Alþýðublaðið - 04.10.1975, Side 3

Alþýðublaðið - 04.10.1975, Side 3
Stefmljós Sigurður E. Guðmundsson skrifar O S tj ör nudýrkun — alþýðulist Vorið 1974 urðu nokkrar umræður i blöðum um það hvort alþýðulist væri til eða ekki. Einn efnilegasti af yngri rithöfundum þjóðarinnar lét það uppi i blaðaviðtölum, að sig fýsti að ganga úr skugga um það og lét ekki sitja við orðin tóm i þeim efnum, heldur tók að auglýsa eftir henni i blöðum og naut til þess fjárstyrks frá Menntamála- ráðuneytinu. Þessi ungi maður, sem er einn af menningarvitum Alþýðu- bandalagsins, taldi allt eins liklegt, að alþýðulistin væri týnd og tröllum gefin og eina vonin væri að auglýsa eftir henni! Að sjálfsögðu var tiltæki þetta harla hlálegt, en sýndi þó vel hvað menntamenn kommiínista eru slitnir úr tengslum við daglegt lif alþýðunnar. Vitaskuld er alþýðulistin hvorki dauð né týnd og list- hneigð, listiðkun og listsköpun alþýð- unnar enn sem fyrr á sínum rétta stað. Hér á landi sem erlendis hefur hún verið til, allt frá upphafi vega, og er enn i góðu gengi með þjóðinni, þótt ekki beri mikið á henni. Ritlist,myndlist, og bókagerðarlist hefur verið stunduð hér á landi nær þvi frá i árdaga,eins og sjá má hvarvetna i fomum handritum og myndum ýmissar gerðar, sem varðveitzt hafa. Er i þvi sambandi fljótlegast að vitna til hinnar stórfróðlegu og raunar ógleymanlegu myndlistarsýningar á 1100 ára ferli islenzkrar myndlistar sem haldin var að Kjarvalsstöðum sumarið 1974. Auðvitað var þar mergð ómetanlegra dýrgripa lærðra og viðurkenndra listamanna, en þó mun óhætt að fullyrða, aö nær jafnstóran hlut, a.m.k. hafi átt þeir ólærðu, litt- eða óþekktu og jafnvel litt viðurkenndu lista- menn, sem sæma verður sæmdarheitinu alþýðu-listamenn. Hér á landi hefur það sjónarmið löngum verið ofarlega á baugi, ef ekki beinlinis rikjandi, að listsköpun, væri og skyldi stunduð af fáum útvöldum fyrir aðra, til- tölulega fáa, útvalda. Almenningur væri þess varla eða ekki umkominn að stunda hana að neinu gagni eða ráði, hans væri nánast að standa álengdar, hljóður og lotningarfullur, og virða fyrir sér verk meistaranna, er hinir efnuðu góðborgarar „tóku siðan úr umferð”, þ.e. keyptu og hengdu upp i stássstofum sinum. Víst hefur þetta viðhorf einna sizt átt við um ritlistina, sem almenningur hefur ekki látið sig muna um að stunda af kappi, jafnframt þvi, sem hann dáði og dýrkaði snillingana á þvi sviði. En i þeim mun rikari mæli hefur það átt við um mynd- listina, a.m.k. til skamms tima, 011 þekkjum við mæta vel þá þjóðfélagsskoðun, sem mestu ræður i þjóðfélagi okkar og leggur meginkapp á, að hefja hina fáu til vegs og virðingar á sem flestum sviðum,en læturhina mörgu sigla sinn sjó, eftir þvi, sem verkast vill. Auðvitað er ljóst að það er þjóðinni al gjörlega ómetanlegt að hafa, bæði fyrr og siðar, átt sér listamenn, sem skarað hafa langt fram úr öðrum og verið henni sem lýsandi kyndlar. Það hefur verið og verður hénni lifsnauðsyn. En það er þjóð- inni jafn mikilvægt, að sterk listhneigð almennings verði ræktuð