Alþýðublaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 07.08.1975, Blaðsíða 11
HORNID — Fulltrúar frá samtökum ungra jafnaöarmanna á hinum Norðurlöndunum dveljast hér á vegum S.U.J. dagana 7.—14. ágúst. Meðal gestanna eru allir helstu forystumenn áðurnefndra samtaka, en ráðstefnur, sem haldnar verða sitja, auk hinna er- iendu gesta, ungir jafnaðarmenn hér á landi. Laugardaginn 9. ágúst veröur haldin ráöstefna um atvinnulýö- ræöi. Þar veröa frummælendur af tslands hálfu þeir Bjarni P. Magnússon, framkvæmdastjóri félagsstofnunar stúdenta, og Helgi Skúli Kjartansson. Fundar- staöur þá sem endranær: Hótel Esja. A sunnudaginn 10. ágúst veröur stjórnarfundur F.N.S.U. Sam- bands ungra jafnaöarmanna á Noröurlöndum. Eftir helgina munu forystu- menn Alþýöuflokksins og verka- lýöshreyfingarinnar mæta á fund meö ráöstefnufulltrúum. Aiþýöuflokkurinn minnir á, að nú eru síöustu forvöð til þess aö gera skil eða kaupa miða i ferða- happdrætti Alþýðuflokksins, þvi dregið verður á morgun. Vinning- ar eru 20 ferðir til sólarlanda með ferðaskrifstofunni SUNNU. Miða má fá i dag á skrifstofu Alþýðu- flokksins við Hverfisgötu. Of stuttur kærufrestur Skattgreiðandi hringdi til Hornsins og þakkaði fyrir gott blað. Erindi hans var fyrst og fremst aö beina þeirri áskorun til viðkomandi yfirvalda, að fram- lengdur verði kærufrestur vegna álagöra gjalda, þar sem skatt- skráin er nú lögð fram meðan þorri manna er I sumarleyfum út um hvippinn og hvappinn, margir erlendis, og hafi engin tök á að kæra ef þeir sjá ekki seöilinn fyrr en heim kemur. Þá vildi hann kvarta undan þvi aö álagningarseðlar og gjald- heimtuseölar hefðu borist seint og illa. Hann og kona hans telja fram sitt i hvoru lagi. Hún fékk álagningarseðil eftir að búið var aö tilkynna að seðlar ættu að vera komnir I öll hús, en hann fékk engan slikan. Eiginmaðurinn fékk hins vegar gjaldheimtuseðil, en hún engan. Slik smámistök i útburði geta að visu alltaf hent sig og ekki réttlátt að gera mikið veður út af þvi. Hins vegar er sá frestur, sem mönnum gefst til að kæra gjöldin allt of stuttur. Þeir, sem þurfa að leita til lögfræðinga sinna eða endurskoðenda varð- andi framtöl eiga oft á tiðum erfitt með að ná til þeirra á þess- um árstima, og þeir sem annast slikt sjálfir fá seðilinn kannske ekki i hendur fyrr en þeir koma heim úr frii og skammur frestur- inn liðinn. Þessi stutti frestur er máske ekki lögbrot, en lenging hans er réttlætismál. Brddge Falleg vörn Hefur það ekki komið fyrir þig að gefa rangt spil i? Jú, það hefur vist hent flesta spilara. Stundum fá menn annað tækifæri, en þá mega menn ekki hafa látið sér bregða i fyrra sinn- ið. Litum nú á vörn vesturs i spil- inu hér á eftir, Báðir á hættu.- Suður gefur. Norður 9 4 Á 8 5 2 9 6 D G 9 7 3 Vestur 10 2 K G 9 6 4 2 K 4 3 2 10 Austur D g 8 7 D 10 7 G 10 K G 5 4 Suður A K 6 5 3 A D 8 7 5 A 8 2 GEYMSLU HÓLF GtYMSLUHOlf l ÞRFMUH STÆRDUM NY ÞJONUSTA VID VIDSKIPTAVINI I NYBYGGlNGUNNl BANKASTÆTI 7 S.ymiinniihankinn Svikull leigu- bílstjóri? Farþegi i leigubifreið hafði samband við hornið og vildi koma á framfæri kvörtun yfir verðlagn- ingu eins leigubilstjóra hjá Stein- dóri. Hún var að taka bil að kvöldlagi heim til sin, og tók Steindórsbil. Þegar heim var komið spurði hún hve mikið