Alþýðublaðið - 04.10.1975, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 04.10.1975, Qupperneq 5
HELGARLEIÐARINN |alþýðu| RÖDD FÓLKSINS Fyrir tveim vikum birti Alþýðublaðið sunnudags- leiðara um skattamál. Tilefnið voru miklar umræð- ur, sem orðið höfðu í Svíþjóð í framhaldi af því, að viðtekjuskattsálagningu þar kom í Ijós, að f jölmarg- ir, sem allir vissu, að höfðu mjög háar tekjur, greiddu lítinn tekjuskatt, og hlutfallslega lægri en allur almenningur. í hópi þessara manna var sjálfur fjármálaráðherrann, og vakti það auðvitað enn meiri athygli á málinu en ella. Nú hef ur sá gleðilegi atburður gerzt hér á landi, að skattgreiðendur í þrem bæjum hafa risið upp og krafizt rannsóknar á skattalögum bæjarbúa vegna augljóss misréttis i skattálagningu. Bolvíkingar riðu á vaðið. (búar Borgarness og Hveragerðis fylgdu í kjölfarið. Vonandi koma margir fleiri á eftir. Umkvörtunarefnið er í öllum tilfellum hið sama: Skattgreiðendur, sem allir í þessum litlu bæjum vita, að hafa háar tekjur, greiða sáralítinn tekjuskatt af þeim. Almennir launþegar, sem vart hafa meira en til hnífs og skeiðar í þeirri ofsadýrtíð, sem ríkir í landinu, greiða hins vegar verulegan hluta af tekjum sínum í skatta. Þetta særir að sjálfsögðu réttlætis- skyn manna. AAenn sætta sig ekki við þetta. Þeir kref jast leiðréttingar. Og hana eiga þeir að fá. Eðlilegt er, að menn velti því fyrir sér, hvernig slíkt megi gerast. Enginn vafi er á því, að í sumum tilfellum er um bein skattsvik að ræða. Þau eru ekk- ert séríslenzkt fyrirbæri. Þau eru vandamál í öllum löndum. Skattsvik eiga sér hvarvetna stað, bæði að því er snertir beina skatta og óbeina. En i mjög mörgum tilfellum á misréttið alls ekki rót sína að rekja til skattsvika. Það á rót sína að rekja til þess, að lögum og reglum um tekjuskatt fylgja margvís- legar frádráttarheimildir og smugur, sem gera mönnum kleift að lækka skattgreiðslu sína. Sumar heimildirnar eru þannig, að álitamál getur verið, hvort þær séru réttmætar eða ekki í einstökum tilvik- um. AAisréttið, sem hér er um að ræða, á vafalaust í mörgum tilfellum rót sína að rekja til þess, að af hálfu skattayfirvalda er^ekki fylgzt nægilega með því, hvort frádráttarheimildir séu notaðar með eðli- legum hætti. En í mörgum tilfellum, eflaust mjög mörgum, er allt með felldu frá lagalegu sjónarmiði. Eðli tek juskattkerf is er þannig, að rétt f ramtal getur leitt til óréttlátrar skattgreiðslu. Nú er svo komið hér á landi og víðar, að út- svar er ekki lengur stighækkandi, heldur ákveðið hutfall af brúttótekjum, 10—11% Og stighækkun tekjuskattsins er komið niður í það, að um tvö skatt- þrep er að ræða. Tekjujöfnunaráhrifin eru því orðin lítil. Auk þess hafa nú aðrir þættir þjóðlífsins miklu meiri þýðingutil tekjujöfnunar en stighækkun tekju- skatta nokkru sinni hafði, og er hér fyrst og fremst um að ræða almannatryggingarnar, ókeypis skóla- göngu og ýmislegt fleira. AAeð hliðsjón af þeim augljósu göllum sem tekjuskattheimta hlýtur að hafa í för með sér, er því orðið tímabært að athuga í fyllstu alvöru skilyrði til þess að hætta henni, að hluta að minnsta kosti. Sá, sem þetta ritar, telur að sveitarfélög