Alþýðublaðið - 04.10.1975, Síða 2
Rödd jafnaðarstefnunnar
Hittumst
áKili
Með fréttaflutningi Alþýðublaðsins og ann-
arra blaða af Ármannsfellsmálinu var likt og
fyrirband brysti af troðnum hærusekk. Þá blasti
við augum manna ýmislegt, sem ekki þoldi
dagsljósið. Menn spurðu, hvað meira væri fólgið
i pokanum. Þau svör munu ekki reynast auð-
fengin.
Eftir mesta uppnámið vegna uppljóstrananna
var liðið hjá var skipulega hafist handa um að
loka opinu á þeim ljósþétta hærusekk, þar sem
Armannsfellsmálið og önnur áþekk eru fólgin.
Kappmellu var brugðið utan um opið og farið að
herða að. Eitt fyrirband verður ekki látið duga:
Stöðvuð hefur verið rannsókn sú, sem borgar-
stjórn hafði samþykkt að láta fram fara á mál-
inu. Ekki á að taka þá áhættu að skyggnst verði
undir Ármannsfellsmálið i pokanum. Viður-
kennt var, að rétt væri, að Ármannsfell hefði
goldið 1 milljón króna til byggingar Sjálfstæðis-
hússins og að formaður bygginganefndar hefði
svo haft frumkvæði um að útvega fyrirtækinu
lóð, sem þvi hafði áður verið neitað um — en
þess jafnframt krafist, að færðar yrðu sönnur á
tengslin þarna á milli. Saksóknara var ritað
bréf, þar sem i raun eru reynt að fyrirskipa
dómsvaldinu hvað rannsaka skuli, og hvað ekki.
Felld var tillaga um, að byggingaleyfið til Ár-
mannsfells yrði afturkallað meðan á rannsókn
málsins stæði. Tillögu var visað frá um, að lóða-
mál borgarinnar yrðu eftirleiðis afgreidd fyrir
opnum tjöldum. Að sögn dagblaðsins Visis
endaði svo Albert Guðmundsson ræðu sina á
fundi borgarstjórnar Reykjavikur i fyrrakvöld
með þessum orðum: ,,Ég hlakka til að hitta
ykkur i sakadómi, piltar”! Verið er að loka op-
inu á hærusekk ihaldsins. Albert Guðmundsson
hlakkar til þess að mæta með hann á bakinu
frammi fyrir dómstólum landsins.
Og til hvers hlakka þeir menn, sem þegið hafa
fjárgjöf af fyrirtæki og siðan notað aðstöðu sina
til þess að tryggja gefandanum opinbera fyrir-
greiðslu? Þeir hlakka til þess að horfast i augu
við almenning i landinu, þegar sakadómur
hvitþvær þá af þvi, að nokkur tengsl séu á milli
fjárgjafarinnar og fyrirgreiðslunnar vegna
þess, að ekki sé hægt að sanna það. Þeir hlakka
til þess að standa augliti til auglitis við þá, sem
hafa talið Ármannsfellsmálið bæði ósiðlegt og
vitavert, þegar dómstólamir á tslandi fella
þann úrskurð, að mönnum i opinberum
trúnaðarstöðum sé óhætt að taka við fjárgjöfum
og veita gefendunum siðan sérstaka fyrir-
greiðslu ef þeir aðeins gæta þess, að ekki sé
hægt að sanna nein tengsl þar á milli. Eftir
slikan úrskurð gæti það orðið refsivert athæfi
fyrir blöð að ræða mál eins og Ármannsfells-
málið eins og það hefur verið rætt. Það er þetta,
sem mennirnir með hærusekkina eiga við, þeg-
ar þeir segja: ,,Við hlökkum til þess að hitta
ykkur i sakadómi, piltar”!
Það má vel vera, að til nokkurs sé fyrir þá að
hlakka. Það má vel vera, að islenskt réttarfar
hafi harðfrosna réttlætiskennd og að beisklegur
aldurtili biði almenns siðgæðis þjóðarinnar eins
og Reynisstaðabræðra á Kili forðum tið. Það má
vel vera, að sakadómsrannsóknina á Ármanns-
fellsmálinu megi botna með sömu orðum og Jón
prófessor Helgason endaði visu sina um örlög
Reynistaðabræðra i „Áföngum”:
„skuggar lyftast og liða um hjarn/likt eins og
mynd á þili,/hleypur svo einn með hæru-
sekk,/hverfur i dimmu gili.”
Stundum finnst mér
tilfinnanlegt á gamals
aldri, að geta ekki
sýnt lit á að höggva
í þakkarskuld við
góða menn
Við Aðalstein
Eiríksson, fv.
skólastjóra og
forstöðumann
skólafjármála
„Hvar ertu fæddur, Aðal-
steinn?”
„t Krossavik við Þistilfjörð.”
„Og alinn þar upp?”
„Nei, aðeins um skamma hrið.
Foreldrar minir fluttu til Þórs-
hafnar, og þar átti ég heima til 11
ára aldurs, en fór þá i sumardvöl
að Holti i Þistilfirði, til Kristjáns
bónda Þórarinssonar. Sú dvöl
lengdist, og ég ilengdist þar, hefi
raunar ætið kallað Kristján fóstra
minn, og það var gott fóstur.”
„Hvernig var efnahagur og
sveitarbragur i Þistilfirði i þinum
uppvexti?”
Yfirleitt mátti segja, að fátækt
væri almenn, þó ekki skortur.
