Alþýðublaðið - 06.09.1975, Side 3

Alþýðublaðið - 06.09.1975, Side 3
„Ef opinber starfsmaður... lætur lofa gjöfum ... fangelsi allt að sex árum... Harkalegt orðaskak á flokksstjórnartundi Sjálfstæðisflokksins: Greiddi Ármannsfell flokknum undir borðið? ri - 1 r KASTLJOS Ef það er rétt, að bygginga- fyrirtækið Ármannsfell hafi fengið byggingalóð í Reykjavík i skiptum fyrir fjárframlag til Sjálfstæðisflokksins, þá er um alvarlegt lagabrot að ræða. Erf- itt verður að fá úr því skorið nema þeir aðilar, sem Alþýðu- blaðið hefur traustar heimildir fyrir að haf i látið þau orð falla á fundi borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins að þeim væri um það kunnugt, fáist til þess að standa opinberlega við þau orð sín. Geri þeir það er þvi sem næst vist, að opinber rannsókn verði látin fara fram á málinu. Geri þeir það ekki bendir hins vegar ýmislegt til þess, að opinberir aðil- ar, þá fyrst og fremst embætti rikissak- sóknara telji sig ekki hafa nægilega traustar heimildir til þess að taka málið til opinberrar rannsóknar. Samkvæmt landslögum hefur embætti rikissaksóknara heimild til þess að hefja að eigin frumkvæði opinbera rannsókn á málum er varða misferli eða misbeitingu valds af hálfu opinberra aðila, en blaðinu er ekki kunnugt um, að þvi ákvæði hafi nokkru sinni verið beitt — a.m.k. ekki i þvi tilfelli, að aðeins hafi legið fyrir blaða- fregnir um hugsanlegt misferli af sliku tagi. Hins vegar hafa fregnir blaða oft orðið upphaf að slikri rannsókn, en þá hef- ur þurft fleiri atriði til svo rannsókn hafi hafist. Er venjan sú, að rikissaksóknari fái tilmæli um opinbera rannsókn frá við- komandi stjórnvaldi eða opinbera kæru, til þess að rannsókn sé hafin á málum af þessu tagi. Sá möguleiki er einnig til samkvæmt á- kvæðum stjórnarskrár, að sérstakar þingmannanefndir taki mál um meint misferli opinberra aðila til rannsóknar. Þetta er mjög tiðkað i ýmsum nágranna- löndum, en hefur aldrei gerst hér, utan einu sinni. t sambandi við slika rannsókn er ýmislegt óljóst — t.d. hver sé skylda manna til þess að mæta hjá slikri rann- sóknarnefnd og hver sé skylda þeirra til þess að skýra rétt og satt frá málavöxt- um. En hver eru refsiákvæðin við þvi, ef sannast, að opinber aðili hafi tekið fé fyrir „greiðasemi” við aðila — einstakling eða fyrirtæki. Ef t.d. ráðherra þiggur fé fyrir að skipa mann i stöðu hjá rikinu — nú eða ef borgarfulltrúi eða stjórnmálaflokkur úthlutar byggingarlóð til fyrirtækis i skiptum fyrir fjárframlag i sjóði flokks- ins? Alþýðublaðinu er ekki kunnugt um, að dómur hafi fallið i sliku máli á íslandi. Hins vegar mun slikt athæfi varða við 128. grein hegningarlaganna, en hún hljóðar svo: „Ef opinbcr starfsmaður heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrurn ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, i sambandi við framkvæmd starfa sins, þá skal hann sæta varðhaidi eða fangelsi allt að sex árum. eða sektum, ef málsbætur eru.” Þetta eru hin almennu refsiákvæði, sem gilda i umræddum tilvikum og mun orðiö „opinber starsmaður” i lagagreininni ekki aðeins ná til embættismanna rikisins og