Alþýðublaðið - 06.05.1975, Side 10
Sir Wiliiam Stephenson, einhver stórbrotnasti afreksmaður
af íslenskum ættum, sem uppi hefur verið
H. Montsoniry Hyde I þýtlifi Hirttilu Pilssour
DULARFULLI39
{KANADAMAÐURINN
•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••
þýzkra iSn* og verzlunarfyrirtækja. 1 þessu sambandi nefndi dr. Dalton
einnig Chase National-bankann í Bandaríkjunum.
Þessi yfirlýsing vakti áköf viðbrögS, þegar hún birtist í bandarísk-
um blöðum. Viðkomandi fyrirtæki neituðu þessum ásökunum afdráttar-
laust, og Hull utanríkisráðherra var sagður „mjög reiður“ vegna þessa,
og á að hafa látið í ljós þá trú, að þessi ásökun mundi að minnsta kosti
röng, að því er snerti Chase National-bankann.1) Staðreyndir þær, sem
ráðherrann byggði upplýsingar sínar á, voru vitanlega fengnar frá Step-
benson. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði einnig verið bent á þær,
og þar var þeim upplýsingum tekið með allt öðrum hætti en í utanríkis-
ráðuneytinu. Henry Morgenthau hafði raunar beðið brezka sendiráðið í
Washington að færa dr. Dalton innilegar þakkir fyrir framtak hans, sem
Morgenthau kallaði „mjög vinsamlegt í garð Bandaríkjanna.“
Um alllangt árabil fyrir styrjöldina höfðu hin stóru þýzku iðnfyrir-
tæki, svo sem I.G. Farbenindustrie og Schering A.G., treyst aðstöðu sína
í Bandaríkjunum með skipulegum hætti. Þetta var gert á tvennan hátt:
1 fyrsta lagi með útibúum og dótturfyrirtækjum í Bandaríkjimum, sem
voru eign Þjóðverja, en venjulega dulbúin sem eign hlutlausra aðila í
Svíþjóð eða Sviss; og í öðru lagi með leynilegu hringasamkomulagi þýzka
upprunafélagsins og amerísku dótturfélaganna. Þegar Þýzkaland hóf styrj-
öldina 1939, varð þetta víðáttumikla og þéttriðna fyrirtækjanet að uppi-
etöðu þýzkrar leyniþjónustu og áróðurs í Vesturheimi, og tilvera þess
stofnaði í hættu öryggi og efnahag bæði Bretlands og Bandaríkjanna. Eitt
brýnasta vandamálið, sem blasti við Stephenson við komuna til New
York, var að finna ráð til að berjast gegn og helzt uppræta fyrirtæki
þessi.
Þar sem flest þessi dulbúnu, þýzku dótturfyrirtæki voru skrásett sem
bandarísk fyrirtæki og höfðu bandarískt starfslið, varð Stephenson að ná
þessu markmiði, án þess að misbjóða viðkvæmu almenningsáliti, einkum
eins og það birtist í þingsölum. Hann varð að byrja á að afla órækra
sannana á því, að beint samband væri milli Þýzkalands og hinna þýzku
dótturfélaga, sem störfuðu í Bandaríkjunum. Meðan Bandaríkin voru
hlutlaus, var þetta í sjálfu sér ekki lagabrot. Var því nauðsynlegt að ganga
feti framar og afla sannana, sem réttlættu, að bandarísk yfirvöld gripu
til ráðstafana vegna tæknilegra atriða, svo sem brota á löggjöfinni gegn
hringum, með því að færa sönnur á hringasamninga milli upprunafyrir-
tækjanna þýzku og dótturfyrirtækja þeirra.
Fyrsta upprunafyrirtækið af þessu tagi, sem vakti athygli Stephen-
eons, var Schering A.G., efnagerðarfyrirtækið í Berlín, sem hafði orðið
einn stærsti útflytjandi Þýzkalands á sviði lyfja milli styrjaldanna. For-
seti þess, sem lagt hafði á ráðin um hið ágæta útflutningskerfi þess, var
Gyðingur að nafni Julius Weltzien, sem nazistar höfðu þar af leiðandi
sent til Bandaríkjanna. Schering-fyrirtækið í Bloomfield hafði verið stofn-
að 1939 sem lítil eftirmynd upprunafélagsins í Þýzkalandi, og skipulagt
á þann hátt, að það gæti starfað sjálfstætt, ef nauðsyn krefði. Weltzien
var forseti þess, en varaforseti bandarískur læknir, dr. Gregory Stragnell,
og ritari Bandaríkjamaður af þýzkum ættum, Emst Hammer að nafni.
Fyrirtæki þetta átti öll einkaleyfi og vörumerki aðalfyrirtækisins í Banda-
ríkjunum. Þegar styrjöld var á skollin og hafnbann Breta hafið, hafði það
tekið að sér, samkvæmt samningi við fyrirtækið í Berlín, að sjá fyrir
varningsþörfum Schering-dótturfyrirtækjanna í Suður-Ameríku, sem áður
höfðu fengið birgðir sínar frá Schering A.G. 1 þeim tilgangi hafði Bloom-
fieldfyrirtækið fengið umbúðir af þýzkri gerð, miða, efnablönduskrár og
1 Chase National-bankinn var gagnrýndur fyrir viðskipti við þýzka ríkisbankann,
sem ríkissjóður Þýzkalands hagnaðist á, að því er virtist.
