Alþýðublaðið - 23.05.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.05.1975, Blaðsíða 1
OLÍUSTRÍÐ í VÆNDUM 5. SIÐA FOSTUDAGUR 23. maí 1975 - 114. tbl 56. árg. RÆSIR VERST ALLRA UPPLÝSINGA OPINBER RANNSOKN ER YFIRVOFANDI! t Alþýðublaðinu i gær var i viðtali við Stefán Sigurðsson, bifreiðastjóra, dregiö i efa, að Ræsir h.f. hefði tekið erlent lán vegna innkaupa á bifreið Stefáns. Hafi svo ekki verið, er skuldabréf það, sem Stefán und- irritaði, að upphæð 24.270 vest- ur-þýsk mörk, brot á lögum um verðtryggingu lána. Það er þá um að ræða innlent lán, sem Ræsir h.f. verðtryggir á ólög- mætan hátt. Fiskur undan eldi Klukkan hálf þrjú i gær kom upp eldur i efri hæð svokallaðs Loftshúss i Keflavik og varð hún aieida á svipstundu. Loftshús var járnkiætt timburhús um 400 ferm. i eigu landshafnar og var það notað sem geymsla. Þegar eidurinn kom upp voru i húsinu 35 tonn af saltfiski i eigu Hrað- frystihúss Keflavikur og Sjöstjörnunnar. Fiskurinn var pakkaður og fullfrágenginn og beið útflutnings. Slökkvilið Keflavikur kom fljótt á stað- inn og einnig komu nokkrir menn frá slökkviliði Keflavikurflugvallar. Tekist hafði að ráöa niðurlögum cldsins um fimmleytið. Þá var þak hússins falliö. Meðan á slökkvistarfi stóð var náð út úr húsinu um 25 tonnum af fiskinum og standa vonir til að sá hluti- hafi ekki skemmst verulega. Loft hússins hefur verið notaö sem veiðarfærageymsla, en engin veiðarfæri voru þar þegar eldurinn kom upp. Myndina tók Júiius Högnason. Alþýðublaðið hafði i gær sam- band við Ræsi h.f. og fór fram á staðfestingu þess, að erlenda lánið hefði verið tekið. Tals- maður Ræsis visað málinu til lögfræðings fyrirtækisins, á þeim forsendum að vegna opin- berrar rannsóknar á þessum þætti viðskipta fyrirtækisins, sem nú virtist yfirvofandi, hefði lögfræðingurinn þegar verið beðinn um að taka mál þetta að sér og ekkert færi frá fyrirtæk- inu um það, nema um hans hendur. Lögfræðingur Ræsis h.f. er Jón Steinar Gunnlaugsson og sneri Alþýðublaðiö sér til hans. „Komi til opinberrar rann- sóknar á þessum viðskiptum, getur Alþýðublaðið fylgst með þvi sem þar kemur fram”, sagði Jón Steinar, ,,þvf þá verður um opinberan málflutning aö ræða og málskjöl þau, sem lögð verða fram, verða blaðinu væntanlega opin. Þangað til tel ég ekki eðli- legt að málið sé flutt I Alþýöu- blaðinu, eða öðrum fjölmiðlum, og neita þvi að gefa þær upplýs- ingarsem blaðið fer fram á. Að öðru leyti óska ég ekki heldur að tjá mig um þetta mál opinber- lega”. Auk þess að neita aö gefa upp- lýsingar þær, sem hreinsað gæti Ræsi h.f. af ásökunum um al- varlegt brot á verðtrygginga- lögum — sem hefði mátt gera á þann einfalda máta að leggja fram þau gögn úr bókhaldi fyrirtækisins, sem hljóta að hafa fylgt erlendu lántökunni — neitaði Jón Steinar einnig að gefa upp þær kröfur, sem Ræsir h.f. gerir á hendur Stefáni Sigurðssyni. DRATTARVEXTIR KVARTAAILLJÓN! ;%r i ALLSHERJARVERK- FALL11.IUNI! „Kröfur þær, sem Ræsir h.f. gerir á hendur mér, nema sam- tals 1.158 þúsund krónum. Þar af er raunveruleg skuld min við fyrirtækið 770 þúsund krónur, 258 þúsund eru reiknuð i drátt- arvexti og 130 þúsund i máls- kostnað, sem er laun lögmann- anna. 100 þúsund krónur af þessari kröfu er ég svo þegar búinn að greiða”, sagði Stefán Sigurðsson, bifreiðarstjóri, i viðtali viö Alþýðublaðið i gær. „Ég get gengið að þvi, að greiða stofnskuldina, 770 þús- und, ásamt sanngjörnum vöxt- um, en dráttarvexti af láni, sem er ólöglegt frá hendi Ræsis, greiði ég ekki og ekki heldur málskostnað. Ég vil svo taka það fram”, sagði Stefán að lokum, „að öll- um þeim bilstjórum, sem átt hafa sin viðskipti við Ræsi h.f. persónulega viö Geir Þorsteins- son, ber saman um að hann sé drenglyndur og heiðarlegur maður og þeir samningar sem hann gangi frá, séu i alla staði óaðfinnanlegir.Mérvirðist