Alþýðublaðið - 29.04.1975, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.04.1975, Blaðsíða 8
Nú beindist athyglin að fallbaráttunni og hvort Sunderland eða Norwich kæmist í 1. deild Á laugardaginn beindust augu manna ekki að efstu liðunum i Englandi þegar siðasta umferðin i deildarkeppninni var leikin. Þvi Derby County hafði þegar tryggt sér sigur i 1. deild og hin liðin áttu enga möguleika að ná liðinu að stigum. Nú beindist athyglin að fallbar- áttunni i 1. deild og hvort Sunder- land eða Norwich fylgdi Man- chester united og Aston Villa upp i 1. deild. Fyrir leikina á laugardaginn var Carlisle þegar fallið i 2. deild, en baráttan um hin fallsætin tvö stóð á milli Chelsea, Tottenham og Luton. Chelsea lék við Birmingham á Stamford Bridge og lauk leiknum með jafntefii 1-1 og þar með féll Chelsea i 2. deild, en bæði stigin hefðu gefið smá von. Lið Chelsea sem var að mestu skipað kornungum leikmönnum sótti nær látlaust allan leikinn og hefði fyllilega verðskuldað að sigra i leiknum en aðeins frábær markvarsla welska landsliðs- markmannsins Dai Davis i marki Everton kom lengi vel i veg yfir að leikmönnum Chelsea tækist að skora. En sókn Chelsea var stif og mark lá i loftinu, Ian Hutchinson átti skot i þverslá og á 64. minútu átti bakvörðurinn Hon Harris hörku skot að marki Everton sem Davis varði. En hann hélt ekki boltanum og Ray Wilkins sem fylgdi vel tókst að senda boltann i markið. En Adam var ekki lengi i paradis, þvi 5 minútum siðar jafnaði Bob Latchford fyrir Everton sem af og til átti hættu- legar skyndisóknir i leiknum. Tottenham lék á Highbury gegn Arsenal og lék hvorugt liðið vel en Arsenal var samt skárra iiðið og mark Brians Kidds , hans 19. á keppnistimabilinu á 16. minútu var aðeins það sem ieikmenn Tottenham gátu búist við. Þá átti Peter Storey skot i stöng, en þaöan dansaði boltinn eftir mark- linunni og út aftur. Besta tækifæri Tottenham kom þegar markvörður Arsenal Geoff Barnett, missti boltann fyrir fætur Alfie Conn, en honum mis- tókst herfilega og hitti ekki rnarkið. Vegna þessara úrsiita féll Tottenham i næst neðsta sæti en i gærkvöldi lék liðið við Leeds (sjá annarsstaðar á siðunni) og nægði liðinu jafntefli til að bjarga sér frá falli. Luton fékk Manchester City liðið sem aðeins hefur sigrað i tveim útileikjum i vetur. Um tima leit út fyrir að mark Dennis Tueart i fyrri hálfleik ætlaði að færa liðinu þriðja sigurinn. En leikmenn Luton börðust vel i seinni hálfleik og Jim Ryan jafnaði þá fyrir heimamenn og smá von vaknaði með áframhaldandi setu i 1. deild. En þá varð Tottenham að tapa fyrir Leeds i gærkvöldi. Sunderland sem verið hefur i öðru sætinu i 2. deild i mestallan vetur og flestir voru búnir að spá að léki i 1. deild á næsta ári, tapaði illa fyrir Aston Villa i siðasta leik sinum og á sama tima vann Norwich Portsmouth og tryggðu sér þar með þriðja sætið og réttinn til að leika i 1. deild. A Villa Par i Birmingham var Sunderland lengi vel betra liðið og átti þá Brian Robson gott tæki- færi sem hann fór illa með og stuttu siðar bjargaði Charlie