Alþýðublaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 6
Sólveig Ólafsdóttir, form. Kvenréttindafélags íslands BARÁTTAN FYRIR LAUNAJAFNRÉTTI Útvarpserindi, flutt 22. apríl 1975 Það var árið 1872 að 16 ára stúlka sat á rúmi sinu i baðstofu norður i landi, sennilega með rúmfjöl á hnjánum og skrifaði grein um menntun og réttindi kvenna. Þessi stúlka var Briet Bjarnhéðinsdöttir, brautryðjandi og baráttumaður kvenréttinda á Islandi. Ekki kom þó þessi grein hennar fyrir almennings sjónir fyrr en 13 árum siöar, eða árið 1885, en þá birtist greinin i Fjall- konunni og var jafnframt fyrsta blaðagrein eftir konu á tslandi. Briet varð einnig fyrst kvenna hér á landi til að halda opinberan fyrirlestur. Var það árið 1887, og nefndi hún fyrirlesturinn ,,Um hagi og réttindi kvenna. Það eru þvi liðin 90 ár frá þvi að „rödd hrópandans” fyrir frelsi, menntun og réttindum kvenna hljómaði i eyðimörkinni. Ég ætla ekki að fjölyrða frekar um það, hver áhrifin urðu, þau eru nú flestum kunn, smátt og smátt losnaði úr læöingi innibyrgður baráttuviiji islenskra kvenna og þær hófu baráttuna fyrir frelsi og jafnrétti. 1 þessum tilgangi var Kvenrétt- indafélag Islands stofnað árið 1907 og eitt af baráttumálum þess félags hefur ætið verið launajafn- rétti. En sú barátta gekk ekki hljóöalaust fyrir sig. Ég mun nú rekja i stórum dráttum áfanga á leið til lagalegs launajafnréttis og fjalla þá annars vegar um opin- bera starfsmenn og hins vegar um hinn svokallaða almenna vinnumarkað. Þá ætla ég að segja frá tveim mikiivægum sam- þykktum Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar og ennfremur lög- um um Jafnlaunaráð. Varðandi launakjör opinberra starfsmanna skal þess fyrst getið, að laun þeirra voru fram til árs- ins 1963 ákv. með lögum. Kvenna mun fyrst getið sérstaklega i launalögum árið 1919, en þá eru þar nefndar talsimakonur og kvensimritarar. Kvensimritarar munu, eftir þvi, sem næst verður komist, hafa gegnt sömu störfum og simritarar, sem þá voru karl- menn, en þærhöfðu 400 kr. lægra kaup á ári, vegna þess að þær voru konur. Þetta sama ár voru einnig sett lög um skipun barna- kennara og laun þeirra en i þeim er að finna ákvæði, sem telja verður merk timamót i sögu bar- áttunnar fyrir launajafnrétti. t lögunum segir svo á einum stað: „011 ákvæði um kennara i lögum þessum eiga og við um kennslu- konur”. Það má furðulegt heita, að sá skilningur á launajafnrétti, sem'hér kemur fram hjá löggjaf- anum, skuli ekki koma fram við- ar i launalögunum og á vinnu- markaðnum. I launalögunum, sem samþykkt angarnir voru árið 1945, er svohljóðandi ákvæði: „Við skipun i starfs- flokka og flutning milli launaflokka skulu konur að öðru jöfnu hafa sama rétt og karlar”. Akvæði þetta komst inn i frum- varpið fyrir tilstilli kvenna úr Kvenréttindafélagi Islands. 