Alþýðublaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 5
tltgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson Fréttastjóri: Helgi E. Helgason Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Afgreiðslustjóri: Örn Halldórsson Ritstjórn: Siðumúla 11, slmi 81866 Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, slmar 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10, slmi 14900 Prentun: Blaðaprent hf. Askriftarverð kr. 700.00 á mánuði. Verð i lausasölu kr. 40. • HLUTVEltK FRÉTTAMAHHSIHS Ungur maður, Vilmundur Gylfason, hefur getið sér orð sem harður og ákveðinn frétta- maður i innlendum fréttaskýringaþætti sjón- varpsins. Hann hefur gengið fast og einarðlega eftir þvi að fá spurningum sinum svarað og neit- að að láta svara sér út i hött, eins og svo margir islenskir blaða- og fréttamenn hafa látið við- gangast. Þá hefur hann einnig lagt það á sig að kanna sjálfur eftir þvi sem hann hefur getað, hvort upplýsingar, sem gefnar hafa verið við spurningum hans, hafi verið réttar — og telur Vilmundur sig hafa komist að raun um það, að svo hafi stundum ekki verið. Hefur hann þá skýrt umbúðalaust frá þvi og komist að þeirri niðurstöðu, að þrátt fyrir það að allt virðist vera slétt og fellt á yfirborðinu, þá hafi kerfið ýmis- legt að fela ekkert siður á Islandi, en i öðrum löndum. Fjölmiðlar á íslandi hafa ýmsum öðrum skyldum að gegna við almenning en aðeins þeim að éta upp fréttir eftir erlendum fréttastofum og segja tiðindi af almennum viðburðum innan- lands. Þeir eiga einnig að vera augu og eyru al- mennings og reyna a.m.k. að vera samviska þjóðarinnar. Þegar fréttamaður leitar upplýsinga um mál er hann þvi ekki að forvitnast fyrir sjálfan sig eða að reyna að finna skoðunum sinum stað heldur er hann að reyna að gegna þvi hlutverki sinu að upplýsa almenning um mál, sem þjóð- inni er hollt að vita eða ber skylda til þess að fá vitneskju um. Einarður og harður blaðamaður er þvi ekki óþægilegur þyrnir i holdi einhverra einstaklinga, sem hann leitar upplýsinga hjá i það og það skiptið, heldur eins konar sendiboði i þjónustu almennings i landinu — fólksins, sem greiðir honum laun og stendur undir rekstri þess fjölmiðils, sem hann starfar hjá. Sé honum neit- að um upplýsingar, svarað út i hött eða gefin röng svör er ekki verið að leiða fréttamanninn sem einstakling afvega, heldur er þvi framferði beint gegn almenningi i landinu, sem les eða hlustar á það, sem fram fer. Kerfið getur sagt, að einhverjum einum einstaklingi komi þetta eða hitt ekki við, en það getur ekki sagt það sama um þjóðina i landinu, sem kerfið á að þjóna. Þetta virðast sumir menn, sem gegna lykilstöðum, ómögulega geta skilið. Þeir fá ekki skilið hvert er hlutverk fréttamannsins og hverra erinda hann gengur i starfi sinu. Það er oft viðbáran, þegar sótt er að hinu svo- nefnda kerfi i þjóðfélaginu, að þá sé verið að hefja persónulegar árásir á einhvern einstakl- ing, sem stendur i forsvari fyrir það. Það er reynt að skjóta honum eins og skildi fram fyrir kerfið og gera hann að einhverskonar pislar- votti. Þetta er fráleit afstaða og hættuleg fyrir frjálsa blaðamennsku. Þegar blaðamaður eða fréttamaður gagnrýnir spillt kerfi eða óeðlilega framkvæmd mála er hann ekki að ráðast að ein- hverjum einstaklingi persónulega þótt auðvitað verði