og studd, að list- rænum hæfileikum alþýðumanna verði sinnt og þeir metnir að verðleikum. Við getum viða skyggnzt um i dag og virt fyrir okkur listræna viðleitni almennings, löngun hans og þörf fyrir að tjá sig á list- rænan hátt og skapa verk, sem stinga i stúf við hið ven julega að innihaldi og gerð. Sé til dæmis litið til iðnaðarmanna kemur fram, að þeir hafa, margir hverjir, gert gripi, sem með sanni mega kallast list- gripir og veita okkur áhorfendum bæði ánægju og unað. Alþekkt er, að margir gull- og silfursmiðir hafa á liðnum árum og áratugum skapað úrvals fagra og list- ræna gripi og raunar um allar aldir. Meðal prentara og bókbindara hafa æti'ð þrifizt sterkar listrænar tilhneigingar, eins og glöggt má sjá i mörgum fögrum gripum, sem komið hafa frá þeirra hendi. Vfða má bera niður, meðal leirkerasmiða eru margir menn, sem við þekkjum og vitum að vinna stöðugt að gerð gripa, sem margir hverjir teljast listilega unnir. Og sizt mætti gleyma trésmiðum, húsgagna- smiðum og járnsmiðum — i hópi þeirra eru vissulega og hafa lögnum verið margir menn, sem hafa búið yfir sterkri listrænni hneigð. Sé litið til verkamanna, sjómanna og bænda, má ætla, að þeir hafi ekki verið og séu ef til vill ekki jafn hneigðir til myndlistargerðar og hinir fyrrnefndu. En i staðinn má liklegast fullyrða, að með þeim hafi búið og búi stöðugt rik hneigð til ritstarfa — og hafa raunar margir getið sér góðan orðsti á þvi sviði, hér sem erlendis. Ekki má heldur gleyma þvi, að tónlist, einkum iðkun sönglistar, hefur ætið verið og er enn i rikum mæli alþýðulist. Þar hefur bæði verið um listsköpun að ræða, eins og t.d. þjóðlögin okkar bera vott um, og list- iðkun, eins og hljóðfærasláttur á heimilum og kórsöngur um land allt eru góð dæmi um. Nú kynni einhver að ætla af þvi, sem að framan hefur verið sagt, að listsköpun og listiðkun alþýðunnar hafi einkum verið og sé stöðugt i höndum karla, nær einna saman. En svo er þó vitaskuld engan veginn. Konur hafa ætið lagt mikið af mörkum i þessu efni, þótt það hafi ef til vill ekki verið jafn áberandi. t þvi sambandi má minna á listsköpun alþýðu- kvenna um aldaskeið, jafnt þá, sem komið hefur fram i ýmis konar sauma- vinnu, en einnig i ýmsum þeim gripum, sem konur hafa gert úr lopa. Hér hefur verið um mjög sterka viðleitni að ræða, sem ekki, hefur notið verðskuldaðrar at- hygli né nægilegs stuðnings, þótt ef til vill sé úr að rætast, m.a. fyrir afbragðs til- stilli Heimilisiðnaðarfélags Islands. Að sjálfsögðu er hér margs ógetið, þegar litið er yfir sviðið, t.d. ljósmynda- listarinnar, málmsmiði og margs annars, enda engin leið að geta alls i svo stuttu spjalli. Hins vegar er rétt að láta þá skoð- un i ljósi, að stjörnudýrkunin, sem ég vil nefna svo, þ.e. aðdáunin á hinum fremstu og hæfustu og gleymskan og sinnuleysið gagnvart öllum hinum, hafi verið og sé alltof rikur þáttur i menningarstefnunni hér á landi. Vitaskuld er mikils vert að efla þá hæfustu og beztu til sköpunar ómetanlegra listverðmæta. En hitt er lika mikils virði, að örva sem