ættu áfram að innheimta útsvör með sama hætti og þau nú gera, en athuga skilyrði til þess að auka smám saman hlutdeild fasteignagjalda í tekjuöf lun sinni. Hins vegar ætti ríkið að taka til al- varlegrar athugunar að hætta tekjuskattsheimtu af launþegum, en halda henni áfram gagnvart þeim, sem stunda atvinnurekstur. Útgjöld ríkisins munu á þessu ári verða rúmir 50 milljarðar króna. Tekju- skattur sá, sem einstaklingar greiða, er 4,5 milljarð- ar, en félög greiða 1,2 milljarða. Hluti einstakling- anna stundar atvinnurekstur, og ætti því áfram að greiða stighækkandi tekjuskatt. Það ætti þvi að vera vandalítið að bæta ríkissjóði tekjumissinn af því að hætta að láta launþega greiða tekjuskatt. Að því yrði mikil þjóðfélagsbót að forða launafólki frá þeirri óánægju — og í mörgum tilfellum réttlátu reiði — sem tekjuskattsgreiðslan nú veldur. Jafnframt mundi ríkið spara stórfé í innheimtu kostnað, því að það er óhemju dýrt að láta hvern einasta einstakling í landinu eyða tíma og fé í að telja fram tekjur sínar, hvort sem þær eru skattskyldar eða ekki, og láta síð- an hundruð manna starfa að því að skoða framtölin og reikna út skattinn. Þetta er satt að segja svo mikið verk, að ekki er við því að búast, að starfsmenn skattkerf isins komist yfir að reyna að fullnægja öllu réttlæti. Ef hins vegar aðeins þeir, sem atvinnu- rekstur stunda, yrðu tekjuskattskyldir, mætti beinta þá miklu strangara eftirliti en nú á sér stað. GÞG Laugardagur 4. október 1975 alþýðu n FtiTTil Rltstjórn SIAumúla II - Slmi 81866 HELGARBLAÐ Drekaafbrigðið i Sikileyjar- vörn hefur verið vinsælt hjá mörgum skákmönnum. Hérna sjáum við hvernig Matulovic bregst við með hvitu mönnunum, þegar Velimirovic teflir „Drek- ann” gegn honum i Kragujevac 1974. 1. e4, c5. 2. Rf3, d6. 3. d4, exd4. 4. Rxd4, Rf6. 5. Rc3, g6. 6. Be3, Bg7. 7. f3, 0-0. 8. Dd2, Rc6. 9. Bc4, Bd7. 10. h4, Dc7. 11. Bb3, Re5. 12. Bh6, Rc4. 13. BxRc4, BxBh6. 14. DxBh6, DxBc4, 15.0-0- 0, Be6. 16. h5, Kh8. 17. hxg6, fxg6. 18. RxBe6, DxRe6. 19. Dxg6, Hg8. 20. Hxh7 skák. Svartur gaf. Að lokum ein stöðumynd úr skák þeirra Basmans og Whiteley i keppninni um meistaratitil Bretlands 1973. Hvitur á leikinn, þrir leikir nægja. jeS anjJBAS HXH '£ ‘HXH ‘^?MS 8}H 'Z 83h ‘5i?MS iPfH '1 : usnei Svavar Guðni Svavarsson. Ýmislegt Til nokkurs að vinna fyrir fyrsta enska stórmeistarann. Enska bókaútgáfufyrirtækið Faber og Faber býður fyrsta Englendingnum, sem nær stór- meistaraárangri eitt þúsund punda samning vegna útgáfu skákbókar, auk þess hefur Slater hinn þekkti stuðningsmaður skáklistarinnar lofað hárri upp- hæö þeim Englendingi, sem nær þessum árangri. Haustmót T.R. er hafið en margt er óljóst enn vegna frest- unar skáka, þvi nokkrir þátttak- endur I A-riðli voru á sex landa keppninni. Það virðast margir halda að Fischer hefði unnið Karpov ef þeir hefðu teflt einvigið. Það má minna á það að fyrir einvigi þeirra Capablanca og Aljekhins 1927, þá voru ekki margir sem bjuggust við sigri Aljekhins. Capablanca hafði skömmu áður sigrað I móti, þar sem Aljekhin, Nimzowitch, Vidmar, Spielmann og Marshall tefldu. Hver skák- maður tefldi fjórar skákir við hvern hinna. Capablanca