Alþýðublaðið - 06.09.1975, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.09.1975, Blaðsíða 2
Rödd jafnaðarstefnunnar Hneykslismál Það vakti mikla hneykslun manna, þegar fréttist, að borgarstjórnarmeirihlutinn i Reykjavik hefði úthlutað byggingafyrirtækinu Ármannsfelli lóð á svæði, sem skipulagt hafði verið sem ,,grænt svæði” — og þegar það fylgdi jafnframt fréttunum, að lóð þessi hefði aldrei verið auglýst laus til umsóknar og engum þvi verið gefinn kostur á að sækja um hana. Það var borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, Björgvin Guð- mundsson, sem fyrstur manna gerði uppskátt um þetta undarlega athæfi borgarstjórnar- meirihlutans og gagnrýndi það harðlega á borgarráðsfundi. Allt frá þvi þessar fregnir bárust hafa verið á kreiki i borginni ýmsar sög- ur um viðskipti borgarstjórnarmeirihlutans við umrætt byggingafyrirtæki og að ýmislegt varð- andi málið þyldi ekki dagsins ljós. 1 fréttum Alþýðublaðsins i gær var frá þvi skýrt, að á fundi borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, sem haldinn var i fyrradag, hafi mál þetta veri tekið til umræðu og þá m.a. rætt á þeim grundvelli, að með úthlutuninni hafi borgarstjórnarmeirihlutinn að vera að þakka fyrir ákveðinn greiða. Segir i fréttum Alþýðu- blaðsins, að fjármál flokksins hafi verið nefnd i þvi sambandi og að fundurinn hafi verið mjög hvass og harður. Nýtt hneykslismál virðist þvi vera komið upp varðandi lóðamál borgarstjórnarmeirihlutans — mjög alvarlegt hneykslismál, sem ótvirætt varðar við hegningarlög séu fréttir Alþýðu- blaðsins á rökum reistar. Full ástæða er til að gagnger rannsókn fari fram á máli þessu og eins og um hnútana er búið hlýtur meira en að koma til álita fyrir embætti rikissaksóknara að hefja að eigin frumkvæði rannsókn á málinu jafnvel þótt ekki bætist við fleiri upplýsingar um það, en þegar eru fram komnar. Uppvakningar Ekki verður annað sagt, en að deilur íeiðara- höfunda dagblaðanna taki oft á sig kynlegar myndir. Ritdeilur Þórarins Þórarinssonar, leiðarahöfundar Timans, og Magnúsar Kjartanssonar, ieiöarahöfundar Þjóðviljans, eru gott dæmi um þetta. Einhvern tima snemma i sumar hófust þær með þvi, að Magnús skammaði Framsóknarflokkinn fyrir einhverja stjórnarathöfn. Þórarinn svaraði i Timanum með þvi að rekja, hvað flokkur Magnúsar hefði gert i fyrra. Magnús svaraði aftur með þvi að minna á, hvað flokkur Þórarins hefði gert i hitteðfyrra. Siðast, þegar fréttist, var Þórarinn kominn aftur til ársins 1924. Allar rökræðurnar hafa sem sé snúist um liðna tið, þótt vandamál- in, sem við er að etja, séu mál liðandi stundar. Ósköp eru nú svona deilur tilgangslitlar og út i hött. Almenningur spyr hvernig eigi að mæta þeim vandamálum, sem þjóðin á nú við að etja. Og svarið, sem fólkið fær hjá tveimur af helstu stjórnmálaforingjum landsins er hörkurifrildi, sem er nú farið að teygja sig aftur til ársins 1924! Er furða þótt hinn almenna kjósanda setii hljóðan og spyrji hvort þetta sé virkilega allt og sumt, sem þessir ,,þjóðskörungar” hafi að segja? Við Hjört Krist- mundsson