en Miðdemókratar, sem fengu næst mest fylgi i kosningunum. Fylgi kommúnista reyndist miklu minna, en almennt var haldið, og i sum- um kjördæmum, þar sem þeir höfðu verið taldir öruggir með yfirburðasigur, tókst þeim rétt að- eins að merja meirihluta. Er það einkar at- hyglisvert þegar á það er litið, að kommúnista- flokkurinn var eini flokkur landsins, sem til var sem skipuleg samtök þegar einræðisstjórn Portútgals var steypt. Þá voru t.d. aðeins um nokkur þúsund manns i leynilegum samtökum jafnaðarmanna, en þegar þjóðin fékk að kjósa i frjálsum kosningum hafnaði hún samt sem áður hinum þrautskipulagða og áhrifarika kommúnistaflokki en valdi jafnaðarmenn. Þau tiðindi hafa vonandi þær afleiðingar fyrir stjórnmálaþróunina i Portúgal, að hún beinst i átt til lýðræðis. Þróun mála i Portúgal á siðustu mánuðum hefur verið viðsjárverð og hlýtur að valda áhyggjum þeim mönnum, sem vonast hafa til þess að bylting hersins yrði til þess að innleiða lýðræðislega stjórnarhætti i landinu. Fyrstu vikurnar eftir að Portúgal var leyst undan oki fasismans virtist einnig að svo ætlaði að verða. En smátt og smátt fór að koma i ljós að i hópi hinna nýju valdamanna i Portúgal voru áhrifa- rikir menn, sem hugsuðu fyrst og fremst um að tryggja sina eigin valdastöðu á kostnað frelsis og lýðræðis. Þetta voru annars vegar herforgj- arnir, sem fundu sætleika valdsins, og hins vegar leiðtogar kommúnistaflokksins, sem fundu til hins sama og óttuðust, að frjálsar kosn- ingar myndu skerða áhrifamátt þeirra og að- stöðu. Kommúnistar og herforingjarnir tóku þvi höndum saman i sameiginlegri valdabaráttu. Með stuðningi kommúnista bannaði herinn ýmsa stjórnmálastarfsemi i landinu og bætti gráu ofan á svart með þvi að tryggja sér áfram- haldandi úrslitavöld i stjórnmálum landsins án tillits til niðurstöðu frjálsra kosninga. Einnig i þessu naut herinn fulls stuðnings kommúnista. Leiðtogar jafnaðarmanna i Portúgal hafa verið mjög andvigir þessari þróun og þrjóskuð- ust við að skrifa undir ákvæðin um úrslitavöld hersins uns ekki var um annað að ræða en ann að hvort það eða að starfsemi flokksins yrði bönnuð. Þá hafa portúgalskir jafnaðarmaenn lagt mikla áherslu á, að stjórnmálin i Portúgal fengju að þróast i átt við evrópskt lýðræði og orðið að sæta áköfum árásum kommúnista fyrir vikið. En jafnaðarmenn lögðu þessa stefnu sina undir dóm kjósenda og með þvi að kjósendur veittu þeim meira en tvöfalt fylgi á við kommú- nistaflokkinn féll sá dómur jafnaðarmönnum ótvirætt i vil. Það er einkar athyglisvert fyrir islenska vinstri menn, að Þjóðviljinn hefur i þessum málum mjög tekið upp hanskann fyrir portúgalska kommúnista og skoðanabræður þeirra, herforingjana. Enn virðist sama gamla afstaðan móta skrif þessa blaðs — að það skipti ekki máli hvernig hlutirnir eru gerðir heldur hver geri þá. lalþýdul ALÞYÐUFLOKKSINS Eins og komið hefur fram i fréttum var Reiulf Steen kjörinn formaður norska Verkamanna- flokksins á þingi flokksins i sl. viku Istað Trygve Bratteli. Reiulf Steen hefur verið varaformaður flokksins s.l. áratug, en þar áður var hann forystumaður ungra jafnaðarmanna i Noregi. Hann hefur oft komið til íslands, m.a. i boði Sambands ungra jafnaðar- manna fyrir nokkrum árum. Reiulf Steen gegndi ráðherra- embætti i fyrri stjórn norska Verkamannaflokksins, en tök ekki sæti i rfkisstjórn Brattelis, sem nú situr. Kaus