Alþýðublaðið - 06.05.1975, Side 5

Alþýðublaðið - 06.05.1975, Side 5
Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson Fréttastjóri: Helgi E. Helgason Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Afgreiðslustjóri: örn Halldórsson Ritstjórn: Siðumúla 11, slmi 81866 Augiýsingar: Hverfisgötu 8-10, simar 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10, simi 14900 Prentun: Blaöaprent hf. Verð I lausasölu kr. 40.* STJÚRNLAUST LAND Að þvi best verður vitað hefur rikisstjórnin af- ráðið að láta fundum Alþingis lokið fyrir hvita- sunnuna. Þó á enn eftir að afgreiða ýmis meiri- háttar mál. Enn á eftir að afgreiða frumvarp rikisstjórnarinnar um ráðstöfun gengishagnað- ar og aðgerðir vegna hækkaðs verðs á brennslu- oliu. Þá er enn vart farið að fjalla um vegaáætl- un og ekki er einusinni farið að lita á hafnará- ætlunina enn. Allt eru þetta mikilvæg mál, sem hljóta að krefjast gaumgæfilegrar athugunar. Þvi til viðbótar kemur svo það, að mikill ágrein- ingur er i stjórnarherbúðunum um sum þeirra og ekki flýtir það fyrir afgreiðslunni. Það er svo ljóst dæmi um, hvernig rikisstjóm- in hegðar sér, að enda þótt aðeins sé nú tæpur hálfur mánuður eftir fram að hvitasunnu — þeg- ar afgreiðslu allra þessara mála og fjölmargra annarra á að vera lokið — þá gerir forsætisráð- herra sér litið fyrir og lætur Alþingi sitja starfs- laust á meðan hann, sem formaður Sjálfstæðis- flokksins, situr landsfund flokksins i Reykjavik. Enginn fundur var i Alþingi i gær og enginn fundur verður i Alþingi i dag. Fundir Alþingis eru einfaldlega felldir niður vegna þess, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur valið sér þennan tima til að halda flokksþing. Ráðamenn þjóðar- innar láta fundi Alþingis vikja á meðan. Þetta framferði ihaldsforystunnar er ljóst dæmi um það stjórnleysi, sem rikir i landinu. t janúarmánuði — um það leyti, sem gjaldeyris- varasjóður landsmanna var að tæmast og fjár- hagur þjóðarinnar að sigla i strand — gerði for- sætisráðherrann sér litið fyrir og fór i langa reisu til útlanda. öll vandamál þjóðarinnar voru látin biða þar til honum þóknaðist að koma aft- ur. Og nú, þegar ýmis meiriháttar mál þingsins em enn óafgreidd og eftir eru innan við tiu dag- ar af reglulegum fundardögum Alþingis, finnur forsætisráðherra rika þörf hjá sér til þess að stjórna fundum hjá Sjálfstæðisflokknum. Og þá ákveður hann einfaldlega, að nú skuli leggja niður fundi Alþingis i tvo af þessum fáu dögum, sem eftir eru, svo hann geti einbeitt sér að inn- anflokksuppgjörinu hjá ihaldinu. Þar hefur hann nú setið og skeggrætt i þrjá daga og látið þing og þjóð biða á meðan. íslendingar eiga við efnahagsörðugleika að striða, en það hafa þeir oft áður átt. Efnahags- vandræði á íslandi em engin ný bóla. En ofan á þetta gamalkunna vandamál hefur bæst annað, sem er jafnvel enn alvarlegra. Það er sú forystukreppa, sem verið hefur i landinu allt frá þvi rikisstjórn ólafs Jóhannessonar tók við völdum. Og þetta nýja vandamál virðist hafa vaxið með hverju árinu. Það fer ekki á milli mála, að það, sem einkum einkennir núverandi rikisstjórn, er skortur á styrkri forystu. Hún er