Alþýðublaðið - 23.05.1975, Qupperneq 2
,, OFYRIRGEFANLEGT AÐ ÚTHLUT-
UN LÚÐA DRAGIST AÐ ÚÞÚRFU’ ’
Á síöasta fundi borgar-
stjórnar Reykjavikur fyigdi
Björgvin Guömundsson úr hlaöi
tillögu, þar sem gert er ráö
fyrir, að flýtt veröi eftir megni
úthlutun byggingahæfra lóöa i
borginni, a.m.k. þeirra, sem
hægt er aö úthluta án verulegs
tilkostnaðar.
t ræöu sinni benti Björgvin
Guðmundsson á þaö alvarlega
ástand, sem nú er aö myndast i
byggingaiðnaöinum vegna sam-
dráttarstefnu Sjálfstæöis-
flokksins, en á þessu ári hefur
aöeins einni lóö undir sambýlis-
hús veriö úthlutaö i Reykjavík
og henni var úthlutaö sem
kunnugt er til byggingasam-
vinnufélags ungra sjálfstæðis-
manna.
Ræöa Björgvins Guðmunds-
sonar, borgarfulltrúa Alþýöu-
flokksins fer hér á eftir:
Undanfarin ár hefur risið upp
hér í Reykjavik öflugur
byggingaiðnaður. Veitir hann
miklum fjölda manna atvinnu,
bæði faglærðum og ófaglærðum.
Það er mjög mikilvægt, aö sam-
felldni sé sem mest i starfsemi
byggingaiðnaðarins, ekki
aðeins til þess að tryggja starfs-
mönnum hans stöðuga atvinnu,
heldur einnig til þess að tryggja
sem lægstan byggingakostnað
og nægilegt framboö á ibúðum.
Mikill samdráttur bygginga-
framkvæmda eða stöðvun ein-
stakra byggingafyrirtækja um
leiö hefur mjög slæm áhrif.
Starfsfólk missir atvinnuna og
byggingakostnaðurinn eykst.
Byggingaiðnaður hér á landi
hefur á undanförnum árum að
mörgu leyti þróast i rétta átt.
Upp hafa risið stórir aðilar, sem
byggt hafa mikinn fjölda ibúða
á hverju ári meö nýrri tækni,
sem þessi fyrirtæki hafa tekið i
þjónustu sina. En það er mjög
mikilvægt fyrir þessa aðila að
hafa samfelldni i starfsemi
sinni. Það gerir þeim kleift að
hafa ávallt hið hæfasta starfs-
fólk i þjónustu sinni og það
stuðlar að lækkun bygginga-
kostnaðar. Samhliða hinum
stóru byggingaaöilum hafa
smærri byggingafyrirtæki
einnig starfað við
ibúðabyggingar, bæði einstakir
byggingameistarar og bygg-
ingasamvinnufélög. Tel ég, að
starfsemi allra þessara aðila
eigi rétt á sér.
Nú er byggingastarfsemi
allra þessara aðila i mikilli
óvissu hér i Reykjavik og jafn-
vel i nokkurri hættu vegna þess
að Reykjavikurborg hefur ekki
getað séð þeim fyrir nýjum
byggingalóðum á þessu ári.
Meirihluti borgarstjórnar hefur
valið samdráttarstefnu til þess
að leysa fjárhagsvanda borgar-
innar.
A siðasta borgarstjórnarfundi
var samþykkt aö skera stórlega
niður framlög til gatna- og hol-
ræsageröar með þeim
afleiöingum, aö mikill skortur
veröur á by ggingalóöum á
árinu.
Alþýðuflokkurinn lýsti sig i
grundvallaratriðum andvigan
þessari samdráttarstefnu.
Flokkurinn telur hana reyndar
ógnun við atvinnuöryggi Reyk-
vikinga.
A þessu ári hefur engum
lóðum undir sambýlishús verið
úthlutað til byggingafyrirtækja
eða byggingafélaga — með einni
undantekningu þó: Einni sam-
býlislóð var úthlutað til
byggingasamvinnufélags
Heimdallar, pólitisks félags,
sem lokað er öðrum en sjálf-
stæöismönnum. Þetta nýja
félag var tekið fram yfir opin
byggingasamvinnufélög og
önnur byggingafyrirtæki, sem
sóttu um lóðina.
önnur byggingafélög hafa
ekki fengið úthlutað lóðum á
árunu undir sambýlishús. Og
það sem verra er: Það bólar
ekkert á þvi, að byggingaiðn-
aðurinn fái neinar nýjar lóðir á
árinu til þess að byggja á, þegar
lokið er þeim verkefnum, sem i
gangi eru nú. Af völdum lóða-
skorts blasir þvi við samdráttur
i byggingaiðnaðinum auk þess
sem fjárskortur mun einnig
stuðla að slikum samdrætti.
