Alþýðublaðið - 29.04.1975, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 29.04.1975, Blaðsíða 9
Umsjon: Björn Blöndal íþrOttik Knattspyrna: Heimsmeistarar í kröppum dansi ★ náðu aðeins jafntefli gegn Búlgörum Heimsmeistararnir i knattspyrnu, V-Þjóðverjar, léku við Búlgari á sunnudag- inn og var leikurinn liður i Evrópukeppni landsliða. V-Þjóðverjar lögðu mikið upp úr að sigra i leiknum og sóttu þeir m.a. þá Gunter Netzer og Paul Breitner til Spánar en þeir hafa ekki leikið með liðinu siðan i HM i Þýska- landi fyrir tæpu ári. Ekki gekk þeim heldur sem best á sunnudaginn og urðu að sætta sig við jafntefli i' leikn- um 1-1, Ihálfleik var staðan 0- 0. Bæði mörkin voru skoruð úr vitaspyrnum, Kolve fyrir Búlgari og Ritschel fyrir heimsmeistarana. Fyrir leikinn sagði Helmut Schoen einvaldur Þjóðverj- anna að þeirra sterkasta vopn i leiknum væri vitneskjan um að þeir væru heimsmeistarar og Evrópumeistarar i keppni landsliða. En Búlgararnir létu það samt ekki á sig fá og vel studdir af 60 þúsund áhorf- endum gáfu þeir heims- meisturunum aldrei eftir. Þeir hafa nú gjörbreytt landsliði sinu eftir ófarirnar á HM og voru t.d. aðeins fjórir leikmenn i liðinu á sunnudag- inn sem léku með i HM. Lið V-Þjóðverja var þannig skipað. Maier, Vogts, Breitn- er, Schwarzenbeck, Becken- bauer, Bonnhof, Honeness, Netzer, Ritschel, Holzenbein, Heynckes. t leiknum lék Beckenbauer sinn 90. landsleik. Staðan i riðlinum er nú þessi: V-Þýskaland 3 1 2 0 3:3 4 Grikkland 4 12 1 7:8 4 Malta 2 10 1 1:3 2 Búlgarfa 3 0 2 1 5:6 2 son bætti við ööru marki rétt fyrir leikslok. A laugardaginn léku Vikingur og Valur og var leikurinn oft fjörugur og áttu bæði liðin ágæta marktækifæri, sérstak- lega Valsmenn. Vikingar urðu fyrri til að skora, Stefán Halldórsson eftir mistök Sigurðar i markinu, en Kristinn Björnsson jafnaði svo fyrir Val eftir aukaspyrnu. Myndin er frá leik Vikings og Vals og er það Hermann Gunnarsson sem er að undirbúa sig að leika á varnarmann Vikings. öllum á óvart veittu Armenningar Frömurum harða keppni og leit lengi vel út fyrir að þeir ætluðu þar með að ná sinum fyrstu stigum i mótinu. En þegar fimm minútur voru til leiksloka, tókst Kristni Jörundssyni aðbjarga andlitinu fyrir Fram og við það brotnaði Armannsliðið og Steinn Sveins- Tveir leikir voru háðir i Re y k ja v Ik u r m ót i nu i knattspyrnu um helgina. A f ö s t u d a g s k v öl d i ð léku Armenningar og Framarar og var þar lengi vel jöfn barátta. Jafnaldrarnir ekki nógu góðir 1 kvöld keppir yngsta landsliðið I knattspyrnu á Kópavogsvellin- um, en það er landslið leikmanna 16 ára og yngri. Þeir mæta þá 3. flokki UBK og hefst leikurinn kl. 20:30. Um siðustu helgi lék liðið við jafnaldra sina á Akranesi og sigraði stórt, 5-0. ,,Ef þeir halda svona áfram þá sé ég ekki fram á annað en að þeir verði að spreyta sig á eldri strák- um”, sagði þjálfari liðsins Guð- mundur Þórðarson i gær. ,,Ætli endirinn verði ekki sá við ein- beitum okkur að þvi að leika gegn 2. flokki, það ætti að veita strákunum meiri mótspyrnu”. óskar Sigurpálsson var maöur mótsins og er hann fyrsti iyftingamaöur okkar sem nær aö jafnhatta 200 kg. Myndin er tekin á mótinu á sunnudaginn af óskari. Varð fyrstur til að jafnhatta 200 kíló Óskar Sigurpálsson náði þessum ágæta árangri á NM um helgina Óskar Sigurpálsson stóð sig best á NM i lyftingum sem haldið var i Laugardalshöllinni á sunnu- daginn. Þar setti hann nýtt is- landsmeti i jafnhendingu lyfti 200 kg og er fyrsti islendingurinn sem nær þvi marki. Þrir keppendur sem áttu að keppa, kepptu ekki á