ráðvillt, reikul og hik- andi og aðgerðir hennar i samræmi við það. Langt er siðan menn, sem fylgjast náið með stjórnmálum, gerðu sér þetta ljóst. Almenning- ur verður þessa nú var i siauknum mæli. E.t.v. er það þetta, sem veldur hvað mestu um þá miklu óánægju, sem er meðal stuðningsmanna núverandi stjórnarflokka. Þeir gera sér ljóst, að landinu er ekki aðeins illa stjómað — þvi er jafnvel fremur EKKI stjórnað. alþýðu i h i i 30 ÁR í STRÍÐI Enginn hefði spáð þvi fyrir nokkrum mánuðum, að Suður- Vietnam myndi falla á nokkrum vikum. Þrátt fyrir mikinn styrk herja Þjóðfrelsisfylkingarinnar og Norður-Vietnam, var her Suður-Vietnam fyllilega jafnfætis þeim — i tölum a.m.k. — enda talinn öflugasti herinn i þessum hluta heims. Auk mikils mann- afla bjó her Saigonstjórnarinnar yfir miklum hergagnakosti og þar á meðal mjög öflugum loftflota. Að visu höfðu andstæðingarnir fengið I hendur léttar eldflaugar gegn flugvélum, sem var skotið frá jörðu og aðeins einn mann þurfti til að skjóta. Flaugar þessar eltu flugvélar uppi og reyndust flugvélum mjög skeinu- hættar, en engu að siður átti Saigonherinn að hafa tryggð yfir- ráð i lofti og það er mjög mikið atriði i nútima hernaði. Undir lokin voru flestar þessar flug- vélar hins vegar gagnlitlar, þvi þá skorti eldsneyti fyrir flug- vélarnar og voru þær mestan partinn bundnar við jörðu. Enn er ekki fyllilega ijóst, hvað raunverulega gerðist i Suður- Vietnam þessar síöustu vikurnar. Þjóðfrelsisfylkingin og Norður- Vietnamar höfðu áður reynt svipaðar aðgerðir, en sóknarlotur þeirra fóru þá út um þúfur. Flest benti þvi til þess, að her Saigon- stjórnarinnar væri vel þjálfaður og aö hin svonefnda „vietnamis- ering” hefði tekist. Ýmsum getum hefur verið að þvi leitt hvers vegna Suður- Vietnam hrundi einsog spilaborg. Ekkert hefur verið sannað i þvi máli — og verður sennilega ekki fyrr en eftir langa hrið, þegar — og ef — tækifæri gefast til þess að skoða atburðina úr fjarlægð og fá haldbetri upplýsingar. Upphaf ófaranna má sjálfsagt rekja til þeirrar ákvörðunar Saigonstjórnarinnar að láta norðurhéröð landsins og hálendið eftir bardagalaust. Þessi ákvörðun varð til þess að riðla mjög herskipan stjórnarhersins og eyddi baráttuþreki hans. Ljóst er, að það var Thieu for- seti, sem skipaði fyrir um þetta undanhald. Nú hefur Thieu ávallt verið álitinn slyngari stjórnmála- maður en heerforingi og þess vegna hafa menn spurt sig að þvi, hvort pólitiskt mat hafi ekki frekar ráðið um þá ákvörðun hans en herfræðilegt. Með hinu hraða undanhaldi i upphafi átak- anna hafi hann ætlað að hræða Bandarikin til að koma til hjálpar. Án efa hefur Thieu met- ið rétt viðbrögð rikisstjórnar Bandarikjanna — en hann gleymdi bandariska þinginu og áhrifum þess. Þótt honum kunni að hafa tekist að sannfæra Ford og Kissinger tókst honum ekki að sannfæra bandariska þingið. Og það var þingið, sem réði. Hafi þetta verið markmið Thieus með þvi að láta Þjóð- frelsisfylkingunni og her Norður-Vietnam hálendi S.