aksturinn kostaði. Hann kostaöi 410 krónur, og hún skrifaði ávisun. Þegar hún var búin að skrifa ávisun upp á 500 krónur, sem hún rétti bflstjóranum spurði hún hvaða númer hann hefði. — Hvað varðar þig um þaö? spurði hann með þjósti. Konan kvaðst alltaf skrifa bil- númerið á ávisanaafritið i heftinu þegar hún greiddi bil með ávisun. Hann sagði að henni kæmi það ekki við og stakk ávisuninni i veskið án þess að gefa til baka. Farþeginn spurði þá hvort hún ætti ekki að fá til baka. Hinn lipri bflstjóri sagði þá að billinn hefði hækkað i 500 krónur meðan hún var að skrifa ávisunina. Númer bilsins er R-1520. Þar sem konan kunni ekki við að þrátta um þetta, en fannst þetta óvenjulegt, þá langar hana til að forráðamenn Steindórs eða bifreiðastjórafélagsins FRAMA svari þvi nú til hvort leigubil- stjórum sé heimilt að gera þetta. Þá má bæta þvi við, að þessi upphæö er mun hærri en hún greiðir venjulega fyrir akstur þessa sömu leið, en venjulega hefur hún borgað um það bil 350 krónur fyrir i hvert sinn. Bíómyndir í sjónvarpið Og enn er það sjónvarpið. Einn, sem ekki vildi láta nafns sins getiðhringdi til okkar til að þakka fyrir batnandi dagskrá, en vildi, ef hann fengi að vera dagskrár- stjóri nokkur kvöld, hafa örlitið meira af góðum gömlum bió- myndum, sem ná svolitið langt fram á kvöldið. Það mætti, að sögn hans, nota gróðann af fó- getamyndinni, eða sparnaðinn viö að gera ekki aðra slika is- lenska mynd, til að borga kostnaöinn af lengri sýningar- tima. Tílkynníngar Sagnir gengu þannig: Suður Vestur Noröur Austur 1 spaði Pass 1 grand Pass 3 tiglar Pass 3 spaðar Pass 4spaðarPass Pass Pass. Billy Eisenberg i vestur spilaði út laufa 10 og gosinn i blindi átti slaginn. Spilað var lágtigli úr blindi, 10, drottning og Eisenberg lét tvist. Fleygði hann nú skökku spili I ógáti? Litum nú á spil vest- urs. Ef hann dræpi drottningu suðurs yrði hann að spila næst út hjarta, tekið á ás I blindum og tapslagnum i laufi fleygt af hendi, tigulniu spilað úr blindi og reynt að gera tigulinn góðan með þvi að trompa þann þriðja. En nú féll gosinn I öðrum slag og nú gat suð- ur unnið sögnina með þvi að taka tvö hæstu trompin og vörnin fengi tvo slagi á tromp og einn á tigul. En vikjum nú aftur að spilinu. Eftir að vestur gaf fyrsta tigul- slag ályktaði sagnhafi að austur ætti tigulkóng, spilaði tigulás og þriöja tigli og trompaði með 4 i blindi. Austur yfirtrompaði með 7, spilaði laufi, sem vestur tók á tromptvist, spilaði tigulkóngi og aftur yfirtrompaði austur spaða- niu, spilaði laufi og vestur fékk fjórða slaginn á spaðatiu. Einn niður. Hafði nú vestur fleygt tigul- tvisti i gáleysi? Ef svo var, lét hann sér hvergi bregða og sagn- hafi dró sina skökku ályktun. Annars hefði hann ekki átt i nein- um vanda. Húsverndarsýningin vel sótt. Fréttatilkynning frá Norræna húsinu. Sýningin „Húsvernd”, sem sett hefur verið upp i sýningarsölum Norræan hússins i tilefni húsfrið-® unarárs Evrópu 1975 var mjög vel sótt um verslunarmannahelgina. Sýningin er opin frá 12—19 nema fimmtudaga, en þá er hún opin til kl. 22. Fimmtudagskvöldið 7. ágúst verður sýnd samfelld röð litskuggamynda, sem Gunnar Hannesson hefur tekið af ýmsum húsum og hverfum i Reykjavik. Þetta fimmtudagskvöld er „opið hús” i Norræna húsinu, og