Aitken (sá eini sem enn er i liði Villa frá þvi að liðið lék i 1. deild fyrir 8 árum) á marklinu. t seinni hálfleik fóru svo leik- menn Villa aö sækja meira og sýndi Brian Little þá enn einu sinni frábæran leik og var vörn Sunderlands oft erfiður og sér- staklega Bobby Moncour sem varð að beita öllum ráðum til að stöðva hann. f eitt skiptið braut hann illa á Little innan vitateigs og þar meö voru úrslitin ráðin. Ross skoraði úr vitaspyrnunni og stuttu siðar gerði Little sjálfur endanlega út um leikinn, þegar hann skoraði stórglæsilegt mark sitt 9. i 5 siðustu leikjum og 106. mark Villa á keppnistimabilinu. Á sama tima vann Norwich i Portsmouth og var þar enn sem fyrr markvörður Norwich, Kevin Keelan sem bjargaði liði sinu. Hann hefur i vetur sýnt stórkost- lega markvörslu og sagði þulur BBC að hann hefði að jafnaði varið eitt skot i leik á ótrú- legastan hátt. Á laugardaginn varði hann tvi- vegis á meistaralegan hátt og var annað skotið „þrumufleygur” af nokkurra metra færi og átti þulurinn varla orð yfir hrifningu sina. Eftir það fóru svo leikmenn Norwich að vakna til lifsins og áður en varði hafði Michael McGuire skorað fyrir Norwich. t seinni hálfleik var Norwich mun betra liðið og skoraði þá tvivegis, fyrst Martin Peters með skalla eftir fyrirgjöf Colin Suggett og Phil Boyer tveim minútum fyrir leikslok. En úrslit leikjanna á laugar- daginn urðu þessi: 1. deild Ars enal—Tottenh am 1-0 Burnley—Stoke 0-0 Chelsea —E ver ton 1-1 Coventry—Middlesb. 0-2 Derby—Carlisle 0-0 Ipswich—West Ham 4-1 Liverpool—QPR 3-1 Luton—Manch. City 1-1 Newcastle—Birmingh. 1-2 Sheff. Utd.—Leicest. 4-0 Woives—Leeds 1-1 2. deild Aston Villa—Sunderl. 3-0 Bristol C.—Fulham 3-1 Hull—Sheff. Wed. 1-0 Manch. Utd.—Blackpool 4-0 Millvall—Bristol Rov. 1-1 Nottm. For.—WBA 2-1 Orient—Southampt. 2-1 Oxford—Notts. Co. 1-2 Portsm ou th—Norw i ch 0-3 York City—Oldham 0-0 Meistaraliðið Derby náði sér aldrei á strik gegn botnliðinu Carlisle og enginn meistara- bragur á leik liðsins og eru 20 ár siðan 1. deildin hefur unnist á jafn lágri stigatölu (53), en 1954-5 sigraði Chelsea og hlaut þá 52 stig. Liverpool hafnaði i 2. sæti á betra markahlutfalli en Ipswich. Á laugardaginn vann liðið QPR á Anfield 3-1. Heimamenn komust i 2-0 með mörkum John Toshack og Kevin Keegans úr viti. En Garry P'rancis minnkaði muninn fyrir QPR með marki úr vitaspyrnu. 1 lokin bættu leikmenn Liverpool svo við þriðja markinu til að gull- tryggja sig. Ipswich hefndi sin á West Ham eftir ófarirnar i bikarkeppninni. Brian Talbot náði forystunni fyrir Ipswich úr vitaspyrnu sem dæmd var á markvörð West Ham Mervin Day fyrir að tefja leikinn, en Hollan jafnaði i lok fyrri hálfleiks. 1 seinni hálfleik skoruðu leikmenn Ipswich þrivegis Why- mark, Beattie og Hunter. Sheff. Utd. vann góðan sigur á Leicester og á nú mikla mögu- leika á að komast i UEFA keppnina en þá þarf liðið að sigra Birmingham i vikunni, en að öðrum kosti verður það Stoke sem kemst i keppnina. 