mótinu, Hreinn Halidórsson og Friðrik Jósepsson scm báðir voru meidd- ir og Gústaf Agnarsson sein kaus heldur að fara til Svíþjóöar og keppa þar. Ahorfendur fjölmenntu i Höll- ina á sunnudaginn til að sýna stuðning sinn við lyftingamennina sem voru búnir að undirbúa NM svo vel en voru svo sviknir um allt saman þegar sænska lyftinga- sambandið boðaði til NM-mótsins i Stokkhólmi um helgina. Fyrsta íslandsmetið kom strax ' 1 dvergvigt, þegar Sigurður Grétarsson snaraði 75 kg, siðan jafnhattaði hann 90 kg og náði samtals 165 kg sem er jafnt tslandsmetinu. Kári Eliasson keppti i fjaður- vikt og snaraði 90 kg, jafnhattaði 120 og setti persónulegt met, 210 kg. Skúli Óskarsson sem keppti i millivigt setti tslandsmet i snörun 112,5 kg, en gerði ógilt i jafnhött- un. 1 milliþungavigt gerði Guðmundur Sigurðsson ógilt i snörun, en jafnhattaði 182,5 kg. Óskar Sigurpálsson keppti á yfirþungavigt eins og áður sagði og varð hann að drekka nokkra litra af vatni fyrir mótið til að ná þyngdinni. Óskar snarði 135 kg og jafn- hattaði 200 kg og lyfti samtals 335 kg sem lika er tslandsmet. Eftir mótið voru keppendunum afhentir keramikvasar til minningar um mótið, en fyrir- hugað var að veita sigurvegurun I NM hverjum einn vasa. Þær fréttir hafa borist frá Stokkhólmi að þar hafi Gústaf Agnarsson hafnaði i öðru sæti i sinum þyngdarflokki en hvort hann hefur verið tekinn inn sem fullgildur keppandi er ekki vitað. En hann var hvorki viðurkenndur af tSt, né Lyftingasambandinu sem fulltrúitslands. Allt á hreinu í Skotlandi Á Skotlandi bar það einna helst til tiðinda að bæði Rangers og Celtic töpuðu. Rangers sem þegar hefur borið sigur úr bytum tapaði á heimavelli fyrir Airdrieonians 0-1 að viðstöddum 50 þúsund áhorfendum. Celtic tapaði á úlivelli fyrir St. Johnstone 2-1 á meðan vann Hibernian, Arbroath 2-1 og tryggði sér þar með annað sætið á betra markahlutfalli en Celtic. Næsta keppnistimabil verður leikið i þrem deildum á Skot- landi ,,top ten” 1. deild og 2. deild. Á ,,top ten” deildinni leika, Rangers, Hibernian, Celtic, Dundee Utd, Aberdeen, Dundee, Ayr, Hearts, St. Johnstone og Motherwell. Átta neðstu liðin i 1. deild skipa svo hina nýju 1. deild ásamt sex efstu liðunum úr annarri deild. En þau lið sem eftir eru leika I 2. deild. Endanlegar stöður liðanna i deildunum liggja alveg ljóst fyrir og varð lokastaðan þessi: Rangers 34 25 6 3 86-33 56 Hibernian 34 20 9 5 69-37 49 Celtic 34 20 5 9 81-41 45 Dundee Utd. 34 19 7 8 72-43 45 Aberdeen 34 16 9 9 66-43 41 Dundee 34 16 6 12 48-42 38 Ayr 34 14 8 12 50-61 36 Hearts 34 11 13 10 47-52 35 St. Johnst. 34 11 12 11 41-44 34 Motherwell 34 14 5 15 52-57 33 Airdrie 34 11 9 14 43-55 31 Kilmarnock 34 8 15 11 52-68 31 Partick 34 10 10 14 48-62 30 Dumbarton 34 7 10 17 44-55 24 Dunfermline 34 7 9 18 46-66 23 Clyde 34 6 10 18 40-63 22 Morton 34 6 10 18 31-62 22 Arbroath 34 5 7 22 34-66 17 2. deild Falkirk 37 26 1 10 76-29 53 Queen South 38 23 7 8 77-33 53 Montrose 38 23 7 8 70-37 53 Hamilton 37 20 7 10 68-30 47 East Fife 38 20 7 11 57-42 47 St. Mirren 37 lð 7 11 74-52 45 Clydebank 37 17 8 12 48-39 42 Stirling 37 16 9 12 63-54 41 Berwick 37 17 6 14 52-47 40 East Stirl. 38 16 8 14 56-52 40 Albion Rov. 37 16 7 14 71-60 39 Stenhousem. 38 14 11 13 52-42 39 Raith 38 14 9 15 48-44 37 Stranraer 38 12 11 15 47-65 35 Alloa 37 11 11 15 49-55 33 Queens Park 38 10 10 18 41-54 30 Brechin 38 9 7 22 44-85 25 Mead.bank 38 9 5 24 26-87 23 Cowdenb. 38 5 11 22 39-76 21 Forfar 38 1 7 30 27-102 9 o Þriöjudagur 29. april 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.