hann að snúa sér til einhvers karls eða konu með sitt mál, þvi kerfið er ekki persóna. Það er enginn einstaklingur og ekkert kerfi i þjóðfélaginu svo ginnheilagt, að ekki þoli gagn- rýni. Það á enginn aðili—þá sist opinber aðili — kröfu á þvi, að kastljósi sé aldrei á hann beint. Almenningur á kröfu á þvi að fá að vita — og það er verkefni fréttamanna að fylgja slikum kröf- um eftir. alþýðu i k i i KEKKONEN FORSETI í 9 ÁR f VIÐBÖT UHRO KEKKONEN Kekkonen Finnlandsforseti hef- ur verið mjög starfsamur þau nítján ár, sem hann hefur gegnt embætti. A þeim tíma hefur hann oft komið mönnum mjög á óvart. Hann býr yfir sérstökum hæfi- leikum til þess að leysa flókin vandamál með fljótum og óvænt- um hætti. Einnig á þeim vett- vangi hefur hann verið sannkall- aður listamaður I pólitík. Nýlega kveikti hann I sprengju, sem I einu vetfangi jafnaði við jörðu ýmsa óþægilega agniia I finnskri dægurpólitik. Hann sagði óvænt já við jafn óvæntri áskorun um að gefa kost á sér til endur- kjörs sem forseti árið 1978. Með þeirri ákvörðun eyddi hann vax- andi óróleika og langvinnum á- tökum milli margra jafnsterkra kandidata um forsetaembættið. Þau átök mynduáreiðanlega hafa haft óheillavænleg áhrif I finnsk- um stjórnmálum. En nú er öllum sem sagt ljóst, að Kekkonen mun sitja áfram sem forseti allt fram til ársins 1984. Og á niu árum getur ýmis- legt gerst — llka I finnskum stjórnmálum. Þess vegna geta allir nú varpað öndinni léttar og leyft pólitlkinni að ganga sinn eðlilega gang i náinni framtið. Ollum er það ljóst, að Finnland mun ekki fá nýjan forseta á með- an sá gamli vill og getur stjómað. Það er vart hægt að hagga við Kekkonen. Uhro Kekkonen var á sínum tlma mjög duglegur og athafna- samur foringi finnska Miðflokks- ins. Samt sem áöur voru það jafn- aðarmenn, sem léku úrslitaleik- inn fyrir nokkrum dögum og lengdu þar með forsetatlð Kekkonens um sex ár til viðbótar. Foringjar þeirra gerðu honum heimsókn I forsetahöllina og báðu um að fá að gera tillögu um hann I embættiö áfram. Forsetinn brást bæði fljótt og vel við, og hug- myndin fékk strax stuðning frá öllum stærstu stjórnmálaflokkun- um. Jafnvel þótt hinn mjög svo veiklaða og illa leikna mótmæla- hreyfing Veiko Vennamo klyfi sig frá hinum flokkunum I málinu og byði fram sitt eigið forsetaefni, þá myndi Kekkonen vinna afger- andi og algeran sigur I forseta- kosningunum eftir tæp þrjú ár. Astæðan fyrir hinu óvænta frumkvæði jafnaðarmanna I for- setamálinu liggur einnig ljós fyrir. Ef Kekkonen hyrfi úr starfi hefði flokkur jafnaðarmanna engan óumdeilanlegan forseta- frambjóöanda, sem gæti verið viss um að sigra mótframbjóð- endurna. Og ef hinn aldni og mik- ils virti forseti færi frá gegn vilja slnum og stingi sjálfur upp á eft- irmanninum, þá hefði frambjóð- andi jafnaðarmanna enn minni sigurllkur. 