1 hálfleik var staðan 3-0 og höfðu þeir Dave Bradford, John Flynn og Tony Currie skorað mörk United. I seinni hálfleik bætti Keith Eddy við fjórða markinu úr vita- spyrnu eftir að brotið hafði verið á Tony Field. Birmingham sigraði óvænt i Newcastle með mörkum Howard Kendall og Barry Pendry. Mal- colm MacDonald skoraði eina mark Newcastle og hefur nú skorað 27 mörk i vetur og er lang markahæstur i 1. deild. John Richards náði forystunni fyrir Olfana i leiknum við Leeds á 7. min. með skalla, en 7 minút- um fyrir leikslok jafnaði Frank Gray fyrir Leeds með öðru skallamarki. 1 leikslok var hinn litriki leik- maður Úlfanna, Derek Dougan sem þarna lék sinn siðasta knatt- spyrnuleik borinn um leikvöllinn af hundruðum áhangenda sinna. Á Old Trafford sáu 59 þúsund áhorfendur Manchester United sigra i sinum siðasta leik á keppnistimabilinu þegar liðið sigraði Blackpool 4-0. Mörk United skoruðu Stuart Person 2, Lou Mpcari og Jimmy Greenhoff. Fulham komst i 0-1 þegar liðið lék við Bristol City með marki Les Barrett, en i seinni hálfleik köstuðu áhorfendur ýmsu drasli inn á völlinn og fékk þá mark- vörður Fulham Peter Mellor bjórflösku i höfuðið og varð að stöðva leikinn af þeim orsökum. Þetta hafði slæm áhrif á leikmenn P’ulham sem við þetta misstu algerlega tökin á leiknum og eftirleikurinn var auðveldur hjá leikmönnum City. I leik Peterboro og Plymouth i 3. deild varð lika að stöðva leikinn vegna svipaðs atviks, en þar var það dómarinn sem var grýttur. Hann jafnaði sig þó fljótlega og leiknum var haldið áfram. Tottenham slapp við fallið - þegar liðið sigraði Leeds í gærkvöldi Tottenham bjargaöi sé frá þvi að falla niður 12. deild i gærkvöldi þegar liðið bar sigurorð af Leeds á heimavelli slnum Wite Hart Lane 4-2 Terry Neil framkvæmdastjóri Tottenham tjaldaöi öllu sem til var I gærkvöldi og léku þá Martin Peters og Rlaph Coates en þeir hafa ekki komist i liðið að undanförnu. Þetta gaf góða raun og liöið sýndi nú allt annan og betri leik en gegn Arsenal á laugardaginn. Mörk Tottenham skoruöu Cyril Knowles 2, Martin Chivers og Alfi Conn. En mörk Leeds Joe Jordan og Peter Lorimer. Þá sigraði West Ham, Arsenal 1-0. Endanleg staöa neðstu liðanna i 1. deild varð þvi þessi: Leicester 42 12 12 18 46:60 36 Tottenham 42 13 8 21 53:63 34 Luton Chelsea Carlisle 42 11 11 20 47:65 33 42 9 15 18 42:72 33 42 12 5 25 43:59 29 Þróttur réði ekki við rokið KR tók forystuna i Reykjavikurmótinu I gærkvöldi þegar liöið sigraði Þrótt 1-0. Mikið rok var og kuldi þegar leikurinn fór fram og fór mestur timi leikmanna i að sækja boltann sem lengstum var ekki I leik. KR-ingar léku undan vindi i fyrri hálfleik, en þrátt fyrir mikla pressu tókst þeim ekki nema að skora eitt mark enda léku Þrótt- arar þá oftast meö 11 menn I vörn. Mark KR gerði Jóhann Torfason. I seinni hálfleik áttu flestir von á aö Þrótturum tækist að rétta hlut sinn, en þvl fór viðs fjarri. Þeir iögðu mest kapp á að sparka sem hæst og lengst og töfðu þeir aðeins leikinn með þvi enda bolt- inn oftast langt fyrir aftan endamörk KR. Af og til áttu KR-ingar hættuleg upphlaup og voru þá oft nærri þvi aö skora og fóru t.d. Jóhann Torfason og