sveitarfélaga, heldur einnig þeirra, sem kosnir eru opinberri kosningu til Al- þingis eða sveitarstjórnar. Þessa grein hegningarlaganna má sem sé nefna „hina almennu mútugrein”. En það eru ekki aðeins almenn ákvæði hegningarlaga, sem taka til brota af þessu tagi. Almenningsálitið hefur ekki siður sitt að segja — hversu sterk sið- gæðisvitund rikir meðal viðkomandi þjóð- ar varðandi mál af þessu tagi. Viða i ná- grannalöndunum eru mjög strangar kröf- ur gerðar til manna i opinberum stöðum hvað almennt siðgæði varðar. Til dæmis eru ekki nema nokkur ár frá þvi að borg- arstjórnar- og borgarráðsmaður i Kaup- mannahöfn varð uppvis að þvi að stinga á sig einni flösku af áfengi i opinberri veislu og var maðurinn undir áhrifum þegar hann gerði það. Saga þessi komst i blöðin og var mikið úr henni gert. Varð maður- inn að segja af sér borgarstjórnarstörfum sinum — fyrir að hafa látið freistast af einni whisky-flösku. Hins vegar liggur enn óljóst fyrir, hver verða muni niðurstaða Armannsfells- málsins svonefnda. Það er undir þvi kom- ið, hvort menn vilja opinberlega standa við þau orð, sem mjög öruggar heimildir herma, að þeir hafi látið falla á „lokuð- um” fundum. Eins og málið er i pottinn búið þykir Alþýðublaðinu þó i fyllsta máta eðlilegt, að opinber rannsókn af einhverju tagi verði látin fara fram á málavöxtum til þess að upplýsa, hvað sé rétt og hvað ekki rétt. Megintilgangur blaðsins er að reyna að fá sannleikann fram i þessu und- arlega máli — og sá er án efa einnig vilji almennings. €> f réttabráðuri n Dagsími til kl. 20: 81866 Kvöldsími 81976 Sjö sóttu um — sá réttmdaminnsti vaKnn Skipað hefur verið i þrjár stöð- ur fræðslustjóra. Kristján Ingólfsson varð einn umsækjandi um Austurlandsumdæmi eftir að Guðmundur Magnússon skóla- stjóri dró umsókn sina til baka, og var hann skipaður. 1 Suðurlands- umdæmi hlutu tveir umsækjenda atkvæði fræðsluráðs, Jón R. Hjálmarsson, skólastjóri Skóga- skóla hlaut þrjú atkvæði og var skipaður, en Sigurður K. G. Sigurðsson hlaut tvö. Hafði ráð- herra úr tveim flokksbræðrum sinum að velja. í Vesturlandsumdæmi gerðist það skrýtna, að umsækjandi, sem ekki er vitað til að hafi full rétt- indi til starfsins, Snorri Þor- steinsson, hlaut öll sjö atkvæði fræðsluráðsmanna, og var skipaður. Hinir, eða a.m.k. fimm af sjö umsækjendum, hafa hinsvegar sin plögg i lagi. Blaðið leitaði um- sagnar formanns Kennarasam- taka Vesturlands, Sigurðar Guð- mundssonar, skólastjóra á Leirá um viðhorf Kennarasamtakanna til embættisveitingar fræðslu- stjóraembættisins. Honum fórust svo orð: „Við leggjum auðvitað höfuðáherslu á, að verðandi fræðslustjóri hafi full réttindi til starfsins. Þetta er sagt án fordóma i garð eins eða neins. 