Meðal þess, sem skorið var
niður á siðasta borgarstjórnar-
fundi var 12 milljóna króna
framlag til gatna- og holræsa-
gerðar á Eiðsgranda. Þar eiga i
fyrsta áfanga að risa sambýlis-
hús með samtals 117 ibúðum.
Samkvæmt verðlauna-
teikningu af skipulagi og gerð
húsa á svæðinu geta risið þar
upp tvö mikil samstæð sam-
býlishús með þessum fjölda
ibúða. Upphaflega var ráðgert
að úthluta lóðum undir hús þessi
næsta haust. En eftir að borgar-
stjórn ákvað að skera niður
framlag til gatna- og holræsa-
gerðar á svæðinu er állt i óvissu
um, hvenær lóðum þessum
verður úthlutað.
Borgarverkfræðingur telur
þó, að unnt sé að hefja fram-
kvæmdir við byggingu
umræddra fjölbýlishúsa — þó
ekki sé lokið þar holræsa- og
gatnagerð — . Aðkoma að bygg-
ingasvæðinu er nokkuð greið og
holræsi liggur skammt frá
byggingastað. Borgarverk-
fræðingur telur þvi unnt að
úthluta lóðum þarna strax og
skipulagsnefnd hefur samþykkt
skipulag svæðisins.
En er þá nokkuð að van-
búnaði? Jú, skipulagsnefnd þarf
að gefa sér tima til þess að
halda fund um málið, en hann
hefur ekki gefist enn. Og á
meðan mega byggingafyrir-
tækin biða verkefnalaus.
Að upplýsingum borgarverk-
fræðings fengnum tel ég rétt að
skipulagsnefnd haldi aukafundi
um mál þetta nú þegar og af-
greiði málið, svo að unnt sé að
úthluta lóðum' undir umrædd
fjölbýlishús strax i vor. Margir
eru fúsir til að byggja þarna, og
þurfa raunar á þvi að halda
bæði byggingasamvinnufélög og
I einkaaðilar.
Þá vil ég benda á aðra lóð,
sem unnt er að úthluta nú þegar
án mikils tilkostnaðar, en það er
lóðin Krummahólar 8 i
Breiðholti III. Stærsta
byggingafyrirtæki borgarinnar,
Breiðholt h.f., sem hefur 300
manns i vinnu, hefur leitað eftir
lóð þessari og raunar fengið vil-
yrði fyrir henni. Þegar rætt var
um lóð þessa i borgarráði, var
ekki talið unnt að úthluta henni,
nema gert væri nokkuð
kosnaðarsamt bráðabirgðaræsi.
Nú er hins vegar komið á
Borð, 2 legustólar, sófi með
sólhlíf. Verð aðeins kr. 65.300.
Til sýnis í dag
kl. 9-6.
INGVAR HELGASON
Vonarlandi v/Sogaveg, símar 84510-84511
Vorum að taka upp
Hollywood
gorð-
sófasett
Matvörumarkaður:
Hveiti 10 Ib.s
Hveiti 5 lbs.
Kaffi 1 pk.
Rits kex
Smjörliki 1 stk.
Tropicana 1 liter
Strásykur 1 kg
Á KJARAPÖLLUM:
Úrbeinað hangikjöt,
Yfir 20 teg. af kexi.
Cocoa Puff og Cerios
Opið til kl. 10 i kvöld og til há-
degis á morgun.
Kostaboð
á kjarapöllum
KJÖT OG FISKUR
Seljabraut 54, sími 74200
kr. 397.00
kr. 198.00
kr. 109.00
kr. 86.00
kr. 138.00
kr. 110.00
kr. 210.00
1 Hafnarfjaröar Apótek ' I
w Áfgreiðslutími: s
| Virka daga kl. 9-18.30
f Laugardaga kl. 10-12.30.
Helgidaga kl. 11-12
SjJ Eftir lokun:
Upplýsingasími 51600.
tJtvarps.og §j
sjónvarpsviðgerðir
Kvöld og hclg-
I
arþjónusta.
10% afsláttur til
öryrkja og aldr-
aöra.
SJÓNVARPS-
VIÐGERÐIR
Skúlagötu 26 —
simi 11740.
ÞAÐ B0RGAR SIG
AÐ VERZLA f KR0N
DUÍ1A
í GlflEÍIDflE
/ími 64200
0
Föstudagur 23. mai 1975