Haukur Ottesen illa með tækifæri sem þeir fengu eftir eina af skyndi sókum KR. Staðan KR Valur Fram Vikingur Þróttur Armann 4 3 10 4 2 2 0 4 2 2 0 4 112 4 10 3 4 0 0 4 4:1 7:2 5:2 2:3 3:7 1:7 & 1. deild Derby 42 21 11 10 67-49 53 Liverpool 42 20 11 11 60-39 51 Ipswich 42 23 5 14 66-44 51 Everton 42 16 18 8 56-42 50 Stoke 42 17 15 10 64-48 49 Middlesbro 42 18 12 12 54-40 48 Sheff.Utd. 41 18 12 11 58-51 48 Manch. City 42 18 10 14 54-54 46 Leeds 41 16 13 12 55-45 45 Bumley 42 17 11 14 68-67 45 QPR 42 16 10 16 54-54 42 Wolves 42 14 11 17 57-54 39 Coventry 42 12 15 15 51-62 39 Newcastle 42 15 9 18 59-72 39 Arsenal 41 13 11 17 47-48 37 West Ham 41 12 13 16 57-59 37 Birmingh. 41 14 • 8 19 53-61 36 Leicester 42 12 12 18 46-60 36 Luton 42 11 11 20 47-65 33 Chelsea 42 1 15 18 42-72 33 Tottenahm 41 12 8 21 48-61 32 Carlisle 42 12 5 25 43-59 29 2. deild Manch Utd 42 26 9 7 66-30 61 Aston Villa 41 24 8 9 75-31 56 Norwich 41 20 13 8 57-33 53 Sunderland 42 19 13 10 65-35 51 Bristol City 42 21 8 13 47-33 50 WBA 42 18 9 15 54-42 45 Blackpool 42 14 17 11 38-33 45 Hull 42 15 14 13 40-53 44 Fulham 42 13 16 13 44-39 42 Bolton 42 15 12 15 45-41 42 Oxford 42 15 12 15 41-51 42 Orient 42 11 20 11 28-39 42 South.ton 42 15 11 16 53-54 41 Notts Co. 42 12 16 14 49-59 40 York 42 14 10 18 51-55 38 Nottm. For. 42 12 14 16 43-55 38 Portsmouth 42 12 13 17 44-54 37 Oldham 42 10 15 17 40-48 35 Bristol R. 42 12 11 19 42-64 35 Millwall 42 10 12 20 44-56 32 Cardiff 42 9 14 19 36-62 32 Sheff. Wed. 42 5 11 26 29-64 21 3. deild Rlackburn 45 22 15 8 68-45 59 Plymouth 46 24 11 11 79-58 59 Charlton 45 21 11 13 73-60 53 Swindon 46 21 11 14 64-58 53 Peterboro 44 19 12 13 45-49 50 Preston 45 19 11 15 62-53 49 C.Palace 44 17 15 12 62-55 49 Port Vale 45 17 15 13 60-^4 49 Gillingh. 45 17 14 14 65-56 48 Walsall 45 17 13 15 64-50 47 Hereford 46 16 14 16 64-66 46 Colchester 45 16 13 16 67-61 45 Wrexham 45 15 14 16 65-55 44 Bury 45 16 12 17 51-47 44 Chesterf. 46 16 12 18 62-66 44 Grimsby 46 15 13 18 55-64 43 Halifax 46 13 17 16 49-65 43 Southend 46 13 16 17 46-51 42 Brighton 45 16 10 19 56-63 42 Aldershot 46 14 11 21 53-63 38 Watford 45 10 17 18 50-72 37 Boumem. 45 12 12 21 42-57 36 Tranmere 44 12 9 23 51-56 33 Huddersf. 46 11 10 25 47-76 32 4. deild Mansfield 46 28 12 6 90-40 68 Shrewsb. 46 26 10 10 80-43 62 Rotherham 46 22 15 9 71-41 59 Lincoln 45 21 15 9 77-45 57 Chester 46 23 11 12 64-38 57 Cambridge 46 20 14 12 62-44 54 Reading 46 21 10 15 63-47 52 Brentford 46 18 13 15 53-45 49 Exeter 46 19 11 16 60-63 49 Bradford 46 17 13 16 56-51 47 Newport 46 19 9 17 68-74 47 Southport 45 14 17 14 53-54 45 Hartlepool 46 16 11 19 52-62 43 Torquay 46 14 14 18 46-61 42 Barnsley 46 15 11 20 62-65 41 Northampt. 46 15 11 20 67-73 41 Doncaster 46 14 12 20 65-79 40 Crewe 46 11 18 17 34-47 40 Rochdale 46 13 13 20 59-75 39 Stockport 46 12 14 20 43-70 38 Darlington 46 13 10 23 54-67 36 Swansea 46 15 6 25 46-73 36 Workingt. 46 10 11 25 36-66 31 Scunthorpe 46 7 15 24 41-78 29 Þriöjudagur 29. apríl 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.