1 þessum launalögum kemur fram launamisrétti i formi starfsheita. Það er mjög athyglisvert þegar þessi lög eru lesin, að þá eru ævinlega i neðstu tveim launa- flokkunum hjá hverri stofnun starfsheitin Hitari II og Ritari III. Næst fyrir ofan þá i launum eru sendlar, en næst fyrir ofan sendl- ana eru Ritarar I. Má geta nærri um hvers vegna þessi starfsheiti eru svo lágt metin, þau voru ein- göngu skipuð konum. Með þess- um hætti var farið i kringum á- kvæðið um launajafnrétti, störfin voru ekki metin heldur kynið. Þegar hér er komið sögu, hafa konur i þjónustu rikis og bæja fengið launajafnrétti að lögum. Siöan hefur barátta þeirra þvi mest beinst að þvi að framkvæmdin yrði sú, sem ætla verður að tilgangur laganna hafi verið. A hinum svonefnda almenna vinnumarkaði var fyrst framan af ekki samið um kaup og kjör. Fyrstu verkalýðsfélögin voru stofnuð á siðasta áratug 19. aldar en Alþýðusamband Island 1916. Verkalýðsfélögin settu sér taxta til að vinna eftir, og var þá undir atvikum komið, hvort vinnuveit- endur gengu að þeim, en ef ekki, kom gjarna til verkfalla. Árið 1925 voru sett lög um sáttatil- raunir i vinnudeilum og var sáttasemjari þá eini aðilinn sem gekk á milli i vinnudeilum. Fyrir hans tilstilli voru stundum gerðir samningar, en það er ekki fyrr en með lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80 frá 1938, sem verkalýðsfélögin eru löggilt sem samningsaðili. Ekki veit ég hvers vegna konur settu ekki upp sina eigin taxta jafnháa töxtum karl- mannanna, áður en farið var að undirskrifa samninga, þegar þá strax voru farnar að koma fram kröfur um sömu laun fyrir sömu vinni. Vera má, að ástæðan sé sú, hve fáar konur tóku þá almennan þátt i félagsstarfi i stéttarfélög- unum, og þær þvi látið karlmenn- ina ráða ferðinni. En hvað um það, i einstökum þáttum verka- mannavinnunnar náðust þó fram kröfurnar um sömu laun, þannig mun að hluta, sérstaklega i ein- stökum greinum fiskvinnu, hafa náðst sama kaup fyrir sömu vinnu i samningum 1953, 1955, 1957 og 1959. Ennfremur tókst konunum að semja um einstök at- riði i launajafnréttisátt á árunum 1961 til 1967, eða á meðan lögin um launajafnrétti voru að komast á. Ég mun nú vikja að baráttu þeirri, sem stóö um að koma launajafnrétti i lög. Eins og ég nefndi áðan, var ákvæði varðandi þetta atriði sett i launalög opin- berra starfsmanna 1945. En á hin- um almenna vinnumarkaði gekk málið ekki eins vel. Hannibal Valdimarsson á heið- urinn af þvi að bera fram frum- varp á Alþingi árið 1948 um fullt launajafnrétti. Það mál náöi þá ekki fram að ganga. Það er mjög skemmtilegt að lesa þær umræð- ur sem áttu sér stað á þingi um þetta frumvarp. Þingmenn gátu ekki skilið, að um neitt óréttlæti væri að ræða i löggjöfinni, töldu sumir að konur heföu viða meiri rétt en karlmenn. Gekk þetta svo langt, að I atkvæðagreiðslu sagði einn þingmanna, að ýmis mál hefðu verið kölluðkrypplingar, og væri þetta sá versti. Vildi hann ekki taka þátt 1 þvi að setja þenn- an kryppling á, og segði þvi nei. En Hannibal var ekki á þvi að gefast upp og lagði frumvarpið aftur fram 1953 en þá varð það ekki útrætt og 1954 lagði hann það enn fram og fékkst þá heldur ekki niðurstaða. Hann lagði einnig fram frumvarp 1961 i neðri deild Alþingis og var þar gert ráð fyrir að konur fengju þá þegar jöfn laun á við karla, en á sama þingi var lagt fram i efri deild frum- varp til laga um launajöfnuð kvenna og karla af þeim Jóni Þorsteinssyni, Eggert G. Þor- steinssyni og Friðjóni Skarphéð- inssyni og skyldu þau lög taka gildi i áföngum til ársins 1967. Niðurstaðan varð svo sem kunn- ugt er sú, að frumvarp þeirra þremenninganna