1 þessu sambandi hef- ur nafni Ahti Karjalainen, utan- rikisráðherra, oft heyrst hvislað. Margir hafa talið, að Kekkon- en vildi gjarnan að hann tæki við, ef gamli maðurinn' hætti við lok yfirstandandi kjörtimabils. Þegar þessar vangaveltur — sem eru liklega meira en bara vangaveltur — eru hafðar til hliðsjónar er sú ákvörð- un Kekkonen að taka endurkjöri alvarlegt áfall fyrir Karjalainen. En það hefur alls ekki verið samstaða I Miðflokknum um framboð Karjalainens. Hann hef- ur átt sér harðan keppinaut þar sem flokksformaðurinn er, hinn litríki og opinskái Johannes Virolainen. Einnig hann hefur látið I ljós skoöanir llkar þeim, sem bjuggu að baki beiðni jafnað- armanna til Kekkonens um, að hann gæfi kost á sér aftur. Þess- vegna leysti Kekkonen einnig inn- anflokkserfiðleika I Miðflokknum með ákvörðun sinni. Uhro Kekkonen er á 75. aldurs- ári og hann verður þvl orðinn 84 ára gamall, þegar næsta kjör- tlmabil hans rennur út árið 1984. En þó mun hann ekki slá aldurs- met finnskra forseta. Hinn vel þekkti fyrirrennari hans á for- setastóli, Juho Paasikivi, var 76 ára þegar hann tók við hinu erfiða forsetaembætti árið 1945 og hann sat á forsetastóli I tiu löng við- buröarlk ár. Auk þess er Kekkon- en sennilega skapaður úr harðara efni en fyrirrennari hans. Líkam- leg hreysti hans, andlegt atgervi og taugastyrkur eru næstum þjóðsagnakennd. Þetta eru m.a. þær ástæður, sem færðar eru fram I finnsku blöðunum fyrir þvl, að hann sé mætavel fær um að gegna áfram embætti þrátt fyrir háan aldur. Aðalmálgagn jafnaöarmanna segir t.d., að ástæðulaust með öllu sé að af störfum láti forseti, sem sé svo fullur af lifsorku, sem sé svo kunnur að starfsgetu um allan heim og sem njóti auk þess svo ó- skoraðs trausts þjóðarinnar. Samkvæmt stjórnarskrá Finn- lands er það forsetinn, sem mótar og ber ábyrgð á utanrikisstefnu landsins. Það er á þvi sviði, sem Kekkonen hefur unnið sér svo mikið álit. Lega Finnlands gerir það að verkum, aö það er knýj- andi nauðsyn fyrir þjóðina að eiga gott vináttusamband við hinnvolduga nágranna I austri. Kekkonen hefur tekist að vinna traust Rússa og það er ekkert vafamál, að þeir llta á hann sem tryggingu fyrir þvi, að Finnland muni halda sér við hlutleysis- stefnuna. Þegar þetta er haft til hliösjónar, þá hefur sú ákvörðun jafnaöarmanna að skora á Kekk- onen að sitja áfram einnig sfna pólitisku hlið, sem áreiðanlega mun hafa varanleg áhrif. Þessi afstaða þeirra til Kekkonens mun án efa verða til þess að kveða niöur allar raddir um, að jafnað- armönnum sé ekki treystandi i utanrlkismálum þar eð þeir vilji snúa Finnlandi af hlutleysis- braut. Sjálfsagt hefur þetta einn- ig vakað fyrir flokknum með á- skoruninni á Kekkonen. En afstaða finnskra jafnaðar- manna er heldur ekkert óeðlileg frá innanlandspólitísku sjónar- horni. Flestir Finnar eru án efa þeirrar skoðunar, að með árunum hafi Kekkonen smáttog smátt þokast til vinstri, og að nú gæti hann alveg eins vel átt heima i flokki jafnaðarmanna eins og i Miðflokknum. Og nú mun hann gegna forseta- embættinu I niu ár til viðbótar. Margir munu áreiðanlega telja það veikan blett á finnsku lýð- ræði, að enginn skuli geta komið I stað eins ákveðins manns i póli- tiskri toppstöðu. En nú hafa Finn- um gefist átta til niu ár til þess að leita að arftakanum. Og þá er ekki annað eftir en að biða og sjá hvaö gerist I Finnlandi árið 1984. Frá Tækniskóla Islands Áætlað er að starfrækja meinatæknadeild við Tækniskóla íslands 75/76. Upphaf kennslu 1. október. Inntökuskilyrði er stúdentspróf, æskilegast á náttúrusviði eða eðlissviði. Eyðublöð og upplýsingar á skrifstofu skól- ans kl. 8—16. Umsóknir berist Tækniskóla Islands, Skipholti 37, Reykjavik, EKKI SÍÐAR en 1°. júni n.k. Rektor Fimmtudagur 8. maí 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.