Alþýðublaðið - 04.10.1975, Síða 7

Alþýðublaðið - 04.10.1975, Síða 7
Frá FÍB: Hvað þarf að gera fyrir bílinn undir veturinn? LEIÐBEININGAR TIL ÖKUMANNA FRA F.l.B. 1. YfirfariH kveikju og raf- kerfi, stillið kveikjutima og blöndung. Athugið hvort viftureim sé rétt strekkt og ósprungin. 2. Athugið hve mikið frost kælivatnið þolir (það fæst mælt á bensinstöðvum). 3. Athugið og látið stilla ljós fyrir 31. október. 4. Athugið að rúðuþurrkur séu i lagi. 5. Ef bremsur taka ójafnt i, getur bifreiðin verið stór- hættuleg i hálku, látið þvi stilla bremsurnar. 6. Takið tillit til náungans og hafið aurhlifar I lagi. 7. Athugiö að frá 15. október til 1. mai er heimilt að nota neglda hjólbarða (Skuli þeir þá vera á öllum hjól- um). Sérfræðingar Volvo verksmiðjanna ásamt Asgeiri Gunnarssyni (I miðið) kynna hið nýja verkstæðiskerfi Veltis hf. Föst verð á verks tæðisvinnu Veltir h.f. hefur undanfarna mánuði unnið að rekstrarbreyt- ingum verkstæðisins, m.a. að tekin verða upp föst verð á við- gerðum sem áður voru seldar samkvæmt timavinnu. Hefur Veltir h.f. notið að- stoðar sérfræðinga frá Volvo við þessar breytingar. Volvo hóf fyrir löngu siðan notkun fastra verða á viðgerð- um, og er af þessum sökum til mjög aðgengilegar og fullkomn- ar timatöflur yfir hverja ein- staka viðgerð, sem breytt hefur verið til að henta islenskum að- stæðum. Timatöflur þessar ná yfir 90% af öllum viðgerðum sem snerta einn fólksbil. Kosturinn við föst verð er sá, að ef skipta á um t.d. útblást- urskerfið, þá kostar það fast á- kveöið verð, og komi annar við- skiptavinur til sömu viðgerðar, þá kostar viðgerðin nákvæm- lega sama verð, burtséð frá þvi hver vinnur verkið. Það er einnig stór kostur, að viðskiptavinurinn veit hvað við- gerðin kostar áður en hún hefst. Kerfi þetta gerir stórar kröfur til sérverkfæra, fullkomins tækjabúnaðar og góðrar vinnu- aðstöðu, sem gerir vinnuna létt- ari fyrir bifvélavirkjann, á sama tima og vinnan verður ódýrari, sé hún unnin með slik- um hjálpargögnum. Bertil Lindström og Stig Palm hafa undanfarna mánuði undir- búið þetta kerfi af hálfu Volvo. Veltir selur bíla til Afríku! Þrátt fyrir samdrátt I bíla- framleiðslu i heiminum heldur Volvo sinu og vel það. Söluaukn- ing í V-Þýskalandi nemur um 25% og hvarvetna er mikil að- sókn að sýningum Volvo. Það er ekki aðeins á Fróni sem Veltir selur Volvo bif- reiðar. Má nefna sem dæmi, aö fyrirtækið hefur það sem af er árinu selt átta islendingum I Afriku bifreiðar, auk samlanda i öðrum löndum heims. Raftæknir - Rafvirki Raftæknir eða rafvirki óskast til starfa i heimtaugaafgreiðslu vorri. Starfið krefst m.a. hæfni til skipulegra vinnubragða og snyrtimennsku við gerð verkblaða, auk tjáningarhæfni gagnvart verktökum og öðrum viðskiptavinum. Laun samkvæmt launakerfi Reykjavikur- borgar Nánari upplýsingar varðandi starfið eru veittar á skrifstofu vorri i Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 4. hæð og þar fást einnig umsóknar ey ðublöð. ^i.’IRAFMAGNS l \ 1VEITA LkA reykjavikur Álestur á ökumæla — Dagsektir Álestur ökumæla stendur yfir til 11. október n.k. Hafi álestur ekki farið fram fyrir þann tima varðar vanrækslan sekt- um er nema 500 kr. fyrir hvern dag sem dregst að láta lesa á mæli bifreiðarinnar fram yfir hin tilskyldu timamörk. Séu sérstakar ástæður fyrir hendi getur þó viðkomandi innheimtumaður veitt undan- þágu frá hinum tilskyldu timamörkum á- lesturs, enda hafi beiðni þar að lútandi borist innheimtumanni, með hæfilegum fýrirvara, samanber ákvæði i 10. grein reglugerðar 282, ’75. Fjármálaráðuneytið. GLÆSILEG HÚSGAG NAVERSLUN MEÐ HÚSGÖGN í ÖLL HERBERGI HÚSSINS SÍÐUMÚLI 30 SÍMI 86822 HÚSGAGNAVERSLUN AÐ SÍÐUMÚLA 30 SÍMl: 86822. Laugardagur 4. október 1975 Alþýöublaöið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.