Alþýðublaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 2
Sirrý Geirs og Þorkell Valdimarsson (Valdimars -
Silla og Valda - Þórðarsonar) gefin saman í dag
„Hin hávaxna og rólega is-
lenska feguröardrottning stal
senunni af 51 annarri stúlku á
fegurðarsamkeppninni á Long
Beach” sagði i fréttaskeyti UPI.
Hér að neðan eru fáar svip-
myndir frá keppninni.
Fegurðardrottning
Islands 1959, Sigrlður
Geirsdóttir, Stef
ánssonar, stórkaup-
manns, og Þorkell
Valdimarsson, Þórðar-
sonar, kaupmanns,
rekstrarhagfræðingur,
verða gefin saman I
hjónaband i dag. Séra
Jón Auðuns, fyrrv.
dómprófastur, gefur
brúðhjónin saman, en
vigslan fer fram i
Dómkirkjunni i
Reykjavík.
Sigríður, eða Sirrý Geirs
varð, eins og fyrr segir,
fegurðardrottning Islands árið
1959, en i framhaldi af þvi tók
hún þátt i „Ungfrú Alheimur”,
„Miss Universe”-keppninni,
sem haldið var á Long Beach i
Californiu árið 1960. Komst hún
þar i úrslit en var auk þess
kjörin „besta ljósmyndafyrir-
sæta” keppninnar.
Sigriöur varð stúdent frá
M.R. 1958. Dvaldist hún um ára-
bil i Bandarikjunum, en meðal
annars var hún kunn söngkona
hér um skeið. Brúöguminn,
Þorkell Valdimarsson, starfaði
einnig i Bandarikjunum sem
kauphallarstarfsmaður um
árabil.
Alþýðublaðið óskar brúð
hjónunum allra heilla.
Með þessari.mynd sagöi Los Angeles Times að Sirrý hefði þegar á
þriðja degi keppninnar verið búin að vinna þrjú verðlaun: Fyrir aö
vera besta fyrirsætan, fyrirbestu ræðuna og fyrir besta þjóðbúning-
inn, en hún var i Islenska skautbúningnum, þegar hún kom fyrst
fram og flutti ræðu sina.
Þessa mynd tók Geir Stefánsson af dóttur sinni f Flugfélagsvél á
leið frá Glasgow.
URÐUM AF
50.000.000
farið algerlega á mis við þau
kostakjör, sem Fugleiöir h.f. hafa
boðið öðrum feröaskrifstofum
varðandi flug til Spánar. Það,
sem félagið hafði aö bjóða Al-
þýðuorlofi eftir að hafa samið við
aðrar ferðaskrifstofur, var á eng-
an hátt taliö fullnægjandi. Gerði
Alþýðuorlof þá samning við Air
Viking um flug með félagsmenn
sina til Spánar.
Um þennan samning sagöi
Kjartan Helgason, framkvæmda-
stjóri Alþýöuorlofs i samtali viö
Alþýðublaöið, þegar hann var
spurður um lækkanir, sem boðnar
hafa verið á ferðum til sólar-
landa:
„Það sem fólst I svörum Flug-
leiða varðandi kjör á ferðum til
Mallorca var þannig, að því verð-
ur helst likt viö brauðmola, sem
eftir voru, þegar félagið var búið
aö láta aðrar feröaskrifstofur fá
megnið af þvi, sem það gat látiö.
Samningar við Air Viking
reyndust i þessu tilviki i saman-
burði viö það, sem Flugleiðir
buðu, hvítt og svart. Air Viking
buðu okkur þarna miklu hag-
kvæmari kjör fyrir okkar fólk en
Flugleiðir”.
Norrænt kennara-
námskeið
í Reykjavík
Árlega halda norrænu kennara-
samtökin (N.L.S.) námskeið fyrir
kennara frá öllum Norðurlöndun-
um. A þessum námskeiðum eru
fluttir fyrirlestrar um kennslu- og
skólamál, starfshópar starfa og
umræður fara fram um erindin.
— Landssamband fram-
haldsákólakennara og Samband
islenskra barnakennara eru aðil-
ar að samtökunum.
Að þessu sinni verður nám-
skeiðið haldið hér á Islandi og
hefst laugardaginn 26. júli að
Hótel Loftleiðum, en lýkur föstu-
daginn 1. ágúst. Höfuðviðfangs-
efni námskeiðisins verður „Skól-
inn og hin norræna menningar-
sameign.”. Flutt verða eitt til tvö
erindi daglega auk hópvinnu og
almennra umræðna. Frummæl-
endur veröa frá öllum þátttöku-
þjóðunum. A námskeiðinu verður
m.a. rætt um kennslu i norrænu
málunum, samvinnu Norðurland-
nna i skóla- og kennslumálum,
sameiginlega tilraunastarfsemi,
samræmingu á námsskrám o.fl.
Þátttökugjald fyrir tslendinga
verður kr. 7.000.00 og er innifalið i
verðinu ferð til Gullfoss og Geysis
og lokafagnaður að Hótel Loft-
leiðum. Gistingu og mat verða
þátttakendur að annast sjálfir,
nema þeir óski sérstaklega eftir
öðru.
Þátttakendur af hálfu S.l.B og
L.S.F.K. geta ekki orðið fleiri en
20 samtals og óskast umsóknir
um þátttöku sendar skrifstofum
samtakanna fyrir 1. júni n.k., en
þar eru veittar nánari upplýsing-
ar um námskeiðið.
NÝI SlMINN
OKKAR ER
81866
tlGtHDUR
LEIGUfBÚDA
ATHUGID
Reglusöm hjón með eitt barn óska
eftir að taka á leigu 2ja-4ra her-
bergja íbúð sem fyrst. Fullkominni
reglusemi og bestu umgengni er
heitið. Æskilegust staðsetning er í
Norðurmýri, gamla miðbænum eða
vesturbæ, en íbúð i öðrum borgar-
hluta kemur að sjálfsögðu eins til
ígreina.
Þeir, sem gætu sinnt þessu eru
vinsamlegast beðnir að hafa sam-
band í síma 8-18-66 eða 2-80-82 í dag
k eða einhvern næstu daga. A
I 'Hafnaríjaröar Apótek
® Áfgreiðslutími:
^ Virka daga kl. 9-18.30
Laugardaga kl. 10-12.30.
| Helgidaga kl. 11-12
Eftir lokun:
Upplýsingasími 51600.
I
1
AJþyóubankinn M
„I A\l flmllÍDúMl
1
Sími 8-55-22.
Opið allan sólarhringinn |
ÞAÐ B0RGAR SIG
AÐ VERZLA i KR0N
DUflfl
í GlflEflBflE
/fmi 04900
AF FORSÍÐU
0
Fimmtudagur 8. maí 1975.