- Vietnams og norðurhéröðin eftir án bardaga, þá mistokst honum hroðalega. Bandarikin fengust ekki til þess að láta til skarar skriða og undanhaldið efldi mjög andstööuna gegn Thieu sjálfum innan stjórnarinnar og her- foringjaliðsins. Sjálfsagt hafa ýmsir herforingjar — þá einkum þeir lægra settu, sem ekki voru þegar komnir á „svarta listann” hjá Þjóðfrelsishreyfingunni, farið að leiöa hugann að þvi, hvað myndi nú biða þeirra ef Saigon- stjórnin tapaði striðinu. Slikar áhyggjur kunna aö hafa haft mikil áhrif á gang striðsins — m.a. valdið þvi, að þegar Saigon- herinn átti loks að fara aö veita viðnám, varð ekkert úr þvi viðnámi. Þannig er enn aðeins hægt að leika sér með ýmsar tilgátur — misjafnlega sennilegar. Stað- reyndirnar liggja enn ekki fyrir — hvað sem siðar kann að veröa. Loksins lokið Striðinu i Vietnam lauk snögg- lega og óvænt — en það hafði verið lengi „að verða til” og lengi að þróast upp i það strið, sem það var siðustu árin. Endalok þess urðu þvi miklu hraðar, en upp- hafið — og það var llka jafn gott. Styrjöldina i Víetnam má i raun og veru rekja allt aftur til þess, þegar kommúnistar náðu völdum i Kina árið 1949. Bandarikjastjórn sætti þungum ásökunum heima fyrir að hafa ekki komið I veg fyrir það og þegar Kóreustriðið svo braust út árið 1950 tók Banda- rikjastjórn þá ákvörðun að segja „hingað og ekki lengra” i S.a. Asíu. Hún ætlaði sér að sjá til þess, að fleiri lönd á þeim slóðum féllu ekki I hendur kommúnista. Þá þegar var Vietnam- styrjöldin hafin milli frönsku nýlenduherjanna og Viet Minh- hreyfingar Ho Shi Min. Vietnam hafði áður verið frönsk nýlenda, en Japanir höfðu tekið landið á sitt vald I siðari heimsstyrj- öldinni. Bretar og Kinverjar hröktu Japani brott með aðstoð skæruliðahreyfingar Ho Chi Minh og fengu Frökkum nýlenduna aftur. Ho Chi Minh og félagar stefndu að sjálfstæði landsins og hófu þegar baráttu gegn franska nýlenduhernum. Þeirri baráttu lauk með ósigri Frakka við Dien Bien Phu og friðarsamningunum i Genf árið 1954, sem táknuðu endalok nýlenduveldis Frakka i Indó-Kina. En þá þegar höfðu Bandarikin hafið afskipti af Viet- nam — fyrst með þvi að styrkja Frakka á baráttu þeirra við þjóð- frelsisöfl — Bandarikin greiddu um 78% af herkostnaði Frakka i Vietnam á siðustu árum nýlendu- striðsins —og siðar með stuðningi viö stjórnina I Saigon. Samningar sem ekki héldu Með friðarsamningunum i Genf árið 1954 var Vietnam skipt i tvennt um 17. breiddarbaug, en þvi jafnframt lýst yfir, að sú skipting landsins væri aðeins til bráðabirgða. Ariö 1956 átti að halda frjálsar kosningar m.a. til að sameina landið, en þær kosn- ingar voru aldrei haldnar m.a. vegna þess, að Saigon-stjórnin og Bandarikjamenn töldu, að úrslit þeirra gætu ekki orðið nema á einn veg þar eð meirihluti fólks- ins byggi i Norður-Vietnam — á yfirráðasvæði Hanoi-stjórn- arinnar og ómögulegt væri að tryggja eftirlit með frjálsum kosningum þar. Atburðirnir urðu svo, sem hér segir: ARIÐ 1955 26. október: Lýst yfir stofnun lýðveldisins Suður-Vietnam með Bao Dai sem þjóðhöföingja, en Dinh Diem sem mesta valda- manni, og siðar forseta. ARIÐ 1960 Þjóðfrelsisfylking S.