1 lögum eru skýr fyrirmæli um þessa hluti, og fyrirfram er okkur fjarri skapi, að þau væru snið- gengin, enda trúum við þvi ekki, fyrr en annað kæmi i ljós.” 1 blöðunum i dag auglýsir svo menntamálaráðuneytið enn tvær stöður fræðslustjóra lausar til umsóknar, þ.e. i Norðurlands umdæmum eystra og vestra. Er umsóknarfrestur til 1. október n.k. Kyndiklefar húsa víða ákjósanlegasti eldmatnr Við athuganir þátttakenda á námskeiðum þeim i meðferð og viðgerðum kynditækja, sem hald- in hafa verið að undanförnu á vegum Samb. Isl. sveitarfélaga ofl. hefur komið i ljós að viðast hvar er útbúnaði og umhirðu i kyndiklefum mjög ábotavant. í öllum tilfellum hefur eitthvað verið sem úrbóta þurfti við. Frágangur kringum kynditæk- in er i mörgum tilfellum mjög bágur. Kyndiklefar húsa eru af hirðulausum eigendum notaðir sem geymslur fyrir alls konar dót sem er hinn ákjósanlegasti eld- matur, svo sem gömul húsgögn, bækur og blöð og fleira eldfimra efna. Rafmagnsbúnaði kyndi- klefa virðist mjög viða ábótavant og sumstaðar er hann i hættulegu ástandi. Þá er aðflutningur iofts i kyndilefa viða ónógur, en oliu- kynditæki þurfa semoe húseig- endur eiga að vita, mikið loft. Það er ekki nóg að loftstreymi til tækjanna sé gegnum skráargöt á hurðum eða gegnum gisna glugga, eins og sumstaðar má sjá. Á það skal bent, að fái oliu- kynditæki ekki nægjanlegt loft fara tækin að „reykja” sem kallað er, óbrennd olia getur safnast fyrir og hætta er á sprengingu. Varðandi afleiðingar ketilsprengingar i húsum nægir aö minna á sprenginguna sem varð I fbúðarhúsi á Akureyri I fyrravetur. Á það skal bent, að samkv. upplýsingum frá Brunamála- stofnun rikisins stöfuðu 40% elds- voða á þeim svæðum landsins sem olia er notuð til kyndingar húsa af ófullnægjandi frágangi kynditækja og þeim búnaði sem þeim fylgir. Alþýðublaðið spurði lögregl- una hver fylgdist með þvi að lokið væri hálfköruðum fram- kvæmdum af þessu tagi. Þvi var til svarað að lögregian reyndi i lengstu lög að reka á eftir þvi að gengið væri á öruggan hátt frá svæðum, þar sem unnið væri aö breytingum eða nýsmiði, en það væri á ábyrgð verktaka ef slys eða óhöpp yrðu. B ar naleikvöllur á umferðareyju Barnaleikvöllur á miðri um- ferðareyju við fjölfarna götu er siður en svo ákjósanlegt leik- svæði — en þvi miður er algengt að borgarbúar sjái slik leik- svæði, sem eru i raun slysa- gildra af verstu tegund. Ein slik gildra er sandbingur á miðri umferðareyju við Hringbraut á móts við Meistaravelli og hefur Alþýðu- blaöinu verið bcnt á að þarna sjáist iðulega smábörn að leik innan um ys og þys hraðrar og þungrar umferðar. Sandbingir sem þessir, sem standa um lengri tima veröa fljótt i augum óvitanna ákjósan- legir leikstaðir og draga að sér börnin, sem enga grein gera sér fyrir hættunni. Við mynduðum þennan bing i gær þar sem börn voru að leik — og brugðum okk- ur cnnfremur inn að gatnamót- um Skeiðavogs og Suðurlands- brautar þar sem gatnafram- kvæmdir hafa dregist von úr viti. Þar eru opnir skurðir sem þrengja akstursleiðir. HKiíl Kannar launahlut- föll og tekjuþróun Norræna Verkalýðssam- bandið, sem aðild eiga að öll helstu launþegasamtök á Norðurlöndum, lætur nú um þessar mundir vinna að gerð umfangsmikillar skýrslu um launahlutföll og þróun tekju- skiptingar á Norðurlöndum. Skýrsla þessi mun ná yfir timabilið frá 1963 til dagsins i dag. Það er Ásmundur Stefánsson hagfræðingur Al- þýðusambands tslands sem vinnur hluta islands i þessari skýrs lu. Laugardagur 6. september 1975. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.