verður þá sýning á dansatriðum Unnar Guðjónsdóttur, „draugarnir dansa”, sem sýnd hafa verið áður við mikla aðsókn. Kvikmynd Ósvaldar Knútsens um Horn- strandir verður einnig sýnd. Eins og venja er þessi fimmtudags- kvöld verður bókasafnið opið, þó ekki til útlána, kaffistofan er að sjálfsögðu opin allt kvöldið. Bókasöfn og bókabíllinn. HOFSVALLASAFN, Hofsvallagötu 16. Opið mánudag til föstudaga kl. 16—19 Hofsvallasafn tekur til starfa aftur 5. ágúst og einnig bóka- bilarnir. Viökomustaöir bókabilanna simi 36270. ARBÆJARHVERFI Hraunbær 162 mánud. kl. 3.30— 5.00. Versl. Hraunbæ 102 þriðjud. kl. 7.00—9.00. Versl. Rofabæ 7—9 mánud. kl. 1.30— 30.00. þriðjud. kl. 4.00—6.00. BREIÐHOLT Breiðholtsskóli mánud. kl. 7.15—9.00, fimmtud. kl. 4.00—6.00, föstud. kl. 1.30—3.00. Hólahverfi fimmtud. kl. 1.30— 3.30. Versl. Straumnes fimmtud. kl. 7.00—9.00. Verslanir við Völvufell þriðjud. kl. 1.30—3.15 föstud. kl. 3.30—5.00. HAALEITISHVERFI Alftamýrarskóli fimmtud. kl. 1.30— 3.00. Austurver, Háaleitisbraut, mánud. kl. 3.00—4 Miðbær, Háaleitisbraut, mánud. LESENDAÞJONUSTAN FLOKKAÐAR SMÁAUGLÝSINGAR Alþýöublaðiö hefur á- veðiö aö veita lesendum ínum ÓKEYPIS SMÁ- lUGLÝSINGAÞJóN- ISTU. Hafir þú eitthvað ö selja — húsbúnað, heim- istæki o.s.frv. — eöa van- agi þig um smáræði ringdu þá í síma 14906 riílli kl. 1 og 2 e.h. og viö riunum birta fyrir þig ör- stutta auglýsingu í þessum dálki þér aö kostnaðar- lausu. Gluggarammar með heilu gleri, hæð 1.22 sm. breidd 57 sm. 10 stk. til sölu. Upplýsingar i sima 17670. íbúð óskast Reglusöm námsstúlka utan af landi óskar eftir litilli ibúð eða herbergi með aðgangi að eldhúsi. Upplýsingar i sima 13493 eftir klukkan 5 á daginn. Ungan liúsasmiðanema vantar tveggja til þriggja her- bergja ibúð fyrir sig og unnustuna sem allra fyrst. Reglusemi heitið. Upplýsingar i sima: 27894 á kvöldin. kl. 4.30—6.15, miðvikud. kl. 1.30— 3.30, föstud. kl. 5.45—7.00. HOLT — HLtÐAR Háteigsvegur 2 þriðjud. kl. 1.30— 3.00. Stakkahlið 17 mánud. kl. 1.30— 2.30. miðvikud. kl. 7.00—9.00. Æfingaskóli Kennaraskólans miðvikud. kl. 4.15—6.00. LAUGARAS Versl. Norðurbrún þriðjud. kl. 5.00—6.30, föstud. kl. 1.30—2.30. LAUGARNESIIVERFI Dalbraut/Kleppsv. þriðjud. kl. 7.15—9.00. Laugalækur/Hrisat. föstud. kl. 3.00—5.00. SUND Kleppsv. 152 við Holtaveg föstud. kl. 5.30—7.00. TÚN Hátún 10 þriðjud. kl. 3.30—4.30. VESTURBÆR KR-heimilið mánud. kl. 5.30—6.30, fimmtud. kl. 7.15—9.00. Skerjaf jörður — Einarsnes fimmtud. kl. 3.45—4.30. Versl. Hjarðarhaga 47 mánud. kl. 7.15—9.00, fimmtud. kl. 5.00—6.30. I ALFNAÐ ER VERK ÞÁ HAFIÐ ER & SAMVINNUBANKINN Askriftarsími Aiþýðublaösins er 14-900 Viljir þú hræra hjarta þinnar heittelskuðu, er ÍEsiúúcbowu) Balfína electronic hrærivélin til þess kjörin □ hrærir þeytir hnoðar hakkar mótar sneiðir rifur malar blandar hristir kurlar skilur vindur pressar skrælir 400 watta mótor tryggir nægilegt afl. Stiglaus elektrónisk hraðastilling býður frjálst hraðaval og óskert afl f hæga- gangi. 4 litra stálskál og tvöfalt hringdrif. Beinar tenging- ar allra tækja við eitthvert 3ja innbyggðra drifa. Rafsnúr- an er hulin, dregst inn i vélina. TVTVT Q * ú TS-r*. Tm FYRSTA FLOKKS FRA FÖNIX HATÚNl 6A, StMI 24420 Fimmtudagur 7. ágúst 1975 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.