Alþýðublaðið - 07.08.1975, Side 8

Alþýðublaðið - 07.08.1975, Side 8
TILBOD Tilboð óskast í að gera 2 grasvelli og 1 malarvöll á iþróttasvæði KR við Kapla- skjólsveg, og einnig i uppsetningu girðing- ar um iþróttasvæðið. Útboðsgögn verða afhent á verkfræðistofu vorri gegn 5.000.- króna skilatryggingu. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN sf ÁRMÚLI 4 REYKJAVlK SlMI 84499 Barna- og gagnfræðaskóli Eskifjarðar vantar kennara i iþróttum islensku, stærðfræði og eðlisfræði. Auk þess vantar almennan barnakennara. Húsnæði er fyrir hendi, á góðum kjörum. Upplýsingar gefur skólastjóri i sima (97)- 6182 og bæjarstjóri i sima (97)-6175. ( Alþýðublaðið á hvert heimili ) Bæjarendurskoðandi Staða bæjarendurskoðanda hjá Hafnar- fjarðarbæ er laus til umsóknar. Áskilin menntun er próf i endurskoðun eða við- skiptafræðum frá Háskóla íslands eða góð starfsreynsla. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar nú samkvæmt 30. launaflokki. Umsöknir um starfið ásamt menntun og fyrri störf skulu hafa borist undirrituðum fyrir 20. þ.m. Bæjarstjórinn i Hafnarfirði. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. Vélhjólaeigendur Moto-x - Moto-x Útbúnaður, hanskar hlifar. Lewis leðurjakkar og stígvél. Plakötofl. Bögglaberar f. HONDU 350.KETT hanskar. DUNLOP-dekk. MÖLTUKROSS speglar og aftur- Ijös. ofl. ofl. Póstsendum. Vélhólaverslun Hannes Úlafsson Skipasundi 51. Sími 37090 VIPPU - BÍLSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop" Hæð; 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270 sm Aðrar stærðir. smiðaðar eftir beiðni. GLUGGASMIÐJAN SÚSANNA JðHANNSDÚTTIR, FÆDD 26. JÚNI 1891 - DÁIN 18. NÓV. 1974 Síðbúin kveðja llinn 18. nóvember siðastliðinn andaðist að Hrafnistu gömul grannkona min, sem ég vil gjarna minnast, þar sem enginn hefur orðið til þess ennþá. Ég kynntist henni fyrst fyrir þrem áratugum, er ég fluttist i nágrenni við hana á Kirkjuvegin- um i Hafnarfirði. Þá var ég ellefu ára, en hún var roskin ekkja, sem hafði fengið sinn skammt af mót- læti í lifinu. Þó hélt hún sér vel, var enn þá myndarleg kona, svip- hrein og alúðleg við alla, er um- gengust hana. Hún bjó þar þá með tveim sonum sinum, i litlu timburhúsi með snotrum garði fyrir framan. Ekki var hún eftir- bátur annarra húsmæðra i grenndinni og ekki var um- burðarlyndið minna við börn og unglinga, sem léku sér þar i kring og eirðu engu. Held ég helzt, að hún hafi þolað allt nema kúluvarp við garðinn sinn, en þegar það var stundað þar, glumdi í steinveggn- um, sem var umhverfis garðinn hennar. Var það að vonum, þvi að þessum garði unni hún heitt. Og þegar hún varð að flytja þaðan, vildi hún endilega taka með sér eitt tré úr garðinum. Þannig urðu þessi kynni fyrst. Síðar lágu leiðir okkar saman aft- ur, en áður en ég skýri frá því, vil ég geta helztu æviatriða hennar. Hún var fædd að Trostastöðum i Reykjavik, þeir voru viö Hverf- isgötuna, eins og eldri Reykvik- ingar muna. Foreldrar hennar voru Jóhann Frimann Jóhanns- son frá Holtastöðum i Langadal i Austur-H únavatnssýs lu af þekktri ætt á þeim slóðum, og Ingibjörg Jónsdóttir frá Galtafelli og Birtingaholti i Árnessýslu, af svonefndri Bolholtsætt. Þannig stóðu að henni sterkir stofnar i báðar ættir. En ekki verður það rakið nánar hér. Kornung fór hún i fóstur norður að Kirkjuskarði i Laxárdal til hjónanna Stefáns Guðmundssonar og Sigriðar Björnsdóttur, en það er i Austur- Húnavatnssýslu sem kunnugt er. Eins og þá var venja, þurfti snemma að byrja að vinna. Og sem ung stúlka þurfti hún að fara að vinna á ýmsum bæjum i grenndinni, bæði i Svartárdal og Langadal og jafnvel viðar þar nyrðra. Um tvitugt er hún svo komin til Reykjavikur og skömmu siðar réði hún sig til Helga Guðmunds- sonar i Hafnarfirði, cn hann var þá nýbúinn að missa konu sina frá tveim ungum sonum. 