hann heldur aö helga sig flokksstarfinu og hef- ur stjómað flokksstarfinu og upp- byggingu þess að undanförnu. Allt frá þvi Trygve Bratteli til- kynnti, að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs sem flokksformaður hefur Reiuif Steen verið sá, sem helst hefur verið nefndur sem arftaki hans. Ýmsir aðrir hafa þó komið til greina —m.a. Ronald Bye, fram- kvæmdastjóri flokksins, en hann hefur horfið i skuggann nú upp á siðkastið og lét m.a. af starfi sem framkvæmdastjóri fyrr i vetur. Siðustu vikurnar var Odvar Nordli, formaður þingflokks Verkamannaflokksins, helst nefndur sem keppinautur Steens um formannsembættið og þegar flokksþingið kom saman um næst siðustu helgi var allt talið benda til þess, að kosið yrði á milli þeirra tveggja. Svo fór þó ekki. A fundi uppstillinganefndar aðfara- nótt s.l. miðvikudags náðist fullt samkomulag um Steen sem eina frambjóðandann til formanns- kjörs. Var sú tillaga borin upp af formanni nefndarinnar á flokks- þinginu daginn eftir og þvi jafn- framt lýst yfir, að nefndin ætl- aðist til þess að Odvar Nordli tæki við forsætisráðherraembættinu af Trygve Bratteli þegar hann lætur af þvi starfi, en enn hefur engin yfirlýsing verið gefin um, hvenær svo verður. Formaður uppstillinganefndarinnar, Leif Skau, lýsti þvi yfir, að hvorki uppstillinganefnd eða flokksþing- ið sjálft hefði i raun heimild til þess að ganga frá þvi, hver yrði eftirmaðurBrattelis sem forsætis- ráöherra, en þó gengi nefndin út frá þvi að það yrði Odvar Nordli. Sagði hann, að uppstillinganefnd- inliti á kjör Steens sem flokksfor- manns og óformlegt val Nordlis sem forsætisráðherraefni sem heildarlausn. Þá skoðun staðfesti þingið með langvinnu lófataki og aðalmálgagn norska Verka- mannaflokksins, ARBEJDER- BLADET, gengur út frá þvi sem gefni I leiðara s.l. fimmtudag, að þessi verkaskipting verði milli þeirra Steen og Nordli. Blaðið leggur áherslu á, að enda þótt þeir Steen og Nordli hafi ólikum verkefnum að gegna standi þeir pólitikst séð jafnfætis. Valið hafi ekki staðiðum „annaðhvort eða”, heldur „bæði og”. Lausn flokks- þingsins hafi verið lausn, sem flokkurinn allur standi heils hug- ar og sameinaður að. Bratteli heldur eitthvað áfram. Þá segir blaðiö einnig i sömu forystugrein, að Bratteli hafi enn ekki tekið ákvörðun um, hvenær hann muni láta af embætti for- sætisráðherra. Þeirri spurningu verði svarað i fyllingu timans. Hins vegar hafi það verið eðlilegt af uppstillinganefndinni að at- huga samtimis um eftirmann Brattelis i flokksformennskunni og eftirmann hans i rikisstjórn- inni. Verkamannaflokkurinn hefði aldrei mótað bindandi stefnu um, hvernig þessum störf- um ætti að skipta — hvort einn maður ætti ávallt að fara með þau bæði, eða hvort skipta ætti þeim á milli manna. Blaðið segir einnig, að þótt Rei- ulf Steen hafi verið valinn sem flokksformaður merki það ekki, að Odvar Nordli hafi ekki verið talinn hæfur til starfans. Og þótt uppstillinganefndin hafi bent á að hugurinn hljóti að beinast að Odvar Nordli þegar rætt yrði um eftirmann Brattelis sem forsætis- ráðherra þýddi það auðvitað ekki, að með þvi væri verið aðsegja, að Reiulf Steen væri ekki fær um það verkefni. Hins vegar hafi reynsla Steens af flokksstarfinu og reynsla Nordlis af landsmálum og stjórnmálastarfi gert þessa verkaskiptingu eðlilega. Nóg að gera hjá Steen Það verður nóg að gera