var samþykkt sem lög frá Alþingi og eru lögin nr. 60 frá 1961. Undanfari þessa máls var sá, að árið 1951 gerði Alþjóðavinnu- málastofnunin samþykkt um jöfn laun kvenna og karla. Var það samþykkt nr. 100 frá þvi ári. Árið 1957 var á Alþingi samþykkt þingsályktunartillaga, sem heim- ilaði rikisstjórninni að staðfesta þessa samþykkt og var það gert 17. febrúar 1958. Samþykktin tók gildi fyrir Island ári siðar, 17. febrúar 1959. t 1. grein jafnlaunasamþykkt- arinnar er fjallað um skilgrein- ingu þeirra hugtaka, er mestu varða. Þar tekur orðið „laun” yfir hið venjulega grunn- og lág- markskaup og hvers konar frek- ari þóknun, sem greidd er beint eða óbeint, hvort heldur i fé eða friðu, og vinnuveitandinn greiðir starfsmanninum fyrir vinnu hans. Orðin „jöfn laun til karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf” eiga við launataxta, sem settir eru án þess að gerður sé greinar- munur á kynjum. Hvert aðildarriki skal stuðla að því, að reglan um jöfn laun til karla og kvenna fyrir jafnverð- mæt störf taki til alls starfsfólks. Slikt á að tryggja með þeim ráð- um, er hæfa rikjandi aðferðum við ákvörðun launataxta. Þessar aðferðir eru tilgreindar i 2. gr. samþykktarinnar, en þar segir: Þessari reglu skal komið til framkvæmda: með landslögum eða reglugerðum, með ráðstöfun- um, sem komið er á eða viöur- kenndar eru með lögum, til á- kvörðunar á launum, með heild- arsamningum milli vinnuveit- enda og verkamanna, eða með þessum mismunandi aðferðum sameiginlega. 1 3. grein segir’, að þar, sem slikt mundi greiða fyrir þvi að á- vkæðum samþykktarinnar sé framfylgt, skuli gera ráðstafanir til þess að koma á óvilhöllu mati á störfum, sem byggist á þvi að metin sé sú vinna, sem inna skal af hendi. Stjórnvöld þau, sem hafa með höndum ákvörðun launataxta, geti ákveðið reglur þær, sem fara beri eftir við þetta mat, en þegar taxtarnir eru á- kveönir með heildarsamningum, geti samningsaðilar ákveöið regl- urnar. Það má ljóst vera, að þegar Is- land hafði gerst aðili að þessari samþykkt, varð að lögfesta launajafnrétti. Meginástæðan til samþykktar þess frumvarps, sem gerði ráð fyrir launajafnrétti i á- föngum, var sú, að meirihluti þingmanna var þeirrar skoðunar, að atvinnuvegirnir gætu ekki bor- ið þær launahækkanir, sem orðið hefði að gera ef samþykkt hefði verið að jafnrétti kæmist á þá þegar. Segir þetta sina sögu um hve launamisréttið var mikið. önnur þýðingarmikil samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinn- ar, nr. 111 frá árinu 1958, varðar misrétti með tilliti til atvinnu og starfs. Var hún staðfest af Islands hálfu 29. júli 1963 og gekk i gildi ári siðar. 1 fyrstu grein samþykktarinnar er skýrt hvað orðið misrétti felur i sér, en það er: Hvers konar grein armunur, útilokun eða forrétt., vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, trúarbragða, stjórn- málaskoðana, þjóðernislegs eða félagslegs uppruna, er hefur i för með sér afnám eða skerðingu jafnréttis um vinnumöguleika eða i atvinnu eða starfi. Samkvæmt 2. grein skuldbind- ur aðildarriki sig til að lýsa yfir og fylgja þjóðlegri stefnu, sem i samræmi við aðstæður og venjur i landinu miði að þvi að koma á jafnrétti um vinnumöguleika eða meðferð i atvinnu og