Alþýðublaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 4
I hreinskilni saat w eftir Odd Á. Sigurjónsson Bjartara framundan? Vaxandi umhyggju fyrir landi og lýð virðist nú gæta hjá ýms- um, og er gleðilegt til að vita. Sykurinnflytjendur hafa nú á- kveðið að axla sinn kross af misheppnuðum innkaupum og tapa sinum 190 milljónum möglunarlitið. Ójá, skaðinn ger- ir menn hyggna en ekki rika, nema þá af reynslunni. Máske verður útlendum spekúlöntum trúað varlegar fyrst um sinn. Að visu mun nú ákvörðunin hafa fyrst verið tekin, þegar stjörn- völd mönnuðu sig upp i að neita tilmælum um „vernd” gegn þeirri einstöku „spákaup- mennsku” að flytja inn ódýrari vöru en hinir höfðu á boðstólum. Samt biða nú landsmenn enn- þá eftir þvi að fá að heyra um lækkun á timburverði, svona eins og i kjölfar þess að Rúss- arnir ætla að lækka sitt verð um 20-22%, eftir þvi sem blaða- fregnirsögðu i úthallinu af reisu utanrikisráðherrans og timbur- salanna, sællar minningar. Kannske einhver „vernd” sé yf- ir byggingarvörukaupmönnum, hver veit? Og sjálfsagt fækkar dögunum þar til oliulækkunin auglýsa sérstök kostakjör og verðlækkanir á vöru sinni, ferð- unum til sólarlanda. Auðvitað hafa þessir gleðilegu hlutir gerzt vegna „hagstæðari” samninga, sem skyndilega hef- ur opnast leið að! Heldur er nú látið hljótt um i hverju þessir hagstæðu samningar séu fólgnir og hvernig stendur á, að þeir buðust allt i einu. Liklega á að skilja þetta svo, að einhver sér- stök snilli ferðaskrifstofumanna hafi verið þarna að verki. Ekki er að efast um, að hér „sólskin, rósir og vin?” spyr sá sem ekki veit. Það er annars ekki að sjá eða heyra, að ferðaskrifstofurnar biti neina útgarða. Auglýsingar fyrir hundruð þúsunda glymja i eyrum landsmanna og dansa fyrir augum i sjónvarpi kvöld eftir kvöld. Þar virðist ekki til neins sparað. Það er sannarlega allt annað hljóð en þegar verið er að senda erlenda gesti út um land og betla af gististöðum bæði afslátt af mat og húsnæði. „1 Ferði m mín og þi ín” hans Einars sér dagsins ljós, nema betur gangi um „vernd- ina” en hjá sykurkaupmönnun- um. En hvað sem þessu liður, er þó eitt, sem landsmenn geta glatt sig við. Nú er sólskinið komið á niðursett verð. Ferða- skrifstofur vorar keppast nú við, hver sem betur getur, að séu snjallir kaupsýslumenn á ferð. En vissulega er ekki óeðli- legt, að þá verði jafnframt spurt. Hafa þessir samninga- möguleikar dottið skyndilega af himnum ofan? Eða hafa þeir máske verið fyrir hendi áður, en ekki hirt um að hagnýta þá, meðan landinn var ekki að súta verðið, þegar hann langaði i Nóg um þetta i bili, þótt málið mætti fá lengri umræðu. En það var eiginlega bæði illt og broslegt að sjá og heyra við- ureign tveggja „ferðajöfra” i sjónvarpinu á föstudagskvöldið var i þættinum „Kastljós”: Ef- laust hefur verið til þess ætlast af sjónvarpsins hálfu, að menn yrðu eitthvað fróðari eftir en áð- ur um ástæður fyrir þessari ein- stöku greiðasemi, að láta menn fá „sólarferðir með afslætti”! En ég hygg, að þeir hafi verið næsta fáir, sem urðu að fróðari. Hitt kom auðvitað berlega i ljós, að fremur er litið um ástrikið milliþessara aðila. Þetta var nú raunar áður vitað. Almenningur á hinsvegar ekki sérlega gott með að átta sig á þvi, hvað er satt og hvað ekki, þegar hvor fyrir sig þykist bjóða betri kjör, án þess að rökstyðja með öðru en fullyrðingum. Þetta er auðvitað endemis frammistaða, svo að af ber. Þegar segja má að dylgjur fljúgi svo milli keppinauta i þessum efnum, verður málið ekki geðslegra. Ef þessir ágætu menn eru þess ekki umkomnir að leggja spilm á borðið afdrátt- arlaust, er slik viðureign og sú, sem þarna fór fram sannarlega ekki til þess fallin að hreinsa loftið. En þegar allir endar komu