mest til listiðk- unar og listsköpunar meðal almennings, þar sem griðarlega miklir hæfileikar eru fólgnir, sem ekki fá notið sin nema að tak- mörkuðu leyti. Kjörorðið ætti ekki aðeins að vera „Listina út til almennings”, held- ureinnig „Listiðkun og listsköpun meðal almennings”. Að minum dómi ætti þetta að vera hið sócialdemókratiska viðhorf i lista-og menningarmálum og fyrir þróun mála i þessa átt ætti alþýðuhreyfingin öll að berjast, m.a. Listadafn ASl i farar- broddi. # ' Dagsími til kl. 20: 81866 • frettabraðurinn gjái81976 Fjármagnsfryst- ingin áfram „Seðlabankinn og viðskipta- bankarnir hafa gert samkomulag um það, 2. október, að engin aukning verði á útlánum við- skiptabankanna frá ágústlokum og til áramóta n.k., öðrum en endurkaupanlegum afurða- og birgðalánum til sjávarútvegs, iðnaðar og landbúnaðar og reglu- bundnum viðbótarlánum til sömu greina. Með þessum undantekn- ingum munu bankarnir þvi á samkomulagstimabilinu aðeins hafa til ráðstöfunar það fé, sem endurgreiðist af eldri lánum, og mun láta nauðsynlegustu rekstrarlán til atvinnuveganna ganga fyrir um ráðstöfun þess fjár. Seðlabankinn hefur mælzt til þess við sparisjóði, að þeir hagi útlánum sinum i samræmi við þessa stefnu”, sagði Jóhannes Nordal seðlabankastjóri við blaðamenn á fundi i gær. Fram kom ennfremur, að þessi stefna hefði verið upp tekin i byrj- un marz þetta ár, að hún hefði gefist vel, að dómi bankanna, að hún væri mikilvægt tæki til að ná jafnvægi i þjóðarbúskapnum. A hinn bóginn gætu aðgerðir bankanna ekki náð árangri, nema stefnt væri að sama marki i út- gjöldum rikisins og útlánum fjár- festingarsjóða og lifeyrissjóða. Einnigkom fram , að bankarnir hafa i undirbúningi betri aðbúnað að sparifjáreigendum, með þvi að verðtryggja innlán og útlán að vissu marki. Aðspurður, hvernig háttað yrði sllkri verðtryggingu, svaraði Jóhannes Nordal þvi, að hér yrði um að ræða bundin inn- lán, a.m.k. til árs, og útlána til lengri tima-fjárfestingarlána. Staða rikissjóðs við Seðlabank- ann hefur farið siversnandi og er nú skuld hans og rikisstofnana tæpl. 8,7 milljarðar i lok ágúst- mánaðar.hefur tvöfaldast siðan á sama tima i fyrra. Auðheyrt var, að bankamenn hafa verulegar áhyggjur af þessari þróun, enda létu þeir i ljós, að viðleitni bank- anna til samdráttar væri að veru- legu leyti háður samræmdri stefnu þeirra og rikisvaldsins. Jónas Haralz benti á, að það sem mestu máli skipti, að almenning- ur skildi, hvað væri að gerast og hversvegna. Hann taldi, að útlán hefðu minnkað fyrst i stað eftir febrúarsamkomulagið, en væru nú að færast i sama horf og áður. A þessa hluti þyrfti sífellt að minna. Ekki taldi Nordal, að liklegt væri, að takmörkun útlánanna ylli atvinnuleysi, en sagði að stefnan yrði mörkuð frekar á næsta ári. Framhaldssagan Lesendur eru beðnir velvirðingar á þvl að framhaldssagan fellur niður i blaðinu i dag af óviðráðan- lcgum orsökum. Sagan verður á sinum stað á þriðjudaginn og við vonumst til að lesendur hennar tapi ekki þræðinum þangað til. SIBS-dagurinn Hinn árlegi