-Vietnam formlega stofnuö af ýmsum sam- tökum, sem börðust gegn Saigon- stjórninni. Fljótlega náðu kommúnistar undirtökunum i fylkingunni. ARIÐ 1962 Eftir margra ára óbein afskipti af átökunum i Vietnam sendu Bandarikin nú i fyrsta sinn herlið til landsins — 12000 manna lið. ARIÐ 1963 Diem forseti myrtur i stjórnar- byltingu, sem gerð var af nokkrum helstu herforingjum landsins og talið er öruggt að hafi notið fulls stuðnings Bandarikja- stjórnar. ARID 1964 Bandariska varnarmála- ráöuneytið staðhæfir, að norður- vietnömsk herskip hafi gert árásir á bandarísk beitiskip á Tonkin-flóa. Enn er deilt um, hvort þessir atburðir hafi i raun- inni átt sér stað. En I kjölfarið sigldu svo loftárásir Bandarikja- manna á flugvelli og oliubirgða- stöðvar i Norður-Vietnam. ARIÐ 1965 7. febrúar: loftbardagar yfir Vietnam hefjast með áköfum sprengjuárásum Bandarikja- manna og flughers Saigon- stjórnarinnar. 8. júni: Bandariskir hermenn taka nú virkan þátt i bardögum á landi. 3. september: Nguyen van Thieu kjörinn forseti i Suður- Vietnam. ARID 1968 30. janúar: Þjóðfrelsisfylkingin og her Norður-Vietnam hefja miklarsóknaraðgerðir viðs vegar i Suður-Vietnam. 31. mars: Lyndon B. Johnson, forseti Bandarikjanna, lýsir þvi yfir, að dregið verði úr loft- árásum á Noröur-Vietnam um 90%. 10. mai: Undirbúningsfriðar- viðræður hefjast i Paris milli Bandarikjanna og Noröur- Vietnam. 31. október: öllum loftárásum á Norður-Vietnam hætt. ARID 1969 8. júni: Nixon Bandarikja- forseti lýsir þvi yfir, að brott- flutningur bandariskra her- manna frá Vietnam muni hefjast. Þá voru 543,500 bandariskir her- menn i landinu. 3. september: Ho Chi Minh andast. ARIÐ 1970: Bandarikjamenn senda herlið inn i Kambódiu til þess að eyði- leggja bækistöðvar norðanmanna þar. Ferðin sú varð ekki til fjár, þar eð engar mikilvægar bæki- stöðvar fundust. Innrás þessi leiddi til valdaskipta i Kambódiu og varð upphafið að þeim atburðum, sem nýlega voru til lykta leiddir i landinu með sigri kommúnista. ARIÐ 1971: Bandarikjamenn ráðast að aðflutningsleiðum Þjóðfrelsis- fylkingarinnar um Laos. ARID 1972: Bandarikin hefja aftur loft- árásir sinar. 23. október: Hætt loftárásum norðan við 20. breiddarbaug. 1 Paris eru hafnar viðræður milli þeirra Kissingers og Le Duc Tho frá Norður-VIetnam. 1 desembermánuði hófust aftur ákafar loftárásir á Hanoi og Haiphong. ARIÐ 1973 Friðarumleitanir hefjast aftur. Þann 23. janúar hittast Kissinger og Le Duc Tho i Paris til að ganga frá samningum. Nú hafði striðiö i Vietnam kostað meira en milljón mannslif. 29. janúar: Friðar- samningarnir hafa þráfaldlega verið brotnir. A næstu mánuðum ákæra aðilar hvorn annan fyrir samningabrot. í júni þetta ár lýsir van Thieu, forseti Suður-Vietnams, þvi yfir, að hann geti ekki virt friöarsamn-' ingana. Bardagar halda áfram. ARIÐ 1974: Eitt ár hefur liöiö frá undirritun friðarsamninganna i Paris — á þvi eina ári hafa 126 þúsund Viet- namar fallið. Eftir þvi sem á árið liður eykst stöðugt óánægjan með Thie og mjög fer að gæta and- stöðu gegn honum — einnig meðal herforingja Suður-Vietnam. ARIÐ 1975: Bardagar færast i aukana, en Ford Bandarikjaforseti lýsir þvi yfir, að hann muni virða Parisar- samningana og ekki leyfa Framhald á 4. siðu. 0 Þriðjudagur 6. maí 1975.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.