saman, varð það eitt ljóst, að báðir eru brennandi 'i andanum, að veita sem allra bezt ferða- kjör. Það skyldi nú ekki eiga eftir að koma i ljós, að einhver dularfull heppni eigi eftir að gera þeim fært að lækka enn prisana? Hverveit? Vilja skort- ir ekki. Pétur M. Jonasson háskólakennari frá Kaupmannahöfn held- ur fyrirlestur i Norræna húsinu föstudag- inn 9. mai klukkan 20:30, um Lifriki Mý- vatns og sérkenni þess. Allir velkomnir. Hjálpræöisherinn, 80 ára afmælishátíð Fimmtudag kl. 20.30: Fagnaðar- samkoma. Major Guðfinna Jó- hannesdóttir talar. Brigader Óskar Jónsson stjórnar. 24 gestir frá Færeyjum og gestir frá Akur- eyri og ísafirði taka þátt með söng, hljóðfæraleik og vitnis- burði. Föstudag 9. mai kl. 20.30: Sam- kvæmi fyrir hermenn, heimila- sambandssystur og fleiri. Laugardag 10. mal kl. 20.30: Há- tlðarsamkoma I Dómkirkjunni. Biskupinn yfir Islandi og Dóm- prófastur flytja ávörp. Laugardag kl. 23.00: Miönætur- samkoma. — Verið velkomin. NORRÆNA HÚSIÐ PÓSTUR OG SÍMI Laus staða hjá Rekstursdeild—ísafjörður — staða loftskeytamanns eða simritara við loftskeyta- stöðina. Nánari upplýsingar veitir umdæmisstjóri Pósts og slma tsafirði. Byggiugafélag alþyöu, Reykjavík Þriggja herbergja ibúð i 1. byggingaflokki til sölu. Umsóknum sé skilað til skrifstofu félagsins, Bræðraborgarstig 47, fyrir kl. 19.00 föstudaginn 16. þ.m. Stjórnin. ® ÚTBOÐ Tilboð óskast I götuljósabúnað fyrir Rafmagnsveitu Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frlkirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 3. júnl kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 ÚTIVISTARFERÐIR Fimmtudagur 8. mai: 1. Eyrarbakki, Stokkseyri og strönd Flóans. Brottför kl. 10. Verð 1000 kr. Fararstjóri Eyjólfur Halldórsson. 2. Krossfjöll — Fjallsendi (einnig hellaskoðun). Brottför kl. 13. Verð 600 kr. Fararstjóri Einar Ólafsson. Laugardagur 10. mai: Móskarðshnúkar. Brottför kl. 13. Verð 500 kr. Fararstjóri Þorleifur Guðmundsson. Sunnudagur 11. mai: Fjöruganga viö Hvalfjörð. Brott- för kl. 13. Verð 600 kr. Fararstjóri Friðrik Sigurbjörnsson. Brottfararstaður B.S.Í. Frltt fyrir börn I fylgd með fullorðnum. Útivist, Lækjargötu 6, simi 14606. ______. & . . SKIPAUTC.CRÐ RIKISINS M/s Esja fer frá Reykjavík fimmtudaginn 15. þ.m. vestur um land i hring- ferð. Vörumóttaka: mánudag og þriðjudag til Vest- fjarðarhafna, Norður- fjarðar, Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, Akureyrar, Húsavikur, Raufarhafnar, Þórs- hafnar, Bakkafjarðar, V opnafjarðar og Borgarfjarðar eystra. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir —- Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. RÉTTINDI TIL HÓPFERÐAAKSTURS Þann 1. júni 1975 falla úr gildi réttindi til hópferðaaksturs útgefin á árinu 1974. Umsóknir um hópferðaréttindi fyrir árið 1975-76 skulu sendar til Umferðarmála- deildar pósts og sima, Umferðarmið- stöðinni, Reykjavik fyrir 15. mai n.k. í umsókn skal tilgreina árgerð, tegund og sætaf jölda þeirra bifreiða, sem sótt er um hópferðaréttindi fyrir. Reykjavik, 7. mai 1975 Umferðamáladeild pósts og síma LAUSAR STÖÐUR Auglýstar eru lausar til umsóknar stöður yfirmatsmanna við Framleiðslueftirlit sjávarafurða. Yfirmatsmenn munu starfa viðsvegar um landið. Æskilegt er að umsækjendur hafi mats- réttindi og reynslu i sem flestum greinum veiða og vinnslu. Jafnframt er auglýst laust til umsóknar starf skrifstofustjóra stofnunarinnar. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar veitir forstjóri stofn- unarinnar i sima 16858. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist sjávarút- vegsráðuneytinu fyrir 3. júni n.k. Sjávarútvegsráðuneytið, 5. mai 1975. Fimmtudagur 8. maí 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.