Fólk las mikið og söngur var tals-
vert iðkaður. Yfirleitt var þess
gætt, að vinnutimi væri reglu-
bundinn eftir öllum föngum,
þannig, að heimilisfólkinu gæfist
kostur á að njóta samvista utan
sifellds erils einhverra. Tóm-
stundir voru oftast einhverjar,
sem fólk gat notið sameiginlega,
hlýtt á upplestur, tekið lag, eða
dregið i spil. Þetta voru kvöld-
vökur i þjóðlegum stil. Ung-
mennafélag var starfandi og hélt
oftast tvær skemmtanir árlega,
auk funda. Þá þóttu kirkjuferöir
sjálfsagðar öðru hvoru.”
„Voru menn trúaðir þar á þeim
tima?”
„Já.yfirleitt. En það var engin
kreddufesta, né áberandi hjátrú,
meira bar á virðingu fyrir guðs-
orði eins og þaö er túlkað i bibli
unni en útleggingu einstakra
presta eða hugvekjuhöfunda, sem
þó var enganveginn vanmetið.
Um sjálfan mig get ég sagt, að ég
var frá þvi ég man eftir „religi-
öst” sinnaður. Það mun ég hafa
drukkið inn með móðurmjólkinni.
Móðir min var mikil og einlæg
trúkona.”
„Eru einhverjir, sem þér eru
sérstaklega minnisstæðir af ibú-
um sveitarinnar?”
„Já,ekkiget ég neitað þvi. Ég á
ágætar minningar um marga,
reyndar velflesta. Það er erfitt aö
draga slikt i dilka. Þó vildi ég
nefna Jón i Garði. Hann var ágætt
skáld og orðheppinn ræðumaður,
sr. Pál Hjaltalin Jónsson á Sval-
barði og Hjört á Álandi, föður sr.
Hermanns, siðar skólastjóra á
Laugum auk heimilisfólksins i
Holti og Laxárdal. Annars ef ég
lit yfir hópinn og ber hann saman
við kynni min siðar af ólki úr öðr-
um sveitum, held ég að hlutur
Þistilfjarðar hafi verið mjög góð-
ur.”
„Svo fórstu i skóla?”
„Já. Ég var tvö ár á Eiðum.
Asmundur Guðmundsson, siöar
biskup, var skólastjóri þar þá.”
„Hvernig samdi ykkur?”
„Okkur samdi vel, og ég hefi æ-
tiö metið Ásmund mikils og þau
hjón bæði. Reyndar hófst nú aðal-
kynningin með áminningu, sem
ég fékk fyrir smástriðni viö einn
skólafélaga. Hann var ekki við al-
þýðuskap og þoldi mig vist illa og
kvartaði.”
„Var það hörð áminning?”
„Nei, en hún var föðurleg, og
lauk með þvi, að hann spurði,
hvort ég gæti ekki stillt mig um að
striða drengnum, og þegar ég
svaraði þvi til, aö ég væri afar
hræddur um að það gæti ég ekki,
fór alvaran af. Ásmundur var
annars einstaklega gamansamur
i þröngum hóp og hann skemmti
sér vel að gamansemi Arna
frænda sins Þórarinssonar.”
„Nú og svo lá leiðin áfram?”
„Já,i Kennaraskólann og siðan
út yfir pollinn, til Noregs á skóla r
Björgvin og sumarnámskeið
Kennaraháskólans i Þrándheimi,
sem reyndar var haldið i Staf-
angri.”
„Var gott að vera meðal Norð-
manna?”
„Já,'einstaklega. Mér fannst
Norðmennirnir vilja bera Islend-
inginn á höndum sér. Þar kynnt-
ist ég Olav Gullvág ritstjóra, ein-
um eftirminnilegasta manni, sem
mér hefur auðnast að þekkja,
Lars Sör&s, tónskáldi og siðast en
ekki sizt Guttorm Vatndal, sem
var forstöðumaður við Bergens
Guttehjem. Þetta var hæli fyrir
munaðarleysingja og drengi, sem
höfðu lent á villigötur. Stjórn
hans á hælinu var hrein fyrir-
mynd, enda var hann ákaflega
sterkur persónuleiki. Hann sam-
einaði strangan aga og einstaka
góðvild, eiginlega kærleiksrika
umönnun. Hann kom mörgum til
manns. Allra þessara manna
minnist ég með söknuði, vegna
þess að samfundum sleit svo
fljótt, hefði viljað hitta þá aftur.”
„Attu við hinumegin?”
„Já hvort sem væri, hérna, eða
hinumegin, en þess er nú ekki
kostur lengur hérna megin graf-
ar. Stundum finnst mér tilfinnan-
legt á gamals aldri, að geta ekki
sýnt lit á að höggva i þakkarskuld
við þá og aðra góða menn.”
„Og svo tók starfið við að loknu
námi?”
„Já. Ég kenndi um 10 ára skeið
i Reykjavik og starfaði nokkuð að
öðrum fræðslumálum, skrifaði
um þau i Menntamál, Skinfaxa og
viðar. Ég átti talsvert saman aö
sælda við Asgeir Asgeirsson siðar
forseta og hann gerði mér kleift
að reyna hugmyndir, sem ég
hafði sett fram i greinum og við-
ræðum, þegar Reykjanesskóli við
Djúp var stofnaður og ég réðist
þangað. Það var fyrst barnaskóli
og siðar héraðsskóli með bóklegt
og verklegt svið.”
„Telurðu, að nýju grunnskóla-
lögin séu það sem koma skal?”
„Sitthvað er jákvætt i þeim. En
annars hefur okkur ekki vantað
mest lagasetningar. Það er fram-
kvæmdin, sem allt veltur á. Svo
illa hefur til tekizt, að við höfum
eiginlega alltaf verið að fálma
Framhald á bls. 15.
Alþýðublaðið
Laugardagur 4. október 1975