fyrr- um skólastjóra „Fyrst langar mig til að spyrja þig, Hjörtur, hvar þú sást dagsins ljós fyrst og eitthvað meira þar um”. ,,Ég er fæddur á Laugalandi i Nauteyrarhreppi i Norður-Isa- fjarðarsýslu. Var tekinn strax i fóstur. Þar var að verki Kristján Ólafsson, mér óskyldur en var raunar fóstri móður minnar. Svo stóð á, að foreldrar minir voru að slita samvistum og móðir min flutti með þrjú börn suður i Saur- bæ i Dalasýslu. Kristján fóstri minn var ekkjumaður og bjó með ráðskonu. Þarna var ég fyrstu 7 æviárin og fósturforeldrarnir eru mér ekki siður hjartfólgnir en hinirraunverulegu foreldrar. Það vareiginlega fyrsta áfallið, þegar þau létust með skömmu milli- bili”. ,,Hvað tók þá við?” „Eiginlega hefði ekki annað átt að taka við en sveitarframfæri og þá suður i Saurbæ. En Hallur bóndi og oddviti á Rauðamýri tók mig til sin og i raunverulegt fóst- ur, þ.e. meðgjafarlaust. Ég var nú reyndar ekki sá eini, sem naut umönnunar þess mikla ágætis- manns. Hann ól upp alls 10 börn, flest sér óskyld, auk sinna eigin auðvitað. Þar var ég til heimilis næstu fjórtán árin og reyndar kenndi mig við Rauðamýri löng- um, geri raunar enn”. „Var þetta hart uppeldi?” „Nei, en það var siður, að halda fólki að vinnu, bæði börnum og fullorðnum. Fóstri minn var um- svifamaður ibúskap og ætið voru nægileg verkefni, bæði á landi og við sjó. Þetta var útvegsbænda- sveit og sjávargagn vel stundað. Steinbitsveiðar voru miklar á vorin”. '■'|s „Grundtvig var sagður hafa ætlað að kristna dönsku þjóðina. Það mistókst honum, en tókst að gera kristindóminn danskan, sögðu Danir!" ,,Það er sagt, að maðurinn sé öðrum þræði það, sem hann borð- ar. Fannst þér fólkið draga nokk- urt dám af þeim fiski?” „Ekki varð ég var við. það. Að- eins að hann var mikil björg i bú og þarna var aldrei sultur. Máske voru sumir orðnir tæpt staddir á vorin, þegar hann barst, einnig með fóður, en þessi mikla vor- veiði kom þá til hjálpar. önnur á- hrif steinbitsins á fólkið varð ég ekki var við. En til bar það, að hann ruglaði kýrnar i' riminu”. „Hvernig?” „Þegar mikið aflaðist og fóður var knappt, var það siður að sjóða hánn og þá i stórum siáturpouUíii og kasta að lokum mjöli út á. Væri kúnum gefið þetta ógæti- lega, gat komið „veiðibragð” af mjólkinni og þá þótti hún ekki mannamatur”. „Hvenær hleyptir þú svo heim- draganum?” „Þá var ég nitján ára. Fór á iþróttanámskeið til Rvikur og var þar i átta mánuði. Þar hefi ég bréf uppá. Siðan kenndi ég sund i Reykjanesi tvö vor, en var heima við störf þess á milli. Tuttugu og eins árs fór ég svo á Alþýðuskól- ann á Eiðum, þar sem ég var við nám tvo vetur. Um sumarið milli þessara vetra kenndi ég sund á Norðfirði. „I gamla torfpollinum?” „Já. Ingi T. Lárusson, sem þar var þá póst-og simstjóri gaf hon- um dálitið skemmtilegt nafn, kallaði hann „Chokoladedamm- en!” Það var reyndar réttnefni. En þrátt fyrir þetta náðu ýmsir umtalsverðum árangri i sund- iþróttinni. ,,Og hvert lá svo leiðin?” „Nú lá leiðin út yfir poliinn. Ég var einn vetur i lýðháskólanum i Ask ov ”. „Var gott þar að vera?” „Já. Lýðháskólann