ýtarleg fyrirmæli, sem voru mismunandi eftir löndum. Einnig er rétt að
geta þess, að Bloomfieldfyrirtækið var að nafninu til dótturfélag tveggja
félaga, sem stjómað var af Schweizer Bankverein í Basel, enda kom
þaðan fé til stofnunar þess. Stephenson frétti þetta fyrst hjá kvíðafull-
um starfsmanni Bloomfieldfyrirtækisins, sem var þýzkur þegn, en beið
eftir að fá bandarískan borgararétt. Þegar hann hafði orðið þess áskynja,
að fyrirtækið, sem hann starfaði hjá, var í rauninni dótturfyrirtæki
Schering A.G. í Berlín, og það var aðeins blekking, að það væri svissnesk
eign, hafði hann farið á fund utanríkisráðuneytisins, þar sem honum
hafði tekizt að ná fundi aðstoðarráðherrans, Adolfs Berles, sem hlustaði
kurteislega á erindi hans og sagði síðan: „Fróðlegt að heyra þetta.“ Berle
skrifaði síðan óljósa skýrslu um þetta mál og hófst hún þannig: „Frá
heimildarmanni einum — óvíst er, hversu áreiðanlegur hann er — bef
ég frétt eftirfarandi .....“ Þegar Schering-starfsmaðurinn varð þess
' áskynja, að utanríkisráðuneytið hafði engan áhuga á málinu, fór hann
til dómsmálaráðuneytisins, en þar var homum skýrt frá því, að þar gætu
menn ekkert gert. Honum var bent á að ná sambandi við Breta, og hitti
bann síðan einn af starfsmönnum Stephensons fyrir meðalgöngu forstjóra
Berlínarútibús bandarísks banka. Manninum var sagt að fara aftur á
vinnustað sinn í Bloomfield fyrst um sinn og reyna að afla skjallegra
sannana fyrir framburði sínum.
Hann fór smám saman að viða að sér nauðsynlegum sönnunum. Hann
gat fært starfsmanni Stephensons spjaldskrár fyrirtækisins í gistihúsi á
Manhattan, en þar voru skjölin ljósmynduð og þeim síðan skilað aftur
morguninn eftir. Þarna fengust þó ekki ótvíræðar sannanir fyrir hinum
þýzku tengslum, þar sem forstjórar Bloomfieldfyrirtækisins vom mjög
gætnir í bréfaviðskiptum sínum við svissnesku gervifyrirtækin, því að þeir
vissu, að hætta var á, að Bretar á Bermuda kæmust í slík bréf. Síðan
var ákveðið að útbúa sannanir á þeim staðreyndum, sem menn höfðu
gengið úr skugga um, en ekki var hægt að sanna. Maður Stephensons
fékk Scheringstarfsmanninn til að útvega dálítið af bréfsefni Bloomfield-
fyrirtækisins. Komið var með það í skrifstofu Stephensons, þar sem
saknæm bréf voru samin til undirskriftar fvrir starfsmann Bloomfield-
fyrirtækisins, sem var meðal æðstu manna þess. I hvert skipti sem bréf
þessi voru send áleiðis til Sviss, lét Stephenson menn á Bermuda vita,
en þeir stöðvuðu bréfin, athuguðu og endursendu síðan Stephenson sem
„sönnunargögn".
Þegar gagnasöfnun var lokið, kom í ljós, að Berlínarfélagið hélt tök-
'um sínum á mörgum, mikilvægum heimsmörkuðum; að sífelldur straum-
ur bannvarnings barst til Þýzkalands þrátt fyrir hafnbann Breta; og
loks, að helmingurinn af peningaveltu ameríska Scheringfyrirtækisins,
sem var allmikil, rann til Berlínar gegnum Sviss. Heildarupphæð hins
erlenda fjármagns, sem yfirfærð var með þessum hætti árið 1940, var
áætluð meira en 2 milljónir dollara á mánuði. Loks var því slegið föstu,
svo að efi komst ekki að lengur, að Bloomfieldfyrirtækið var aðili að
hiingasamningum, sem voru brot á Sherman-lögunum gegn starfsemi
hringa. Stofnun Stephensons lét bæði dómsmálaráðimeytinu og blöðun-
um í té allar upplýsingar tim þetta mál. Meira en þúsund blöð um land
allt hófu sókn í þessu máli, og mörg tímarit og fjölmargar útvarpsstöðv-
ar tóku undir með þeim.
Árangurinn varð sá, að Scheringfyrirtækið í Bloomfield, New Jersey,
var sektað um 15 þúsund dollara, og forseti þess og varaforseti um 2000
og 1000 dollara hvor, því að þeir voru sekir fundnir um „samsæri um
að hindra viðskipti“; úr stjómamefnd fyrirtækisins vom reknir allir
menn af þýzkum ættum nema Weltzien; hindrað var röng merking vam-
TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS
P.O. BOX 320
REYKJAVÍK
Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að
Alþýðublaðinu.
Nafn: ...............................
Heimili:.............................
KLIPPIÐ ÚT OG SENDIÐ
Dregiö 11. flokki kl 5.30 ídag.
t—y Órfáir lausir miöar enn fáanlegir i aöalumboöinu
Vesturveri.
*
Þriðjudagur 6. maí 1975.