Alþýðublaðið - 04.10.1975, Side 6

Alþýðublaðið - 04.10.1975, Side 6
aö vetrí til Ef þér eigið ieið til höfuðborgarinnar, í verslunarerindum, i leit að hvíld eða tilbreytingu, þá býður Hótel Esja gott taekifæri til þessara hluta. Gisting á Hótel Esju er ekki munaður, heldur miklu fremur sjálfsögð ráðstöfun. Hótel Esja er í allra leið. Strætisvagnaferðir i miðbæinn á 10 mlnútna fresti, svo að segja frá hóteldyrunum. Opinberar stofnanir, sundlaugarnar og iþróttahöllin i Laugardal, skemmtistaðir og verslanir eru i nágrenninu, og síðast en ekki síst: Við bjóðum vildarkjör að vetri til. Velkomin á Hótel Esju SuSurlandsbraut 2, Sími 82200. n Vorum aðfá 0 glæsilegt úrval af kjólskyrtuffi í öllum stærðum og ermalengdum BÍLASÍÐA Volvo 26SDL meft sex strokka 125 hö vél er dýrasta gerðin af Volvo-. Framleiðsla hefst um áramót. Fjölgun hjá Volvo fjölskyldunni Volvo fjölskyldan heldur á- fram að stækka og i árgerð 1976 er að finna tvo nýja meðlimi. Hér er um að ræða Volvo 66 og Volvo 265. Auk þessara nýju gerða má finna ýmsar endur- bætur á þeim gerðum sem framleiddar hafa verið hingað til og við þekkjum af eigin raun. Volvoverksmiðjurnar hafa yfirtekið rekstur DAF verk- smiöjanna I Hollandi og heita þær nú Volvo Car B.V. Þar er Volvo 66 framleiddur og hefur verið hannaður i samræmi við aðra bila i Volvo fjölskyldúnni. Aö sjálfsögðu hefur 66 fengið Volvo grillið, sem gerir Volvo auðþekktan hvar sem hann fer. Bifreiðin er með öryggisstuðara og mikiðer lagt uppúr þægind- um við akstur, hagkvæmni i rekstri og að hægt sé að treysta bifreiðinni, eins og öðrum teg- undum Volvo. Volvo 66 er með vél sem heitir B130 57 hö og er vélin i samræmi viö lög,sem gilda um hreinsun á útblæstri bifreiða. Hreinsunin er gerð með forhitun á innsogs lofti, nákvæmri stjörnun á bens- in/loftblöndunni og stillingu á kveikju. Volvo 265 er bifreið fyrir þá sem kjósa þægindi sex strokka vélar á station bifreið og verður eins og Volvo 264 DL með nýrri vél, B27A. Þessi vél hefur 125 hö (92 kw). Station bifreiðin er með nýjum blöndung sem er með nýrri gerð af legum fyrir ná- kvæmari stýringu af loft/bensfn blöndu. Vélin er hönnuð með til- liti til þess aö ná miklu afli við litinn snúning eða 20kpm við 3000 sn/min. Þessi Volvo er sá dýrasti sem boðið er uppá af fólks- og stationgerðum hér og er áætlað verð hans um þrjár milljónir króna. Hefst fram- leiösla á 265 um áramótin. 1 240 og 260 seriunni verður nú koparblanda i bremsurörum, sem eykur enn á gæði bremsu- kerfisins. útblásturskerfi á ár- gerð 1976 er nú að hluta úr áli sem bætir eiginleika kerfisins gegn ryði. Þeir hlutir sem mest verða fyrir ágengni ryðsins og áður þurfti að skipta um algjör- lega eru nú með valsaðri álhúð, sem eykur endingu kerfisins að miklum mun. — Stór hluti af verðmismun Volvo miðað við aðrar gerðir fólksbifreiða liggur i örygginu, sagði Ásgeir Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Veltis er hann kynnti Volvo árgerð 1976. Eins og gefur að skilja er geysimikill fjöldi Volvo bifreiða I Sviþjóð, en samt sem áður áttu aðeins 2% dauðaslysa sér stað i Volvo bifreiðum, samkvæmt könnun sem gerð var þar i landi. Volvo eyðir gifurlegum fjár- munum i tilraunir til að auka öryggi i bilum sinum. Hafa verksmiðjurnar sett sér það takmark, að bifreiðastjóri og farþegar i Volvo bifreið geti lif- Ein af nýjungum Volvo er fjögurra gfra girkassi sem heit- ir M45. Þessi kassi verður i bif- reiðum með vélunum B20, B21 og B27A og eru hannaðir sam- kvæmt nýjustu niðurstöðum um hljóðdeyfingar. Girstöngin er meö samskonar bakgi'rslás og venjulegur Volvo 264 girkassi, en vegna nýrra hringja eru hreyfingar stangarinnar ennþá léttari en áður. Nýr knastás i B21 breytir mengun útblástursins til hins betra og minnkar eyðslu um leið og aflið eykst um 3 hö i 100 hö án þess að breyta aksturseiginleik- unum. Verð á Volvo bifreiðum er frá 1.890.000 upp i 2.965.000 og vökvastýri kostar 100.000 i við- bót. að af árekstur eða veltu sem verður á 80 km hraða. Meðal öryggisatriða má nefna, að bensintankurinn gengur inn undir öxulinn og er ekki lengur hluti af boddýinu. Framrúðan er úr teygjanlegu efni og öryggisbelti eru ekki að- eins i framsæti, heldur einnig fyrir þrjá farþega i aftursæti. Mjög margir af viðskiptavin- um Volvo hérlendis hafa það fyrir fasta reglu að skipta um bil á tveggja ára fresti og leggja þá eldri bilinn upp i þann nýja. Var Volvo umboðið með þeim fyrstu að gefa fólki kost á slik- um skiptum hérlendis. Aukið öryggi hærra verð Kvennadeild Slysavarnafélags Islands f Reykjavík, HLUTAVELTA ARSINS verður f Iðnaðarmannahúsinu að Hallveigarstfg 1 á morgun sunnudag 5. október kl. 2 e.h. Fjöldi góðra muna - Ekkert happdrætti - Engin núll REYKVÍKINGAR: Styrkið slysavarna- og björgunarstarf SVFÍ Stjórnin. Wmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmm^mmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmm^mmmammmmmmm^^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi^mm^mmmmmmmammmmmmmmmm^mmmmmm Alþýðublaðið Laugardagur 4. október 1975

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.