fékk 14 vinninga, Aljekhfn varð annar og fékk ellefu og hálfan vinning. Fólk gleymir oft sögunni. Máttur Karpovs gegn Fischer er óþekkt stærð enn! James Schroeder frá Cleveland • heldur því fram að vinningar gangi kaupum og sölum I skák- mótum og meira að segja ekki að- eins I meistaramótum. Schroeder hefur skrifað töluvert um skák og er mjög hressilegur i skrifum sin- um, en ekki að sama skapi áreið- anlegur. Bókaútgáfan Orn og Orlygur hef- ur gefið út Tónfræði eftir dr. Hall- grim Helgasontónskáld. Þá hefur samaforlagtekið að sér dreifingu, á Sögu tónlistarinnar eftir Sigrid Rasmussen i þýðingu dr. Hall-' grims Helgasonar. Enn hefur út- gáfan gefið út bók um Stjómar- skrá íslands með skýringum fyrir almenning. Höfundur Gunnar G. Schram. Bókin er samin sem kennslubók i félagsfræðum. Nýr leikskóli, á vegum KFUM og KFUK mun bráðlega taka til starfa I félagsheimilinu i Langa-' gerði 1. Skólinn er ætlaður 2—6 ára börnum og mun geta tekiö 2x30 böm. Skólinn verður öllum opinn. Forstöðukona veröur Ragnhildur Ragnarsdóttir fóstra. Nánar auglýst siðar um innritun. Fulltrúar um 50 samtaka kvenna vinna ötullega að þvi, að koma á kvennafrii á degi Sameinuðu þjóðanna, þann 24. október nk. Undirtektir segja þær með ágæt- um, þvi' að kannanir á ýmsum vinnustöðum hafa leitt i ljós 80—100% stuðning. Allar, sem taka vilja þátt i undirbúningi, eru velkomnar i hópinn, sem hefur bækistöð ihúsakynnum Kvenrétt- indafélags Islands að Hallveigar- stöðum kl. 2—4 og 9—18, simi 18156. Samtaka nú! Þrjár félagsdeildir hafa verið stofnaðar hér á landi á liönu sumri, á vegum Norræna félags- ins. Deildirnar em i Vestmanna- eyjum, ólafsfirði og Dalvik. A vegum félagsins hafa 1700 Islend- ingar ferðast til Norðurlanda á árinu og 550 Norðurlandabúar hingað á vegum félagsdeildanna á Norðurlöndum. Um 70 nemend- ur eru nú farnir eða á förum til náms við Norræna lýðháskóla. Is- landsdeildin hefur annast um að útvega þeim flestum skólavist og nokkra námsstyrki. Þær myndir, sem Kjarval heitinn málaði á veggfóður i dvalarstað sinum i risi hússins Austurstræti 12 verða eign erfingja lista- mannsins. Þetta er niðurstaða dr. Gauks Jörundssonar, prófessors, sem erfingjar Kjarvals og eig- andi húsnæðisins (Listasafn rikisins) féllustá að myndi kveða upp salómonsdóm i deilu um eignarrétt veggtóöursins. Þann 9. október nk. munu ganga I gildi Flugreglur, sem samgöngu- málaráðuneytið hefur nýgefið út. Reglurnar birtast i islenskri þýð- ingu úr ensku og fylgir iangur orðalisti. Sitthvað forvitnilegt er þar að finna af enskumorðum, sem öðlast nýtt mntak. Dæmi: Ceiling = skýjaþekja, Cruisising level = farflugsal, Flight drew member = flugverji.Er þetta hin fróðlegasta lesning, þótt ekki heyri undir afþreyingarbók- menntir. Lausjtörf við Alþýðublaðið Hafið l^jií^^samband afgreiðslu blaðsins á mánudag - Sími 14900 Reykjavík'. Bakkavör Melabraut Miðbraut Nesvegur Skólabraut Sævargarðar Vallarbraut Melahverfi Bifreiðaeigendur: Á meðan þér bíðið er bifreiðin ryksuguð, þvegin og bónuð. Opið alla daga nema sunnudaga frá kl. 8 ■— 18.40 BON OG ÞVOTTASTOÐIN HF. SIGTÚNI 3 Alþýðublaðið'

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.