þvi, að með þvi að draga hann inn i málið, sé verið að hengja bak- ara fyrir smið og að hefði ég beðið eftir þvi að hann væri sjálfur við, þegar ég keypti bil- inn, hefði ég sloppið við allt það stapp, sem orðið hefur út af kaupunum”. Samninganefnd og svonefnd „baknefnd” Alþýðusambands Is- lands samþykktu á fundi sinum i gær að hvetja aðildarfélögin til að vera reiðubúin til að hefja verk- fallsaðgerðir 11. júni, hafi samn- ingar ekki tekist fyrir þann tima. Þessi samþykkt merkir i reynd, að félögin eru hvött tii að afla sér þegar i stað verkfallsheimilda og senda atvinnurekendum tilkynn- ingu um þær fyrir miðnætti þriðjudagsins 3. júni nk. Ennfremur var samþykkt að stefna að þvi i samningunum að Skoskir vilja stærri sneið Skoskir sildarsjómenn fóru á fund þingmanna sinna i breska þinginu á þriöjudaginn til að þrýsta á stjórnina I þá átt að auka hlut breskra sjómanna, en Norð- austur-Atlantshafs fiskveiðiráð- stefnan hófst i London i fyrradag. Talsmaður sjómannanna, Douglas Henderson, sem er þing- maður skoska Þjóðernissinna- flokksins, sagði það vera kröfu sjómannanna að hlutdeild breskra fiskimanna I kvóta- veiðum I Norðursjó verði aukin úr 46% I 80%, sem þeir telja nauðsynlegt, svo vemda megi sildarstofninn. miða við, að grunnkaupshækkun til launþega verði ekki lægri en sem svarar 38—39% hækkun á 6. taxta Dagsbrúnar, byrjunarlaun, en sú krónutala, sem þessi grunn- kaupshækkun gefur á viðmiðun- artaxtann, orki til hækkunar allra annarra kauptaxta. Þá er og mið- HAFISAMNINGAR EKKI TEKIST að við, að grunnkaupshækkunin, sem samið yrði um, komi á bón- us- og ákvæðisvinnu. Varðandi visitölukerfið hafnaði fundurinn alger.lega þeim hug- myndum atvinnurekenda, að visitalan verði tengd sjálfvirkt visitölu viðskiptakjara. EKKI FYRSTA MALIÐ „Til Seðlabankans leitaði I vetur maður, út af samskonar máli og þetta er og vegna þess hvernig málið var vaxiö ráðlögðum við honum að leita réttar sins. Þá gerðum við ekkert I málinu sjálfir. Ég hef ekki getað kynnt mér nógu vel enn þá, hvernig þetta mál er vaxið, en af þvi, sem ég hef séð I blöðum, virðist mér helst, að um brot á verðtryggingaiögum sé að ræða og ef um opinbera rannsókn verður að ræða, býst ég við, að hún standi okkur næst”, sagði Björn Tryggvason, bankastjóri i Seðlabankanum, I viðtali við Al- þýðublaðið I gær. Björn hefur verið erlendis undanfarna daga og þvi ekki getað kynnt sér deilurnar miili Ræsis h.f. og Stefáns Sigurðssonar, en i gær tjáðihann Alþýðublaðinu að væntanlega lægi þaðfyrir á mánudag, hvort Seðlabankinn tekur mál þetta til rannsóknar. SAMIÐ VIÐ MIÐFELL - OG NORDLENSKIR VERKTAKAR KREFJAST SKÝRINGA KROFLUNEFND KVEIKIR OFRIDARBAL NYRÐRA Eftir Halldór Valdimarsson „Kröflunefnd hefur, á fundi sinum 17. mai síðastliðnum, ein- róma ákveðið að fela formanni nefndarinnar, að ganga frá samningum við Miðfell h.f. um byggingu stöðvarhúss fyrir væntanlega virkjun við Kröflu, i samræmi viö tillögu ráðgjafar- verkfræöinga nefndarinnar. sem eru Verkfræðiskrifstofa Sigurðar Thoroddsen SF, og fleiri. Ahersla var lögð á það, af hálfu nefndarinnar, að tilverks- ins fengist traustur og reyndur verktaki, en vegna nauösynjar þess, að hraða framkvæmdum sem framast er unnt, i samræmi við gerðar áætlanir, vannst ekki timi til venjulegs útboðs. Nefndin hefur frá öndverðu stefnt að þvi, að heimamenn hefðu sem besta aðstöðu til þess að verða þátttakendur I væntan- legum verkframkvæmdum. Hefur nefndin lagt rika áherslu á þetta atriði i samningum við Miðfell h.f. Þegar hefur fengist góð reynsla af sliku samstarfi Mið- fells h.f. og samstarfsnefndar þingeyskra verktaka vib smiði vinnubúða,sem notaðar verða á Kröflusvæðinu. Þannig hljóðar fréttatilkynn- ing sú, sem Kröflunefnd sendi frá sér til fjölmiðla þann 20. mai » BAK »

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.