1915 giftu þau sig hjá bæjarfógctanum þar. Þau eignuðust sex syni. Tvo þeirra misstu þau áður en Helgi lézt, 21. desember 1939, en hinn þriðja nokkrum árum siðar. — Þannig er ævi hennar i stórum dráttum, stöðugur barningur, en drottinn leggur líkn með þraut, og hann gaf henni styrk, þegar á reyndi. Hún var sonum sinum góð móðir og bjó þeim gott heimili, meðan hún gat, var þeim hollur leiðbeinandi og verndarvættur, er þeir þurftu þess með. Þeir minn- ast hennar með alúð og þakklæti fyrir allt, sem hún var þeim, ekki sizt hinn yngsti, sem lengst var með henni og var ólatur að lfta til hennar er hún lá sina löngu og þungu banalegu. Súsanna vann talsvert úti eftir að hún missti mann sinn. Einkum var hún eftirsótt i veitingahús. Þannig vann hún á Selfossi, i Skiðaskálanum í Hveradölum og eins hér i borginni. Hún var orð- lögð fyrir þrifnað, vandvirkni og myndarskap i öllu, sem hún tók sér fyrir hendur. Verkin töluðu sinu máli, voru hafin yfir gagn- rýni og stóðust fyllstu kröfur Heilbrigöiseftirlits rikisins. Var yngsti sonur hennar, Val- geir Hiimar stundum með henni, er hún fór að heiman til að vinna. Ilinir synir hennar eru: Friðrik Hreiðar og Eðvarð Blómkvist, en synir Hclga, manns hennar af fyrra hjónabandi: Diðrik og Þor- valdur. Súsanna mun hafa vanizt rimnakveðskap í átthögum sinum nyrðra, er þá var hin helzta skcmmtun á kvöldvökum, og haft ánægju af. Þess vegna gekk hún snemma i Kvæðamannafélag Hafnarfjarðar, en það var stofnaö 1930. Var hún ein af allra elztu fé- lögum þess, er hún lézt. Mun hún eins og þjóöin yfirleitt hafa sótt sinn styrk i guðsorð og rimnalög til þess að fá staðizt i harðri bar- áttu lifsins. Það verður seint eða aldrei fullmetið, hvern styrk það veitir. Undirritaður átti þess kost að koma i Kvæðamannafélagið 1958 og kynnast ýmsu góðu fólki, fögr- um stemmum og góðum kveð- skap. Þá var Súsanna farin að heilsu og kröftum. Ég heimsótti hana ásamt eldri félaga, þar sem hún lá á Sjúkradeild Hrafnistu. Hún var þá ern og hress og átti eftiraöná nokkurri heilsu á ný og komast á fætur um tfma. Við komum aftur i heimsókn slðar. Þá bjó hún þar uppi á kvisther- bergi með annarri ágætri kvæða- konu, Karitas Skarphéðinsdóttur. AUt var snoturt og vistlegt hjá þeim. Þær höfðu gaman af heim- sókn hafnfirzkra kvæðamanna, og þær áttu kaffi á hitabrúsa, er gesti bar að garði. Enn liöu árin, baráttunni við sjúkdóma var ekki lokið. Enn hittiég Súsönnu á Sjúkradeildinni skömmu áður en hún lézt. Hún var oft þungt haldin og gat þá ekki af sér borið, en yfirieitt bar hún sig þó vei. Hún sagðist oft hafa farið út í sólskinið siðastliðið sumar með aðstoð sonar sins. Það vildi svo til að ég var með Htið bókmerki i vasanum með ritn- ingargrein úr Jóhannesarguð- spjalli, 11. 25,-26: „Jesús sagði við hana: Ég er upprisan og lifið, sá sem trúir á mig, mun lifa þótt nann deyi. — Og hver sá , scm lif- ir og trúir á mig, hann skal aldrei að eiiifu dcyja. Trúir þú þessu?” Hún hafði þá von, að ekki væri öllu lokið með þessu jarðlifi. Um það vildi hún lika tala, sem hafði gefið henni kraft og styrk, er á reyndi. Ilún átti sér góða heim- von. Súsanna var lika minnug þess, cr menn höfðu gjört henni gott og stutt hana. llún minntist þeirra ætið með hlýhug og þakklæti. Hún bað fyrir kæra kveðju til allra vina sinna fjær og nær, ekki sízt gamalla granna og kvæðafélaga. Og þeir minnast einnig á sama hátt. Það er óhætt að segja, votta sonuin hennar samúð og blessa ininningu hcnnar. S.B. Em. 50 milljónir í gjaldeyris- tekjur af guðsorðinu A annað þúsund manns taka nú þátt i norrænu stúdentamóti sem haldið er i Laugardalshöllinni dagana 6,—12. ágUst. Mótið, sem kallað er Reykjavik 75 er hið fjöl- mennasta af þessu tagi sem haldið hefur verið til þessa á Norðurlöndum og stærsta ráð- stefnan sem haldin hefur verið hérlendis.en yfirskrift mótsinser „Orð guðs til þin”, nUtimamannsins. Það eru Flugleiðir, sem hafa tekið að sér að flytja þátttak- endur til og frá landinu, en af þeim eru 95 Danir, 190 Finnar, 8 Færeyingar, 160 tslendingar, 600 Norðmenn og 300 Svfar. Laugar- dalshöllin verður notuð sem miðstöð fyrir allan hópinn, en hann mun gista i nokkrum skól- um borgarinnar og á einka- heimilum. A mótinu verður fjallað um ýmiss kjarnatriði kristinnar trU- ar og munu vmsir kunnustu kirkjumenn á Norðurlöndum taka efnið til meðferðar. Skólaprestur- inn Jón DalbU Hróbjartsson hefur annast undirbUning og stjórn mótsins i heild. Reiknað er með að mótið gefi af sér um 50 milljón- ir Isl. kr. i beinhörðum gjaldeyri. Þátttakendur bera sjálfir allan kostnað af mótshaldi. Einn mótsdaginn fara þátttak- endur i Skálholt, en að móti loknu munu fimm hópar fara Ut á land til að halda samkomur. Undir- bUningur mótsins hér i Reykjavik hefur staðið i hartnær tvö ár, og verið mjög umfangsmikill. Ráöstefnusvæöi „Orð guös til þin” í Laugardalshöll. 0 Fimmtudagur 7. ágúst 1975

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.