i Askov þekkja margir Islendingar af dvöl þar. Kennslan fór fram i fyrirlestrum og þar að auki i námshópum, sem menn gátu rit- að sig inn i, en það var ekki skylda. Þar fór kennsla fram á hefðbundinn hátt. Þar var af- burðagott bókasafn, sem menn gátu hagnýtt sér að vild. Danir voru nefnilega einu sinni stór- veldi og heimsbókmenntirnar voru þýddar á þeirra tungu”. ,,Nú voru lýðháskólarnir stofn- aðir að undirlagi Grundtvigs. Var trúmálum fast haldið að nem- endum?” „Nei. En einti sin.ni minntist einn kennari á, að viðkunnanlegt væri, að menn sæktu kirkju. Það gerði hann aldrei aftur. Annars var í gangi brandari um Grundt- vig. Danir sögðu, að Grundtvig hefði ætlað að kristna dönsku þjóðina, hefði mistekist það, en hinsvegar áorkað þvi að gera kristindóminn danskan! Lýðhá- skólahreyfingin i Danmörku er hinsvegar sterk. Og við skulum ekki gleyma hennar þætti i að handritunum var skilað. Hann er ósmár. Skólinn i Askov lét kenn- urum af og til i té ársleyfi með fullum launum, e.t.v. lika ferða- styrk. Siðan áttu þeir að halda fyrirlestra um viðfangsefni sitt. Þar nutu nemendur mikils góðs af, þvi þeir fóru viða og sáu margt. Vel getur verið, að ýmsir hafi nú verið glámskyggnir á sitt- hvað sem fyrir augun bar. En yfirleitt voru þetta glöggir og greinagóðir menn”. „Var þekking á tslandi nokkur að ráði?” „Hjá sumum, já. En mér dám- aði nú samt ekki, þegar einn hélt þvi blákalt fram i bókmennta- fyririestri, að Snorri Sturluson hefði verið dansk-norskur! Þessu andæfði ég hressilega samstundis og varð nokkurt fjaðrafok. En ég held, að kennarinn hafi ekki al- mennilega treyst sér til að standa á fullyrðingunni og málið féll nið- ur. Askov er annars i minum huga gagnmerk stofnun, sem mér finnst meira til um með vaxandi aldri og segjum þroska. Um þetta kom okkur Jónasi frá Hriflu sam- an i löngum og nokkuð tiðum við- ræðum, þegar skólann bar á góma”. „Og svo fórstu i kennaraskól- ann hér heima. Hafðir þú áhuga á kennslu?” „Ég er nú ekki viss um, hvað fyrir mér hefur vakað, nema það hafi verið kreppuráðstöfun, að hafa eitthvað fleiri strengi á bog- anum en orðið var. Hinsvegar fékk ég kost á kennslu hér i Rvik nýútskrifaður. Ég var svo i Laug- arnesskóla i 20 ár, þar til ég tók við stjórn Breiðagerðisskóla, þar sem ég var i 18 ár”. „En þú hættir áður en aldurinn kastaði þér á dyr”. „Já, litlu fyrr. Ég held að það hafi verið rétt ráðstöfun. Spurn- ing, hvort ýmsum hættir ekki tii að þreyta starfið of lengi. Það er stundum erfitt að samlaga sig nýjungum svo vel fari”. „Hvað hefurðu nú fyrir stafni?” „Ekki nokkurn skapaðan hlut. Þegar ég hætti við skólann upp- götvaði ég fyrst, hvað ég er latur. Ég hafði bara ekki tima til þess fyrr. Það var alltaf nóg að starfa frá blautri bernsku”. „Heyrðu, þú hefur gefið út ljóðabók. Yrkirðu ekki enn i grið og erg?” „Nú, rétt einn enn, sem gengur með þá meinloku. Nei, ljóðabók hefi ég aldrei gefið út og geri ekki. Svo mikla kurteisi vil ég sýna Framhald á bls. 6 Alþýöublaöið Laugardagur 6. september 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.