Alþýðublaðið - 23.05.1975, Blaðsíða 3
Björgvin
Guðmundsson
gagnrýnir sam-
dráttarstefnu
borgarstjórnar-
íhaldsins
daginn, að unnt er að gera
lóðina byggingarhæfa á mun
ódýrari hátt. Það á þvi ekkert
að vera þvi til fyrirstöðu að út-
hluta lóðinni. Tel ég eðlilegt, að
sá byggingaaðili, er á sinum
tima fékk vilyrði fyrir lóðinni,
fái. henni þegar úthlutað. Verði
það gert, getur hann hafið þarna
framkvæmdir þegar i stað, þar
sem teikningar liggja fyrir.
Þá hefur borgarverk-
fræðingur einnig tjáð mér, að
meðfram Austurbergi i Breið-
holti III sé unnt að úthluta
lóðum undir eins fimm fjölbýlis-
hús með 80 ibúðum án verulegs
tilkostnaðar.
Það er ófyrirgefanlegt, að
borgaryfirvöld dragi að óþörfu
að úthluga byggingahæfum
lóðum, þegar lóðaskortur er
orðinn og byggingafyrirtækin
eru komin i vandræði af þeim
sökum. Ef til vill eru fleiri lóðir
byggingahæfar, þó að ekki sé
þeim úthlutað. Væri gott að
borgarfulltrúar fengju að vita,
hvort svo sé.
I framhaldi af þvi, sem ég nú
hefi sagt, hef ég leyft mér að
flytja hér I borgarstjórn eftir-
farandi tillögu:
„Með þvi að fyrirsjánlegt er,
að mikill skortur verður á
lóðum undir sambýlishús i
Reykjavik á þessu ári, sam-
þykkir borgarstjórn að hraða
sem mestöllum undirbúningi að
úthlutun sambýlishúsalóða,
einkum þeirra sem unnt er að
úthluta i sumar án mikils til-
kostnaðar.
Borgarstjórn samþykkir þvi að
flýt'a sérstaklega undirbúningi
að úthlutun lóða undir fjölbýlis-
hús á Eiðsgranda. Skal stefnt að
þvi, að unnt verði að úthluta
þeim lóðum fyrir hluta sumars,
a.m.k. hluta þeirra”.
Einkennileat jafnrétti það!
Vilja meta hverju sinni
hvort kynið er ráðið
til starfa hjá bænum
Sl. þriöjudag lá fyrr bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar tillaga frá
bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins,
Hauk Helgasyni, þess efnis að
framvegis verði ekki viðhöfð kyn-
greining i auglýsingum bæjarins
eftir starfsfólki.
Fyrir nokkru auglýsti bæjar-
stjórinn eftir karlmannitil starfa
á skrifstofu hafnarstjóra. Að-
spurður sagði hann að hafnar-
stjórn hefði talið að þar væri um
„karlmannsverk” að ræða. Borg-
arfulltrúar meirihlutans (sjálfst.
og óháðra) töldu það mjög „nátt-
úrulegt” að halda áfram slikri
kyngreiningu i auglýsingum
bæjarins, þar sem kynin væru
mismunandi úr garði gerð frá
náttúrunnar hendi til að vinna hin
ýmsu störf og þar yrði bæjar-
stjórn (10 karlm. og 1 kona) að
vega og meta, hvort kynið hæfði
betur og tilgreina það i auglýsing-
um, svo að rangt kyn blekktist
ekki til að sækja um stöðuna.
Fulltrúar minnihlutans mæltu
allir með samþykki tillögunnar.
Bentu þeir á að jafn réttur kynj-
anna til starfa væri ekki á boröi,
þó hann væri i orði. Þróun þjóðfé-
lagsins i dag miðaði þó i þá átt að
jafna þetta, en talsmenn meiri-
hlutans virtust ekki vera á þvi að
slik breyting þyrfti aö eiga sér
staö.
Þeir Arni Grétar Finnsson og
Arni Gunnlaugsson báru fram
eftirfarandi frávisunartillögu:
Þar sem hverju sinni verður aö
auglýsa stöður bæjarins og
bæjarstofnana, eftir þvi sem við á
varöandi kyngreiningu, en þó
þannig aö fyllsta jafnréttis kynj-
anna sé gætt, þegar aðstaöan
Framhald á bls. 4
SUMAR- OG SPARNADAR-
AÆTLUN HiA STRÆTÖ
Sumaráætlun gengur I gildi hjá Strætisvögnum Reykjavikur fyrsta
júni, en þá verður dregið úr tlðni ferða og teknir út aukavagnar, sem
settir voru inn I vetur, að þvi er Eirlkur Ásgeirsson forstjóri SVR, sagði
I samtali við blaðið I gær.
„Þetta er fyrsta tilraun til þess að koma á sérstöku ieiðakerfi yfir
sumarmánuðina”, sagði Eirlkur ennfremur, „en breytingarnar eru
aðaliega fólgnar I þvl, að ferðum verður fækkað eftir kl. 19 á kvöldin og
á laugardagsmorgnum frá þvi sem verið hefur, og auk þess verða tekn-
ir aukavagnar, eða svonefndir „fimmtu vagnar” af leiðum 3 og 4 á
miðvaktinni”.
Þessar áætlanir eru að sjálfsögðu fyrst og fremst gerðar með sparn-
að fyrir augum, en kostirnir sem þeim fylgja eru þeir helstir, aö um
leiö og tiðni strætisvagnaferöa minnkar á fyrrgreindum timum verða
leiðirnar samræmdari en verið hefur, að sögn Eiriks — tiðni verður sú
sama á öllum leiðum og likur á þvi, að tenging á milli vagna verði betri
en áður.
Verið er að vinna að upplýsingabæklingi um þessa breytingu og nán-
ari skýringu á henni, og verður hann væntanlega kominn fyrir almenn-
ingssjónir fyrir 1. júni.
BRÚN 6LER BS 77 (HðGGVARIN)
FARA VEL MEÐ AUGUN OG VARÐVEITA NÁTTÚRULITI
PRIMETTA ER MEÐ DIN- MERKI sem er gæðastimpill vestur-þýsku neytendasamtakanna
PRIMETTA
AUKA ÖRYGGI í
UMFERÐINNI
RAUÐU OG GRÆNU
UMFERÐARLJÓSIN
SJÁST 20%
BETUR MEÐ
PRIMETTA
O
Föstudagur 23. maí T975