starfi i þvi skyni að útrýma hvers konar mis- rétti i þessum efnum. I 3. grein er gert ráð fyrir þvi, að hvert aðildarriki fallist á að setja lög og efla fræðslukerfi til að tryggja að stefnan verði viður- kennd og virt, og jafnframt leita samvinnu við samtök atvinnurek- enda og verkamanna og annarra viðkomandi aðila I sama tilgangi. Þá skuldbindur aðildarrikið sig til að nema úr gildi þau laga- ákvæði og breyta þeim reglu- gerðarákvæðum eða venju, sem kunna að vera ósamrýmanleg þessari stefnu. Með lögum nr. 60/1961 um launajöfnuð kvenna og karla, var mikilsverðum áfanga náð i is- lenskri iagasetningu á grundvelli jafnlaunasamþykktarinnar frá 1951. Ekki var þó að öllu leyti gengið tryggilega frá hnútum i þeim lögum. Ennfremur varð löng bið á þvi, að samþykktin frá 1958, sem Island fullgilti 1964, fengi lagastoð. A þvi varð veruleg bót ráðin með lögum nr. 37/1973 um Jafnlaunaráð. Voru þau lög samþykkt á grundvelli þing- mannafrumvarps frá Svövu Jakobsdóttur. í 1. grein laganna segir, að konum og körlum skulu greidd jöfn laun fyrir jafnverð- mæt og að öðru leyti sambærileg störf. I lögunum frá 1961 var hins vegar kveðið á um launajöfnuð kvenna og karla fyrir sömustörf. Það er ljóst, að I fjölmörgum starfsgreinum vinna konur ein- göngu, og eru þvi ekki við sömu störf og karlmenn, en hins vegar geta þau verið jafnverðmæt. Hér er þvi um að ræða fyllri staðfest- ingu á jafnlaunasamþykktinni, sem gerir ráð fyrir starfsmati við ákvörðun launa. 2. grein laganna um Jafnlauna- ráð á rætur að rekja beint til Al- þjóðasamþykktarinnar frá 1958 en i greininni segir, að atvinnu- rekendum sé óheimilt að mis- muna starfsfólki eftir kynferði. Gildi það ekki aðeins um launa- greiðslur, heldur um hvers konar greinarmun, útilokun eða forrétt- indi vegna kynferðis. Ennfremur er óheimilt að skerða jafnrétti kynjanna til atvinnuráðningar og skipunar i starf, hlunninda. vinnuskilyrða og hækkunar i starfi. 3. greinin fjallar svo um að setja skuli á stofn Jafnlaunaráð, sem hafi aðsetur i Reykjavik, en starfssvið þess er landið allt. Ráðið skal skipað 5 mönnum til þriggja ára i senn. Hæstiréttur skipar formann, sem skal hafa embættispróf i lögum, félags- málaráðherra skipar einn mann að fengnum tillögum Námsbraut- ar i alm. þjóðfélagsfræðum við Háskóla Islands, og siðan skipa Bandalag starfsmanna rikis og bæja, Alþýðusamband íslands og Vinnuveitendasamband íslands einn mann hvert. Verkefni Jafnlaunaráðs er að vera ráðgefandi gagnvart stjórn- völdum, stofnunum og félögum i málefnum er varða jafnrétti með konum og körlum i kjaramálum og við ráðningu eða skipun til starfs. Það á að fylgjast meö þjóðfélagsþróuninni sem varða þessi mál og gera tillögur til breytinga til samræmis við til- gang laganna. Jafnlaunaráði ber að stuðla að góðri samvinnu við samtök atvinnurekenda og launa- fólks og aðra þá, sem kjaramál snerta, svo að markmiði laganna verði náð með sem eðlilegustum hætti. Ráðið skal taka til rann- sóknar af sjálfsdáðum hver brögð kunna að vera að misrétti i kjar- málum að þvi leyti er lög þessi varðar, og ber opinberum stofn- unum og félagssamtökum að veita ráðinu hvers konar upplýs- 0 Fimmtudagur 8. maí 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.