hjá hin- um nýkjörna formanni norska Verkamannaflokksins. Sveitar- stjórnakosningar standa fyrir dyrum i Noregi og þá mun reyna á, hvort flokkurinn er á uppleið aftur eftir það fylgistap, sem á rót sina að rekja til deilnanna um EBE-málið. Einnig þarf flokksforystan nú að greiða úr ýmsum fram- kvæmdalegum vandamálum i sambandi við tengsl þingflokks, rikisstjórnar og flokks eftir að þrir menn gegna nú æðstú emb- ættum þessara stofnana i stað tveggja áður (Bratteli formaður og forsætisráðherra og Nordli formaður þingflokks). — Sú lausn, sem flokksþingið komst að niðurstöðu um, verður að treysta samheldnina i flokkn- um, sagði hinn nýkjörni flokks- formaður. — Það er nauðsynlegt að finna starfshætti sem tryggt getastöðugt og virktsamráð milli flokksins, rikisstjórnarinnar og þingflokksins. Ég mun taka það mál til meðferðar eins fljótt og framast er unnt. Reiulf benti á, að ávallt væri hætta á aðvissir hópar söfnuðust saman um i fyrsta lagi rikis- stjórnina, i annan stað þingflokk- inn og i þriðja lagi miðstjórnina, er svo kynni að leiða til ágrein- ings milli þessara aðila. — Þaö er eins gott að gera sér þessa hættu ljósa frá byrjun þannig að unnt sé að vinna gegn henni, sagði Steen. Steen var þá spurður að þvi, hvort miðstjórn flokksins myndi þá ekki öðlast algera lykilað- stöðu. Hann sagði, að það væri viðtekin og góð venja, að sam- þykktir flokksstjórna væru mikils metnar af þingmönnum, ráðherr- um og bæjarfulltrúum flokksins, en það merkti hins vegar ekki, að flokksstjórnin ætti að segja rikis- stjórn eða þingflokki fyrir verk- um. Hins vegar bæri rikisstjórn og þingflokki að leita góðrar sam- vinnu við flokksstofnanirnar. Ungur formaður Hinn nýkjörni formaður norska Verkamannaflokksins, Reiulf Steen, er 41 árs að aldri og hefur allt frá unga aldri helgað lif sitt stjórnmálum. Hann fæddisti Sætre i Hurum og hóf störf 17 ára gamall sem iðnverkamaður i Sprengiefnaverksmiðju Noregs (Norsk Sprængestofindustri A/S). Fjórum árum siðar gerðist hann blaðamaður við eitt af blöð- um Verkamannaflokksins, en hætti blaðamennsku skömmu sið- ar er hann var kjörinn ritari og siðar formaður i samtökum ungra jafnaðarmanna I Noregi. Frá DSU (Sambandi ungra jafn- aðarmanna i Noregi) fór hann til ■starfa hjá þingflokki norska Verkamannaflokksins og var kjörinn varaformaður flokksins á þingi hans árið 1965. Allt frá þvi hefur hann helgað flokksstarfinu krafta sfna, nema hvað hann var samgönguráðherra i rikisstjórn Brattelis 1971-1972. En það er ekki aðeins Steen einn, sem er ungur að árum i æðstu stjórn flokksins. Ung kona, Gro Harlem Brundtland, var kjörin varaformaður flokksins og mun það vera i fyrsta skipti, sem kona sinnir þvi starfi. Þá var ung- ur verkalýðsmaður, Ivar Lever- aas, kjörinn framkvæmdastjóri fiokksins i stað Ronald Bye, en þau þrjú skipa æðstu stjórn flokksins þá væntanlega ásamt Odvar Nordli eftir aö hann hefur tekið við forsætisráðherraemb- ættinu af Bratteli. ARBEJDERBLADET segir frá þvi, að þessi nýkjörna æðsta stjórn norska Verkamanna- flokksins sé „yngsta” æðsta stjórn norsku stjórnmálaflokk- anna. Hin nýja forysta norska Verkamannaflokksins. Frá vinstri Odvar Nordli, forsætisráðherraefni, Gro Harlem Brundtland, varaformaður, Reiulf Steen, formaður og Ivar LeversAas, framkvæmdastjóri. Þriöjudagur 29. apríl 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.