merkjasöludagur Sambands íslenskra berklasjúk- linga er nk. sunnudag. Blöð og merki verða þá seld á yfir 100 stöðum á landinu. Blaðið Reykjalundur er að miklu leyti helgað Vinnuheimilinu að Reykjalundi, sem varð 30 ára á þessu ári, og kynningu á félags- samtökum asma- og ofnæmis- sjúklinga, sem nýlega hafa gerst aðilar að S.l.B.S. Pétur Friðrik listmálari og Katrln dóttir hans við eina af myndunum á sýningunni á Kjarvalsstöðum. Sýningunni lýkur annað kvöld. Pétur Friðrik á Kjarvalsstöðum Nú um þessar mundir stendur yfir sýning á málverkum Péturs Friðriks á Kjarvalsstöðum. A þessari sýningu Péturs Friðriks, en hann hefur margoft haldið sýningar áður, eru 89 oliumálverk og vatnslitamyndir, langflestar málaðar á undanförnum tveimur árum. Sýningin hefur staðið yfir frá 20. september og höfðu um fjögur þúsund manns skoðað sýn- inguna þegar blaðamaður og ljós- myndari Alþýðublaðsins litu inn á Kjarvalsstöðum i gærdag og komu að máli við Pétur Friðrik á Kjarvalsstöðum i gærdag. „Það hafa selst 37 myndir en langflestar myndirnar eru til sölu. Það hafa auðvitað orðið hægfara breytingar á stilnum hjá manni i gegnum árin, það hlýtur að gerast ósjálfrátt. Sumir mál- arar eru lengi að komast i stemmningu við málun en min reynsla er sú, að maður kemst strax i stremmningu, þegar mað- ur fer út i náttúruna og sér feg- urðina i kringum sig. „Enginn einn staður á landinu hefur heillað mig framar öðrum, þvi alls staðar er fegurðina að finna. Fallegasti timi ársins finnst mér vera á vorin og haust- in, þá er litadýrðin mest og lang- flestar minar landslagsmyndir hef ég fullklárað úti i náttúr- unni,” sagði Pétur Friðrik að lok- um. Hlutavelta Á sunnudaginn efnir Kvenna- deild Sly savarnarfélagsins i Reykjavik til hlutaveltu i Iðnaðarmannahúsinu við llall- veigarstig, og er það ósk þeirra, sem að hanni standa að sem flest- ir komi til leiks, því margt góðra vinninga fellur i skaút þeirra heppnu. Þær slysavarnarkonur eru þakklátar þeim einstaklingum og fyrirtækjum, sem leitað hefur verið til vegna þessarar hluta- veltu og að sjálfsögðu fyrir þann velvilja og hlýhug, sem þessu starfi hefur verið sýnt i gegnum árin. ölium ágóða af hlutaveltunni verður eins og alltaf áður varið til björgunarmála. 1 tilefni 45 ára afmælis sins keypti kvennadeildin af eigin fé alls 10 talstöðvar, og hefur þeim verið dreift til björgunarsveita vlða um land, og sést af þvi að þó fjárins sé aflað i borginni, njóta allir landsmenn góðs af. Kynningar- fundir BSRB Mánudagur 6. okt. 1975. Keflavik kl. 20.30 Þórhallur Halldórsson, Guðmundur Sigurþórsson. Breiðholtsskóli kl. 17.00 Svavar Helgason, Albert Kristinsson. Lögreglufélag Reykjavikur kl. 17.00 Kristján Thorla- cius, Gisli Guðmundsson. Tollvarðafélag tslands kl. 20.30 Loftur Magnússon, Svavar Helgason, Gunnar Gunnarsson. Þjóðleikhúsið kl. 17.00 Harald- ur Steinþórsson, Einar Ólafs- son. Æfinga- og tilraunaskólinn kl. 17.00 Gunnar Eydal, Haukur Helgason. Alþýöublaóiö Laugardagur 4. október 1975

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.